This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, nóvember 25, 2003  
Starbucks, kaffihúsakeðjan, er málið.
Þar er ég fastakúnni og fíla það vel. Kem aftur og aftur og drekk kaffi og maula stundum lítinn flap-jack eða shortbread. Kem út afslappaður og hressari og ánægður með pakkann.

Til eru anti-kapitalistar, anti-globalisation-istar, anti-americans, og ýmsar afleiður og meðhangendur þessara hópa sem hafa horn í síðu þessarar amerísku kaffihúsakeðju. Undanfarið hafa þeir látið reiði sína og gremju og neikvæðar skoðanir bitna á Starbucks kaffihúsum víða um heim - rétt eins og McDonalds keðjan hefur fengið að finna fyrir því undanfarin ár. Sl. vor, þegar stríðið í Írak var nýhafið, var t.d. ráðist á stærsta og flottasta Starbucks staðinn í Bristol og hver einasta rúða mölvuð.

Í augum þessa fólks eru Starbucks staðirnir líklega einhverskonar birtingarmynd hins ameríska heimsveldis og fá þeir því að finna fyrir hnefanum. Það er því ekki líklegt að fólkið heimsæki Starbucks staði, smakki kaffið og prófi að hvíla lúin bein þar inni. Ullabjakk og ojbara, segja þau.

Ég er hins vegar fastagestur á Starbucks þegar ég er á ferðinni hér í Guildford eða í London. Þessir staðir eru næstum á hverju götuhorni hér og því auðvelt að finna stað þegar kaffilöngun blossar upp.
Reyndar eru líka aðrar keðjur hér, t.d. Cafe Nero, Coffee Republic o.fl., sem byggja á sömu hugmynd. Samanlagt eru þessar kaffihúsakeðjur svo víða að það liggur við að maður sjái alltaf í amk eitt útibú hvar sem maður er staddur í miðborg London - næstum því.

Ég vel Starbucks vegna þess að venulega kaffið þar er alveg stórgott - þeir kalla svart kaffi Cafe Americano -, staðirnir eru oftast nokkuð vel innréttaðir og notalegir og svo er spiluð alveg ágætis músík þar - nettur djass.
Á mörgun þessara staða eru góðir sófar, listaverk á veggjum og gott útsýni út á götu þar sem mannlífið líður hjá. Kaffið er þó aðalmálið, og þar hefur Starbucks vinninginn.
Ég borga 1.6 pund fyrir könnu af sjóðheitu kaffi og get fyrir vikið sötrað og slappað af í mjúkum sófa með útsýni yfir iðandi mannlíf í miðri stórborginni. Að lokum getur maður skellt sér á vel þrifið klósettið án þess að hafa áhyggjur af því að maður sé að nudda sér upp úr uppsöfnuðum óþverra úr ca 7000 manns frá 5 heimsálfum - eins og staðan er oft á pubbum, skyndibitastöðum eða litlum hliðargötuholukaffihúsum.
Fyrir allt þetta finnst mér 1.6 pund alveg sanngjarnt verð.

Okkur líkar oftast best við það sem við þekkjum og því veljum það sem við höfum valið áður - ef við höfum góða, amk ekki slæma, reynslu af því. Við viljum oftast halda allri óvissu í lágmarki, við nennum ekki sífellt að vera að taka nýjar og nýjar ákvarðanir; það er erfitt, tekur tíma, eykur óvissu og býður "hættunni" heim.
Ég nenni t.d. ekki alltaf að vera að fara á nýtt og nýtt kaffihús með ólíkar kaffitegundir og misgóðar maskínur, mishrein klósett etc. Sú hegðun myndi auka líkur á því að ég myndi fá þjónustu og kaffi sem mér líkaði ekki.

Ég hef valið Starbucks og þangað til einhver annar býður betur þá fer ég þangað - og hana nú.

17:43

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.