This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
laugardagur, október 11, 2003  
Þessum laugardegi var startað með góðu fry up. Begg og eikon.

Í gærkvöldi fórum við á pubbarölt með þremur bekkjarfélögum Mæju. Karen frá Bremen, Francesco frá Torino og Alex frá Thessaloniki í Grikklandi. Maður fékk sér örfáar pæntur og því bráðnauðsynlegt að byrja þennan dag á rólegu nótunum og troða belginn fullan af feitu beikoni, bökuðum baunum og spæleggi. Appelsínusafinn kemur sterkur inn og ekki verra að fá sér eins og eina eða tvær Jaffa cakes í eftirrétt.

Þar sem flestir pubbar loka klukkan ellefu hér í UK þá vorum við komin heim fyrir miðnætti. Það er náttúrulega afskaplega sniðugt því þá nær maður að sofa vel og lengi og vaknar vel ferskur.

Ég og Francesco ætlum svo að hittast á localnum á eftir til að sjá Tyrkland - England í beinni. Verðum líklega frekar rólegir í kvöld samt.


Var í London á fimmtudaginn. Fór í tvö viðtöl. Fyrra viðtalið var á ráðningarstofu rétt hjá Leicester square. Það gekk fínt. Hún Deborah ætlar að reyna að koma mér fyrir hjá einu af stóru dagblöðunum. Sjáum til hvernig það gengur. Ég myndi amk ekki slá hendinni á móti því. Ég held nú samt að hún hafi nú bara verið með einhverjar spekúlasjónir.
Svo spurði hún mig hvort ég væri jafnvel tilbúinn að flytja til Ástralíu eftir eitt eða tvö ár. Sum blöðin eru með starfsemi þar og vantar alltaf fólk. Ég sagði bara sure.

Eftir þetta viðtal voru þrír tímar í það næsta. Ég keypti mér lunch, tölti niður að Thames og fann mér bekk til að borða á. Fínt útsýni yfir City og ána. Lét mig dreyma um að vera komin með hornskrifstofu í nýja skýjakljúfnum sem Norman Foster hannaði. Byggingin er eins og byssukúla í laginu. Kringlótt og mjókkar þegar ofar dregur. Er orðin eitt af landmörkunum í London og líklega flottasta byggingin í City. Ekki slæmt að fá gott djobb og vera með aðtöðu þar. Geri reyndar ekki ráð fyrir að það verði alveg í bráð.

Seinna viðtalið var hjá fyrirtæki rétt hjá Covent Garden. Leiðin lá um Fleet Street þar sem flest dagblöðin í UK voru með höfuðstöðvar á árum áður. Beint fyrir framan höfuðstöðvar Reuters rakst ég félaga frá Íslandi. Himmi (grafískur hönnuður sem ég þekki í gegnum Arnar og vinnuna) var þarna á rólegu tölti að leita að bókabúðum. Gaman að rekast á gaurinn svona óvænt. Spjölluðum saman í smá stund en svo varð ég að drífa mig í seinna viðtalið.

Var í klukkutíma og þrjú korter í seinna viðtalinu. Gekk þokkalega. Það er nú samt ekki auðvelt að masa endalaust um sjálfan sig. Ég kann þetta og hitt og get svo margt og er svo frábær og henta svo vel í þetta djobb og veit mikið um þetta stöff og er klár í manlegum samskiptum og hef áhuga á akkúrat þessu og bla bla. Það kemur svo í ljós í næstu viku hvort ég hafi staðið mig nógu vel í blaðrinu. Þá fer ég í annað viðtal. 50/50 segi ég.

Var orðinn massaþyrstur og búinn á því þegar ég kom út úr viðtalinu. Fór rakleiðis inn á næsta pub og hellti í mig pæntu af ísköldum Stella Artois. Svo rakleiðist í sub og lest heim til Guildford. Ferðalagið frá Leicester sq. og heim tók rétt rúmlega klukkutíma. Það er í lagi.

14:06

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.