This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, desember 03, 2003
Þá er maður loks búinn að jafna sig eftir öfluga ferð til Aarhus í Danmörku.
Að vera rokkhundur er góð skemmtun en það er ansi hreint lýjandi. Púff.
Ég flaug á fimmtudaginn frá Stansted og var lentur á Aarhus flugvelli ca einum og hálfum tíma síðar. Þaðan þurfti ég svo að taka rútu inn í borgina. Bílstjórinn var með mjöööög flott permanent og snakkaði enskuna með þessum líka klassíska danska hreim. Ég var greinilega í réttu landi. Vantaði bara fadöl í hægri hönd og Prince stubb í vinstra munnvikið og þá hefði ég getað flokkað þennan bílstjóra sem prototýpu dansks gúbba!
Ég var svo mættur til Aarhus rétt fyrir miðnætti og þar tóku Frexið og Þröstur á móti mér. Þröstur er í MA námi í Aarhus - stúderar bókmenntir. Hann er einn mesti rokkhundur sem sögur fara af og því ekkert skrýtið að hann og Frexið hafi náð vel saman.
Frexið kom daginn áður frá Turku í Finnlandi þar sem hann hefur spilað handbolta við góðan orðstýr með HC Dennis. Heyrst hefur að félagslið í Rúmeníu séu að banka á dyrnar.
Við Frexið gistum heima hjá systur hans, Helgu Guðrúnu, og Halla kærasta hennar. Þau eru bæði í námi í Aarhus, hún í arkitektúr og hann í viðskiptafræði. Þau vorum í miklu stuði og fannst bara gaman að hafa okkur ormana í heimsókn.
Á föstudeginum var ágætis veður í bænum, sól og logn. Við Frexið tókum smá rölt um bæinn og tékkuðum á stemmingunni í þessari næststærstu borg Danmerkur. Upp úr hádegi fannst mönnum nú kominn tími til að fá sér amk einn öl og jafnvel að við höfum fengið okkur tvo.
Síðan fórum við í borðtennis.
Já, ég er ekki að ljúga. Við gaurarnir tókum borðtennismót í kjallarnum hjá Helgu og Halla. Fjórir mjög gáfulegir. Maður var ekki lengi að grafa upp gömlu góðu taktana, snúningsuppgjafir og góð smöss. Hmmm.
Eftir góða setu á helstu djassbúllu bæjarins lá leiðin beint heim til Þrastar þar sem ætlunin var að hita vel upp fyrir Deep Purple tónleikana næsta kvöld. Hann var búinn að senda ólétta unnustu sína til Odense svo við gætum nú örugglega botnað rokkið eins og lög gera ráð fyrir.
Þetta var hin ágætasta session og líklega hefðum við getað spælt egg á magnaranum þegar líða fór á kvöldið. Hávaðinn var amk mikill.
Grænlendingarnir á barnum á móti húsinu hans Þrastar kvörtuðu þó ekki neitt - enda líklega nýbúnir að fá útborgað frá socialnum og því í góðu tómi.
Tónleikarnir voru svo daginn eftir í húsi sem þeir kalla Scandinavian Congress Center. Splunkunýtt hús rétt við miðbæinn. Salurinn var ca jafnstór og Laugardalshöllin og var uppselt. Þegar við röltum inn var upphitunarbandið Uriah Heep þegar byrjað að spila. Þeir eru gamlir og ljótir og ekkert svaðalega góðir. Söngvarinn skartaði forlátum gulllituðum topp og hárlufsum í stíl.
Eina lagið sem ég þekki með þessu bandi heitir Easy Livin´. Það er nú nokkuð frægt. Því miður misstum við af því.
Við leyfðum því UH bara að glamra á meðan við fórum á barinn.
Upp úr klukkan níu ruddust svo Deep Purple fram á sviðið og byrjuðu showið á Highway Star. Það ætlaði allt vitlaust að verða. Áhorfendur voru í eldri kantinum, margir með væna vömb og grátt sítt hár. Sumir voru með kúrekahatta og aðrir voru alveg á klimmunni. Gamlir sýruhausar, núverandi hasshausar, einstaka virðulegir menn og svo nokkrir rokkhundar í yngri kantinum eins og við. Circa 1% tónleikagesta voru konur.
Annað lag kvöldsins var Strange Kind of Woman. Ian Gillian var í einkar góðum gír og kom í raun á óvart hversu lítið röddin hafði breyst. Hann sleppti reyndar hæstu gólunum.
Aðrir hápunktar kvöldsins voru lög eins og Hush, Lazy, Perfect Strangers og svo auðvitað Smoke on the Water. Þá var nú gaman að vera á svæðinu.
Hins vegar læddu þeir stundum inn lögum að nýjustu plötu sinni og þau voru ansi slöpp.
Í heild má segja að bandið hafi valdið smá vonbrigðum. Hefðu þeir bara haldið sig við gömlu góðu slagarana þá hefði showið verið eðal því bandið var vel þétt og söngvarin í góðu stuði. Nýju lögin drógu þá niður á lægra plan. Það er nú málið.
Samt gaman að sjá Deep Purple. Þeir eru legend og sérhver rokkhundur hlýtur að vera stoltur af því að hafa séð Smoke on the Water, live.
Á sunnudeginum komu Melkorka og Elísa í heimsókn til Aarhus og áttum við góðan dag saman. Fórum út að borða og röltum um bæinn. Það var mjög fínt.
Þegar líða fór á daginn fór rokklíferni síðstu tveggja daga að segja til sín. Lítill svefn og slatti af öli taka sinn toll. Maður var því ansi þreyttur þetta síðasta kvöld. Við náðum þó að hitta Krissa Tö á kaffihúsi í bænum. Loksins hitti maður hann á heimavelli. Gaman að því.
Morguninn eftir átti ég svo flug um tíuleytið og var kominn heim til Guildford rétt fyrir tvö. Ekki löngu seinna var ég kominn í bing þar sem ég svaf svefni hinna réttlátu!
Jaaaaaááá Hemmi minn. Það tekur á að drekka öl og fá ekki sína átta tíma. Þú ættir nú að þekkja það.
12:18
|
|
|
|
|