This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Þá er maður mættur aftur. Guildfordari í góðum gír, nýklipptur, velútsofinn og helmassaður - að vanda.
Ég ferðist til Scotlands um síðustu helgi og hafði gott og gaman af því.
Ég var sérstaklega ánægður með lestarferðina frá London til Dundee og til baka. Þetta er circa álíka langt og Reykjavík - Egilsstaðir þvert yfir landið.
Lestin fór í gegnum Peterborough, York, Durham, Newcastle, Edinburgh og í Dundee þar sem háskólinn hans Svenna er. Endastöð lestarinnar er í Aberdeen.
Þessi leið er með þeim þekktari í Englandi; The Great North Eastern Railway. Í upphafi síðustu aldar var þetta langfljótlegasti ferðamátinn frá London til höfuðborgar Scotlands. Þessi leið gerði bissnessmönnum í Scotlandi kleyft að komast á fund í London og heim aftur á einum löngum degi. Hraðskreiðustu og bestu lestarnar voru settar á þessi spor og líklega var oft líf og fjör í bar-vagninum a leidinni heim.
Reyndar er annad spor sem fer beint frá London til Glasgow og var víst mikil samkeppni á milli þessara tveggja leiða í upphafi síðustu aldar. Hraðamet voru sett og miklum peningum eytt í auglýsingar og ýmis PR stönt. Lestarnar voru straumlínulagaðar og þutu um sveitir landsins eins og byssukúlur á yfir 160 km hraða. Þetta var state-of-the-art ferðamáti þessa tíma.
Mér finnst ég þekkja landið mun betur eftir að hafa ferðast þessa leið. Maður áttar sig betur á vegalengdum og hvar hinir og þessir bæir eru. Svo sér maður vel hvernig landslagið breytist smám saman.
Umhverfið varð skemmtilegra eftir því sem við fórum norðar. Bærinn Durham er t.d. alveg sérdeilis flottur, eiginlega eins og klipptur út úr riddarasögu. Kastali upp á hæð, flott kirkja, mjög hæðótt og skógi vaxið landslag og róleg á sem hlykkjast á milli hæðanna. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um Prins Valíant og Ívar Hlújárn þegar ég var á þessum slóðum.
Eftir Newcastle fór lestin meðfram NA ströndinni og var flott að bruna á ca 160 km hraða alveg upp við þvernípta klettaströndina. Ekki var svo leiðinlegt að koma yfir til Scotlands þar sem lestin þurfti að bruna yfir brúaða firði og í gegnum smábæi úr gráu graníti.
Duttum svo inn í Dundee rétt um fimmleytið. Þar tók Svenni á móti mér og við hoppuðum beint upp Citreon Saxo og brunuðum áleiðist til Dunkeld.
Wendy klikkaði ekki á því um kvöldið og bauð upp á dýrindis haggis með kartöflustöppu og rófustöppu. Besta haggis sem ég hef smakkað - enda keypt hjá slátraranum á horninu. Ég held ég geti fullyrt að haggis er einn af mínum uppáhaldsréttum.
Á föstudeginum fór ég í góðan labbitúr rétt hjá Dunkeld og um kvöldið tókum við Svenni gott klimmukvöld. Við byrjuðum á bæjarpubbunum og enduðum í góðum rokkgír í kotinu hans Svenna.
Laugardagurinn var frekar rólegur enda gott að hvíla sig vel fyrir fjallgönguna sem var á dagskrá daginn eftir.
Við fórum í mat til tengdaforeldra Svenna og fengum þar úrvals dádýr í gravy.
Á sunnudeginum keyrðum við svo að Loch Tay en ætlunin var að ganga upp á fjallið Ben Lawers. Í ca 600 metra hæð gengum við upp í skýin og sáum ekki rassgat eftir það. Röltum samt áfram upp fjallið og fylgdum göngustíg upp á topp. Því miður vorum við ekki með kort af leiðinni en varðan á toppnum benti til þess að við værum á réttum stað.
Það var nú frekar hráslagalegt þarna uppi svo við drifum okkur niður aftur. Þegar við komum niður úr skýjunum var veðrið alveg prýðilegt og mjög gaman að rölta í hlíðunum.
Loksins komst ég í fjallgöngu.
Við sáum kort af leiðinni á bílastæðinu við fjallsræturnar og gerðum okkur grein fyrir að við höfðum farið upp á bandvitlaust fjall. Við fórum alls ekkert upp á Ben Lawers heldur upp á fjall sem heitir Bheinn Ghlas (1051m) sem er víst 47unda hæsta fjall í Scotlandi.
Þessi smávægilegu mistök skiptu okkur svo sem engu máli. Við komust upp á fyrsta Munroinn okkar og nú eru aðeins 283 eftir.
Á leiðinni heim stoppuðum við á elsta pub í Scotlandi, í Kenmore, og fengum okkur í svanginn. Heitt beef and ale pie rann ljúflega niður í kaldan kroppinn. Eðal.
Ég kvaddi svo Svenna í Dundee á mánudagsmorgun og tók lestina sömu leið til baka.
Þetta var góð ferð. Ég hafði mjög gott af því að skipta aðeins um umhverfi og slappa af í sveitasælunni. Gott að taka frí frá vinnuleit og hlaða batterín fyrir nýtt áhlaup í þeim efnum. Sjáum til hverju það skilar.
15:09
|
|
|
|
|