This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Sunnudagur í Guildford á rólegu nótunum.
Fórum á smá djamm í gær með bekkjarfélögum Mæju. Pizzur og bjór heima hjá Ræ eða Rí eða hvað sem hún heitir nú. Það var stórfínt. Fínt að komast í partý stöku sinnum.
Í dag er Mæja svo að læra og ég að undirbúa mig fyrir viðtal hjá fyrirtæki í London á morgun. Fyrirtækið er í market research consultancy. Nokkuð spennandi og aldrei að vita nema maður slái í gegn og fá að fara í 2nd interview og að lokum í 3rd interview og svo beint á launaskrá. Það myndi þá gerast circa í mars 2006. Hemmi Gunn!
Svo förum til Bristol á þriðjudaginn þar sem mér verður breytt í master of science. Hókus pókus, jibbí jei. Just like that.
Útskriftin fer fram í Bristol Cathedral svo þetta verður allt saman vottað af æðri máttarvöldum. Það tel ég vera ansi mikinn kost enda mun það gefa gráðunni og titlinum enn meiri vigt.
Master í Guðs nafni, amen.
Við ætlum ekki að gista í Bristol, heldur fara aftur til Guildford um kvöldið og halda upp á daginn á góðum veitingastað. Fá sér ljúffenga steik og gott vín og kannski feitan vindil og koníak. Ahh.
Passa sig samt að týna ekki skírteininu í fagnaðarlátunum. Ef það gerðist þá væri þessi nýi titill minn bara á milli mín og Gussa. Það dugar víst ekki í London.
Svo er annað viðtal í London á fimmtudaginn hjá enn einu markaðrannsókna-fyrirtækinu. Allir æstir í að fá að tala við gúbbann frá Íslandi. Ójá.
Svo ætlar Krissi Tö (bróðir Einars Marar/Mar/Mars úr Utangarðsmönnum og frændi Mick Mars úr Mötley Crue) að kíkja í heimsókn á föstudaginn. Við ætlum að hittast í London og svo fær hann að gista hjá okkur í Guildford eina nótt áður en hann flýgur áfram til New York. Ég held að þetta ferðalag á honum sé eitthvað tengt lokaverkefninu hans við Árósa-arkitekta-skólann. Gott verkefn´ marr.
Sem sagt nóg að gera á næstu dögum - sem er mjög gott.
Fig Rolls pakki á borðinu + köld mjólk - sem er líka mjög gott.
Top Gear á BBC2 í kvöld - sem er mjög gott.
Varadekkinu hæglega komið fyrir undir knastásnum - sem er mjög gott.
Spagettí í matinn í kvöd - sem er mjög gott.
14:34
|
|
|
|
|