This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
miðvikudagur, desember 31, 2003  
Er ekki sniðugt að gera upp árið sem er að líða?
Það held ég nú.

Gott er að telja upp það helsta sem maður er stoltur af, fannst skemmtilegt og lærdómsríkt og hafði jafnvel einhver varanleg áhrif á mann.
Sumt er ansi merkilegt en annað virðist frekar lítiðfjörlegt en skiptir samt máli því það breytti manni kannski aðeins. Margt smátt gerir eitt stórt.

Svo gleymir maður náttúrulega einhverju en það skiptir minna máli því ég man ekki einu sinni eftir því!

Hefst þá Binna-annáll 2003.

Árið 2003 er fyrsta heila árið sem ég er búsettur utan Íslands.
Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekkert í því að hafa ekki gert þetta fyrr. Maður hefur svo ansi gott af því að sjá hvernig aðrir gera hlutina - sérstaklega þegar maður hefur mestmegnis dvalið á Íslandi.

Mér finnst alveg einstaklega fínt að búa hér í Englandi enda er fólkið og menningin að mínu skapi. Svo er landið líka fallegt og fjölbreytt en hæfilega stutt frá eldgömlu Ísafold.
Öll þjóðfélagsumræða er hér á mjög háu plani, og eiginlega finnst mér flest allt einstaklega vel gert. Hér hafa menn verið að betrumbæta og sníða samfélagið til eftir bestu aðferðum hvers tíma í margar aldir. Á meðan hefur safnast upp mikil þekking og menningararfur, og borgir og bæir og samfélög hafa þróast á samfelldan hátt. Það er einhver rauður þráður í þessu öllu saman. Það sama er líklega ekki hægt að segja um íslenskt samfélag. Satt best að segja sakna ég þess ekki mjög mikið - í bili.

Árið 2003 varð ég meistari í tölfræði og aðgerðarannsóknum frá UWE í Bristol. Líklega hef ég nú lokið formlegri skólagöngu minni - að eilífu. Það hlýtur að teljast nokkuð mikilvægur áfangi. Svo verður bara að koma í ljós hvort að bókvitið verði í askana látið. Ég er amk ekki enn farinn að efast um það.
Á sama tíma og ég var að ljúka námi þá byrjaði Mæja í sínu MSc námi í University of Surrey. Nú er hún búin með ca 1/3 af náminu og virðist vera í nokkuð góðum málum.


Svo eru það ferðalögin. Við Mæja vorum nokkuð dugleg að ferðast um UK og víðar á árinu. Ég ætla að telja ferðalögin upp eftir mánuðum.

Janúar - við Mæja flugum til Scotlands og stoppuðum hjá Svenna og Wendy í Dunkeld og hjá Ástu og Justin í Aberdeen. Einnig náðum við tveimur pæntum með Hödda og Gurrý í Glasgow. Þetta voru hvorki fyrstu né síðustu pæntur árins.

Mars - við Mæja fórum með foreldrum hennar til Wells, Glastonbury, Dunster og Minehead. Gistum eina nótt í Dunster og kíktum í Dunster Castle. Góður staður.

Apríl - við Mæja fórum í dagsferð til Cheddar og kíktum á Cheddar Gorge. Síðar fórum við til Oxford - spíruborgin mikla og líklega ein fallegasta borgin í UK.

Maí - ég fór í dagsferð til Oxford og náði þónokkrum pæntum með Óla Jó á eðalpub við Thames árbakka.

Júní - við Mæja flugum til Íslands og stoppuðum í tæpar tvær vikur. Ég vaknaði oftar þunnur en ekki þunnur enda stíf dagskrá í gangi - brúðkaup, útskriftarveisla, grillveislur og annar gleðskapur. Góð ferð og gott að hitta vini og vandamenn en afskaplega var nú gott að koma aftur heim til Bristol og fá almennilegan svefn.

Júlí - við Mæja fórum í dagsferð til Cardiff í Wales. Ýkt kúl borg sem kemur á óvart.

September - við Mæja og Frexið fórum í dagsferð til Bath. Svo fórum við Mæja í tæpa viku til Feneyja. Það var magnað.

Nóvember - ég fór með lest frá London til Dundee í Scotlandi og dvaldi svo hjá Svenna í Dunkeld í nokkra daga. Einnig flaug ég til Aarhus í Danmörku og rokkaði stíft með Frexinu og Þresti. Við Mæja dvöldum einnig eina helgi hjá systur hennar í Woodbridge í Suffolk.

Desember - við Mæja dvöldum í Woodbridge yfir jólin. Heimsóttum Orford í þeirri ferð.

Sem sagt þokkaleg dagskrá í gangi og óhætt að segja að maður hafi kynnst UK nokkuð vel á árinu. Svo má heldur ekki gleyma að ég hef farið amk 15 sinnum til London á sl 3-4 mánuðum til að fara í viðtöl eða bara til að tjilla með Mæju. Ég hef gengið borgina þvera og endilanga, kíkt á söfn og pubba, í búðir og fyrirtæki, rölt um garða og farið yfir brýr og verið neðanjarðar og allt þar á milli.
Ég get því fullyrt að ég þekki höfuðborgina nokkuð vel - þótt ég sé rétt búinn að gera brotabort að því sem hægt er að gera þar. Manni endist líklega ekki ævin og hvað þá aurinn í að reyna allt það sem London hefur upp á að bjóða.

Svo vantar líka Bristol og Guildford inn í upptalninguna hér að ofan - enda varla hægt að segja að maður hafi verið ferðalangur á þeim stöðum.

Bristol er málið - sagði fróður maður. Ég er honum hjartanlega sammála. Gott var að búa þar, sérstaklega sl sumar þegar sólin skein og hitastigið rokkaði á milli 20 og 30 gráða. Við Mæja fluttum hins vegar frá Bristol til Guildford í september og þurftum því að aðlagast nýjum aðstæðum á haustmánuðum.

Guildford er fínn bær þótt hann sé talsvert ólíkur Bristol. Hér er ágætt að búa og ágæt bæjarstemming. Ég las einhversstaðar að sem verslunarstaður kemst miðbærinn í Guildford á topp 20 af rúmlega 1100 verslunarkjörnum í UK. Það kemur mér ekki á óvart enda er hreint og beint ótrúlega mikið af góðum verslunum í miðbænum. Svo eru ágætist pubbar á víð og dreif í kringum hann svo það er eitthvað fyrir alla þar.
Einn af helstu kostum Guildford er þó nálægðin við London. Ef okkur langar þá getum við alltaf skroppið til London og gert eitthvað sem ekki er hægt í Guildford.
Það er nú málið.
Svo hofum vid reyndar eignast ansi marga vini her i Guildford i gegnum.... ja i raun i gegnum Maeju. Maeja hefur verid dugleg ad eignast vini i bekknum sinum og hun hefur dregid mig med a bekkjardjomm og thvi er felagslifid i godum gir her i Guildford. Thad er mikill kostur.

Nú er þessi blessaði annáll farinn að verða ansi langur og jafnvel farinn að snúast um eitthvað meira en upptalingu á helstu afrekum árins. Héðan af ætla ég því að vera stuttorður.

Í septmeber flugum við Mæja í loftbelg yfir Bath. Það var vægast sagt ógleymanleg lífsreynsla.

Árið 2003 keypti ég mér disk með The Darkness. Besta/skemmtilegasta rokkband sem ég hef kynnst í nokkur ár. Það er mikið afrek fyrir 29 ára gamlan gaur að uppgötva nýja rokkgrúppu. Ég er mjög stoltur af því.

Árið 2003 lærði ég að drekka breskt ale. London Pride, Courage, Abott, Adnams, Exmoor Star og hvað þetta heitir nú allt saman. Sannur eðall sem hefur breytt hegðun minni á pubbum landsins til hins betra. Svo má heldur ekki gleyma John Smith´s og Guiness Extra Cold. Mjúkar og seðjandi pæntur sem ég held líka mikið upp á.

Árið 2003 sá ég ljósið í breskri matargerð. Cottage pie, Shepards pie og Cumberland pie er nú reglulega á boðstólum hér hjá okkur Mæju. Pie-in eru góð. Svo má ekki gleyma fry-up. Morgunverður að himnum ofan þegar pænturnar hafa verið fleiri en fjórar eða fimm kvöldið áður.

Í nóvember kleif ég fyrsta Munro-inn minn ásamt Svenna. The Munros heita fjöllin í Scotlandi sem eru yfir 3000 fet. Nú eru aðeins 283 eftir.

Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda orðið ansi langt. Restin fer í Appendix en birtist aldrei.

Það er aðeins eitt sem vantar í upptalninguna hér að ofan og það er að ná sér í vinnu. Enn hefur það ekki gengið upp þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð duglegur að leita og farið í nokkuð viðtöl. Það skýrist á næstu vikum hvar maður endar í þessum efnum en ég geri nú fastlega ráð fyrir því að í næsta annál geti ég stært mig af árangursríkri atvinnuleit her i UK eda heima a Islandi.

Lýkur þá Binna-annál 2003.


Gleðilegt ár og takk fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða.
Áfram 2004.

13:02

mánudagur, desember 29, 2003  
Nu er jolafriid i Woodbridge buid og vid Maeja erum komin aftur heim til Guildford.

Vid hofdum thad alveg afskaplega gott i thessu litla thorpi rett austur af Ipswich. Asta, systir Maeju, og rumlega 3ja ara sonur hennar og foreldrar Maeju voru a svaedinu og voru allir i finum gir. Justin, eiginmadur Astu, eyddi jolunum vid oliuleit i Oman og var thvi loglega afsakadur.

Eg bordadi a mig gat flesta dagana og hafdi aldeilis gott af. A bodstolum var m.a. hangikjot, kalkunn, reykt svinalaeri, Christmas pudding med Brandy cream, Mince pies, ORA graenar baunir, og allt thar a milli. Thessu var svo skolad nidur med godum vinum, oli og jafnvel sma visky.
Eg held eg hafi orugglega nad ad baeta a mig amk einu pundi af siduspiki. No doubt.

Woodbridge er serdeilis finn baer sem gaman er ad skoda. Fyrir ca 400 arum var hann ansi oflugur markadsbaer thvi fjoldinn allur af duggum fra meginlandinu sigldu upp ana Deben og versludu med vorur i Woodbridge. I baenum eru thvi fjolmorg hus fra thessum tima og enn er hofnin ansi lifleg tho nu seu thad adalega minni einkabatar sem nota hana.

I dag ma baerinn muna sinn fifil fegurri - verlunarlega sed - en i a moti kemur ad hann er vist ansi vinsaell medal folks sem vinnur og jafnvel byr i London en thykir gott ad komast fra skarkalanum um helgar. Thad eru thvi ansi morg "second homes" i Woodbridge og verslunargatan i baenum er nokkud god.

Svo ma ekki gleyma ollum pubbunum. Vid Maeja og Reynir vorum nokkud dugleg ad skoda pubbana og fundum amk tvo alveg edal, Kingshead og Ye Old Bell & Steelyard. Thessir eru liklega um 400 ara gamlir og thvi mikilvaegar stofnanir i baenum. A Kingshead var stor arinn a midju golfinu og folk sat i kringum hann og drakk Adnams ale og sagdi sogur. Jolatre i horninu, allir burdarbitar og veggir alveg rammskakkir og gluggarnir litlir. Sem sagt alveg afskaplega hlylegt og hentugt umhverfi fyrir oldrykkju.

Svo var lika kikt i skodunarferd til Orford og kastalinn thar skodadur. Hann var byggdur af Henry II a 12. old en tvi midur var kastalaveggurinn rifinn fyrr a oldum thannig ad nu stendur adalturninn bara eftir. Samt sem adur var gaman ad kikja a kastalann og setti hann einkar flottann svip thorpid i kring.

--------------------

Nu erum vid hins vegar maett aftur a campus - draugacampus ollu heldur. Her er varla hraeda a ferli og flest allt lokad thannig ad thad er nu ekki beint mikid lif a svaedinu. Thad gerir svo sem ekki mikid til thvi heima er nybuid og tengja nyja DVD spilarann og fjolmargar baekur og diskar og fullt af odrum godum jolagjofum bida manns. Vid eigum nu nokkur kilo af islensku nammi, SS pulsupakka, hardfisk og sitthvad fleira godgaeti. Madur kvartar thvi ekki.

Framundan eru svo aramot i Guildford. Thad stefnir allt i ad vid verdum bara tvo a gamlarskvold en vid gerum eitthvad gott ur thvi - eldum godan mat og hofum thad gott.
Thad er ekki erfitt.

13:41

mánudagur, desember 22, 2003  
Vid Maeja forum i serdeilis goda ferd til London i gaer.
A dagskra var ad tjekka vel a jolastemmingunni i hofudstadnum, kikja i budir og bara taka godan day out.

Vid tokum lestina rett um hadegi og vorum maett a Waterloo station halftima sidar.
Vedrid var storfint, kalt og sma gjola en solskin. Sem sagt nokkud jolalegt vedur.

Vid byrjudum a Dali safninu (Salvador Dali) sem er i County Hall a sudurbakkanum beint undir London Eye
Thar var mikid urval af styttum, skulpturum og teikningum eftir gaurinn og er ohaett ad segja ad thad hafi verid ansi surrealisk reynsla ad rolta um safnid.
Thokkalegt.

Naest la leidin yfir Jubilee Bridge og ad Somerset House vid Thames. Thar i hallargardinum er skautasvell og getur folk skellt ser i salibunu fyrir vaegt gjald. Vid forum nu reyndar ekki a skauta en thetta var hins vegar voda jolalegt allt saman. Krakkar a skautum og jolatre og seriur ut um allt. Voda fint.

Naest la leidin i Covent Garden sem er nu liklega eitt jolalegasta svaedi borgarinnar. Thar datt madur i kako og kleinuhring og gerdi sitt besta til ad komast i jolaskap. Thad gekk bara alveg agaetlega.
Eg sa lika mjog godan pub thar sem gott er ad vita af ef madur skyldi nu einhvern tima verda ofsa thyrstur a thessum slodum.

Svo roltum vid nidur a Leicester Square og upp Regent St og upp a Oxford St. Thad var gjorsamlega pakkad a thessum slodum enda mikid af finum budum og goturnar vel skreyttar og finar. Vid gerdum heidarlega tilraun til ad kikja a eina af flottari dotabudum borgarinnar - Hamlyns. Thad var hins vegar svo gjorsamlega stappad thar inni ad thad la vid oeirdum. Allir alveg crazy ad kaupa og profa dot og rifast og rugla. Vid gafumst tvi upp og roltum bara beint a naesta pub. Kaeldur John Smith rann ljuflega nidur.

