This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, nóvember 03, 2003
Helgin.
Hún var helv fín.
Við Mæja dvöldum í tvær nætur hjá Ástu, systur hennar, í góðu yfirlæti í Woodbridge í Suffolk. Þetta er circa 15 þús manna bær, gamalt market place í sveitinni. Svona typical second home town. Lundúnabúar sem hafa það gott eiga sín helgarhús í bæjum eins og Woodbridge. Antíkbúðir, bakarí, kaffihús, pubbar og veitingahús. Voða næs. Svo eru svona einstaka "unglingar" eins og Ásta og co. á svæðinu.
Við héldum upp á 29 ára afmælið mitt á laugardaginn með Ástu og Ben. Borðuðum þorsk og rúllutertu með góðri lyst.
Ben, sem er rúmlega þriggja ára, djöflaðist út um allt í Spiederman gallanum sínum - gormaðist all over the place og hafði lítið fyrir því. Ég var í hlutverki Goblins og tók fullan þátt í Spiderman leiknum. Hafði einstaklega gaman af því.
Í dag var ég svo að flækjast í London. Eitt stykki viðtal hjá enn einni ráðningarstofunni.
Eftir viðtalið rölti ég í vesturátt, kíkti á Royal Albert Hall og endaði svo á Natural History Museum. Sá þar nokkrar grand risaeðlubeinagrindur og ca 7000 uppstoppuð dýr.
Dodo fuglinn var líka á svæðinu. Hann dó víst út ca 16hundruð og etwas. Það sem ég sá er víst bara eftirlíking. Eitthvað var jú líka um steingervinga og geim-steina.
Rölti mér svo um Chelsea hverfið og fékk mér tvo London Pride áður en ég tók lestina heim til Guildford.
Ágætt að koma heim í litla bæinn sinn.
Flugleiðir eru alltaf að slá í gegn. Sá auglýsingu frá þeim á mbl.is. "83 flug á viku til 13 áfangastaða. Farseðillinn gildir í eitt ár". Og bla bla. "Verð frá kr 19.500". Prófaði að panta return flug frá Íslandi til London 06/11/03 - 10/1103, og gerði það í gegnum þennan auglýsingabanner. Kostar kr 38.950 með öllu.
Massahevígotttilboð.
Þeir hjá Iceland Express bjóða mér sama pakka á kr 23.990, mit alles. Þeir lenda á Stansted en Flugleiðir lenda á Heathrow.
Stansted Express lestin frá Stansted Airport kostar ca 2000 kr return. Ferðin tekur rúmlega hálftíma og skilar manni inn í cental London. Lestin frá Heathrow og inn í central London tekur tæpan hálftíma og kostar ca 400 kall.
Maður er enn ca 15 þús kr í plús. Það er hev gott kvöld fyrir tvo á fínum veitingastað. Ekki spurning.
21:16
|
|
|
|
|