This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, desember 05, 2003  
Michael Howard er hinn nýi leiðtogi Tory flokksins hér í UK. Ég skrifaði hér fyrir nokkrum vikum um leiðtogaskiptin þegar Iain Duncan Smith var rekinn og Howard valinn í hans stað.

Howard var ekki kjörinn heldur var þingflokkurinn einfaldlega sammála um að hann væri maðurinn. Þeir höfðu líka ekki mikinn áhuga á blóðugum átökum um leiðtogasætið og fannst þessi leið því farsælust.

Þeir virðast hafa haft nokkuð rétt fyrir sér því ímynd og ásjóna flokksins er nú allt önnur en þegar hann var undir stjórn IDS.
Meginmáli skiptir að Howard kann einkar vel við sig í ræðupúltinu og er fyllilega jafnoki Tony Blairs þegar kemur að rökræðum. Það eitt gerir það að verkum að Ministers og MP´s fyrir Torys geta horft stoltir framan í sjónvarpsmyndavélarnar og blaðamenn og haldið áfram að hamra járnið á meðan það er heitt. Það smitar svo út frá sér til þjóðarinnar og leiðir jafnvel til þess að hún fer að íhuga vandlega hvort að tími sé kominn til að gefa Torys séns.

Prime Minister´s Questions eru haldnar á hverjum miðvikudegi í House of Commons. Þar fá leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tækifæri til að spyrja PM (Tony Blair) spjörunum úr, þjarma svolítið að honum. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Howard fyrir Torys, leikur aðalhlutverkið í yfirheyrslunni en leiðtogi minni stjórnarandstöðuflokksins, Charles Kennedy fyrir Liberal Democrats, fær líka að spreyta sig.

Þegar Torys voru undir stjórn IDS þá rúllaði Blair oftast yfir hann og Tory þingmenn skömmuðust sín næstum fyrir leiðtoga sinn. Prime Minister´s Questions var því enginn höfðuverkur fyrir Blair.
Nú er öldin hins vegar önnur. Howard kann vel að þjarma vel að Blair og hann lætur hann virkilega hafa fyrir þessu. Að sumu leyti virðist Blair næstum feginn að vera loksins kominn með almennilega samkeppni svo hann fái nú tækifæri til að sýna enn betur hvers hann er megnugur.

Nú á miðvikudaginn þótti Howard t.d. standa sig nokkuð betur en Blair. Blair lenti í vandræðum og þingmenn Torys fengu tækifæri til að reku upp góðar hlátursrokur og hróp vegna hvassra skota frá leiðtoga sínum að Blair.

Blair hefur verið duglegur að grafa upp og minna þjóðina á fortíð Howards, sem var einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins á tíunda áratugnum. Hann var harður í horn að taka og hafði óvinsælar skoðanir á hlutunum. Ein þingkona Torys lýsti honum þá sem svo að hefði "something of the night about him", og var þá að vísa til þess að Howard er af Transylvanísku bergi brotinn en Count Dracula gerði einmitt garðinn frægan á þeim slóðum. Gaurinn var sem sagt ekki ímynd hins góða og þjóðin hataði hann beinlínis.

Blair hefur reynt að nota þetta gegn honum nú og hamrar á því að Howard geti nú varla hafa breyst svo mikið á örfáum árum.
Howard virðist hins vegar hafa góð svör við þessum árásum Blairs og hafa þær hreint ekki verið árangursríkar til þessa.

Nú verður spennandi að sjá hvort skoðanakannanir fari að sýna okkur Torys saxa á forskot Labour eða hvort að þjóðin sé enn bitur út í Howard.


Svo verð ég nú að koma þessu að.

Charles Kennedy, leiðtogi Lib. Dem, er ansi traustur gaur. Hann er ca 35-40 ára, skoskur í húð og hár (þ.e. rauður) og talar með hörðum skoskum hreim (jor a veri nes person). Hann var lengi vel bachelor en gifti sig loks fyrir einu eða tveimur árum. Gaurinn reykir eins og strompur og hefur gaman að því að fá sér einn eða tvo!. Hann var víst duglegur partý-kall hér á árum áður og sást líklega oft á klimmunni á einum af rúmlega 20 börum sem eru inn í Houses of Parliament.
Af því tilefni lýstu gárungarnir honum stundum (og voru þá að afbaka lýsinguna á Howard hér að ofan) sem svo að hann hefði "something of the late last night about him".
Í dag er hann víst búinn að róa sig aðeins niður og er duglegur að minna menn á að nú skipti hann meira máli að hamra á Labour og Torys en að ræða heimsmálin og strategískar pælingar á klimmunni með félögunum.

13:16

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.