Naest la leidin i bio rett hja Covent Garden til ad sja heimildarmyndina Touching the Void. Myndin er gerd eftir samnefndri bok og lysir einni mognudustu hafjallasvadilfor EVER. Tveir gaurar voru ad klifra mjog hatt og erfitt fjall i Peru. Annar datt efst uppi a fjallinu og molbraut a ser hned. Hvad gera menn tha? I ca 6-7000 metrum, snjor og is ut um allt, vedrid djofullegt og solin ad setjast, thverhnipi a bada kanta, jokulsprungur a leidinni og utilokad ad kalla a hjalp.
Sagan er ordin eins konar "legend" medal fjallamanna og i raun verda allir their sem hafa einhvern ahuga a fjallabrolti og godum ferdasogum ad kikja a bokina.

I myndinni segja gaurarnir tveir soguna og einnig eru atburdirnir svidsettir a nakvaemlega somu slodum og their gerdust.
Thad var virkilega gaman ad sja thessa mynd i bio thvi myndatakan var mjog flott og madur nadi ad lifa sig vel inni i myndina.
Eg maeli med thessari.

Eftir bio forum vid svo beint heim til Guildford enda vorum vid ordin ansi threytt eftir brolt dagins.

Svo forum vid a morgun med lest til Woodbridge i Suffolk thar sem vid aetlum ad dvelja fram a sunnudag hja systur Maeju.
Foreldarar Maeju er thegar maettir a svaedid og skilst mer ad thau hafi tekid med ser hangikjot og ORA graenar baunir.
Eg hlakka afskaplega mikid til ad bragda a theim krasum.
Jafnvel ad madur baeti a sig nokkrum pundum thessi jolin.
Eg stefni ad tvi.

--------------

Eitt enn.
I gaer kom vist i ljos hvada lag verdur a toppnum her i UK thessi jolin. The Darkness nadu tvi midur ekki fyrsta saetinu en lentu i saeti numer tvo. I fyrsta saeti eru einhverjir andsk..... asnar ad gaula um eitthvad sem their kalla Mad World.
Ozzy er i thridja saeti og getur verid stoltur af thvi.
Rokkararnir lifa enn.

Svo er best ad oska bara ollum naer og fjaer gledilegra jola...
eda eins og their segja her sumir,
"have a proper crimbo".
Dingaling.


16:10

laugardagur, desember 20, 2003  
Laugardagur i Guildford.
Sa sidasti fyrir jol, fyrir jol, fyrir jol.
Tesco er opin allan solarhringinn og thangad fer folk og kaupir og kaupir Christmas Pudding og booze og turkey og roast potatoes og konfekt og is og cds og DVDs og Smarties og Alka Seltzer og Panodil og .....
Sem sagt nog ad gera a kassanum og allt ad verda craaaazzzzy.

Bretar fylgjast grannt med lidan Ozzy Osbourne sem liggur nu a spitala eftir hafa lent i fjorhjolaslysi a landareign sinni her i nagrenninu. Eg held hann hafi brotid 8 rifbein, brakad halslidi, lungun foru i hass, fylltust af blodi, hjartad haetti ad sla og gaurinn var eiginlega daudur i 2 minutur.
Adstodarmadur hans bles i hann lifi. Kiss of life. Eg held ad hann hafi nu aldrei buist vid ad hann aetti eftir ad smella svona godum kossi a Ozzy. En svona er lifid.

A sama tima og Ozzy la i ondunarvel inni a gjorgaeslu nadi nyjasta smaskifa hans og dottur hans, Kelly Osbourne, toppsaetinu a smaskifulistanum. Lagid heitir Changes og thetta er vist i fyrsta skipti sem Ozzy kemst a toppinn her.
Leidinlegt fyrir hann ad hafa verid i coma thegar thad gerdist.
Reyndar er thad svo sem ekkert nytt fyrir hann tvi eg held hann hafi nu verid i halfgerdu lyfja-og afengis-coma sidastlidin 30 ar eda svo.

Og hvur i anskotandum hleypti honum a thetta fjorhjol?
Madurinn er natturlega gjorsamlega onytur i toppstykkinu og hefur enga stjorn a utlimunum. Buinn ad braeda heilann med lyfjum og brennivini og aetti i mesta lagi ad fa ad keyra litinn ragmagns scooter, eins og gamla folkid notar.


Poppurum thykir mikill somi af tvi ad vera a toppi UK smaskifulistans yfir jolin. Hver einustu jol er sett a svid halfgerd sampeppni nokkurra laga sem thykja likleg til ad enda a toppnum yfir jolin. Their sem hafa sed myndina Love Actually, sem er liklega i biohusum a Islandi um thessar mundir, vita nakvaemlega hvad eg er ad tala um. Agaetis mynd.

Vedbankar bjoda monnum ad vedja a sigurvegara, likurnnar (the odds) eru birtar og i plotubudum eru standar med smaskifunum sem taka thatt i slagnum. A stondunum stendur: The competition for the Christmas no1.
Mjog oft eru thetta jolalog eda amk jolaleg log og er Cliff Richard vist topp-Kongurinn. Hann er hefur oftar en einu sinni leikid thennan leik og komist a toppinn med tacky jolalagi.
Hann er vist i slagnum um thessi jolin en eg held ad hans timi se lidinn. Amk segja vedbankarnir thad.

Liklegustu sigurvegararnir ad thessu sinni eru felagar minir i The Darkness sem gafu ut jolalag sl manudag. Lagid heitir Christmas Time (Don't let the bells end) og hljomar thad einkar vel. Thad er rokkad en samt ultra jolalegt med breskum barnakor og ollum pakkanum.
Eg vona svo sannarlega ad their taki toppsaetid ad thessu sinni.

Annars erum vid Maeja alveg ad smella i jolagirinn.
Vid forum i afmaeli til bekkjarsystur hennar i gaerkvoldi og skemmtum okkur mjog vel. Rhy helt upp a afmaelid a japonskum veitingastad i midbae Guildford og var bodid upp a godan mat og vin. Alls voru yfir 20 manns a svaedinu og voda fjor. Kvoldid endadi svo a BarZuka thar sem sumir donsududu fra ser allt vit og meira en thad.
Vid vorum komin heim ovenju seint og eg er ekki fra tvi ad madur verdi bara rolegur i kvold.
Pop Idol er a ITV og madur verdur vist ad fylgjast med tvi thetta er urslitathatturinn.
Svo verdur synt ur enska boltanum rumlega tiu og verdur spennandi ad sja hvort Liverpool monnum tekst ad punda a sig enn einu sinni.

Afram Darkness

16:27

miðvikudagur, desember 17, 2003  
I dag for eg i mitt sidasta atvinnuvidtal fyrir jol.
Eg atti bokadan tima kl. 9 i morgun i hofudstodvum fyrirtaekisins vid Oxford Street i London.

Eg vaknadi kl. 6:30, for i netta sturtu og svo beint i jakkafotin. Rolti ut a lestarstod i Guildford, hoppadi upp i lest kl. 7:45 og var maettur a London Waterloo kl. 8:20. Thar for eg i tube-id, Piccadilly line, ut a Oxford Street og var maettur i hofudstodvarnar kl. 8:45.
Madur var sem sagt a ferdinni a peak-hour og thvi var thokkalega trodid baedi i lestinni fra Guildford og eins i tube-inu.
Ef eg fae vinnu a thessum stad tha verdur thetta liklega rutinan hja manni. Thad er svo sem i lagi ad vakna halfsjo ef madur man ad fara ad sofa uppur tiu a kvoldin. Tha yrdi hins vegar erfitt fyrir mig tvi tha myndi eg alltaf missa af Paxman og felogum i Newsnight sem byrjar kl. 22:30 a BBC2.

Vidtalid gekk thokkalega vel en eg er ekki alveg viss um ad eg hafi massad hid svinslega erfida numerical test sem lagt var fyrir mig.
Gudminngodur hvad thetta prof var leidinlegt.
Sem betur fer tok eg profid undir lokin thannig ad eg gat pustad uti a gotu beint a eftir i stadinn fyrir ad vera pirradur i vidtalinu sjalfu.
Sjaum til hvad kemur ut ur thessum pakka.

Eg var komin ut rumlega ellefu og tvi tilvalid ad kikja adeins i jolagjafaleidangur i London. Vedrid var edalflott, rett yfir frostmarki, blankalogn og skinandi sol. Eg rolti mer eftir Oxford St., nidur Regent St., yfir Piccadilly Circus, hja Whitehall og no10 Downing St, hja Houses of Parliament, yfir Westminster Bridge, fram hja London Eye, i gegnum hofudstodvar Shell og endadi svo a Waterloo.
Finasti labbitur i vetrarsolinni og jafnvel ad madur hafi nad i nokkra jolapakka i leidinni.

Eg hitti hvorki a Tony Blair ne Gordon Brown en hins vegar maetti eg allmorgum japonskum ungmennum sem voru uppstrilud eins og vestraenar poppstjornur. Thad er alveg merkilegt hvad thetta gengi virdist vera upptekid af tvi ad hlada a sig alls konar merkjavoru og tiskuglingri.
Sumir gaurarnir voru eins og klipptir ut ur nyjasta Bravo bladinu, med speglasolgleraugun, upplitad sitt har, 7 halsmen, i ledurbrokum, med gaddabelti, i toffarastigvelum og egveitekkihvad.

Madur heldur ad madur se maettur a MTV-music awards eda eitthvad en ta er thetta bara hopur af ca tvitgugum japonskum gaurum. Kannski nokkrar skvisur med med sinar Louis Vuitton handbags og i sambaerilegum poppdivu fotum.

Her dressar sig enginn svona nema kannski a djamminu eda voda spari. Monnum dettur ekki i hug ad lata sja sig svona um midjan dag a rolegur rolti um baeinn.
Malid med japanana er ad teir sja vestraenu popparana i sjonvarpinu og finnst their ykt kul og gera natturlega rad fyrir ad allir sem vettlingi geta valdid her i UK klaedi sig eins og poppararnir. Svo maeta their a svaedid i gallanum og halda ad their seu thokkalega IN fashion. Ju their eru thad kannski - en samt ekki.
Japanskir gaurar og gellur eru svo hladin alls kyns tiskudoti ad thau fara yfir strikid og verda bara OUT-of-fashion
Enough is enough - eins og madurinn sagdi.

Og eg er tiskuloggan.


16:18

laugardagur, desember 13, 2003  
Ju, audvitad endadi madur a pubbnum i gaerkvoldi.
Fyrst forum vid a einn af campus pubbunum en svo var rolt nidur i midbae og tjekkad a stemmingunni thar.
Vid forum natturulega varlega sparlega og vorum komin heim vel fyrir midnaetti.
Fry-up i morgunmat og heilsan afskaplega god. Thad er nu malid.

Thegar vid komum heim i gaer var spjallthatturinn Friday night with Jonathan Ross i gangi a BBC.
Einn af gestunum var enginn annar en Bo Selecta grinarinn. Eg er ekki fra tvi ad thessi gaur se einn sa fyndnasti i bransanum i dag. Thatturinn hans er a Channel 4 og er syndur mjog seint a kvoldin tvi gaurinn er svolitid i nedanbeltishumornum.
Svo er hann ansi duglegur ad gera grin ad R&B popparanum Craig David. Craaaaiiiiig Daaaaaavid.Thad er massift fyndid.
Svo er Mel B typan lika ansi god.
Her er mynd af gaurnum. Craig og Mel B typurnar eru haegra megin a myndinni.
Eg tharf ekki annad en ad horfa a thessa mynd og ta fer eg ad hlaegja.
Magnad stuff.

Svo er verid ad endursyna seriu nr 2 af The Office a BBC2.
Eg veit ad seria nr 1 var synd a Ruv sl vetur en hef ekki hugmynd hvernig thetta grin for i landann.
Her i UK halda menn vart vatni yfir thessum thattum. Eg tilheyri liklega theim hopi. Vid eigum seriu 1 a video og erum buin ad horfa nokkrum sinnum a alla thaettina. Einkar oflugt grin sem allir aettu ad sja.
Her er The Office slodin.


14:10

föstudagur, desember 12, 2003  
Jamm
Enn einn fostudagurinn her i sudaustrinu.
Nu er hann gramyglulegur og blautur. En ansi hlyr.
Jolastemmingin er ad rokka feitt her i Guildford og eg meiradsegja buinn ad kaupa Christmas Pudding - reyndar bara minnstu staerdina i Tesco, kostadi 80 pens.
Jolaserian lysir upp stofuna okkar og bradum fer madur ad fa i skoinn. Veii.

Vikan leid hratt thratt fyrir slappa byrjun hja mer.
Eg var svona nokkurn veginn buinn ad jafna mig a flensunni a Tue og er ordinn 100% i dag.

Eg for i atvinnuvidtal sl. Wed og fer svo i annad vidtal naesta Mon. Eg stod mig thokkalega nu i vikunni en vidtalid var nr 2 hja fyrirtaekinu in question. Eg er tho ekki massabjartsynn a ad fa starfid. Eg var eiginlega ekkert of spenntur fyrir tvi og fyrirtaekinu sjalfu og kannski sast tad i gegn. Ta vaeri natturlega typiskt ad eg fengi starfid.
Audvitad yrdi eg mjog sattur vid tad og myndi natturulega segja ja takk. Fyrirtaekid er i London en er einnig med skrifstofur a Austur- og Vesturstrond USA og i Germany. Bransinn er hins vegar ekkert allt of spennandi.
Kannski er eg bara med otharfa staela.

Eg er hins vegar mjog spenntur fyrir vidtalinu sem eg fer i naesta Mon. Thad fyrirtaeki er meira ad minu skapi. Starfid hljomar mjog vel og gaurarnir sem eiga fyrirtaekid eru badir med PhD i rannsoknaradferdum og tolfraedi. Eg hitti annan theirra i vidtalinu og verd tvi ad vera tilbuinn ad syna honum hvad i mer byr. Helgin fer i undirbuning.

