This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, október 26, 2003
Stanfords í London er stærsta og elsta korta- og ferðabókabúð í heimi (est 187ogeitthvað). Hún er við Long Acre rétt hjá Leicester Square. Þeir voru með útibú í Bristol og þangað fór ég oft að tékka á fjallabókum og spennandi kortum. Mikil paradís.
Í gær fórum við Mæja hins vegar í búðina í London. Hún er á þremur hæðum og úrvalið er þvílíkt gott. Ég er ekki frá því að úrvalið af kortum af Íslandi hafi jafnvel verið meira og betra en í flestum betri kortabúðum í Reykjavík.
Ég náði mér í áritað eintak af háfjallabókinni "A slender thread" eftir Stephen Venables. Í bókinni segir hann frá klifurleiðangri um the Himalayas. Á myndunun í bókinni eru menn í línum að klifra upp ísveggi, í tjöldm að bræða ís, að vesenast á risa skriðjöklum etc. Sem sagt mjög líklega algjör eðallesning.
Um kvöldið hittum við svo Vilborgu, Önnu Helgu og Kára kærasta hennar. Hann er í doktorsnámi í hagfræði við London Business School og biður að heilsa Einari Ingimundar, fv. bekkjarbróður sínum úr hagfræðinni.
Leiðin lá niður á Brick Lane þar sem allt úir og grúir af indverskum veitingastöðum. Fundum þar einn helv góðan og fengum okkur eðalmáltíð. Flestir staðirnir leyfa matargestum að koma með sín eigin drykkjarföng þannig að við komum bara við í næstu sjoppu og keyptum nokkra Cobra bjóra sem við sötruðum svo með matnum. Þriggja rétta máltíðin kostaði því bara 10pund á mann. Það þykir mér nú ekki mikið.
Maður á örugglega eftir að enda þarna aftur.
Eftir matinn fórum við svo á bar rétt hjá og tjilluðum aðeins. Upp úr hálfellefu var svo kominn tími á okkur Mæju að fara heim til Guildford.
Mjók og KitKat í lestinni og allir í gír.
Fresh sunnudagur og Einar Mar orðinn BA í Stjórnmálafræði. Til hamingju með það. Ég geri ráð fyrir að þú sért þegar hálfnaður með Denna safnið og búinn með koníakspelann.
Meðan ég man. Við erum komin með nýtt heimasímanúmer: +44 0870 2821762.
Og best að henda heimilisfanginu með:
Twyford Court, F, FL06
University of Surrey
Guildford
GU2 7JP
England.
Áfram HC Dennis.
12:44
|
|
|
|
|