This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
miðvikudagur, desember 31, 2003  
Er ekki sniðugt að gera upp árið sem er að líða?
Það held ég nú.

Gott er að telja upp það helsta sem maður er stoltur af, fannst skemmtilegt og lærdómsríkt og hafði jafnvel einhver varanleg áhrif á mann.
Sumt er ansi merkilegt en annað virðist frekar lítiðfjörlegt en skiptir samt máli því það breytti manni kannski aðeins. Margt smátt gerir eitt stórt.

Svo gleymir maður náttúrulega einhverju en það skiptir minna máli því ég man ekki einu sinni eftir því!

Hefst þá Binna-annáll 2003.

Árið 2003 er fyrsta heila árið sem ég er búsettur utan Íslands.
Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekkert í því að hafa ekki gert þetta fyrr. Maður hefur svo ansi gott af því að sjá hvernig aðrir gera hlutina - sérstaklega þegar maður hefur mestmegnis dvalið á Íslandi.

Mér finnst alveg einstaklega fínt að búa hér í Englandi enda er fólkið og menningin að mínu skapi. Svo er landið líka fallegt og fjölbreytt en hæfilega stutt frá eldgömlu Ísafold.
Öll þjóðfélagsumræða er hér á mjög háu plani, og eiginlega finnst mér flest allt einstaklega vel gert. Hér hafa menn verið að betrumbæta og sníða samfélagið til eftir bestu aðferðum hvers tíma í margar aldir. Á meðan hefur safnast upp mikil þekking og menningararfur, og borgir og bæir og samfélög hafa þróast á samfelldan hátt. Það er einhver rauður þráður í þessu öllu saman. Það sama er líklega ekki hægt að segja um íslenskt samfélag. Satt best að segja sakna ég þess ekki mjög mikið - í bili.

Árið 2003 varð ég meistari í tölfræði og aðgerðarannsóknum frá UWE í Bristol. Líklega hef ég nú lokið formlegri skólagöngu minni - að eilífu. Það hlýtur að teljast nokkuð mikilvægur áfangi. Svo verður bara að koma í ljós hvort að bókvitið verði í askana látið. Ég er amk ekki enn farinn að efast um það.
Á sama tíma og ég var að ljúka námi þá byrjaði Mæja í sínu MSc námi í University of Surrey. Nú er hún búin með ca 1/3 af náminu og virðist vera í nokkuð góðum málum.


Svo eru það ferðalögin. Við Mæja vorum nokkuð dugleg að ferðast um UK og víðar á árinu. Ég ætla að telja ferðalögin upp eftir mánuðum.

Janúar - við Mæja flugum til Scotlands og stoppuðum hjá Svenna og Wendy í Dunkeld og hjá Ástu og Justin í Aberdeen. Einnig náðum við tveimur pæntum með Hödda og Gurrý í Glasgow. Þetta voru hvorki fyrstu né síðustu pæntur árins.

Mars - við Mæja fórum með foreldrum hennar til Wells, Glastonbury, Dunster og Minehead. Gistum eina nótt í Dunster og kíktum í Dunster Castle. Góður staður.

Apríl - við Mæja fórum í dagsferð til Cheddar og kíktum á Cheddar Gorge. Síðar fórum við til Oxford - spíruborgin mikla og líklega ein fallegasta borgin í UK.

Maí - ég fór í dagsferð til Oxford og náði þónokkrum pæntum með Óla Jó á eðalpub við Thames árbakka.

Júní - við Mæja flugum til Íslands og stoppuðum í tæpar tvær vikur. Ég vaknaði oftar þunnur en ekki þunnur enda stíf dagskrá í gangi - brúðkaup, útskriftarveisla, grillveislur og annar gleðskapur. Góð ferð og gott að hitta vini og vandamenn en afskaplega var nú gott að koma aftur heim til Bristol og fá almennilegan svefn.

Júlí - við Mæja fórum í dagsferð til Cardiff í Wales. Ýkt kúl borg sem kemur á óvart.

September - við Mæja og Frexið fórum í dagsferð til Bath. Svo fórum við Mæja í tæpa viku til Feneyja. Það var magnað.

Nóvember - ég fór með lest frá London til Dundee í Scotlandi og dvaldi svo hjá Svenna í Dunkeld í nokkra daga. Einnig flaug ég til Aarhus í Danmörku og rokkaði stíft með Frexinu og Þresti. Við Mæja dvöldum einnig eina helgi hjá systur hennar í Woodbridge í Suffolk.

Desember - við Mæja dvöldum í Woodbridge yfir jólin. Heimsóttum Orford í þeirri ferð.