Maeja for i prof a Tue og gekk nokkud vel. Engin mossun kannski en hun var samt nokkud anaegd. Svo er hun i odru profi as we speak og klarar um fjogurleytid. Ta aetlar bekkurinn ad storma a barinn her a campus. Maeja vill endilega draga mig med og hella i mig sma oli. Eg aetla ad sja til hvort eg verd thyrstur.
Fostudagur, massaerfidur dagur ad baki - as always. Hverjar eru likurnar a tvi ad madur nenni a barinn? Madur er ordinn svo gamall og hudlatur. Nennir ekki svona. Eda hvad?
Kannski madur aetti bara ad feta i fotspor felaga eins og Aegis, Inkmanns eda Einars Marar og hanga bara heima og prumpa, klappa vombinni og skipta um sjonvarpsstodvar til ad halda ser vakandi. Hmmm. Hljomar nu ansi vel. Serstaklega ef thad er ekki of langt ad fara til ad na i kaeldan bjor. Their eiga nu reyndar allir litla grislinga sem geta nad i bjorinn fyrir ta. Mikill luxus.
Eg verd vist ad na mer i bjorinn sjalfur. Maeja tekur thad ekki i mal. Erfitt lif ad vera karlmadur og bera aburdarpoka.

Annars var Gordon Brown, fjarmalaradherra her a bae, ad flytja Pre-Budget avarp sitt i House of Commons nu i vikunni. Hann thotti standa sig agaetlega tho sumum thyki hann vera farinn ad taka ansi ha lan til ad eiga fyrir helstu utgjoldum. Thau hafa nu vaxid ansi mikid undir stjorn Gordons.
UK efnahagurinn er nu samt i ansi godum malum, serstaklega ef hann er borinn saman vid sambaerilega stor efhnahagskerfi i Evropu. Gordon thykir hafa gert ansi margt gott. Til daemis hefur honum tekist ad halda efnahaginum ansi stodugum her og i raun hefur UK alveg sloppid vid efnahagslaegdina sem svo margar thjodir i Evropu hafa lent i.

Gordon thykir lika ansi godur i tvi ad utdeila verkefnum til annarra. Hann virdist ekki eiga erfitt med ad lata fra ser stor og mikilvaeg verkefni. Thad eitt er orugglega lykillinn ad tvi ad styra 4. staersta efnahagskerfi i heimsins a arangursrikan hatt. Lata haeft folk leysa flokin verkefni, hlusta a radleggingar theirra, og taka svo lokaakvardanirnar sjalfur og fa klapp fyrir.

Annars var Pre-Budget avarp Gordons vist frekar leidinegt. Einn sem var vidstaddur var vist ordinn ansi leidur a ad hlusta a Brown thylja upp tolur og fleiri tolur og sagdist a stundum ekki hafa verid viss um hvort hann vaeri staddur nidri a althingi eda a bingo. 79, 13, 45, 8, 89, 63, 9, 12....

.......var ad koma ur simanum. Jeremy sem vinnur a radningarstofu i London tilkynnti mer ad massastor high street retailer vildi endilega fa mig i vidtal i naestu viku. Eg sotti um starfid a netinu fyrir rumri viku. Svona er lysingin:

Fantastic opportunity to join one of the UKs major blue-chips. Owing to continued success and growth my client is expanding its Customer Insight team. They require talented analysts with a degree in a Mathematical/Statistical discipline, and ideally an MSc in Operational Research. You will need in-depth knowledge of either SPSS and / or SAS, and have a good blend of analytical, creative and business skills. Your role will involve Customer response modelling and analysis, Data mining and statistical analysis, and statistical modelling. Working on a number of projects (including CRM, Direct Marketing, and Loyalty Card), this position offers an enviable challenge for career orientated, creative individuals.

Thetta er nu bara lysing a MER. Ekki spurning.
Nu tharf madur ad standa sig. Sidasti sjens adur en jolin setja allt a annan endann og Landsbankinn fer ad senda Scotland Yard a eftir mer.

15:57

mánudagur, desember 08, 2003  
Hér hefur nokkrum sinnum komið fram að The Times (og The Sunday Times) er dagblaðið okkar Mæju hér í UK.

Við höfum gert nokkrar tilraunir með önnur dagblöð en ekki fundist þau jafngóð.

The Independent er of lítið og máttlaust, stenst ekki sambanburð við The Times. Það er alltof mikil vinstri-slagslíða á The Guardian og The Daily Telegraph er of Conservative.
The Times fellur því circa í miðjuna á broadsheet skalanum.
Reyndar kemur Financial Times út á hverjum degi og er í broadsheet formi. Markhópur þessa blaðs eru bankagúbbar og bisness-menn. Við höfum því alveg látið það eiga sig.

Svo nennir maður hreint ekki að lesa tabloids (Moggastærðin), þ.e. götublöðin. Þau draga úr manni orku því það er hreinlega ekkert í þeim. Maður flettir og flettir og skannar og skannar en finnur ekki neitt áhugavert. Það er helst að íþróttaumfjöllunin sé í lagi en þá er það upptalið. Restin er bara bull og vitleysa.

The Times er sem sagt málið.

Gallinn við broadsheet formið er hins vegar sá að blöðin eru stór og mikil og því er erfitt að lesa þau í strætó, í lest, í flugvél, á kaffihúsi, í mötuneytinu o.s.frv. Það er t.d. vonlaust að sitja í fullri lest og reyna að lesa The Times án þess að pirra alla í kringum sig. Maður rekur olnbogann í næsta mann, pappírsskrjáfrið fer í taugarnar á fólki og svo fer blaðið allt í klessu - dettur í sundur, rifnar og snýr upp á sig og fer allt úr skorðum.
Þetta er náttúrulega mikill galli á gjöf Njarðar því stór hluti íbúa á stór-London svæðinu og í öðrum borgum notar almenninssamgöngur til að komst til og frá vinnu og þessi hópur vill lesa eitthvað á meðan. Fæstir nenna þó að leggja það á sig og ferðafélaga sína að lesa eitt af broadsheet blöðunum. Þau missa því þarna af stórum lesendahóp eingöngu vegna þess að formið hentar ekki.

Þeir sem fylgst hafa með dagblaðamarkaðnum hér í UK hafa reyndar talað um að smám saman muni broadsheet formið deyja út. Þrátt fyrir að hafa lækkað í verði þá hefur sala á slíkum blöðum dregist saman á sl. árum á meðan sala á götublöðum í tabloid formi, eins og The Sun, hefur aukist. Verðlækkanirnar voru fyrst og fremst viðbrögð við aukinni sölu á götublöðum, sem kosta miklu minna og treysta á freistandi fyrirsagnir og æsandi myndir.

Til að bregðast við samkeppninni frá tabloids hafa broadsheets einnig verið að prófa sig áfram með innihaldið. Það ku vera léttara nú en áður. Nú birtast t.d. oftar myndir af frægu fólki og fleiri greinar fjalla um "social issues" en áður gerðist. Aukablöðin (sem er stungið inn í blöðin) fjalla um tísku og mat og ferðalög og eru almennt frekar mikið léttmeti. Þetta er víst gert til að höfða meira til ungs fólks og kvenna en þessir hópar hafa víst ekki verið nógu duglegir að lesa broadsheets sem hafa í gegnum tíðina lagt mesta áherslu á pólitík og viðskipti - þ.e. höfðað til jakkafatakalla.

Og enn bregðast broadsheets við samkeppninni og breyttum tímum. Fyrir circa 2 mánuðum varð The Independent fyrsta broadsheet blaðið til að koma út í tveimur stærðum, þ.e. broadsheet og tabloid. Innihaldið blaðanna er hið sama, eini munurinn er formið.
Auglýsingaherferðin, sem kynnti þessi nýbreytni, átti greinilega að ná sérstaklega til þeirra sem nota almenningsamgöngur. Tabloid stærðin var auglýst sérstaklega í London Underground og á helstu lestarstöðvum og sjónvarpsauglýsingar lögðu áherslu á hvað það væri nú fínt að lesa þessa stærð í lestinni eða í strætó.
Tilraunin heppnaðist vel og salan á tabloid útgáfunni fór fram úr björtustu vonum Independent - manna.

Þetta varð til þess að hin broadsheet blöðin fóru að íhuga þessa leið alvarlega.
Fyrir hálfum mánuði fór The Times að koma út í tveimur stærðum og flestir spá því að restin fylgi í kjölfarið.

Til að byrja með kemur tabloid stærðin af The Times bara út á stór-London svæðinu og einungis á virkum dögum. Flaggskipinu, The Sunday Times, verður ekki haggað í bili, enda færri að ferðast með almenningssamgöngum á sunnudögum.

Við erum svo heppin að geta keypt tabloid stærðina af The Times hér í campus sjoppunni og líst okkur afskaplega vel á þessa breytingu. Blaðið kostar 50 pens á virkum dögum og er stútfull af gæðaefni.
Nú er búið að sameina í eitt stórt blað fréttahlutann og viðskipta- og íþróttahlutann. Sem sagt mun einfaldara blað. Svo stinga þeir inn í þetta atvinnuaulýsingablaði og daglegu aukablaði með alls kyns gagnrýni og aukaefni. Stundum fylgir svo með eitt sérblað í viðbót.
Nú er ég ekki í vafa um að broadsheet stærðin eigi eftir að víkja alfarið - segjum innan 10 ára.

Sumir (lesist: gamlir íhaldssamir kallar) hafa reyndar áhyggjur af því að gömlu góðu broadsheet blöðin muni nú "dumb down" til að ná fleiri lesendum frá ekta tabloids blöðunum. Þessi stærðarbreyting sé bara fyrsta skrefið, en að eftir að búið sé að stíga það þá sé í raun búið að fella múrinn sem skildi þessar tvær dagblaða-týpur að og þá verði auðveldara að fara ódýru leiðin til að ná til lesenda.

Það má vera að með þessari breytingu á stærð gömlu broadsheet blaðanna þá breytist innihald þeirra eitthvað. Meira gæti slæðst inn af léttmeti og lesefni sem höfðar til frekar til ungs fólks og kvenna. Það er í góðu lagi á meðan efnið er vandað. Hins vegar finnst mér afar ólíklegt að þau fari að beita sömu brögðum og götublöðin til að ná til lesenda. Götublöðin myndu án efa vinna þá keppni.

Málið er að gömlu broadsheet blöðiðn þurfa að ná í nýja lesendur, ungt fólk. Ef þau gera það ekki þá hætta þau á endanum að koma út. Gömlu jakkafatakallarnir geta röflað ofan í ale-ið sitt yfir þessu öllu saman en þeir verða að gera sér grein fyrir því að ef að þeir eru þeir einu sem hafa áhuga á að kaupa blöðin þá eiga þau ekki bjarta framtíð fyrir sér. Ekki frekar en þeir.

22:06

laugardagur, desember 06, 2003  
Fjórði dagur í flensu og fátt virðist vinna á þessu helv.
Ég stefni að því að verða orðinn þokkalegur á mánudaginn en ræð víst ekki miklu um það.
Flensuguðinn ræður nú ferðinni.

Á sama tíma og ég sit hér heima og snýti minn rauða nebba þá sitja Frexið og Gael á knæpu í London og hafa það gott. Þeir komu með EuroStar frá París í dag og ætla að dvelja í London fram á þriðjudag.
Ég næ kannski að hitta þá eftir helgi.

Annars fátt í gangi hér á görðunum.
Mæja lærir alla daga fram á kvöld og ég snýti mér, hósta og hnerra. Stöku sinnum dotta ég og finn eftir það orku til að vaska upp eða skipta um ruslapoka.
Það er nú allt og sumt.

Nú er ég með kjúlla í ofninum og Pop Idol að byrja á ITV. Maður kíkir á það. Svo er Bowling for Columbine á Channel 4 í kvöld.
Kominn tími til að sjá þá mynd.

Fyrir þá sem eru komnir í jólaskap þá er hér listi yfir 5 mest spiluðu jólalög í UK á síðasta ári:
1. White Christmas, Bing Crosby;
2. Fairytale of New York, The Pogues and Kirsty MacColl;
3. Merry Xmas Everybody, Slade;
4. Jingle Bells, Traditional;
5. When a Child is Born, Johnny Mathis.

Það er málið.
Helga Möller eða Eiki Hauks komast ekki á listann hér. Mikið er ég feginn.
Væri samt til í að heyra í Hemma Gunn og Dengsa - Jóladúett aldarinnar.

19:02

föstudagur, desember 05, 2003  
Michael Howard er hinn nýi leiðtogi Tory flokksins hér í UK. Ég skrifaði hér fyrir nokkrum vikum um leiðtogaskiptin þegar Iain Duncan Smith var rekinn og Howard valinn í hans stað.

Howard var ekki kjörinn heldur var þingflokkurinn einfaldlega sammála um að hann væri maðurinn. Þeir höfðu líka ekki mikinn áhuga á blóðugum átökum um leiðtogasætið og fannst þessi leið því farsælust.

Þeir virðast hafa haft nokkuð rétt fyrir sér því ímynd og ásjóna flokksins er nú allt önnur en þegar hann var undir stjórn IDS.
Meginmáli skiptir að Howard kann einkar vel við sig í ræðupúltinu og er fyllilega jafnoki Tony Blairs þegar kemur að rökræðum. Það eitt gerir það að verkum að Ministers og MP´s fyrir Torys geta horft stoltir framan í sjónvarpsmyndavélarnar og blaðamenn og haldið áfram að hamra járnið á meðan það er heitt. Það smitar svo út frá sér til þjóðarinnar og leiðir jafnvel til þess að hún fer að íhuga vandlega hvort að tími sé kominn til að gefa Torys séns.

Prime Minister´s Questions eru haldnar á hverjum miðvikudegi í House of Commons. Þar fá leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tækifæri til að spyrja PM (Tony Blair) spjörunum úr, þjarma svolítið að honum. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Howard fyrir Torys, leikur aðalhlutverkið í yfirheyrslunni en leiðtogi minni stjórnarandstöðuflokksins, Charles Kennedy fyrir Liberal Democrats, fær líka að spreyta sig.

Þegar Torys voru undir stjórn IDS þá rúllaði Blair oftast yfir hann og Tory þingmenn skömmuðust sín næstum fyrir leiðtoga sinn. Prime Minister´s Questions var því enginn höfðuverkur fyrir Blair.
Nú er öldin hins vegar önnur. Howard kann vel að þjarma vel að Blair og hann lætur hann virkilega hafa fyrir þessu. Að sumu leyti virðist Blair næstum feginn að vera loksins kominn með almennilega samkeppni svo hann fái nú tækifæri til að sýna enn betur hvers hann er megnugur.

Nú á miðvikudaginn þótti Howard t.d. standa sig nokkuð betur en Blair. Blair lenti í vandræðum og þingmenn Torys fengu tækifæri til að reku upp góðar hlátursrokur og hróp vegna hvassra skota frá leiðtoga sínum að Blair.

