This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, október 29, 2003
Hvað er að gerast á mbl.is? Best að tékka á því.
Hmmmm.
Þung síða, tekur 1 mín að hlaðast inn. Banner frá fasteignasölu. Hefur verið á sama stað á síðunni í eitt ár. Hóll. Greinilega ekki mikið að gerast í auglýsingasölunni hjá mbl.is. Sá reyndar banner frá fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar um daginn. Ég græði milljónir á þessu fyritæki mínu. Vissuðiðaekki?
Loksins ready.
Best að kíkja á innlendar fréttir. Neðst á forsíðu.
Hmmm.
Ekkert í fréttum.
Ég er sem sagt ekki að missa af neinu.
Ég kíki á innlendar fréttir nær daglega og það eina sem maður sér þar eru fréttir af veðri/færð, slysum/óhöppum og fiskveiðum. Dæmigerðar fyrirsagnir á þriðjudegi eru circa svona:
- 700 tonn í þremur köstum út af Kolbeinsey
- Kveiknaði í út frá eldavél á Patreksfirði
- Rækjuafli í hámarki
- Sunnan 13 og hægviðri í dag
- Tíkin Trója komst í hann krappan
- Greiðfært á fjallvegum Norðanlands
Þetta hljómar afskaplega óspennandi. Ég verð að seg´ðað.
Er ekkert merkilegra og meira spennandi að gerast heima á Fróni?
Hefur þetta jafnvel alltaf verið svona?
Eru blaðamenn kannsi orðnir latir eða eru þeir bara fastir í viðjum vanans?
Er fréttamat fréttastjórans kannski í tómu rugli. Birtir hann bara allt því það er svo lítið að gerast? Eða sleppir hann mörgum enn leiðinlegri fréttum?
Er hann kannski að grínast?
Endurspegla fyrirsagnirnar í raun það sem er helst að gerast?
Eða eru þetta kannski merkilegar og skemmtilegar fréttir? Best að tékka aðeins betur á rækjuaflanum.
Spennandi já.
Hmm 700 tonn. Hvaða bátur ætli sé aflahæstur? Hvert er aflaverðmætið?
Hvað með tíkina? Hvað kom fyrir hana? Húhúhú. Greyið tíkin. Helvítis tíkin.
Kannski er ég bara asnalegur bullukollur með hor í nefi og bólgin úf. Má vera. Maður hefur nú löngum þótt ansi tæpur á því.
Samt sem áður stend ég mig að því að eyða minni minni tíma á mbl.is. Kannski er maður að fjarlægast umræðuna heima og finnst því margt hálf-óspennandi. Svo dettur maður aftur inn í pakkann þegar við flytjum heim aftur. Hvenær sem það nú verður. Þá mun mér kannski finnast ansi spennandi að lesa um apaleg óhöpp á landsbyggðinni, aflaverðmæti og slyddusúld á fjallvegum.
Einmitt!, eins og Frexið myndi orða það. Ja hérna!, eins og Marinn myndi orða það. ÚÚÚÚÚÚÚ! eins og Úlfar myndi ýlfra það.
Ég fylgist amk mjög vel með umræðunni hér í UK og hef massagaman af. Þeim tekst betur að sneiða fram hjá ekki-fréttunum hér.
Ég les dagblöðin og horfi á fréttir og fréttaskýringar. Eðalumræða í gangi, allt the time. Þeir eru nú reyndar þekktir fyrir það hér í UK. Enga hálfvelgju takk, segir þjóðin.
Jú reyndar. Meirihluti þjóðarinnar les nú bara tabloid blöðin og horfir á sápur. Mikið drama en lítið innihald.
Þeir sem hafa áhuga á alvarlegri og innihaldsríkari umræðu hafa samt sem áður úr nógu að velja. Flest broadsheet dagblöðin eru ansi vönduð, vikuritin kafa enn dýpra og svo taka þeir hjá BBC og Channel 4 ansi vel á fréttum líðandi stundar, bæði innan UK og worldwide. Þeir sem hafa aðgang að satellite eða cable geta svo horft á fréttastöðvar BBC eða Sky allan sólarhringinn. Það er nú samt kannski einum of.
En, sem sagt eðalpleis fyrir fréttafíkla í gír og stuði.
Áfram HC Dennisthemenniss
13:36
|
|
|
|
|