This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, október 31, 2003  
Jessörrí.
Góðan daginn.

Hef þegar skellt í mig tveimur ristuðum brauðsneiðum, hindberjajógúrt og eplasafa. Kaffibollinn í gangi núna.
Mæja er farin í skólann og framundan hjá mér er smá session á netinu. Vinnuleitin´s still going strong. Fór í viðtal í þessari viku, fer í viðtal í næstu viku. Samt ekkert komið á hreint enn. Maður bara talar og talar.

Við Mæja ætlum að eyða helginni hjá Ástu systur hennar sem býr í Woodbridge í Suffolk sýslu. Maður hennar, Justin, er í olíubransanum og er um þessar mundir að vinna í Oman í Middle East. Ástu bráðvantaði einhvern til að passa Ben, son þeirra, á laugardaginn og vorum við að sjálfsögðu til í það.

Við tökum lest frá Guildford til London og frá London til Ipswich, sem er rétt hjá Woodbridge. Ferðalagið tekur ca 2-3 tíma með öllu. Förum í dag og komum aftur á sunnudaginn.

Mér skilst að Ásta hafi keypt miða í circus og líst mér massavel á það. Hef ekki farið í circus síðan ég var ca 4 ára og skildi ekki bofs hvað var í gangi. Það eina sem ég man frá því showi var þegar gaur keyrði mótorhjól á línu beint fyrir ofan hausinn á mér. Það var sko flott.


Ég fylgdist vel með Tory farsanum í vikunni, og reyndar sl. vikur. Iain Duncan Smith var dömpað sem formanni flokksins og Michael Howard virðist ætla að taka við af honum.
Staðan hjá IDS sem formaður flokksins og leiðtogi var orðin ansi tæp. Hann átti ansi marga óvini í þingflokknum sem voru sífellt að plotta behind his back.
Ræðan sem hann hélt á flokksþinginu fyrir nokkrum vikum var svar hans og vörn. Nú átti að þagga niður í efasemdarmönnum í eitt skipti fyrir öll og einnig að fá þjóðina til að trúa honum og treysta.

Ræðan var gjörsamlega fáránleg.

Hann hafði greinilega fengið þjálfun frá PR fólki um hvernig væri nú best að koma fram og hvernig ætti að ná athygli í ræðu. Framkoman og ræðan minnti mjög mikið á amerískan predikara, jafnvel amerískan stjórnmálamann í ham. Innihaldslausar setningar, apalegar áherslur, slagörð, klapphlé á ræðu etc. Salurinn þurfti að standa upp 17 sinnum til að klappa og voru víst margir gestir í salnum orðnir ansi leiðir á því. Ekki vanir svoleiðis bægslagangi og showbusiness.
Gaurinn stóð ekki við púlt heldur var hann umkringdur textavélum þar sem ræðan birtist. Hann gat því snúið sér í hringi og gert alls kyns kúnstir á meðan hann blaðraði. Formið hentaði IDS afar illa og breska þjóðin sá í gegnum þetta. Bretar fíla ekki svona innpakkaðar show off ræður. Það er málið.

Allir nema nánustu samstarfsmenn IDS ridiculed the speech. Flest blöðin hlógu líka. Menn skömmuðust sín.
Næstu vikur voru ekki auðveldar fyrir IDS. Betsygate málið kom upp og á endanum ákváðu 25 Tory þingmenn að biðja um vote of confidence. IDS tapaði því og hefur ekki sést síðan.

Farið hefur fé betra.

Svo er spurning hvort að Michael Howard muni ná til lýðsins. Hann er nú frekar grár og kallalegur. Hann er sonur innflytjenda frá Transylvaníu. Götublöðin voru því ekki lengi að setja á hann skykkju og vígtennur í kjaftinn. Hann gæti því kannski reynt að hræða þjóðina til fylgis við sig.
Skv síðustu fylgiskönnun voru Torys 11%stigum fyrir neðan Labour. Hr Howard kemst ekki með tærnar þar sem Mr Blair hefur hælana í framkomu og charisma. Við getum því gert ráð fyrir að Labour rústi næstu kosningum.

09:47

miðvikudagur, október 29, 2003  
Hvað er að gerast á mbl.is? Best að tékka á því.

Hmmmm.

Þung síða, tekur 1 mín að hlaðast inn. Banner frá fasteignasölu. Hefur verið á sama stað á síðunni í eitt ár. Hóll. Greinilega ekki mikið að gerast í auglýsingasölunni hjá mbl.is. Sá reyndar banner frá fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar um daginn. Ég græði milljónir á þessu fyritæki mínu. Vissuðiðaekki?

