This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
fimmtudagur, október 16, 2003
Reykskynjarinn vakti okkur klukkan rúmlega sjö í morgun. Bíb bíb bíb. Ýkt gaman. Maður fór því framúr beddanum ýkt ferskur, mjög lítið úfinn og í eðalstuði í morgun.
Okkur grunaði nú strax að þetta væri bara brunaæfing.
Þurftum samt að drífa okkur út. Maður veit aldrei.
Það var helvíti kalt í morgun. Líklega næturfrost hér í nótt.
Sumir íbúarnir í húsinu stóðu úti á náttfötunum og berfættir.
Við náðum að klæða okkur þokkalega þannig að þetta var allt í lagi.
Svo kom í ljós að þetta var bara æfing og öllum var ýkt skemmt. Einmitt.
Sáum samt nágranna okkar almennilega í fyrsta skipti. Furðufáir af asískum uppruna á svæðinu. Heyrðum jafnvel sænsku talaða.
Við erum sem sagt enn á lífi og í góðum gír. Mæja fór reyndar aftur í beddann og er að berjast við snoozið as we speak. Ég kann ekki vel við að þurfa að vakna tvisvar sama morguninn þannig að ég fékk mér bara morgunmat og las í blaði.
Er svo að fara að detta í jobhunting pakkann.
Fékk það staðfest fyrir stuttu að ég fæ að útskrifast sem MSc í Statistics and Management Science 18. nóvember. Athöfnin fer fram í Bristol Cathedral (sem mátti einmitt sjá á einni af fyrstu myndunum í myndaseríu Frexins) sem mér lýst vel á. Helvíti mögnuð kirkja. Held að elsti hluti hennar sé frá ca 1150.
Þar mun ég skarta rauðri silkiskykkju og forlátum hatti. Verð örugglega afskaplega gáfulegur.
Ég hlakka mikið til að mæta á svæðið, tékka á stöðunni í Bristol og auðvitað að taka á móti MSc skírteininu. Mæja kemur með og ætlar að votta þetta allt saman og jafnvel að festa mig á filmu í silkidressinu góða.
Útskriftarveislan verður svo að bíða betri tíma. Sjáum til með hana.
08:23
|
|
|
|
|