Blair hefur verið duglegur að grafa upp og minna þjóðina á fortíð Howards, sem var einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins á tíunda áratugnum. Hann var harður í horn að taka og hafði óvinsælar skoðanir á hlutunum. Ein þingkona Torys lýsti honum þá sem svo að hefði "something of the night about him", og var þá að vísa til þess að Howard er af Transylvanísku bergi brotinn en Count Dracula gerði einmitt garðinn frægan á þeim slóðum. Gaurinn var sem sagt ekki ímynd hins góða og þjóðin hataði hann beinlínis.

Blair hefur reynt að nota þetta gegn honum nú og hamrar á því að Howard geti nú varla hafa breyst svo mikið á örfáum árum.
Howard virðist hins vegar hafa góð svör við þessum árásum Blairs og hafa þær hreint ekki verið árangursríkar til þessa.

Nú verður spennandi að sjá hvort skoðanakannanir fari að sýna okkur Torys saxa á forskot Labour eða hvort að þjóðin sé enn bitur út í Howard.


Svo verð ég nú að koma þessu að.

Charles Kennedy, leiðtogi Lib. Dem, er ansi traustur gaur. Hann er ca 35-40 ára, skoskur í húð og hár (þ.e. rauður) og talar með hörðum skoskum hreim (jor a veri nes person). Hann var lengi vel bachelor en gifti sig loks fyrir einu eða tveimur árum. Gaurinn reykir eins og strompur og hefur gaman að því að fá sér einn eða tvo!. Hann var víst duglegur partý-kall hér á árum áður og sást líklega oft á klimmunni á einum af rúmlega 20 börum sem eru inn í Houses of Parliament.
Af því tilefni lýstu gárungarnir honum stundum (og voru þá að afbaka lýsinguna á Howard hér að ofan) sem svo að hann hefði "something of the late last night about him".
Í dag er hann víst búinn að róa sig aðeins niður og er duglegur að minna menn á að nú skipti hann meira máli að hamra á Labour og Torys en að ræða heimsmálin og strategískar pælingar á klimmunni með félögunum.

13:16

fimmtudagur, desember 04, 2003  
Too old to rock n´ roll.
Oh yeah.

Já það skyldi þó ekki vera málið.
Amk ligg nú í flensu, er með hálsbólgu, hita og beinverki og allan pakkann.

Í gær sagðist ég loksins vera búinn að jafna mig eftir Deep Purple ferðina góðu.
Það reyndist sem sagt rangt.
Ég var rétt búinn að senda síðasta blogg á netið þegar yfir mig helltist slen og slappleiki. Ég held þetta sé bara jólaflensan. Hún er víst að breiðast út um Evrópu um þessar mundir - allt að vera veikt í France og víðar.

Vegna þessa varð ég að fresta atvinnuviðtali í London í dag og guðmávitahvað. Ég get þó kannski komið einhverju í verk á netinu. Enn eru menn að auglýsa eftir analystum og ég er óhræddur við að sækja um þær stöður sem virka vænlegar.
Aðallega ligg ég þó bara heima og læt fara lítið fyrir mér. Mæja er nefninlega á fullu í próflestri og hefur engan tíma til að hjúkra greyið mér. Hún skilaði öllum sínum verkefnum í lok nóvember og framundan eru amk þrjú próf og nóg að lesa.
Maður aumkar sér bara í hljóði og segist vera þokkalegur. Hún fór þó út í sjoppu fyrir mig áðan og keypti Pepsi Max og Smarties stauk ásamt The Times. Ég er því alveg í góðum gír núna.

Reynir, pabbi Mæju, var í heimsókn hér í Guildford yfir helgina og fram á þriðjudag og skildi hér eftir væna SS lifrarpylsu og fáeina mygluosta. Ég dunda mér við að raða þessu góðgæti í mig á milli þess sem ég dotta yfir textavarpinu! eða rembist við að lesa dagblaðið.
Las reyndar í gær nokkuð góða úttekt á stækkun ESB til austurs. Ég fann þessa skýrslu í The Economist en ég er hræddur um að þessi lesning hafi bara gert mig enn slappari. Kemur svo sem ekki á óvart. Í svona ásigkomulagi á maður helst ekki að lesa neitt flóknara en mataruppskriftir og kannski aftan á morgunkornspakka.

Reynir færði mér maltviský, Bowmore frá Islay, í tilefni af útskriftinni. Flaskan er Cask Strength sem þýðir að styrkleiki drykkjarins á flösku er sá sami og þegar hann var í ámu. Í þessu tilviki er áfengisstyrkleikinn 56%. Er svolítið að spá í að vígja flöskuna og sjá hvort drykkurinn reynist ekki hið besta meðal. Hann ætti amk að sótthreinsa mig nokkuð vel að innan.

Ég á reyndar aðra átekna 12 ára Balvenie Double Wood sem Krissi Tö og Einar Mar gáfu mér í tilefni af útskrift. Eðaldrykkur og fá þeir þúsund þakkir fyrir. Svo er reyndar smá lögg eftir í 12 ára Bunnahabhain Islay flöskunni sem ég keypti í sumar.
Maður er því vel birgur af máttugum flensumeðulum og er það vel!
-------------------

Ég frétti af Mr Gudmuhe á tónleikum með Kiss og Aerosmith í Tampa í Flórída. Þar stundar hann mastersnám á milli þess sem hann borðar appelsínur beint af trjánum og syndir með krókódílum í bakgarðinum.
Hann skemmti sér vel á concertnum enda “old fart” rokkari í húð og hár og getur hann m.a. sett tónleika með Journey og Doobbie Brothers á CV-ið sitt. Hann lýsir tónleikunum í pistli dagsins á www.gummitorfi.blogspot.com.

Ef ég man þetta rétt þá verður Mr Gudmuhe einmitt þrítugur á morgun og fær hann hamingjuóskir frá Mr Brynjoj í tilefni dagsins.

Siggi Óli, sem stundar nám í einhverju skítapleisi í USA!, á líka afmæli á morgun - verður 29 ára. Hann fær líka hamingjuóskir.

15:45

miðvikudagur, desember 03, 2003  
Þá er maður loks búinn að jafna sig eftir öfluga ferð til Aarhus í Danmörku.

Að vera rokkhundur er góð skemmtun en það er ansi hreint lýjandi. Púff.

Ég flaug á fimmtudaginn frá Stansted og var lentur á Aarhus flugvelli ca einum og hálfum tíma síðar. Þaðan þurfti ég svo að taka rútu inn í borgina. Bílstjórinn var með mjöööög flott permanent og snakkaði enskuna með þessum líka klassíska danska hreim. Ég var greinilega í réttu landi. Vantaði bara fadöl í hægri hönd og Prince stubb í vinstra munnvikið og þá hefði ég getað flokkað þennan bílstjóra sem prototýpu dansks gúbba!

Ég var svo mættur til Aarhus rétt fyrir miðnætti og þar tóku Frexið og Þröstur á móti mér. Þröstur er í MA námi í Aarhus - stúderar bókmenntir. Hann er einn mesti rokkhundur sem sögur fara af og því ekkert skrýtið að hann og Frexið hafi náð vel saman.
Frexið kom daginn áður frá Turku í Finnlandi þar sem hann hefur spilað handbolta við góðan orðstýr með HC Dennis. Heyrst hefur að félagslið í Rúmeníu séu að banka á dyrnar.

Við Frexið gistum heima hjá systur hans, Helgu Guðrúnu, og Halla kærasta hennar. Þau eru bæði í námi í Aarhus, hún í arkitektúr og hann í viðskiptafræði. Þau vorum í miklu stuði og fannst bara gaman að hafa okkur ormana í heimsókn.

Á föstudeginum var ágætis veður í bænum, sól og logn. Við Frexið tókum smá rölt um bæinn og tékkuðum á stemmingunni í þessari næststærstu borg Danmerkur. Upp úr hádegi fannst mönnum nú kominn tími til að fá sér amk einn öl og jafnvel að við höfum fengið okkur tvo.
Síðan fórum við í borðtennis.
Já, ég er ekki að ljúga. Við gaurarnir tókum borðtennismót í kjallarnum hjá Helgu og Halla. Fjórir mjög gáfulegir. Maður var ekki lengi að grafa upp gömlu góðu taktana, snúningsuppgjafir og góð smöss. Hmmm.

Eftir góða setu á helstu djassbúllu bæjarins lá leiðin beint heim til Þrastar þar sem ætlunin var að hita vel upp fyrir Deep Purple tónleikana næsta kvöld. Hann var búinn að senda ólétta unnustu sína til Odense svo við gætum nú örugglega botnað rokkið eins og lög gera ráð fyrir.
Þetta var hin ágætasta session og líklega hefðum við getað spælt egg á magnaranum þegar líða fór á kvöldið. Hávaðinn var amk mikill.
Grænlendingarnir á barnum á móti húsinu hans Þrastar kvörtuðu þó ekki neitt - enda líklega nýbúnir að fá útborgað frá socialnum og því í góðu tómi.

Tónleikarnir voru svo daginn eftir í húsi sem þeir kalla Scandinavian Congress Center. Splunkunýtt hús rétt við miðbæinn. Salurinn var ca jafnstór og Laugardalshöllin og var uppselt. Þegar við röltum inn var upphitunarbandið Uriah Heep þegar byrjað að spila. Þeir eru gamlir og ljótir og ekkert svaðalega góðir. Söngvarinn skartaði forlátum gulllituðum topp og hárlufsum í stíl.
Eina lagið sem ég þekki með þessu bandi heitir Easy Livin´. Það er nú nokkuð frægt. Því miður misstum við af því.
Við leyfðum því UH bara að glamra á meðan við fórum á barinn.

Upp úr klukkan níu ruddust svo Deep Purple fram á sviðið og byrjuðu showið á Highway Star. Það ætlaði allt vitlaust að verða. Áhorfendur voru í eldri kantinum, margir með væna vömb og grátt sítt hár. Sumir voru með kúrekahatta og aðrir voru alveg á klimmunni. Gamlir sýruhausar, núverandi hasshausar, einstaka virðulegir menn og svo nokkrir rokkhundar í yngri kantinum eins og við. Circa 1% tónleikagesta voru konur.

Annað lag kvöldsins var Strange Kind of Woman. Ian Gillian var í einkar góðum gír og kom í raun á óvart hversu lítið röddin hafði breyst. Hann sleppti reyndar hæstu gólunum.

Aðrir hápunktar kvöldsins voru lög eins og Hush, Lazy, Perfect Strangers og svo auðvitað Smoke on the Water. Þá var nú gaman að vera á svæðinu.
Hins vegar læddu þeir stundum inn lögum að nýjustu plötu sinni og þau voru ansi slöpp.

Í heild má segja að bandið hafi valdið smá vonbrigðum. Hefðu þeir bara haldið sig við gömlu góðu slagarana þá hefði showið verið eðal því bandið var vel þétt og söngvarin í góðu stuði. Nýju lögin drógu þá niður á lægra plan. Það er nú málið.
Samt gaman að sjá Deep Purple. Þeir eru legend og sérhver rokkhundur hlýtur að vera stoltur af því að hafa séð Smoke on the Water, live.

Á sunnudeginum komu Melkorka og Elísa í heimsókn til Aarhus og áttum við góðan dag saman. Fórum út að borða og röltum um bæinn. Það var mjög fínt.

Þegar líða fór á daginn fór rokklíferni síðstu tveggja daga að segja til sín. Lítill svefn og slatti af öli taka sinn toll. Maður var því ansi þreyttur þetta síðasta kvöld. Við náðum þó að hitta Krissa Tö á kaffihúsi í bænum. Loksins hitti maður hann á heimavelli. Gaman að því.

Morguninn eftir átti ég svo flug um tíuleytið og var kominn heim til Guildford rétt fyrir tvö. Ekki löngu seinna var ég kominn í bing þar sem ég svaf svefni hinna réttlátu!

Jaaaaaááá Hemmi minn. Það tekur á að drekka öl og fá ekki sína átta tíma. Þú ættir nú að þekkja það.

12:18

miðvikudagur, nóvember 26, 2003  
Bristol og Concorde - saman a ny.
Gaman ad tvi

Af mbl.is:

Hinsta flug breskrar Concordeþotu

Concordeþotan hóf sig á loft og lenti svo hinsta sinni í dag er þotu British Airways var flogið frá Heathrowflugvellinum til ævarandi dvalar á Filton-flugvellinum í Bristol þar sem hún var smíðuð á sínum tíma. Þar verður hún höfð almenningi til sýnis í framtíðinni.

Þotan hóf sig til flugs í London klukkan 11:30 að staðartíma, en þar er sami tími og á Íslandi, og lenti í Bristol klukkan 13 eftir flug út yfir Ermarsund og Biskajaflóa.

Um borð í þotunni í hinsta fluginu voru 100 flugliðar og flugverjar British Airways. Var flogið á rúmlega hljóðhraða út yfir hafinu. Er hún kom til lendingar flaug þotan heiðurshring yfir Bristol og nágrenni. Á flugvellinum biðu hennar þúsundir manna með Andrewe Bretaprins í broddi fylkingar.
------

Ja, Bristol menn klikka ekki a tvi. Their fa eitt stykki Concorde til ad vardveita enda var thotan honnud og smidud i Bristol.

Concorde er eitt helsta stolt Bristol manna og mun hun eiga vel heima i baenum sem thegar hefur ad geyma Clifton Suspension Bridge, SS Great Britain (gufuskip), The Floating Harbour (hofnin) og Temple Meads Train Station (elsta lestarstod i heimi sem er enn i notkun).
Thetta eru allt mannvirki eda farartaeki sem voru a undan sinni samtid og skorudu framur ut fra verkfraedilegu sjonarmidi.

Bristol leynir a ser.

15:11

 
Bernie Ecclestone, aðaleigandi Formula One keppninnar, er ekki myndarlegur maður. Hann er dvergvaxinn, grár og gugginn og minnir mest á Glám eða Skrám (man ekki hvorn).
Sem sagt ekki mikið fyrir augað, greyið.
Hann er hins vegar þriðji ríkasti maður Bretlands og það laðar sko að skvísið.

Fyrir nokkrum árum giftist hann ungri og myndarlegri konu, Slavicu frá Króatíu. Hún er um það bil helmingi yngri og helmingi hærri en hann svo maður fer nú ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum í fari Bernies gerði það að verkum að hún ákvað að giftast honum. Voru það peningarnir, persónuleikinn, útlitið eða hvað?
Maður veit það ekki.

Hins vegar veit ég að fyrir tveimur árum keypti Bernie 50 milljón punda hús í West-London handa sér og frúnni. Þau fluttu hins vegar aldrei inn því henni líkaði bara alls ekki við húsið. Þvílík prinsessa. Það hefur því staðið autt í nokkuð langan tíma.