Sem sagt þokkaleg dagskrá í gangi og óhætt að segja að maður hafi kynnst UK nokkuð vel á árinu. Svo má heldur ekki gleyma að ég hef farið amk 15 sinnum til London á sl 3-4 mánuðum til að fara í viðtöl eða bara til að tjilla með Mæju. Ég hef gengið borgina þvera og endilanga, kíkt á söfn og pubba, í búðir og fyrirtæki, rölt um garða og farið yfir brýr og verið neðanjarðar og allt þar á milli.
Ég get því fullyrt að ég þekki höfuðborgina nokkuð vel - þótt ég sé rétt búinn að gera brotabort að því sem hægt er að gera þar. Manni endist líklega ekki ævin og hvað þá aurinn í að reyna allt það sem London hefur upp á að bjóða.

Svo vantar líka Bristol og Guildford inn í upptalninguna hér að ofan - enda varla hægt að segja að maður hafi verið ferðalangur á þeim stöðum.

Bristol er málið - sagði fróður maður. Ég er honum hjartanlega sammála. Gott var að búa þar, sérstaklega sl sumar þegar sólin skein og hitastigið rokkaði á milli 20 og 30 gráða. Við Mæja fluttum hins vegar frá Bristol til Guildford í september og þurftum því að aðlagast nýjum aðstæðum á haustmánuðum.

Guildford er fínn bær þótt hann sé talsvert ólíkur Bristol. Hér er ágætt að búa og ágæt bæjarstemming. Ég las einhversstaðar að sem verslunarstaður kemst miðbærinn í Guildford á topp 20 af rúmlega 1100 verslunarkjörnum í UK. Það kemur mér ekki á óvart enda er hreint og beint ótrúlega mikið af góðum verslunum í miðbænum. Svo eru ágætist pubbar á víð og dreif í kringum hann svo það er eitthvað fyrir alla þar.
Einn af helstu kostum Guildford er þó nálægðin við London. Ef okkur langar þá getum við alltaf skroppið til London og gert eitthvað sem ekki er hægt í Guildford.
Það er nú málið.
Svo hofum vid reyndar eignast ansi marga vini her i Guildford i gegnum.... ja i raun i gegnum Maeju. Maeja hefur verid dugleg ad eignast vini i bekknum sinum og hun hefur dregid mig med a bekkjardjomm og thvi er felagslifid i godum gir her i Guildford. Thad er mikill kostur.

Nú er þessi blessaði annáll farinn að verða ansi langur og jafnvel farinn að snúast um eitthvað meira en upptalingu á helstu afrekum árins. Héðan af ætla ég því að vera stuttorður.

Í septmeber flugum við Mæja í loftbelg yfir Bath. Það var vægast sagt ógleymanleg lífsreynsla.

Árið 2003 keypti ég mér disk með The Darkness. Besta/skemmtilegasta rokkband sem ég hef kynnst í nokkur ár. Það er mikið afrek fyrir 29 ára gamlan gaur að uppgötva nýja rokkgrúppu. Ég er mjög stoltur af því.

Árið 2003 lærði ég að drekka breskt ale. London Pride, Courage, Abott, Adnams, Exmoor Star og hvað þetta heitir nú allt saman. Sannur eðall sem hefur breytt hegðun minni á pubbum landsins til hins betra. Svo má heldur ekki gleyma John Smith´s og Guiness Extra Cold. Mjúkar og seðjandi pæntur sem ég held líka mikið upp á.

Árið 2003 sá ég ljósið í breskri matargerð. Cottage pie, Shepards pie og Cumberland pie er nú reglulega á boðstólum hér hjá okkur Mæju. Pie-in eru góð. Svo má ekki gleyma fry-up. Morgunverður að himnum ofan þegar pænturnar hafa verið fleiri en fjórar eða fimm kvöldið áður.

Í nóvember kleif ég fyrsta Munro-inn minn ásamt Svenna. The Munros heita fjöllin í Scotlandi sem eru yfir 3000 fet. Nú eru aðeins 283 eftir.

Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda orðið ansi langt. Restin fer í Appendix en birtist aldrei.

Það er aðeins eitt sem vantar í upptalninguna hér að ofan og það er að ná sér í vinnu. Enn hefur það ekki gengið upp þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð duglegur að leita og farið í nokkuð viðtöl. Það skýrist á næstu vikum hvar maður endar í þessum efnum en ég geri nú fastlega ráð fyrir því að í næsta annál geti ég stært mig af árangursríkri atvinnuleit her i UK eda heima a Islandi.

Lýkur þá Binna-annál 2003.


Gleðilegt ár og takk fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða.
Áfram 2004.

13:02

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.