This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, desember 08, 2003  
Hér hefur nokkrum sinnum komið fram að The Times (og The Sunday Times) er dagblaðið okkar Mæju hér í UK.

Við höfum gert nokkrar tilraunir með önnur dagblöð en ekki fundist þau jafngóð.

The Independent er of lítið og máttlaust, stenst ekki sambanburð við The Times. Það er alltof mikil vinstri-slagslíða á The Guardian og The Daily Telegraph er of Conservative.
The Times fellur því circa í miðjuna á broadsheet skalanum.
Reyndar kemur Financial Times út á hverjum degi og er í broadsheet formi. Markhópur þessa blaðs eru bankagúbbar og bisness-menn. Við höfum því alveg látið það eiga sig.

Svo nennir maður hreint ekki að lesa tabloids (Moggastærðin), þ.e. götublöðin. Þau draga úr manni orku því það er hreinlega ekkert í þeim. Maður flettir og flettir og skannar og skannar en finnur ekki neitt áhugavert. Það er helst að íþróttaumfjöllunin sé í lagi en þá er það upptalið. Restin er bara bull og vitleysa.

The Times er sem sagt málið.

Gallinn við broadsheet formið er hins vegar sá að blöðin eru stór og mikil og því er erfitt að lesa þau í strætó, í lest, í flugvél, á kaffihúsi, í mötuneytinu o.s.frv. Það er t.d. vonlaust að sitja í fullri lest og reyna að lesa The Times án þess að pirra alla í kringum sig. Maður rekur olnbogann í næsta mann, pappírsskrjáfrið fer í taugarnar á fólki og svo fer blaðið allt í klessu - dettur í sundur, rifnar og snýr upp á sig og fer allt úr skorðum.
Þetta er náttúrulega mikill galli á gjöf Njarðar því stór hluti íbúa á stór-London svæðinu og í öðrum borgum notar almenninssamgöngur til að komst til og frá vinnu og þessi hópur vill lesa eitthvað á meðan. Fæstir nenna þó að leggja það á sig og ferðafélaga sína að lesa eitt af broadsheet blöðunum. Þau missa því þarna af stórum lesendahóp eingöngu vegna þess að formið hentar ekki.

Þeir sem fylgst hafa með dagblaðamarkaðnum hér í UK hafa reyndar talað um að smám saman muni broadsheet formið deyja út. Þrátt fyrir að hafa lækkað í verði þá hefur sala á slíkum blöðum dregist saman á sl. árum á meðan sala á götublöðum í tabloid formi, eins og The Sun, hefur aukist. Verðlækkanirnar voru fyrst og fremst viðbrögð við aukinni sölu á götublöðum, sem kosta miklu minna og treysta á freistandi fyrirsagnir og æsandi myndir.

Til að bregðast við samkeppninni frá tabloids hafa broadsheets einnig verið að prófa sig áfram með innihaldið. Það ku vera léttara nú en áður. Nú birtast t.d. oftar myndir af frægu fólki og fleiri greinar fjalla um "social issues" en áður gerðist. Aukablöðin (sem er stungið inn í blöðin) fjalla um tísku og mat og ferðalög og eru almennt frekar mikið léttmeti. Þetta er víst gert til að höfða meira til ungs fólks og kvenna en þessir hópar hafa víst ekki verið nógu duglegir að lesa broadsheets sem hafa í gegnum tíðina lagt mesta áherslu á pólitík og viðskipti - þ.e. höfðað til jakkafatakalla.

Og enn bregðast broadsheets við samkeppninni og breyttum tímum. Fyrir circa 2 mánuðum varð The Independent fyrsta broadsheet blaðið til að koma út í tveimur stærðum, þ.e. broadsheet og tabloid. Innihaldið blaðanna er hið sama, eini munurinn er formið.
Auglýsingaherferðin, sem kynnti þessi nýbreytni, átti greinilega að ná sérstaklega til þeirra sem nota almenningsamgöngur. Tabloid stærðin var auglýst sérstaklega í London Underground og á helstu lestarstöðvum og sjónvarpsauglýsingar lögðu áherslu á hvað það væri nú fínt að lesa þessa stærð í lestinni eða í strætó.
Tilraunin heppnaðist vel og salan á tabloid útgáfunni fór fram úr björtustu vonum Independent - manna.

Þetta varð til þess að hin broadsheet blöðin fóru að íhuga þessa leið alvarlega.
Fyrir hálfum mánuði fór The Times að koma út í tveimur stærðum og flestir spá því að restin fylgi í kjölfarið.

Til að byrja með kemur tabloid stærðin af The Times bara út á stór-London svæðinu og einungis á virkum dögum. Flaggskipinu, The Sunday Times, verður ekki haggað í bili, enda færri að ferðast með almenningssamgöngum á sunnudögum.

Við erum svo heppin að geta keypt tabloid stærðina af The Times hér í campus sjoppunni og líst okkur afskaplega vel á þessa breytingu. Blaðið kostar 50 pens á virkum dögum og er stútfull af gæðaefni.
Nú er búið að sameina í eitt stórt blað fréttahlutann og viðskipta- og íþróttahlutann. Sem sagt mun einfaldara blað. Svo stinga þeir inn í þetta atvinnuaulýsingablaði og daglegu aukablaði með alls kyns gagnrýni og aukaefni. Stundum fylgir svo með eitt sérblað í viðbót.
Nú er ég ekki í vafa um að broadsheet stærðin eigi eftir að víkja alfarið - segjum innan 10 ára.

Sumir (lesist: gamlir íhaldssamir kallar) hafa reyndar áhyggjur af því að gömlu góðu broadsheet blöðin muni nú "dumb down" til að ná fleiri lesendum frá ekta tabloids blöðunum. Þessi stærðarbreyting sé bara fyrsta skrefið, en að eftir að búið sé að stíga það þá sé í raun búið að fella múrinn sem skildi þessar tvær dagblaða-týpur að og þá verði auðveldara að fara ódýru leiðin til að ná til lesenda.

Það má vera að með þessari breytingu á stærð gömlu broadsheet blaðanna þá breytist innihald þeirra eitthvað. Meira gæti slæðst inn af léttmeti og lesefni sem höfðar til frekar til ungs fólks og kvenna. Það er í góðu lagi á meðan efnið er vandað. Hins vegar finnst mér afar ólíklegt að þau fari að beita sömu brögðum og götublöðin til að ná til lesenda. Götublöðin myndu án efa vinna þá keppni.

Málið er að gömlu broadsheet blöðiðn þurfa að ná í nýja lesendur, ungt fólk. Ef þau gera það ekki þá hætta þau á endanum að koma út. Gömlu jakkafatakallarnir geta röflað ofan í ale-ið sitt yfir þessu öllu saman en þeir verða að gera sér grein fyrir því að ef að þeir eru þeir einu sem hafa áhuga á að kaupa blöðin þá eiga þau ekki bjarta framtíð fyrir sér. Ekki frekar en þeir.

22:06

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.