Nú er húsið aftur komið í fréttirnar því Roman Abramovich, sem nýlega keypti Chelsea klúbbinn, er víst nokkuð spenntur fyrir eigninni og er tilbúinn að greiða allt að 85 milljónir punda fyrir hana. Það er rúmur milljarður Ikr.
Ef af sölunni verður þá fer húsið á spjöld sögunnar sem dýrasta "private residence" sem selt hefur verið.

Roman fer nú létt með að punga út þessari upphæð enda var hann tekjuhæsti einstaklingur í UK á síðasta ári með litlar 564 milljónnir punda í tekjur. Mér skilst að það séu .......hmmm 80 milljarðar Ikr. Hvaða rugl er í gangi hjá þessum gæja?

Að minnsta kosti hentar eiginin honum vel því gaurinn er giftur og á fimm börn og vill búa nálægt Chelsea vellinum. Húsið er 12 herbergja og í Kensington hverfinu í London sem er stutt frá Chelsea.
Gatan heitir Kensington Palace Gardens og hefur stundum verið nefnd "billionarie´s row" enda varla á færi annarra að búa á þessum slóðum.
Reyndar eru nokkur sendráð við þessa götu svo stjórnarerindrekar frá hinum ýmsu heimshornum fá líka að búa þarna.

Í gær fór ég á market research sýningu/ráðstefnu í London og var hún haldin í nágrenni við þessa umtöluðu götu. Eftir hafa stoppað í smá tíma á sýningunni tölti ég mér eftir þessari götu og tékkaði á aðstæðum. Húsið var á sínum stað og fleiri álíka allt í kring. Flottir Bensar og BMW-ar á hverju strái og garðyrkjumenn á fullu í hverjum garði.
Jú, þetta var alveg massafínt og allt það - en milljarður króna fyrir eitt stykki hús sem er ekki einu sinni höll og ekki með stórri landareign, laxveiðiá, stóru vatni og öllum pakkanum. Ég myndi segja pass.

Roman, vinur okkar, sem þénar 1-2 milljónir punda á dag þarf hins vegar ekki að velta svona smáatriðum fyri sér. Ef húsið er gott, flott, á góðum stað og allt er í orden , þá bara kaupir hann það - hvað sem það kostar. Ef hann kemst í heimsmetabækur í leiðinni þá er það bara bónus.

---------------------

Á morgun flýg ég til Aarhus í Danmörku og verð þar framyfir helgi. Þar mun ég hitta Frexið, Þröst félaga hans, og fleira gott fólk og er ætlunin að rokka alveg heilmikið. Á laugardagskvöld förum við á tónleika með ellismellunum í Deep Purple og verður það væntanlega heví gaman. Ég hlakka mikið til.

Ég þori að veðja aleigunni (hvaða aleigu?) að þeir félagar í Deep Purple taki þennan slagara í uppklappinu á laugardagskvöldið.

We all came out to Montreux
On the Lake Geneva shoreline
To make records with a mobile
We didn't have much time
Frank Zappa and the Mothers
Were at the best place around
But some stupid with a flare gun
Burned the place to the ground
Smoke on the water, fire in the sky

They burned down the gambling house
It died with an awful sound
Funky Claude was running in and out
Pulling kids out the ground
When it all was over
We had to find another place
But Swiss time was running out
It seemed that we would lose the race
Smoke on the water, fire in the sky

We ended up at the Grand Hotel
It was empty cold and bare
But with the Rolling truck Stones thing just outside
Making our music there
With a few red lights and a few old beds
We make a place to sweat
No matter what we get out of this
I know we'll never forget
Smoke on the water, fire in the sky

Eitt helsta rokk-anthem sögunnar. Það er kominn tími á að heyra það live.

14:10

þriðjudagur, nóvember 25, 2003  
Starbucks, kaffihúsakeðjan, er málið.
Þar er ég fastakúnni og fíla það vel. Kem aftur og aftur og drekk kaffi og maula stundum lítinn flap-jack eða shortbread. Kem út afslappaður og hressari og ánægður með pakkann.

Til eru anti-kapitalistar, anti-globalisation-istar, anti-americans, og ýmsar afleiður og meðhangendur þessara hópa sem hafa horn í síðu þessarar amerísku kaffihúsakeðju. Undanfarið hafa þeir látið reiði sína og gremju og neikvæðar skoðanir bitna á Starbucks kaffihúsum víða um heim - rétt eins og McDonalds keðjan hefur fengið að finna fyrir því undanfarin ár. Sl. vor, þegar stríðið í Írak var nýhafið, var t.d. ráðist á stærsta og flottasta Starbucks staðinn í Bristol og hver einasta rúða mölvuð.

Í augum þessa fólks eru Starbucks staðirnir líklega einhverskonar birtingarmynd hins ameríska heimsveldis og fá þeir því að finna fyrir hnefanum. Það er því ekki líklegt að fólkið heimsæki Starbucks staði, smakki kaffið og prófi að hvíla lúin bein þar inni. Ullabjakk og ojbara, segja þau.

Ég er hins vegar fastagestur á Starbucks þegar ég er á ferðinni hér í Guildford eða í London. Þessir staðir eru næstum á hverju götuhorni hér og því auðvelt að finna stað þegar kaffilöngun blossar upp.
Reyndar eru líka aðrar keðjur hér, t.d. Cafe Nero, Coffee Republic o.fl., sem byggja á sömu hugmynd. Samanlagt eru þessar kaffihúsakeðjur svo víða að það liggur við að maður sjái alltaf í amk eitt útibú hvar sem maður er staddur í miðborg London - næstum því.

Ég vel Starbucks vegna þess að venulega kaffið þar er alveg stórgott - þeir kalla svart kaffi Cafe Americano -, staðirnir eru oftast nokkuð vel innréttaðir og notalegir og svo er spiluð alveg ágætis músík þar - nettur djass.
Á mörgun þessara staða eru góðir sófar, listaverk á veggjum og gott útsýni út á götu þar sem mannlífið líður hjá. Kaffið er þó aðalmálið, og þar hefur Starbucks vinninginn.
Ég borga 1.6 pund fyrir könnu af sjóðheitu kaffi og get fyrir vikið sötrað og slappað af í mjúkum sófa með útsýni yfir iðandi mannlíf í miðri stórborginni. Að lokum getur maður skellt sér á vel þrifið klósettið án þess að hafa áhyggjur af því að maður sé að nudda sér upp úr uppsöfnuðum óþverra úr ca 7000 manns frá 5 heimsálfum - eins og staðan er oft á pubbum, skyndibitastöðum eða litlum hliðargötuholukaffihúsum.
Fyrir allt þetta finnst mér 1.6 pund alveg sanngjarnt verð.

Okkur líkar oftast best við það sem við þekkjum og því veljum það sem við höfum valið áður - ef við höfum góða, amk ekki slæma, reynslu af því. Við viljum oftast halda allri óvissu í lágmarki, við nennum ekki sífellt að vera að taka nýjar og nýjar ákvarðanir; það er erfitt, tekur tíma, eykur óvissu og býður "hættunni" heim.
Ég nenni t.d. ekki alltaf að vera að fara á nýtt og nýtt kaffihús með ólíkar kaffitegundir og misgóðar maskínur, mishrein klósett etc. Sú hegðun myndi auka líkur á því að ég myndi fá þjónustu og kaffi sem mér líkaði ekki.

Ég hef valið Starbucks og þangað til einhver annar býður betur þá fer ég þangað - og hana nú.

17:43

laugardagur, nóvember 22, 2003  
Enn rignir a okkur i Guildford.
Nu hellirignir og allt ad fara a flot.

Krissi To maetti her i gaerkvoldi um niuleytid. Hann var i godum gir eftir godan dag i London.
Vid roltum nidur i midbae og forum a pub sem heitir The White House og satum thar thangad til okkur var hent ut um midnaetti. Paentur og gott spjall, gaman ad tvi.

I morgun saum vid svo England vinna heimsmeistaratitilinn i rugby og spaendum i okkur spaeleggi og bokudum baunum. Skaludum i eplasafa forum svo beint ut a lestarstod og Krissi tok lestina ut a Heathrow. Framundan hja honum er 8 tima flug med Virgin Airlines til New York thar sem hann aetlar ad fara a fleiri fundi. Mer skilst ad hann aetli a gista hja Modda og Ernu. Moddi tharf thvi liklega ad pina sig eitthvad fra namsbokunum med tarin i augunum og hella i sig nokkrum paentum med Krissa a naestu dogum. Eg vorkenni honum ekki neitt.

Thetta var stutt en god heimsokn hja Krissa. Gaman ad fa gesti og miklu betra ad gista her hja okkur i Guildford en ad hyrast a ljotu og randyru hoteli i London. Thad er malid.

Annad.
Sa thetta a vef University of the West of England:

"The University of the West of England will award the honorary degree of Doctor of Science to Sir David Frederick Attenborough CH CVO CBE FRS on Thursday 20 November. The honorary degree will be conferred at the Award Ceremony of the Faculty of Applied Sciences at 11.30am at Bristol Cathedral".

Af hverju gatu their ekki gert thetta a minni ceremoniu? Hefdi verid gaman ad hitta kallinn.

The BBC nature team, sem framleidir thaettina med Attenborough og alla adra natturulifsthaetti fyrir BBC, er based in Bristol og liklega hefur hann tvi verid nokkud mikid a svaedinu i gegnum tidina. Thad er liklega astaedan fyrir tvi ad skolinn er ad veita honum thessa vidurkenningu.
Annars kom nylega ut aevisaga Sir DFA og er eg ad spa i ad kaupa hana vid taekifaeri. Gaurinn hefur nattulega sed ansi margt a longum ferli og tvi liklegt ad hann hafi fra morgu skemmilegu ad segja. Toppmadur enda Sir.


13:44

föstudagur, nóvember 21, 2003  
Helgin á leiðinni og rigning í Guildford.
Samt nokkuð heitt úti.

Sala á peysum og öðrum prjónavörum hjá Marks & Spencer hefur dregist saman um 80% á milli ára á þessu misseri. Menn kenna hitanum um. Varla að það taki því að fara í frakka, hvað þá að vera með trefil.
Ég spóka mig því bara um í gallajakkanum og nýju ljósu GAP buxunum, án trefils eða annara skrautmuna.
Varla líklegt að ég versli mikið af prjónavörum í M&S bráðlega.

Krissi Tö er væntanlegur til Guildford á eftir og aldrei að vita nema við tékkum á stemmingunni á einum eða tveimur pubbum í miðbænum. Hann er víst búinn að vera ansi bissí á fundum í London í dag og það tekur á. Skarkalinn og mannmergðin í London gerir líka sitt til að draga úr manni orku. Eftir erfiðan dag í London er því gott að taka lest upp í sveit og eyða kvöldstund á hlýjum og notalegum pub.

Sjálfur var ég í London í gær. Fór í viðtal hjá fyrirtæki lengst í vestur London. Tube ferðin frá miðbænum tók yfir 30 mínútur. Hverfið heitir Ealing og er líklega nokkuð nálægt Heathrow. Viðtalið gekk alveg prýðilega en ég fæ víst ekkert að vita fyrr en eftir tvær vikur.
Ráðningarstofurnar hafa verið nokkuð duglegar að senda CV-ið mitt á fyrirtæki núna undanfarið og býst ég því við að fara í fleiri viðtöl á næstu vikum. Maður þarf bara að vera tjillaður og bjartsýnn.

Ég rölti aðeins um Central London í gærkvöldi, eftir viðtalið. Rölti frá Embankment og yfir Thames, að Waterloo station. Flott að labba yfir ána og virða fyrir sér upplýstu húsin við ána. Mikið ljósashow í gangi.

Það var svolítið skrýtin stemming á svæðinu. Mótmælin gegn Bush voru í algleymingi og allst staðar var fólk á stjái með mótmælaspjöld. Því miður fór ég ekki niður að Trafalgar Square þar sem aðallætin voru akkúrat á sama tíma og ég var á svæðinu. Ég bara fattaði það ekki þá. Það hefði verið gaman að tékka á stemmingunni og jafnvel að taka þátt í óeirðum, vera laminn og troðinn undir, augað lafandi, nefið út á kinn, eyrun í rassvasanum og enda með höfuðið á spjótsoddi fyrir framan Tower of London.


17:38

miðvikudagur, nóvember 19, 2003  
Þá er loks búið að útskrifa mig.

Nú tilheyri ég víst ekki lengur Faculty of Computing, Engineering & Mathematical Sciences. Í staðinn má ég hins vegar kalla mig Master of Science, ef ég vil. Maður gerir það kannski þegar mikið er í húfi.

Í mínu holli í gær útskrifaði deildin ca 130 nemendur, þar af 6 mastera og 5 doktora.

Við Mæja vöknuðum eldsnemma í gærmorgun, tókum lest til Reading og fórum þaðan með rútu til Bristol. Rútan lenti í umferðarhnút og tómu rugli og mætti ekki til Bristol fyrr en 11:15. Athöfnin átti hins vegar að byrja kl. 11:30 og ég átti að vera löngu mættur.
Þegar við loks mættum í Bristol Cathedral var athöfnin akkúrat að byrja og því mikið stress í gangi. Mæja settist út í sal og ég var drifinn í skykkjuna og hattinn og laumað inn um hliðardyr. Ég náði ekki að setjast í sætið mitt upp á sviði því útskriftarhópurinn var þegar sestur. Ég þurfti því að standa til hliðar og bíða þar til röðin kæmi að mér að taka í spaðann á Vice-Chancellornum upp á sviði.

Dr Stephen Ryrie las upp nafnið mitt og náði að bera það nokkuð vel fram. Það gerist ekki oft hér. Ég rauk upp á svið og Vice-Chancellorinn sagði "Congratulations". Eftir það gat ég loksins sest í sætið mitt.

Svo voru haldnar nokkrar ræður og á eftir var boðið upp á léttar veitingar í kirkjunni.

Þetta reddaðist því allt saman þrátt fyrir næstum klukkutíma seinkun á rútunni.

Við Mæja eyddum svo nokkrum tímum í Bristol, fengum okkur nokkra öllara og að borða og kíktum aðeins í heimsókn á City Inn. Fínt að heimsækja Bristol og kveðja borgina endanlega. Klára námið og þakka fyrir sig.
Fá closure á dæmið, er ein leið til að lýsa því.

Upp úr fjögur fórum við sömu leið til baka, via Reading, og vorum mætt til Guildford ca sjö. Enduðum daginn á góðum restaurant hér í bæ og borðum eðalsteikur og drukkum gott vín. Því miður fundum við ekki nógu góða koníaksstofu svo við slepptum alveg vindlum og konnara að þessu sinni.

