This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Þá er loks búið að útskrifa mig.
Nú tilheyri ég víst ekki lengur Faculty of Computing, Engineering & Mathematical Sciences. Í staðinn má ég hins vegar kalla mig Master of Science, ef ég vil. Maður gerir það kannski þegar mikið er í húfi.
Í mínu holli í gær útskrifaði deildin ca 130 nemendur, þar af 6 mastera og 5 doktora.
Við Mæja vöknuðum eldsnemma í gærmorgun, tókum lest til Reading og fórum þaðan með rútu til Bristol. Rútan lenti í umferðarhnút og tómu rugli og mætti ekki til Bristol fyrr en 11:15. Athöfnin átti hins vegar að byrja kl. 11:30 og ég átti að vera löngu mættur.
Þegar við loks mættum í Bristol Cathedral var athöfnin akkúrat að byrja og því mikið stress í gangi. Mæja settist út í sal og ég var drifinn í skykkjuna og hattinn og laumað inn um hliðardyr. Ég náði ekki að setjast í sætið mitt upp á sviði því útskriftarhópurinn var þegar sestur. Ég þurfti því að standa til hliðar og bíða þar til röðin kæmi að mér að taka í spaðann á Vice-Chancellornum upp á sviði.
Dr Stephen Ryrie las upp nafnið mitt og náði að bera það nokkuð vel fram. Það gerist ekki oft hér. Ég rauk upp á svið og Vice-Chancellorinn sagði "Congratulations". Eftir það gat ég loksins sest í sætið mitt.
Svo voru haldnar nokkrar ræður og á eftir var boðið upp á léttar veitingar í kirkjunni.
Þetta reddaðist því allt saman þrátt fyrir næstum klukkutíma seinkun á rútunni.
Við Mæja eyddum svo nokkrum tímum í Bristol, fengum okkur nokkra öllara og að borða og kíktum aðeins í heimsókn á City Inn. Fínt að heimsækja Bristol og kveðja borgina endanlega. Klára námið og þakka fyrir sig.
Fá closure á dæmið, er ein leið til að lýsa því.
Upp úr fjögur fórum við sömu leið til baka, via Reading, og vorum mætt til Guildford ca sjö. Enduðum daginn á góðum restaurant hér í bæ og borðum eðalsteikur og drukkum gott vín. Því miður fundum við ekki nógu góða koníaksstofu svo við slepptum alveg vindlum og konnara að þessu sinni.
Í dag er ég svo hálf-þunnur og geri því varla mikið af viti. Þarf jú að undirbúa mig fyrir viðtal í London á morgun. Aldrei að vita nema maður rekist þar á Bush og Tony. Þeir verða víst eitthvað að flækjast í Downing Street í hádeginu á morgun þar sem sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson ætlar að elda ofan í þá.
Væri gaman að kasta á þá kveðju og jafnvel að spyrja þá hvort ekki vantaði eitt stykki master til að aðstoða við uppbyggingu í Írak eða eitthvað álíka. Aldrei að vita nema maður yrði bara ráðinn á staðnum.
BB Jonsson, special envoy for Mr Blair and Mr Bush in Iraq.
Kæmi vel út á CV-inu.
15:35
|
|
|
|
|