This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
fimmtudagur, desember 04, 2003
Too old to rock n´ roll.
Oh yeah.
Já það skyldi þó ekki vera málið.
Amk ligg nú í flensu, er með hálsbólgu, hita og beinverki og allan pakkann.
Í gær sagðist ég loksins vera búinn að jafna mig eftir Deep Purple ferðina góðu.
Það reyndist sem sagt rangt.
Ég var rétt búinn að senda síðasta blogg á netið þegar yfir mig helltist slen og slappleiki. Ég held þetta sé bara jólaflensan. Hún er víst að breiðast út um Evrópu um þessar mundir - allt að vera veikt í France og víðar.
Vegna þessa varð ég að fresta atvinnuviðtali í London í dag og guðmávitahvað. Ég get þó kannski komið einhverju í verk á netinu. Enn eru menn að auglýsa eftir analystum og ég er óhræddur við að sækja um þær stöður sem virka vænlegar.
Aðallega ligg ég þó bara heima og læt fara lítið fyrir mér. Mæja er nefninlega á fullu í próflestri og hefur engan tíma til að hjúkra greyið mér. Hún skilaði öllum sínum verkefnum í lok nóvember og framundan eru amk þrjú próf og nóg að lesa.
Maður aumkar sér bara í hljóði og segist vera þokkalegur. Hún fór þó út í sjoppu fyrir mig áðan og keypti Pepsi Max og Smarties stauk ásamt The Times. Ég er því alveg í góðum gír núna.
Reynir, pabbi Mæju, var í heimsókn hér í Guildford yfir helgina og fram á þriðjudag og skildi hér eftir væna SS lifrarpylsu og fáeina mygluosta. Ég dunda mér við að raða þessu góðgæti í mig á milli þess sem ég dotta yfir textavarpinu! eða rembist við að lesa dagblaðið.
Las reyndar í gær nokkuð góða úttekt á stækkun ESB til austurs. Ég fann þessa skýrslu í The Economist en ég er hræddur um að þessi lesning hafi bara gert mig enn slappari. Kemur svo sem ekki á óvart. Í svona ásigkomulagi á maður helst ekki að lesa neitt flóknara en mataruppskriftir og kannski aftan á morgunkornspakka.
Reynir færði mér maltviský, Bowmore frá Islay, í tilefni af útskriftinni. Flaskan er Cask Strength sem þýðir að styrkleiki drykkjarins á flösku er sá sami og þegar hann var í ámu. Í þessu tilviki er áfengisstyrkleikinn 56%. Er svolítið að spá í að vígja flöskuna og sjá hvort drykkurinn reynist ekki hið besta meðal. Hann ætti amk að sótthreinsa mig nokkuð vel að innan.
Ég á reyndar aðra átekna 12 ára Balvenie Double Wood sem Krissi Tö og Einar Mar gáfu mér í tilefni af útskrift. Eðaldrykkur og fá þeir þúsund þakkir fyrir. Svo er reyndar smá lögg eftir í 12 ára Bunnahabhain Islay flöskunni sem ég keypti í sumar.
Maður er því vel birgur af máttugum flensumeðulum og er það vel!
-------------------
Ég frétti af Mr Gudmuhe á tónleikum með Kiss og Aerosmith í Tampa í Flórída. Þar stundar hann mastersnám á milli þess sem hann borðar appelsínur beint af trjánum og syndir með krókódílum í bakgarðinum.
Hann skemmti sér vel á concertnum enda “old fart” rokkari í húð og hár og getur hann m.a. sett tónleika með Journey og Doobbie Brothers á CV-ið sitt. Hann lýsir tónleikunum í pistli dagsins á www.gummitorfi.blogspot.com.
Ef ég man þetta rétt þá verður Mr Gudmuhe einmitt þrítugur á morgun og fær hann hamingjuóskir frá Mr Brynjoj í tilefni dagsins.
Siggi Óli, sem stundar nám í einhverju skítapleisi í USA!, á líka afmæli á morgun - verður 29 ára. Hann fær líka hamingjuóskir.
15:45
|
|
|
|
|