Í dag er ég svo hálf-þunnur og geri því varla mikið af viti. Þarf jú að undirbúa mig fyrir viðtal í London á morgun. Aldrei að vita nema maður rekist þar á Bush og Tony. Þeir verða víst eitthvað að flækjast í Downing Street í hádeginu á morgun þar sem sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson ætlar að elda ofan í þá.

Væri gaman að kasta á þá kveðju og jafnvel að spyrja þá hvort ekki vantaði eitt stykki master til að aðstoða við uppbyggingu í Írak eða eitthvað álíka. Aldrei að vita nema maður yrði bara ráðinn á staðnum.

BB Jonsson, special envoy for Mr Blair and Mr Bush in Iraq.

Kæmi vel út á CV-inu.

15:35

sunnudagur, nóvember 16, 2003  
Sunnudagur í Guildford á rólegu nótunum.

Fórum á smá djamm í gær með bekkjarfélögum Mæju. Pizzur og bjór heima hjá Ræ eða Rí eða hvað sem hún heitir nú. Það var stórfínt. Fínt að komast í partý stöku sinnum.

Í dag er Mæja svo að læra og ég að undirbúa mig fyrir viðtal hjá fyrirtæki í London á morgun. Fyrirtækið er í market research consultancy. Nokkuð spennandi og aldrei að vita nema maður slái í gegn og fá að fara í 2nd interview og að lokum í 3rd interview og svo beint á launaskrá. Það myndi þá gerast circa í mars 2006. Hemmi Gunn!

Svo förum til Bristol á þriðjudaginn þar sem mér verður breytt í master of science. Hókus pókus, jibbí jei. Just like that.
Útskriftin fer fram í Bristol Cathedral svo þetta verður allt saman vottað af æðri máttarvöldum. Það tel ég vera ansi mikinn kost enda mun það gefa gráðunni og titlinum enn meiri vigt.
Master í Guðs nafni, amen.

Við ætlum ekki að gista í Bristol, heldur fara aftur til Guildford um kvöldið og halda upp á daginn á góðum veitingastað. Fá sér ljúffenga steik og gott vín og kannski feitan vindil og koníak. Ahh.

Passa sig samt að týna ekki skírteininu í fagnaðarlátunum. Ef það gerðist þá væri þessi nýi titill minn bara á milli mín og Gussa. Það dugar víst ekki í London.

Svo er annað viðtal í London á fimmtudaginn hjá enn einu markaðrannsókna-fyrirtækinu. Allir æstir í að fá að tala við gúbbann frá Íslandi. Ójá.

Svo ætlar Krissi Tö (bróðir Einars Marar/Mar/Mars úr Utangarðsmönnum og frændi Mick Mars úr Mötley Crue) að kíkja í heimsókn á föstudaginn. Við ætlum að hittast í London og svo fær hann að gista hjá okkur í Guildford eina nótt áður en hann flýgur áfram til New York. Ég held að þetta ferðalag á honum sé eitthvað tengt lokaverkefninu hans við Árósa-arkitekta-skólann. Gott verkefn´ marr.

Sem sagt nóg að gera á næstu dögum - sem er mjög gott.
Fig Rolls pakki á borðinu + köld mjólk - sem er líka mjög gott.
Top Gear á BBC2 í kvöld - sem er mjög gott.
Varadekkinu hæglega komið fyrir undir knastásnum - sem er mjög gott.
Spagettí í matinn í kvöd - sem er mjög gott.

14:34

fimmtudagur, nóvember 13, 2003  
Remembrance Sunday var haldinn hátíðlegur hér í UK sl. sunnudag, 11. nóvember.

Á þessum degi minnast Bretar hermanna sem hafa fallið í átökum, fyrr og síðar. Flestar borgir og bæir halda upp á daginn með virðulegri athöfn. Fólk safnast saman við stríðsminnismerki (War memorial) bæjarins, blásið er í lúðra, æðstu ráðamenn sýna á sér andlitið, og ungir og aldnir hermenn mæta og svæðið og heiðra minningu fallinna félaga.

Ég sá frá athöfninni í London í sjónvarpinu og voru þar, fremstir í skrúðgöngunni, fjórir fjörgamlir kallar sem allir börðust í WW1. Þeir eru einu eftirlifandi bresku hermennirnir sem börðust í því stríði.
Í sömu skrúðgöngu voru líka, í fyrsta skipti, hermenn sem börðust í Desert Storm árið 1991.
Fleiri fylkingar eiga líklega eftir að bætast í hópinn á næstu árum.

Það fyrsta sem ég sá þennan morgun þegar ég tölti út úr Svenna-koti í Dunkeld var einmitt gamall haltur kall í skotapilsi og svörtum jakka með fullt af heiðursmerkjum á barminum. Þessi hefur líklega barist í WW2 og verið á leiðinni í minningarathöfinina.

Síðstliðin 100 ár hafa Bretar reglulega átt í stórátökum. Án þess að vera eitthvað sérlega vel lesinn á þessu sviði þá get ég í fljótu bragði nefnt WW1, WW2, Kóreu-stíðið, Falklandseyjar, Desert Storm, og auðvitað innrásina í Írak á þessu ári. Fyrir þennan tíma má svo nefna endalausar erjur við Frakka þangað til Nelson flotaforingi kenndi Fransmönnum sína lexíu við Trafalgar.

Stríðsrekstur er mönnum því í blóð borinn hér á þessari eyju í Atlantshafinu sem hefur þó ekki verið hernumin (af innrásarher) síðan 1066. Þá var það William the Conquerer sem sigldi frá Normandy ásamt her sínum og valtaði yfir varnir landins. Sitjandi konungur fékk ör í augað, steindrapst, og William var krýndur konungur.

William þessi var fyrsti konungur Englands sem byggði kastala og má eiginlega segja að hann hafi flutt þessa byggingarhefð með sér frá meginlandinu. Fljótlega spruttu upp kastalar um allt land og má með sanni segja að þeir hafi slegið í gegn hér.

Merkilegasti kastalinn sem William lét byggja stendur enn og er einkar glæsilegur. Hann heitir Tower of London og er í dag vinsælasta tourist attraction í UK. Hann er rúmlega 900 ára gamall og var á sínum tíma hæsta bygging í UK. Í raun má segja að allir seinni tíma kastalar í þessu landi hafi verið stæling á þessum fyrsta stein-turni sem hér var byggður.

Það mætti kannski færa rök fyrir því að Tower of London sé minnsmerki um hernám landins fyrir rúmum 900 árum.
Tapað stríð á heimavelli.
Þau verða vonandi ekki fleiri.

Eins og Churchill orðaði það þegar hann var að stappa stálinu í landa sína á ögurstundu í WW2:

"We shall go on to the end.... We shall fight in France, we shall fight on the seas and in the oceans, shall fight with growing confidence and growing strength in the air.. We shall defend our island, whatever the cost may be. We shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and streets and in the hills.... We shall never surrender, and even if, which I do not for a moment believe, this island, or even a part of it, is subjugated and starving, then our Empire across the seas, armed and guarded by the British fleet, will carry on the struggle, until, in God´s good time, the new world, in all its strength and might sets forth to the rescue and liberation of the old. Britain will fight the menace of tyranny for years, and, if necessary, alone".

Bretar vilja ekkert láta valta yfir sig og hika ekki við að grípa til vopna ef mikið er í húfi.

16:09

miðvikudagur, nóvember 12, 2003  
Þá er maður mættur aftur. Guildfordari í góðum gír, nýklipptur, velútsofinn og helmassaður - að vanda.

Ég ferðist til Scotlands um síðustu helgi og hafði gott og gaman af því.

Ég var sérstaklega ánægður með lestarferðina frá London til Dundee og til baka. Þetta er circa álíka langt og Reykjavík - Egilsstaðir þvert yfir landið.
Lestin fór í gegnum Peterborough, York, Durham, Newcastle, Edinburgh og í Dundee þar sem háskólinn hans Svenna er. Endastöð lestarinnar er í Aberdeen.

Þessi leið er með þeim þekktari í Englandi; The Great North Eastern Railway. Í upphafi síðustu aldar var þetta langfljótlegasti ferðamátinn frá London til höfuðborgar Scotlands. Þessi leið gerði bissnessmönnum í Scotlandi kleyft að komast á fund í London og heim aftur á einum löngum degi. Hraðskreiðustu og bestu lestarnar voru settar á þessi spor og líklega var oft líf og fjör í bar-vagninum a leidinni heim.

Reyndar er annad spor sem fer beint frá London til Glasgow og var víst mikil samkeppni á milli þessara tveggja leiða í upphafi síðustu aldar. Hraðamet voru sett og miklum peningum eytt í auglýsingar og ýmis PR stönt. Lestarnar voru straumlínulagaðar og þutu um sveitir landsins eins og byssukúlur á yfir 160 km hraða. Þetta var state-of-the-art ferðamáti þessa tíma.

Mér finnst ég þekkja landið mun betur eftir að hafa ferðast þessa leið. Maður áttar sig betur á vegalengdum og hvar hinir og þessir bæir eru. Svo sér maður vel hvernig landslagið breytist smám saman.

Umhverfið varð skemmtilegra eftir því sem við fórum norðar. Bærinn Durham er t.d. alveg sérdeilis flottur, eiginlega eins og klipptur út úr riddarasögu. Kastali upp á hæð, flott kirkja, mjög hæðótt og skógi vaxið landslag og róleg á sem hlykkjast á milli hæðanna. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um Prins Valíant og Ívar Hlújárn þegar ég var á þessum slóðum.

Eftir Newcastle fór lestin meðfram NA ströndinni og var flott að bruna á ca 160 km hraða alveg upp við þvernípta klettaströndina. Ekki var svo leiðinlegt að koma yfir til Scotlands þar sem lestin þurfti að bruna yfir brúaða firði og í gegnum smábæi úr gráu graníti.

Duttum svo inn í Dundee rétt um fimmleytið. Þar tók Svenni á móti mér og við hoppuðum beint upp Citreon Saxo og brunuðum áleiðist til Dunkeld.

Wendy klikkaði ekki á því um kvöldið og bauð upp á dýrindis haggis með kartöflustöppu og rófustöppu. Besta haggis sem ég hef smakkað - enda keypt hjá slátraranum á horninu. Ég held ég geti fullyrt að haggis er einn af mínum uppáhaldsréttum.

Á föstudeginum fór ég í góðan labbitúr rétt hjá Dunkeld og um kvöldið tókum við Svenni gott klimmukvöld. Við byrjuðum á bæjarpubbunum og enduðum í góðum rokkgír í kotinu hans Svenna.

Laugardagurinn var frekar rólegur enda gott að hvíla sig vel fyrir fjallgönguna sem var á dagskrá daginn eftir.
Við fórum í mat til tengdaforeldra Svenna og fengum þar úrvals dádýr í gravy.

Á sunnudeginum keyrðum við svo að Loch Tay en ætlunin var að ganga upp á fjallið Ben Lawers. Í ca 600 metra hæð gengum við upp í skýin og sáum ekki rassgat eftir það. Röltum samt áfram upp fjallið og fylgdum göngustíg upp á topp. Því miður vorum við ekki með kort af leiðinni en varðan á toppnum benti til þess að við værum á réttum stað.
Það var nú frekar hráslagalegt þarna uppi svo við drifum okkur niður aftur. Þegar við komum niður úr skýjunum var veðrið alveg prýðilegt og mjög gaman að rölta í hlíðunum.
Loksins komst ég í fjallgöngu.

Við sáum kort af leiðinni á bílastæðinu við fjallsræturnar og gerðum okkur grein fyrir að við höfðum farið upp á bandvitlaust fjall. Við fórum alls ekkert upp á Ben Lawers heldur upp á fjall sem heitir Bheinn Ghlas (1051m) sem er víst 47unda hæsta fjall í Scotlandi.
Þessi smávægilegu mistök skiptu okkur svo sem engu máli. Við komust upp á fyrsta Munroinn okkar og nú eru aðeins 283 eftir.

Á leiðinni heim stoppuðum við á elsta pub í Scotlandi, í Kenmore, og fengum okkur í svanginn. Heitt beef and ale pie rann ljúflega niður í kaldan kroppinn. Eðal.

Ég kvaddi svo Svenna í Dundee á mánudagsmorgun og tók lestina sömu leið til baka.

Þetta var góð ferð. Ég hafði mjög gott af því að skipta aðeins um umhverfi og slappa af í sveitasælunni. Gott að taka frí frá vinnuleit og hlaða batterín fyrir nýtt áhlaup í þeim efnum. Sjáum til hverju það skilar.

15:09

miðvikudagur, nóvember 05, 2003  
Tíminn líður hratt hér í Guildford.

Jólaskreytingarnar eru komnar upp á High Street og út um allt eru auglýsingaplaköt fyrir Alvin Stardust Christmas Show. Rockin´ around the Christmas tree verður líklega tekið á þeirri skemmtun. Frábært helvíti!

Jólaauglýsingarnar eru farnar að sjást á skjánum og heill hillugangur í Tesco er troðfullur af Christmas Pudding.

Jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, .... Eins og segir í einu af hinum stórskemmtilegu íslensku jólapopplögum.
Eða hvað með þetta;

Ég kemst í hátíðarskap
þó úti séu snjór og krap.
Helga Möller heiti ég
og er alveg óðgeðslega leiðinleg.

Jólin kom´á ný
ég spyr ekki af því
því ég komin er í hátíðarskap.

Alltaf ömurlegt að heyra þetta lag.

Svo er jólaplatan með Hemma Gunna og Dengsa líka algjör klassík.
Hvernig var þetta aftur.

Jaaaaááá Hemmi minn.
da dadda dadda dadda da
da dadda dadda dadda da
um jólin

da dadda dadda dadda da
da dadda dadda dadda dadda da

Kann svo ekki meir!
Djö.

Annars bara rólegur. Ekki enn kominn í jólaskap þótt annað mætti halda.

Ég fer til Skotlands á morgun að heimsækja Svenna Ingvars sem býr í Dunkeld. Hann er að ljúka MSc ritgerðinni sinni og ætlum við að halda upp á það með því að klifra upp á Ben Lawers (1214m) og jafnvel að fá okkur smá viský og öl. Ekki væri svo slæmt að fá Haggis og rófustöppu. Heyrirðu það Svenni!

Ég ætla að taka lestina frá Guildford til King´s Cross í London og svo þaðan beint til Dundee þar sem Svenni ætlar að ná í mig. Lestin fer sem sagt upp með allri austurströnd landsins og stoppar t.d. í York, Newcastle og Edinburgh. Hljómar bara nokkuð vel. Það tekur ca 6 tíma að fara þessa leið frá London til Dundee. Mér finnst það nú bara nokkuð vel sloppið.
Ég kem svo til baka á mánudaginn.

