This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
laugardagur, desember 06, 2003
Fjórði dagur í flensu og fátt virðist vinna á þessu helv.
Ég stefni að því að verða orðinn þokkalegur á mánudaginn en ræð víst ekki miklu um það.
Flensuguðinn ræður nú ferðinni.
Á sama tíma og ég sit hér heima og snýti minn rauða nebba þá sitja Frexið og Gael á knæpu í London og hafa það gott. Þeir komu með EuroStar frá París í dag og ætla að dvelja í London fram á þriðjudag.
Ég næ kannski að hitta þá eftir helgi.
Annars fátt í gangi hér á görðunum.
Mæja lærir alla daga fram á kvöld og ég snýti mér, hósta og hnerra. Stöku sinnum dotta ég og finn eftir það orku til að vaska upp eða skipta um ruslapoka.
Það er nú allt og sumt.
Nú er ég með kjúlla í ofninum og Pop Idol að byrja á ITV. Maður kíkir á það. Svo er Bowling for Columbine á Channel 4 í kvöld.
Kominn tími til að sjá þá mynd.
Fyrir þá sem eru komnir í jólaskap þá er hér listi yfir 5 mest spiluðu jólalög í UK á síðasta ári:
1. White Christmas, Bing Crosby;
2. Fairytale of New York, The Pogues and Kirsty MacColl;
3. Merry Xmas Everybody, Slade;
4. Jingle Bells, Traditional;
5. When a Child is Born, Johnny Mathis.
Það er málið.
Helga Möller eða Eiki Hauks komast ekki á listann hér. Mikið er ég feginn.
Væri samt til í að heyra í Hemma Gunn og Dengsa - Jóladúett aldarinnar.
19:02
|
|
|
|
|