This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Tíminn líður hratt hér í Guildford.
Jólaskreytingarnar eru komnar upp á High Street og út um allt eru auglýsingaplaköt fyrir Alvin Stardust Christmas Show. Rockin´ around the Christmas tree verður líklega tekið á þeirri skemmtun. Frábært helvíti!
Jólaauglýsingarnar eru farnar að sjást á skjánum og heill hillugangur í Tesco er troðfullur af Christmas Pudding.
Jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, .... Eins og segir í einu af hinum stórskemmtilegu íslensku jólapopplögum.
Eða hvað með þetta;
Ég kemst í hátíðarskap
þó úti séu snjór og krap.
Helga Möller heiti ég
og er alveg óðgeðslega leiðinleg.
Jólin kom´á ný
ég spyr ekki af því
því ég komin er í hátíðarskap.
Alltaf ömurlegt að heyra þetta lag.
Svo er jólaplatan með Hemma Gunna og Dengsa líka algjör klassík.
Hvernig var þetta aftur.
Jaaaaááá Hemmi minn.
da dadda dadda dadda da
da dadda dadda dadda da
um jólin
da dadda dadda dadda da
da dadda dadda dadda dadda da
Kann svo ekki meir!
Djö.
Annars bara rólegur. Ekki enn kominn í jólaskap þótt annað mætti halda.
Ég fer til Skotlands á morgun að heimsækja Svenna Ingvars sem býr í Dunkeld. Hann er að ljúka MSc ritgerðinni sinni og ætlum við að halda upp á það með því að klifra upp á Ben Lawers (1214m) og jafnvel að fá okkur smá viský og öl. Ekki væri svo slæmt að fá Haggis og rófustöppu. Heyrirðu það Svenni!
Ég ætla að taka lestina frá Guildford til King´s Cross í London og svo þaðan beint til Dundee þar sem Svenni ætlar að ná í mig. Lestin fer sem sagt upp með allri austurströnd landsins og stoppar t.d. í York, Newcastle og Edinburgh. Hljómar bara nokkuð vel. Það tekur ca 6 tíma að fara þessa leið frá London til Dundee. Mér finnst það nú bara nokkuð vel sloppið.
Ég kem svo til baka á mánudaginn.
Mæja ætlar að vera heima í Guildford á meðan. Hún hefur engan tíma fyrir svona vitleysu og ætlar að læra alla helgina. Ég skil svo sem alveg hvað hún er að spá enda var ég í nákvæmlega sömu stöðu og hún fyrir ári síðan.
Það er nú málið.
16:34
|
|
|
|
|