This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, október 24, 2003
Ég fór í enn eitt viðtalið í London í gær.
Maður er farinn að verða nokkuð þjálfaður í þessu og rúllar í gegnum pakkann á teljandi erfiðleika. Viðtalið í gær var á þriðju ráðningarstofunni sem tekur mig að sér. Sarah Penny hljómaði bara nokkuð bjartsýn og ætlaði að tala við nokkur fyrirtæki og tékka á stöðunni. Þeirra á meðal var BBC. Þar er víst ansi gott og gaman að vinna. Góð þjálfun, góð reynsla og margt spennandi í gangi.
Enn og aftur verð ég bara að bíða og sjá til hvað gerist.
Eftir viðtalið í gær trítlaði ég niður í Covent Garden þar sem ég var búinn að mæla mér mót við Vilborgu, vinkonu Mæju og kærustu Rúnars Pálma. Þau eru bæði í mastersnámi í Maastricht í Hollandi um þessar mundir. Þar eru þau víst orðnir fastakúnnar í "coffee shop" bæjarins og njóta frjálsræðisins í landi túlipananna. Eða kannski ekki.
Áin Maas rennur í gegnum bæinn og heitir bærinn því líklega eftir henni. -... eða heitir hann kannski eftir sáttmálanum fræga? Þarf að tékka á því.
En sem sagt, Vilborg ákvað að kíkja aðeins í heimsókn til UK og þar sem Mæja gat ekki tekið sér frí í gær þá ákváðum við Vilborg bara að taka nettan rúnt um London og fara síðan heim til Guildford seinni partinn.
Við töltum í áttina að City, kíktum á Fleet Street, St Paul´s Cathedral, Bank of England, Tower of London, Tower Bridge o.fl. Ansi fínt.
Kíktum líka í heimsókn í útibú Íslandsbanka í City þar sem Anna Helga, vinkona Vilborgar, er að vinna. Útibúið er á fjórðu hæð í Royal Exhange húsinu, eiginlega beint á móti Bank of England. Ansi öflug staðseting. Ég get vel mælt með salernisaðstöðunni þar. Mun betri en á McDonalds.
Vorum svo komin til Guildford um sexleytið þar sem Mæja beið eftir okkur, tilbúin að slappa af eftir ritgerðarskrif dagsins. Hún lumaði á köldum bjór og svo elduðum við fajitas og drukkum rauðvín með. Ansi fínt.
Enduðum kvöldið á campus pubbnum sem er hér spölkorn frá.
Enn og aftur fór djúkboxið á kostum undir öruggri stjórn minni. Nú fengu þeir Billy Joel og Tom Petty að halda uppi fjörinu.
Vilborg fékk svo að gista á gestabeddanum okkar sem við settum saman úr sólstól og sæng. Hann virkaði víst alveg þrælvel og vaknaði hún í góðum gír hér í morgun.
Svo er helgin framundan. Erum að spá í að fara til London á morgun að hitta Vilborgu og fleira fólk.
Um að gera að njóta þess að vera svona nálægt stórborginni og kíkja þangað sem oftast. Og ekki er það verra þegar maður þekkir fólk á svæðinu.
14:33
|
|
|
|
|