This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, október 31, 2003
Jessörrí.
Góðan daginn.
Hef þegar skellt í mig tveimur ristuðum brauðsneiðum, hindberjajógúrt og eplasafa. Kaffibollinn í gangi núna.
Mæja er farin í skólann og framundan hjá mér er smá session á netinu. Vinnuleitin´s still going strong. Fór í viðtal í þessari viku, fer í viðtal í næstu viku. Samt ekkert komið á hreint enn. Maður bara talar og talar.
Við Mæja ætlum að eyða helginni hjá Ástu systur hennar sem býr í Woodbridge í Suffolk sýslu. Maður hennar, Justin, er í olíubransanum og er um þessar mundir að vinna í Oman í Middle East. Ástu bráðvantaði einhvern til að passa Ben, son þeirra, á laugardaginn og vorum við að sjálfsögðu til í það.
Við tökum lest frá Guildford til London og frá London til Ipswich, sem er rétt hjá Woodbridge. Ferðalagið tekur ca 2-3 tíma með öllu. Förum í dag og komum aftur á sunnudaginn.
Mér skilst að Ásta hafi keypt miða í circus og líst mér massavel á það. Hef ekki farið í circus síðan ég var ca 4 ára og skildi ekki bofs hvað var í gangi. Það eina sem ég man frá því showi var þegar gaur keyrði mótorhjól á línu beint fyrir ofan hausinn á mér. Það var sko flott.
Ég fylgdist vel með Tory farsanum í vikunni, og reyndar sl. vikur. Iain Duncan Smith var dömpað sem formanni flokksins og Michael Howard virðist ætla að taka við af honum.
Staðan hjá IDS sem formaður flokksins og leiðtogi var orðin ansi tæp. Hann átti ansi marga óvini í þingflokknum sem voru sífellt að plotta behind his back.
Ræðan sem hann hélt á flokksþinginu fyrir nokkrum vikum var svar hans og vörn. Nú átti að þagga niður í efasemdarmönnum í eitt skipti fyrir öll og einnig að fá þjóðina til að trúa honum og treysta.
Ræðan var gjörsamlega fáránleg.
Hann hafði greinilega fengið þjálfun frá PR fólki um hvernig væri nú best að koma fram og hvernig ætti að ná athygli í ræðu. Framkoman og ræðan minnti mjög mikið á amerískan predikara, jafnvel amerískan stjórnmálamann í ham. Innihaldslausar setningar, apalegar áherslur, slagörð, klapphlé á ræðu etc. Salurinn þurfti að standa upp 17 sinnum til að klappa og voru víst margir gestir í salnum orðnir ansi leiðir á því. Ekki vanir svoleiðis bægslagangi og showbusiness.
Gaurinn stóð ekki við púlt heldur var hann umkringdur textavélum þar sem ræðan birtist. Hann gat því snúið sér í hringi og gert alls kyns kúnstir á meðan hann blaðraði. Formið hentaði IDS afar illa og breska þjóðin sá í gegnum þetta. Bretar fíla ekki svona innpakkaðar show off ræður. Það er málið.
Allir nema nánustu samstarfsmenn IDS ridiculed the speech. Flest blöðin hlógu líka. Menn skömmuðust sín.
Næstu vikur voru ekki auðveldar fyrir IDS. Betsygate málið kom upp og á endanum ákváðu 25 Tory þingmenn að biðja um vote of confidence. IDS tapaði því og hefur ekki sést síðan.
Farið hefur fé betra.
Svo er spurning hvort að Michael Howard muni ná til lýðsins. Hann er nú frekar grár og kallalegur. Hann er sonur innflytjenda frá Transylvaníu. Götublöðin voru því ekki lengi að setja á hann skykkju og vígtennur í kjaftinn. Hann gæti því kannski reynt að hræða þjóðina til fylgis við sig.
Skv síðustu fylgiskönnun voru Torys 11%stigum fyrir neðan Labour. Hr Howard kemst ekki með tærnar þar sem Mr Blair hefur hælana í framkomu og charisma. Við getum því gert ráð fyrir að Labour rústi næstu kosningum.
09:47
|
|
|
|
|