This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
sunnudagur, október 19, 2003  
Ég rann í vikur og var frá í mánuði.

Hér í Guildford er reyndar ósköp lítið um vikur. Ég held ég hafi jafnvel ekki séð einn stein hér - náttúrulegan, óunninn stein. Bærinn er stone-free. Hver reitur er skipulagður; gangstétt, ferköntuð grasflöt, gróðursett tré, blóm, gata, grindverk, hellur, múrsteinn, hlaðinn árbakki. Alls staðar er búið að koma röð og reglu á hlutina.
Það er því ósköp lítið um óreglulega steina hér, hvað þá vikur - enda lítið um virk eldfjöll á þessum slóðum.

En hvað er maður að rugla um vikur á sunnudegi. Margt annað að tala um.

Til dæmis fór ég til London á föstudaginn til að fara í viðtal hjá ansi spennandi fyrirtæki. Mér gekk bara alveg ágætlega að þessu sinni. Var inni í rúma tvo tíma og held ég hafi náð að koma mínum helstu kostum og hæfileikum á framfæri. Sjáum svo til hvað þeir segja.
Tölti svolítið um borgina eftir viðtalið. Kíkti á Trafalgar Square og var svo eitthvað að flækjast í rólegheitum í Westminster. Sá þó enga stjórnmálamenn á vappi. Kíkti líka á höfuðstöðvar James Bond við Thames. Allt með kyrrum kjörum þar.

Var kominn heim til Guildford um sexleytið. Hitti Francesco á lestarstöðinni og við röltum saman á campus pubbinn. Mæja bættist svo fljótlega í hópinn. Við fengum okkur nokkrar pæntur og létum djúkboxið fara á kostum. Held reyndar að Runaway með Bon Jovi hafi ekki slegið í gegn.

Á laugardaginn lá leiðin svo aftur til London. Við Mæja tókum lestina seinni partinn og vorum mætt í partý til Hrundar og Tolla um sexleytið. Þau leigja íbúð í East-London ásamt þremur íslenskum gaurum. Í partýinu var slatti af Íslendingum og mikið fjör. Því miður gátum við ekki fengið að gista hjá þeim þannig að við þurftum að láta okkur hverfa (til að ná lest) um ellefuleytið, akkúrat þegar húsið var orðið vel pakkað og stuðið á ná hámarki. Einnig þótti mér miður að fá ekki að smakka réttina sem félagar þeirra H & T frá Pakistan voru að elda. Tveir stórir pottar fullir af kjúklingalærum og þvílíkt spicy sósu. Íbúðin angaði af þessu stöffi og meiraðsegja fötin okkar ilmuðu í lestinni á leiðinni heim.

Vorum mætt til Guildford eitthvað eftir miðnætti og urðum að láta okkur nægja brauð með sveppapaté. Hins vegar ætlum við að elda kjúllarétt með sterkri sósu í kvöld.

15:57

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.