This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Bernie Ecclestone, aðaleigandi Formula One keppninnar, er ekki myndarlegur maður. Hann er dvergvaxinn, grár og gugginn og minnir mest á Glám eða Skrám (man ekki hvorn).
Sem sagt ekki mikið fyrir augað, greyið.
Hann er hins vegar þriðji ríkasti maður Bretlands og það laðar sko að skvísið.
Fyrir nokkrum árum giftist hann ungri og myndarlegri konu, Slavicu frá Króatíu. Hún er um það bil helmingi yngri og helmingi hærri en hann svo maður fer nú ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum í fari Bernies gerði það að verkum að hún ákvað að giftast honum. Voru það peningarnir, persónuleikinn, útlitið eða hvað?
Maður veit það ekki.
Hins vegar veit ég að fyrir tveimur árum keypti Bernie 50 milljón punda hús í West-London handa sér og frúnni. Þau fluttu hins vegar aldrei inn því henni líkaði bara alls ekki við húsið. Þvílík prinsessa. Það hefur því staðið autt í nokkuð langan tíma.
Nú er húsið aftur komið í fréttirnar því Roman Abramovich, sem nýlega keypti Chelsea klúbbinn, er víst nokkuð spenntur fyrir eigninni og er tilbúinn að greiða allt að 85 milljónir punda fyrir hana. Það er rúmur milljarður Ikr.
Ef af sölunni verður þá fer húsið á spjöld sögunnar sem dýrasta "private residence" sem selt hefur verið.
Roman fer nú létt með að punga út þessari upphæð enda var hann tekjuhæsti einstaklingur í UK á síðasta ári með litlar 564 milljónnir punda í tekjur. Mér skilst að það séu .......hmmm 80 milljarðar Ikr. Hvaða rugl er í gangi hjá þessum gæja?
Að minnsta kosti hentar eiginin honum vel því gaurinn er giftur og á fimm börn og vill búa nálægt Chelsea vellinum. Húsið er 12 herbergja og í Kensington hverfinu í London sem er stutt frá Chelsea.
Gatan heitir Kensington Palace Gardens og hefur stundum verið nefnd "billionarie´s row" enda varla á færi annarra að búa á þessum slóðum.
Reyndar eru nokkur sendráð við þessa götu svo stjórnarerindrekar frá hinum ýmsu heimshornum fá líka að búa þarna.
Í gær fór ég á market research sýningu/ráðstefnu í London og var hún haldin í nágrenni við þessa umtöluðu götu. Eftir hafa stoppað í smá tíma á sýningunni tölti ég mér eftir þessari götu og tékkaði á aðstæðum. Húsið var á sínum stað og fleiri álíka allt í kring. Flottir Bensar og BMW-ar á hverju strái og garðyrkjumenn á fullu í hverjum garði.
Jú, þetta var alveg massafínt og allt það - en milljarður króna fyrir eitt stykki hús sem er ekki einu sinni höll og ekki með stórri landareign, laxveiðiá, stóru vatni og öllum pakkanum. Ég myndi segja pass.
Roman, vinur okkar, sem þénar 1-2 milljónir punda á dag þarf hins vegar ekki að velta svona smáatriðum fyri sér. Ef húsið er gott, flott, á góðum stað og allt er í orden , þá bara kaupir hann það - hvað sem það kostar. Ef hann kemst í heimsmetabækur í leiðinni þá er það bara bónus.
---------------------
Á morgun flýg ég til Aarhus í Danmörku og verð þar framyfir helgi. Þar mun ég hitta Frexið, Þröst félaga hans, og fleira gott fólk og er ætlunin að rokka alveg heilmikið. Á laugardagskvöld förum við á tónleika með ellismellunum í Deep Purple og verður það væntanlega heví gaman. Ég hlakka mikið til.
Ég þori að veðja aleigunni (hvaða aleigu?) að þeir félagar í Deep Purple taki þennan slagara í uppklappinu á laugardagskvöldið.
We all came out to Montreux
On the Lake Geneva shoreline
To make records with a mobile
We didn't have much time
Frank Zappa and the Mothers
Were at the best place around
But some stupid with a flare gun
Burned the place to the ground
Smoke on the water, fire in the sky
They burned down the gambling house
It died with an awful sound
Funky Claude was running in and out
Pulling kids out the ground
When it all was over
We had to find another place
But Swiss time was running out
It seemed that we would lose the race
Smoke on the water, fire in the sky
We ended up at the Grand Hotel
It was empty cold and bare
But with the Rolling truck Stones thing just outside
Making our music there
With a few red lights and a few old beds
We make a place to sweat
No matter what we get out of this
I know we'll never forget
Smoke on the water, fire in the sky
Eitt helsta rokk-anthem sögunnar. Það er kominn tími á að heyra það live.
14:10
|
|
|
|
|