This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Remembrance Sunday var haldinn hátíðlegur hér í UK sl. sunnudag, 11. nóvember.
Á þessum degi minnast Bretar hermanna sem hafa fallið í átökum, fyrr og síðar. Flestar borgir og bæir halda upp á daginn með virðulegri athöfn. Fólk safnast saman við stríðsminnismerki (War memorial) bæjarins, blásið er í lúðra, æðstu ráðamenn sýna á sér andlitið, og ungir og aldnir hermenn mæta og svæðið og heiðra minningu fallinna félaga.
Ég sá frá athöfninni í London í sjónvarpinu og voru þar, fremstir í skrúðgöngunni, fjórir fjörgamlir kallar sem allir börðust í WW1. Þeir eru einu eftirlifandi bresku hermennirnir sem börðust í því stríði.
Í sömu skrúðgöngu voru líka, í fyrsta skipti, hermenn sem börðust í Desert Storm árið 1991.
Fleiri fylkingar eiga líklega eftir að bætast í hópinn á næstu árum.
Það fyrsta sem ég sá þennan morgun þegar ég tölti út úr Svenna-koti í Dunkeld var einmitt gamall haltur kall í skotapilsi og svörtum jakka með fullt af heiðursmerkjum á barminum. Þessi hefur líklega barist í WW2 og verið á leiðinni í minningarathöfinina.
Síðstliðin 100 ár hafa Bretar reglulega átt í stórátökum. Án þess að vera eitthvað sérlega vel lesinn á þessu sviði þá get ég í fljótu bragði nefnt WW1, WW2, Kóreu-stíðið, Falklandseyjar, Desert Storm, og auðvitað innrásina í Írak á þessu ári. Fyrir þennan tíma má svo nefna endalausar erjur við Frakka þangað til Nelson flotaforingi kenndi Fransmönnum sína lexíu við Trafalgar.
Stríðsrekstur er mönnum því í blóð borinn hér á þessari eyju í Atlantshafinu sem hefur þó ekki verið hernumin (af innrásarher) síðan 1066. Þá var það William the Conquerer sem sigldi frá Normandy ásamt her sínum og valtaði yfir varnir landins. Sitjandi konungur fékk ör í augað, steindrapst, og William var krýndur konungur.
William þessi var fyrsti konungur Englands sem byggði kastala og má eiginlega segja að hann hafi flutt þessa byggingarhefð með sér frá meginlandinu. Fljótlega spruttu upp kastalar um allt land og má með sanni segja að þeir hafi slegið í gegn hér.
Merkilegasti kastalinn sem William lét byggja stendur enn og er einkar glæsilegur. Hann heitir Tower of London og er í dag vinsælasta tourist attraction í UK. Hann er rúmlega 900 ára gamall og var á sínum tíma hæsta bygging í UK. Í raun má segja að allir seinni tíma kastalar í þessu landi hafi verið stæling á þessum fyrsta stein-turni sem hér var byggður.
Það mætti kannski færa rök fyrir því að Tower of London sé minnsmerki um hernám landins fyrir rúmum 900 árum.
Tapað stríð á heimavelli.
Þau verða vonandi ekki fleiri.
Eins og Churchill orðaði það þegar hann var að stappa stálinu í landa sína á ögurstundu í WW2:
"We shall go on to the end.... We shall fight in France, we shall fight on the seas and in the oceans, shall fight with growing confidence and growing strength in the air.. We shall defend our island, whatever the cost may be. We shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and streets and in the hills.... We shall never surrender, and even if, which I do not for a moment believe, this island, or even a part of it, is subjugated and starving, then our Empire across the seas, armed and guarded by the British fleet, will carry on the struggle, until, in God´s good time, the new world, in all its strength and might sets forth to the rescue and liberation of the old. Britain will fight the menace of tyranny for years, and, if necessary, alone".
Bretar vilja ekkert láta valta yfir sig og hika ekki við að grípa til vopna ef mikið er í húfi.
16:09
|
|
|
|
|