This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, nóvember 21, 2003  
Helgin á leiðinni og rigning í Guildford.
Samt nokkuð heitt úti.

Sala á peysum og öðrum prjónavörum hjá Marks & Spencer hefur dregist saman um 80% á milli ára á þessu misseri. Menn kenna hitanum um. Varla að það taki því að fara í frakka, hvað þá að vera með trefil.
Ég spóka mig því bara um í gallajakkanum og nýju ljósu GAP buxunum, án trefils eða annara skrautmuna.
Varla líklegt að ég versli mikið af prjónavörum í M&S bráðlega.

Krissi Tö er væntanlegur til Guildford á eftir og aldrei að vita nema við tékkum á stemmingunni á einum eða tveimur pubbum í miðbænum. Hann er víst búinn að vera ansi bissí á fundum í London í dag og það tekur á. Skarkalinn og mannmergðin í London gerir líka sitt til að draga úr manni orku. Eftir erfiðan dag í London er því gott að taka lest upp í sveit og eyða kvöldstund á hlýjum og notalegum pub.

Sjálfur var ég í London í gær. Fór í viðtal hjá fyrirtæki lengst í vestur London. Tube ferðin frá miðbænum tók yfir 30 mínútur. Hverfið heitir Ealing og er líklega nokkuð nálægt Heathrow. Viðtalið gekk alveg prýðilega en ég fæ víst ekkert að vita fyrr en eftir tvær vikur.
Ráðningarstofurnar hafa verið nokkuð duglegar að senda CV-ið mitt á fyrirtæki núna undanfarið og býst ég því við að fara í fleiri viðtöl á næstu vikum. Maður þarf bara að vera tjillaður og bjartsýnn.

Ég rölti aðeins um Central London í gærkvöldi, eftir viðtalið. Rölti frá Embankment og yfir Thames, að Waterloo station. Flott að labba yfir ána og virða fyrir sér upplýstu húsin við ána. Mikið ljósashow í gangi.

Það var svolítið skrýtin stemming á svæðinu. Mótmælin gegn Bush voru í algleymingi og allst staðar var fólk á stjái með mótmælaspjöld. Því miður fór ég ekki niður að Trafalgar Square þar sem aðallætin voru akkúrat á sama tíma og ég var á svæðinu. Ég bara fattaði það ekki þá. Það hefði verið gaman að tékka á stemmingunni og jafnvel að taka þátt í óeirðum, vera laminn og troðinn undir, augað lafandi, nefið út á kinn, eyrun í rassvasanum og enda með höfuðið á spjótsoddi fyrir framan Tower of London.


17:38

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.