Mæja ætlar að vera heima í Guildford á meðan. Hún hefur engan tíma fyrir svona vitleysu og ætlar að læra alla helgina. Ég skil svo sem alveg hvað hún er að spá enda var ég í nákvæmlega sömu stöðu og hún fyrir ári síðan.

Það er nú málið.


16:34

mánudagur, nóvember 03, 2003  
Helgin.
Hún var helv fín.

Við Mæja dvöldum í tvær nætur hjá Ástu, systur hennar, í góðu yfirlæti í Woodbridge í Suffolk. Þetta er circa 15 þús manna bær, gamalt market place í sveitinni. Svona typical second home town. Lundúnabúar sem hafa það gott eiga sín helgarhús í bæjum eins og Woodbridge. Antíkbúðir, bakarí, kaffihús, pubbar og veitingahús. Voða næs. Svo eru svona einstaka "unglingar" eins og Ásta og co. á svæðinu.

Við héldum upp á 29 ára afmælið mitt á laugardaginn með Ástu og Ben. Borðuðum þorsk og rúllutertu með góðri lyst.

Ben, sem er rúmlega þriggja ára, djöflaðist út um allt í Spiederman gallanum sínum - gormaðist all over the place og hafði lítið fyrir því. Ég var í hlutverki Goblins og tók fullan þátt í Spiderman leiknum. Hafði einstaklega gaman af því.

Í dag var ég svo að flækjast í London. Eitt stykki viðtal hjá enn einni ráðningarstofunni.

Eftir viðtalið rölti ég í vesturátt, kíkti á Royal Albert Hall og endaði svo á Natural History Museum. Sá þar nokkrar grand risaeðlubeinagrindur og ca 7000 uppstoppuð dýr.

Dodo fuglinn var líka á svæðinu. Hann dó víst út ca 16hundruð og etwas. Það sem ég sá er víst bara eftirlíking. Eitthvað var jú líka um steingervinga og geim-steina.

Rölti mér svo um Chelsea hverfið og fékk mér tvo London Pride áður en ég tók lestina heim til Guildford.
Ágætt að koma heim í litla bæinn sinn.


Flugleiðir eru alltaf að slá í gegn. Sá auglýsingu frá þeim á mbl.is. "83 flug á viku til 13 áfangastaða. Farseðillinn gildir í eitt ár". Og bla bla. "Verð frá kr 19.500". Prófaði að panta return flug frá Íslandi til London 06/11/03 - 10/1103, og gerði það í gegnum þennan auglýsingabanner. Kostar kr 38.950 með öllu.

Massahevígotttilboð.

Þeir hjá Iceland Express bjóða mér sama pakka á kr 23.990, mit alles. Þeir lenda á Stansted en Flugleiðir lenda á Heathrow.
Stansted Express lestin frá Stansted Airport kostar ca 2000 kr return. Ferðin tekur rúmlega hálftíma og skilar manni inn í cental London. Lestin frá Heathrow og inn í central London tekur tæpan hálftíma og kostar ca 400 kall.
Maður er enn ca 15 þús kr í plús. Það er hev gott kvöld fyrir tvo á fínum veitingastað. Ekki spurning.

21:16

föstudagur, október 31, 2003  
Jessörrí.
Góðan daginn.

Hef þegar skellt í mig tveimur ristuðum brauðsneiðum, hindberjajógúrt og eplasafa. Kaffibollinn í gangi núna.
Mæja er farin í skólann og framundan hjá mér er smá session á netinu. Vinnuleitin´s still going strong. Fór í viðtal í þessari viku, fer í viðtal í næstu viku. Samt ekkert komið á hreint enn. Maður bara talar og talar.

Við Mæja ætlum að eyða helginni hjá Ástu systur hennar sem býr í Woodbridge í Suffolk sýslu. Maður hennar, Justin, er í olíubransanum og er um þessar mundir að vinna í Oman í Middle East. Ástu bráðvantaði einhvern til að passa Ben, son þeirra, á laugardaginn og vorum við að sjálfsögðu til í það.

Við tökum lest frá Guildford til London og frá London til Ipswich, sem er rétt hjá Woodbridge. Ferðalagið tekur ca 2-3 tíma með öllu. Förum í dag og komum aftur á sunnudaginn.

Mér skilst að Ásta hafi keypt miða í circus og líst mér massavel á það. Hef ekki farið í circus síðan ég var ca 4 ára og skildi ekki bofs hvað var í gangi. Það eina sem ég man frá því showi var þegar gaur keyrði mótorhjól á línu beint fyrir ofan hausinn á mér. Það var sko flott.


Ég fylgdist vel með Tory farsanum í vikunni, og reyndar sl. vikur. Iain Duncan Smith var dömpað sem formanni flokksins og Michael Howard virðist ætla að taka við af honum.
Staðan hjá IDS sem formaður flokksins og leiðtogi var orðin ansi tæp. Hann átti ansi marga óvini í þingflokknum sem voru sífellt að plotta behind his back.
Ræðan sem hann hélt á flokksþinginu fyrir nokkrum vikum var svar hans og vörn. Nú átti að þagga niður í efasemdarmönnum í eitt skipti fyrir öll og einnig að fá þjóðina til að trúa honum og treysta.

Ræðan var gjörsamlega fáránleg.

Hann hafði greinilega fengið þjálfun frá PR fólki um hvernig væri nú best að koma fram og hvernig ætti að ná athygli í ræðu. Framkoman og ræðan minnti mjög mikið á amerískan predikara, jafnvel amerískan stjórnmálamann í ham. Innihaldslausar setningar, apalegar áherslur, slagörð, klapphlé á ræðu etc. Salurinn þurfti að standa upp 17 sinnum til að klappa og voru víst margir gestir í salnum orðnir ansi leiðir á því. Ekki vanir svoleiðis bægslagangi og showbusiness.
Gaurinn stóð ekki við púlt heldur var hann umkringdur textavélum þar sem ræðan birtist. Hann gat því snúið sér í hringi og gert alls kyns kúnstir á meðan hann blaðraði. Formið hentaði IDS afar illa og breska þjóðin sá í gegnum þetta. Bretar fíla ekki svona innpakkaðar show off ræður. Það er málið.

Allir nema nánustu samstarfsmenn IDS ridiculed the speech. Flest blöðin hlógu líka. Menn skömmuðust sín.
Næstu vikur voru ekki auðveldar fyrir IDS. Betsygate málið kom upp og á endanum ákváðu 25 Tory þingmenn að biðja um vote of confidence. IDS tapaði því og hefur ekki sést síðan.

Farið hefur fé betra.

Svo er spurning hvort að Michael Howard muni ná til lýðsins. Hann er nú frekar grár og kallalegur. Hann er sonur innflytjenda frá Transylvaníu. Götublöðin voru því ekki lengi að setja á hann skykkju og vígtennur í kjaftinn. Hann gæti því kannski reynt að hræða þjóðina til fylgis við sig.
Skv síðustu fylgiskönnun voru Torys 11%stigum fyrir neðan Labour. Hr Howard kemst ekki með tærnar þar sem Mr Blair hefur hælana í framkomu og charisma. Við getum því gert ráð fyrir að Labour rústi næstu kosningum.

09:47

miðvikudagur, október 29, 2003  
Hvað er að gerast á mbl.is? Best að tékka á því.

Hmmmm.

Þung síða, tekur 1 mín að hlaðast inn. Banner frá fasteignasölu. Hefur verið á sama stað á síðunni í eitt ár. Hóll. Greinilega ekki mikið að gerast í auglýsingasölunni hjá mbl.is. Sá reyndar banner frá fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar um daginn. Ég græði milljónir á þessu fyritæki mínu. Vissuðiðaekki?

Loksins ready.

Best að kíkja á innlendar fréttir. Neðst á forsíðu.

Hmmm.

Ekkert í fréttum.
Ég er sem sagt ekki að missa af neinu.

Ég kíki á innlendar fréttir nær daglega og það eina sem maður sér þar eru fréttir af veðri/færð, slysum/óhöppum og fiskveiðum. Dæmigerðar fyrirsagnir á þriðjudegi eru circa svona:

- 700 tonn í þremur köstum út af Kolbeinsey
- Kveiknaði í út frá eldavél á Patreksfirði
- Rækjuafli í hámarki
- Sunnan 13 og hægviðri í dag
- Tíkin Trója komst í hann krappan
- Greiðfært á fjallvegum Norðanlands

Þetta hljómar afskaplega óspennandi. Ég verð að seg´ðað.

Er ekkert merkilegra og meira spennandi að gerast heima á Fróni?
Hefur þetta jafnvel alltaf verið svona?
Eru blaðamenn kannsi orðnir latir eða eru þeir bara fastir í viðjum vanans?
Er fréttamat fréttastjórans kannski í tómu rugli. Birtir hann bara allt því það er svo lítið að gerast? Eða sleppir hann mörgum enn leiðinlegri fréttum?
Er hann kannski að grínast?
Endurspegla fyrirsagnirnar í raun það sem er helst að gerast?
Eða eru þetta kannski merkilegar og skemmtilegar fréttir? Best að tékka aðeins betur á rækjuaflanum.
Spennandi já.
Hmm 700 tonn. Hvaða bátur ætli sé aflahæstur? Hvert er aflaverðmætið?
Hvað með tíkina? Hvað kom fyrir hana? Húhúhú. Greyið tíkin. Helvítis tíkin.

Kannski er ég bara asnalegur bullukollur með hor í nefi og bólgin úf. Má vera. Maður hefur nú löngum þótt ansi tæpur á því.

Samt sem áður stend ég mig að því að eyða minni minni tíma á mbl.is. Kannski er maður að fjarlægast umræðuna heima og finnst því margt hálf-óspennandi. Svo dettur maður aftur inn í pakkann þegar við flytjum heim aftur. Hvenær sem það nú verður. Þá mun mér kannski finnast ansi spennandi að lesa um apaleg óhöpp á landsbyggðinni, aflaverðmæti og slyddusúld á fjallvegum.

Einmitt!, eins og Frexið myndi orða það. Ja hérna!, eins og Marinn myndi orða það. ÚÚÚÚÚÚÚ! eins og Úlfar myndi ýlfra það.

Ég fylgist amk mjög vel með umræðunni hér í UK og hef massagaman af. Þeim tekst betur að sneiða fram hjá ekki-fréttunum hér.

Ég les dagblöðin og horfi á fréttir og fréttaskýringar. Eðalumræða í gangi, allt the time. Þeir eru nú reyndar þekktir fyrir það hér í UK. Enga hálfvelgju takk, segir þjóðin.
Jú reyndar. Meirihluti þjóðarinnar les nú bara tabloid blöðin og horfir á sápur. Mikið drama en lítið innihald.

Þeir sem hafa áhuga á alvarlegri og innihaldsríkari umræðu hafa samt sem áður úr nógu að velja. Flest broadsheet dagblöðin eru ansi vönduð, vikuritin kafa enn dýpra og svo taka þeir hjá BBC og Channel 4 ansi vel á fréttum líðandi stundar, bæði innan UK og worldwide. Þeir sem hafa aðgang að satellite eða cable geta svo horft á fréttastöðvar BBC eða Sky allan sólarhringinn. Það er nú samt kannski einum of.
En, sem sagt eðalpleis fyrir fréttafíkla í gír og stuði.

Áfram HC Dennisthemenniss

13:36

sunnudagur, október 26, 2003  
Stanfords í London er stærsta og elsta korta- og ferðabókabúð í heimi (est 187ogeitthvað). Hún er við Long Acre rétt hjá Leicester Square. Þeir voru með útibú í Bristol og þangað fór ég oft að tékka á fjallabókum og spennandi kortum. Mikil paradís.

Í gær fórum við Mæja hins vegar í búðina í London. Hún er á þremur hæðum og úrvalið er þvílíkt gott. Ég er ekki frá því að úrvalið af kortum af Íslandi hafi jafnvel verið meira og betra en í flestum betri kortabúðum í Reykjavík.

Ég náði mér í áritað eintak af háfjallabókinni "A slender thread" eftir Stephen Venables. Í bókinni segir hann frá klifurleiðangri um the Himalayas. Á myndunun í bókinni eru menn í línum að klifra upp ísveggi, í tjöldm að bræða ís, að vesenast á risa skriðjöklum etc. Sem sagt mjög líklega algjör eðallesning.

Um kvöldið hittum við svo Vilborgu, Önnu Helgu og Kára kærasta hennar. Hann er í doktorsnámi í hagfræði við London Business School og biður að heilsa Einari Ingimundar, fv. bekkjarbróður sínum úr hagfræðinni.

Leiðin lá niður á Brick Lane þar sem allt úir og grúir af indverskum veitingastöðum. Fundum þar einn helv góðan og fengum okkur eðalmáltíð. Flestir staðirnir leyfa matargestum að koma með sín eigin drykkjarföng þannig að við komum bara við í næstu sjoppu og keyptum nokkra Cobra bjóra sem við sötruðum svo með matnum. Þriggja rétta máltíðin kostaði því bara 10pund á mann. Það þykir mér nú ekki mikið.
Maður á örugglega eftir að enda þarna aftur.

Eftir matinn fórum við svo á bar rétt hjá og tjilluðum aðeins. Upp úr hálfellefu var svo kominn tími á okkur Mæju að fara heim til Guildford.
Mjók og KitKat í lestinni og allir í gír.

Fresh sunnudagur og Einar Mar orðinn BA í Stjórnmálafræði. Til hamingju með það. Ég geri ráð fyrir að þú sért þegar hálfnaður með Denna safnið og búinn með koníakspelann.

Meðan ég man. Við erum komin með nýtt heimasímanúmer: +44 0870 2821762.

Og best að henda heimilisfanginu með:

Twyford Court, F, FL06
University of Surrey
Guildford
GU2 7JP
England.

Áfram HC Dennis.

12:44

föstudagur, október 24, 2003  
Ég fór í enn eitt viðtalið í London í gær.
Maður er farinn að verða nokkuð þjálfaður í þessu og rúllar í gegnum pakkann á teljandi erfiðleika. Viðtalið í gær var á þriðju ráðningarstofunni sem tekur mig að sér. Sarah Penny hljómaði bara nokkuð bjartsýn og ætlaði að tala við nokkur fyrirtæki og tékka á stöðunni. Þeirra á meðal var BBC. Þar er víst ansi gott og gaman að vinna. Góð þjálfun, góð reynsla og margt spennandi í gangi.
Enn og aftur verð ég bara að bíða og sjá til hvað gerist.

