This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, október 22, 2003
Breska rokkbandið The Darkness er að gera allt crazy hér í UK. Í síðustu viku var fyrsta breiðskífa sveitarinnar "Permission to land" í öðru sæti sölulistans og smáskífan "I believe in a thing called love" einnig í öðru sæti. Þetta er nokkuð merkilegt því að bandið minnir um margt á rokkbönd níunda áratugarins; bæði sándið og útlitið. Músikin er ca blanda af AC/DC, Def Leppard, Led Zeppelin, Queen og Guns N´Roses. Einfalt og skemmtilegt rokk og ról. Gítarriffin ráða ríkjum og söngvarinn gólar. Sólóarnir eru melódískir og kúl og lögin almennt frekar grípandi en samt nokkuð heví.
Útlitið er ca David Lee Roth úr Van Halen árið 1981 + Steven Tyler úr Aerosmith + blanda af gömlum, ljótum rokkgrúppum frá ca 1978 til 1985. Sviðsframkoman er víst eftir því. Söngvarinn og gítarleikarinn Justin Hawkins hoppar víst um allt og hegðar sér almennt eins og alvöru rokkari á sviði.
Mottó bandsins er að hafa gaman að þessu. Rokka, djamma, og fíla sig í ræmur á meðan gleðin varir. Fyrir tveimur árum voru þeir skinny & ugly white boys að djamma í bílskúr í norður-London. Nú eru þeir skinny & ugly white boys að hita upp fyrir Rolling Stones on world tour. Þokkalegt það.
Menn eru ekki vanir svona stöffi um þessar mundir. Allt er svo fágað og pródúserað. PR fólkið stýrir showinu og tónlistarmenn taka sig allt of alvarlega í staðinn fyrir að hafa gaman að hlutunum. Eins og Justin sagði sjálfur í viðtali við The Sunday Times: "Everyone´s too upthight these days. I hate the arrogance of bands who think their petty emotions are interesting". Rokk og ról.
Gaurarnir eru á túr um UK um þessar mundir. Alls staðar er sold out.
Platan selst eins og heitar lummur. Ég hef verið að hlusta á hana sl vikur og fíla massavel. Var í plötubúð um dagin og heyrði eitt lagið spilað. Vissi að ég yrði að eiga þessa músík og labbaði út með gripinn. Lúftgítarmúsík sem segir sex. Allir gamlir rokkhundar ættu að tékka á plötunni, The Darkness: Permission to land. Þeir sem taka hlutunum voða alvarlega ættu hins vegar bara að láta hana eiga sig.
Svo á víst að gefa plötuna út í USA. Það er náttúrulega aðalmarkaðurinn fyrir enskumælandi bönd. Í UK eru ca 60 milljónir manna og hægt að græða slatta af peningum. Í USA eru tæpar 300 milljónir og hægt að græða þónokkuð meira.
Söngvarinn þarf víst að fara aftur í stúdió og syngja nokkur lög aftur því WalMart, stærsta verslunarkeðja í USA (og stærsta fyrirtæki í heimi) neitar að selja músík með ljótum blótsyrðum eins og "motherfucker". Meiri helv ritskoðunin það. Kannski reynir hann að Ameríkanisera hreiminn sinn aðeins líka. Breskan heyrist greinilega í gegn. Það er svolítið fyndið.
10:48
|
|
|
|
|