Eftir viðtalið í gær trítlaði ég niður í Covent Garden þar sem ég var búinn að mæla mér mót við Vilborgu, vinkonu Mæju og kærustu Rúnars Pálma. Þau eru bæði í mastersnámi í Maastricht í Hollandi um þessar mundir. Þar eru þau víst orðnir fastakúnnar í "coffee shop" bæjarins og njóta frjálsræðisins í landi túlipananna. Eða kannski ekki.
Áin Maas rennur í gegnum bæinn og heitir bærinn því líklega eftir henni. -... eða heitir hann kannski eftir sáttmálanum fræga? Þarf að tékka á því.

En sem sagt, Vilborg ákvað að kíkja aðeins í heimsókn til UK og þar sem Mæja gat ekki tekið sér frí í gær þá ákváðum við Vilborg bara að taka nettan rúnt um London og fara síðan heim til Guildford seinni partinn.
Við töltum í áttina að City, kíktum á Fleet Street, St Paul´s Cathedral, Bank of England, Tower of London, Tower Bridge o.fl. Ansi fínt.
Kíktum líka í heimsókn í útibú Íslandsbanka í City þar sem Anna Helga, vinkona Vilborgar, er að vinna. Útibúið er á fjórðu hæð í Royal Exhange húsinu, eiginlega beint á móti Bank of England. Ansi öflug staðseting. Ég get vel mælt með salernisaðstöðunni þar. Mun betri en á McDonalds.

Vorum svo komin til Guildford um sexleytið þar sem Mæja beið eftir okkur, tilbúin að slappa af eftir ritgerðarskrif dagsins. Hún lumaði á köldum bjór og svo elduðum við fajitas og drukkum rauðvín með. Ansi fínt.
Enduðum kvöldið á campus pubbnum sem er hér spölkorn frá.
Enn og aftur fór djúkboxið á kostum undir öruggri stjórn minni. Nú fengu þeir Billy Joel og Tom Petty að halda uppi fjörinu.

Vilborg fékk svo að gista á gestabeddanum okkar sem við settum saman úr sólstól og sæng. Hann virkaði víst alveg þrælvel og vaknaði hún í góðum gír hér í morgun.

Svo er helgin framundan. Erum að spá í að fara til London á morgun að hitta Vilborgu og fleira fólk.
Um að gera að njóta þess að vera svona nálægt stórborginni og kíkja þangað sem oftast. Og ekki er það verra þegar maður þekkir fólk á svæðinu.

14:33

miðvikudagur, október 22, 2003  
Breska rokkbandið The Darkness er að gera allt crazy hér í UK. Í síðustu viku var fyrsta breiðskífa sveitarinnar "Permission to land" í öðru sæti sölulistans og smáskífan "I believe in a thing called love" einnig í öðru sæti. Þetta er nokkuð merkilegt því að bandið minnir um margt á rokkbönd níunda áratugarins; bæði sándið og útlitið. Músikin er ca blanda af AC/DC, Def Leppard, Led Zeppelin, Queen og Guns N´Roses. Einfalt og skemmtilegt rokk og ról. Gítarriffin ráða ríkjum og söngvarinn gólar. Sólóarnir eru melódískir og kúl og lögin almennt frekar grípandi en samt nokkuð heví.

Útlitið er ca David Lee Roth úr Van Halen árið 1981 + Steven Tyler úr Aerosmith + blanda af gömlum, ljótum rokkgrúppum frá ca 1978 til 1985. Sviðsframkoman er víst eftir því. Söngvarinn og gítarleikarinn Justin Hawkins hoppar víst um allt og hegðar sér almennt eins og alvöru rokkari á sviði.

Mottó bandsins er að hafa gaman að þessu. Rokka, djamma, og fíla sig í ræmur á meðan gleðin varir. Fyrir tveimur árum voru þeir skinny & ugly white boys að djamma í bílskúr í norður-London. Nú eru þeir skinny & ugly white boys að hita upp fyrir Rolling Stones on world tour. Þokkalegt það.

Menn eru ekki vanir svona stöffi um þessar mundir. Allt er svo fágað og pródúserað. PR fólkið stýrir showinu og tónlistarmenn taka sig allt of alvarlega í staðinn fyrir að hafa gaman að hlutunum. Eins og Justin sagði sjálfur í viðtali við The Sunday Times: "Everyone´s too upthight these days. I hate the arrogance of bands who think their petty emotions are interesting". Rokk og ról.

Gaurarnir eru á túr um UK um þessar mundir. Alls staðar er sold out.
Platan selst eins og heitar lummur. Ég hef verið að hlusta á hana sl vikur og fíla massavel. Var í plötubúð um dagin og heyrði eitt lagið spilað. Vissi að ég yrði að eiga þessa músík og labbaði út með gripinn. Lúftgítarmúsík sem segir sex. Allir gamlir rokkhundar ættu að tékka á plötunni, The Darkness: Permission to land. Þeir sem taka hlutunum voða alvarlega ættu hins vegar bara að láta hana eiga sig.

Svo á víst að gefa plötuna út í USA. Það er náttúrulega aðalmarkaðurinn fyrir enskumælandi bönd. Í UK eru ca 60 milljónir manna og hægt að græða slatta af peningum. Í USA eru tæpar 300 milljónir og hægt að græða þónokkuð meira.
Söngvarinn þarf víst að fara aftur í stúdió og syngja nokkur lög aftur því WalMart, stærsta verslunarkeðja í USA (og stærsta fyrirtæki í heimi) neitar að selja músík með ljótum blótsyrðum eins og "motherfucker". Meiri helv ritskoðunin það. Kannski reynir hann að Ameríkanisera hreiminn sinn aðeins líka. Breskan heyrist greinilega í gegn. Það er svolítið fyndið.

10:48

sunnudagur, október 19, 2003  
Ég rann í vikur og var frá í mánuði.

Hér í Guildford er reyndar ósköp lítið um vikur. Ég held ég hafi jafnvel ekki séð einn stein hér - náttúrulegan, óunninn stein. Bærinn er stone-free. Hver reitur er skipulagður; gangstétt, ferköntuð grasflöt, gróðursett tré, blóm, gata, grindverk, hellur, múrsteinn, hlaðinn árbakki. Alls staðar er búið að koma röð og reglu á hlutina.
Það er því ósköp lítið um óreglulega steina hér, hvað þá vikur - enda lítið um virk eldfjöll á þessum slóðum.

En hvað er maður að rugla um vikur á sunnudegi. Margt annað að tala um.

Til dæmis fór ég til London á föstudaginn til að fara í viðtal hjá ansi spennandi fyrirtæki. Mér gekk bara alveg ágætlega að þessu sinni. Var inni í rúma tvo tíma og held ég hafi náð að koma mínum helstu kostum og hæfileikum á framfæri. Sjáum svo til hvað þeir segja.
Tölti svolítið um borgina eftir viðtalið. Kíkti á Trafalgar Square og var svo eitthvað að flækjast í rólegheitum í Westminster. Sá þó enga stjórnmálamenn á vappi. Kíkti líka á höfuðstöðvar James Bond við Thames. Allt með kyrrum kjörum þar.

Var kominn heim til Guildford um sexleytið. Hitti Francesco á lestarstöðinni og við röltum saman á campus pubbinn. Mæja bættist svo fljótlega í hópinn. Við fengum okkur nokkrar pæntur og létum djúkboxið fara á kostum. Held reyndar að Runaway með Bon Jovi hafi ekki slegið í gegn.

Á laugardaginn lá leiðin svo aftur til London. Við Mæja tókum lestina seinni partinn og vorum mætt í partý til Hrundar og Tolla um sexleytið. Þau leigja íbúð í East-London ásamt þremur íslenskum gaurum. Í partýinu var slatti af Íslendingum og mikið fjör. Því miður gátum við ekki fengið að gista hjá þeim þannig að við þurftum að láta okkur hverfa (til að ná lest) um ellefuleytið, akkúrat þegar húsið var orðið vel pakkað og stuðið á ná hámarki. Einnig þótti mér miður að fá ekki að smakka réttina sem félagar þeirra H & T frá Pakistan voru að elda. Tveir stórir pottar fullir af kjúklingalærum og þvílíkt spicy sósu. Íbúðin angaði af þessu stöffi og meiraðsegja fötin okkar ilmuðu í lestinni á leiðinni heim.

Vorum mætt til Guildford eitthvað eftir miðnætti og urðum að láta okkur nægja brauð með sveppapaté. Hins vegar ætlum við að elda kjúllarétt með sterkri sósu í kvöld.

15:57

fimmtudagur, október 16, 2003  
Reykskynjarinn vakti okkur klukkan rúmlega sjö í morgun. Bíb bíb bíb. Ýkt gaman. Maður fór því framúr beddanum ýkt ferskur, mjög lítið úfinn og í eðalstuði í morgun.

Okkur grunaði nú strax að þetta væri bara brunaæfing.
Þurftum samt að drífa okkur út. Maður veit aldrei.
Það var helvíti kalt í morgun. Líklega næturfrost hér í nótt.
Sumir íbúarnir í húsinu stóðu úti á náttfötunum og berfættir.
Við náðum að klæða okkur þokkalega þannig að þetta var allt í lagi.
Svo kom í ljós að þetta var bara æfing og öllum var ýkt skemmt. Einmitt.
Sáum samt nágranna okkar almennilega í fyrsta skipti. Furðufáir af asískum uppruna á svæðinu. Heyrðum jafnvel sænsku talaða.

Við erum sem sagt enn á lífi og í góðum gír. Mæja fór reyndar aftur í beddann og er að berjast við snoozið as we speak. Ég kann ekki vel við að þurfa að vakna tvisvar sama morguninn þannig að ég fékk mér bara morgunmat og las í blaði.
Er svo að fara að detta í jobhunting pakkann.

Fékk það staðfest fyrir stuttu að ég fæ að útskrifast sem MSc í Statistics and Management Science 18. nóvember. Athöfnin fer fram í Bristol Cathedral (sem mátti einmitt sjá á einni af fyrstu myndunum í myndaseríu Frexins) sem mér lýst vel á. Helvíti mögnuð kirkja. Held að elsti hluti hennar sé frá ca 1150.
Þar mun ég skarta rauðri silkiskykkju og forlátum hatti. Verð örugglega afskaplega gáfulegur.
Ég hlakka mikið til að mæta á svæðið, tékka á stöðunni í Bristol og auðvitað að taka á móti MSc skírteininu. Mæja kemur með og ætlar að votta þetta allt saman og jafnvel að festa mig á filmu í silkidressinu góða.

Útskriftarveislan verður svo að bíða betri tíma. Sjáum til með hana.

08:23

laugardagur, október 11, 2003  
Þessum laugardegi var startað með góðu fry up. Begg og eikon.

Í gærkvöldi fórum við á pubbarölt með þremur bekkjarfélögum Mæju. Karen frá Bremen, Francesco frá Torino og Alex frá Thessaloniki í Grikklandi. Maður fékk sér örfáar pæntur og því bráðnauðsynlegt að byrja þennan dag á rólegu nótunum og troða belginn fullan af feitu beikoni, bökuðum baunum og spæleggi. Appelsínusafinn kemur sterkur inn og ekki verra að fá sér eins og eina eða tvær Jaffa cakes í eftirrétt.

Þar sem flestir pubbar loka klukkan ellefu hér í UK þá vorum við komin heim fyrir miðnætti. Það er náttúrulega afskaplega sniðugt því þá nær maður að sofa vel og lengi og vaknar vel ferskur.

Ég og Francesco ætlum svo að hittast á localnum á eftir til að sjá Tyrkland - England í beinni. Verðum líklega frekar rólegir í kvöld samt.


Var í London á fimmtudaginn. Fór í tvö viðtöl. Fyrra viðtalið var á ráðningarstofu rétt hjá Leicester square. Það gekk fínt. Hún Deborah ætlar að reyna að koma mér fyrir hjá einu af stóru dagblöðunum. Sjáum til hvernig það gengur. Ég myndi amk ekki slá hendinni á móti því. Ég held nú samt að hún hafi nú bara verið með einhverjar spekúlasjónir.
Svo spurði hún mig hvort ég væri jafnvel tilbúinn að flytja til Ástralíu eftir eitt eða tvö ár. Sum blöðin eru með starfsemi þar og vantar alltaf fólk. Ég sagði bara sure.

Eftir þetta viðtal voru þrír tímar í það næsta. Ég keypti mér lunch, tölti niður að Thames og fann mér bekk til að borða á. Fínt útsýni yfir City og ána. Lét mig dreyma um að vera komin með hornskrifstofu í nýja skýjakljúfnum sem Norman Foster hannaði. Byggingin er eins og byssukúla í laginu. Kringlótt og mjókkar þegar ofar dregur. Er orðin eitt af landmörkunum í London og líklega flottasta byggingin í City. Ekki slæmt að fá gott djobb og vera með aðtöðu þar. Geri reyndar ekki ráð fyrir að það verði alveg í bráð.

Seinna viðtalið var hjá fyrirtæki rétt hjá Covent Garden. Leiðin lá um Fleet Street þar sem flest dagblöðin í UK voru með höfuðstöðvar á árum áður. Beint fyrir framan höfuðstöðvar Reuters rakst ég félaga frá Íslandi. Himmi (grafískur hönnuður sem ég þekki í gegnum Arnar og vinnuna) var þarna á rólegu tölti að leita að bókabúðum. Gaman að rekast á gaurinn svona óvænt. Spjölluðum saman í smá stund en svo varð ég að drífa mig í seinna viðtalið.

Var í klukkutíma og þrjú korter í seinna viðtalinu. Gekk þokkalega. Það er nú samt ekki auðvelt að masa endalaust um sjálfan sig. Ég kann þetta og hitt og get svo margt og er svo frábær og henta svo vel í þetta djobb og veit mikið um þetta stöff og er klár í manlegum samskiptum og hef áhuga á akkúrat þessu og bla bla. Það kemur svo í ljós í næstu viku hvort ég hafi staðið mig nógu vel í blaðrinu. Þá fer ég í annað viðtal. 50/50 segi ég.

Var orðinn massaþyrstur og búinn á því þegar ég kom út úr viðtalinu. Fór rakleiðis inn á næsta pub og hellti í mig pæntu af ísköldum Stella Artois. Svo rakleiðist í sub og lest heim til Guildford. Ferðalagið frá Leicester sq. og heim tók rétt rúmlega klukkutíma. Það er í lagi.

14:06

 
This page is powered by Blogger.