Loksins ready.

Best að kíkja á innlendar fréttir. Neðst á forsíðu.

Hmmm.

Ekkert í fréttum.
Ég er sem sagt ekki að missa af neinu.

Ég kíki á innlendar fréttir nær daglega og það eina sem maður sér þar eru fréttir af veðri/færð, slysum/óhöppum og fiskveiðum. Dæmigerðar fyrirsagnir á þriðjudegi eru circa svona:

- 700 tonn í þremur köstum út af Kolbeinsey
- Kveiknaði í út frá eldavél á Patreksfirði
- Rækjuafli í hámarki
- Sunnan 13 og hægviðri í dag
- Tíkin Trója komst í hann krappan
- Greiðfært á fjallvegum Norðanlands

Þetta hljómar afskaplega óspennandi. Ég verð að seg´ðað.

Er ekkert merkilegra og meira spennandi að gerast heima á Fróni?
Hefur þetta jafnvel alltaf verið svona?
Eru blaðamenn kannsi orðnir latir eða eru þeir bara fastir í viðjum vanans?
Er fréttamat fréttastjórans kannski í tómu rugli. Birtir hann bara allt því það er svo lítið að gerast? Eða sleppir hann mörgum enn leiðinlegri fréttum?
Er hann kannski að grínast?
Endurspegla fyrirsagnirnar í raun það sem er helst að gerast?
Eða eru þetta kannski merkilegar og skemmtilegar fréttir? Best að tékka aðeins betur á rækjuaflanum.
Spennandi já.
Hmm 700 tonn. Hvaða bátur ætli sé aflahæstur? Hvert er aflaverðmætið?
Hvað með tíkina? Hvað kom fyrir hana? Húhúhú. Greyið tíkin. Helvítis tíkin.

Kannski er ég bara asnalegur bullukollur með hor í nefi og bólgin úf. Má vera. Maður hefur nú löngum þótt ansi tæpur á því.

Samt sem áður stend ég mig að því að eyða minni minni tíma á mbl.is. Kannski er maður að fjarlægast umræðuna heima og finnst því margt hálf-óspennandi. Svo dettur maður aftur inn í pakkann þegar við flytjum heim aftur. Hvenær sem það nú verður. Þá mun mér kannski finnast ansi spennandi að lesa um apaleg óhöpp á landsbyggðinni, aflaverðmæti og slyddusúld á fjallvegum.

Einmitt!, eins og Frexið myndi orða það. Ja hérna!, eins og Marinn myndi orða það. ÚÚÚÚÚÚÚ! eins og Úlfar myndi ýlfra það.

Ég fylgist amk mjög vel með umræðunni hér í UK og hef massagaman af. Þeim tekst betur að sneiða fram hjá ekki-fréttunum hér.

Ég les dagblöðin og horfi á fréttir og fréttaskýringar. Eðalumræða í gangi, allt the time. Þeir eru nú reyndar þekktir fyrir það hér í UK. Enga hálfvelgju takk, segir þjóðin.
Jú reyndar. Meirihluti þjóðarinnar les nú bara tabloid blöðin og horfir á sápur. Mikið drama en lítið innihald.

Þeir sem hafa áhuga á alvarlegri og innihaldsríkari umræðu hafa samt sem áður úr nógu að velja. Flest broadsheet dagblöðin eru ansi vönduð, vikuritin kafa enn dýpra og svo taka þeir hjá BBC og Channel 4 ansi vel á fréttum líðandi stundar, bæði innan UK og worldwide. Þeir sem hafa aðgang að satellite eða cable geta svo horft á fréttastöðvar BBC eða Sky allan sólarhringinn. Það er nú samt kannski einum of.
En, sem sagt eðalpleis fyrir fréttafíkla í gír og stuði.

Áfram HC Dennisthemenniss

13:36

sunnudagur, október 26, 2003  
Stanfords í London er stærsta og elsta korta- og ferðabókabúð í heimi (est 187ogeitthvað). Hún er við Long Acre rétt hjá Leicester Square. Þeir voru með útibú í Bristol og þangað fór ég oft að tékka á fjallabókum og spennandi kortum. Mikil paradís.

Í gær fórum við Mæja hins vegar í búðina í London. Hún er á þremur hæðum og úrvalið er þvílíkt gott. Ég er ekki frá því að úrvalið af kortum af Íslandi hafi jafnvel verið meira og betra en í flestum betri kortabúðum í Reykjavík.

Ég náði mér í áritað eintak af háfjallabókinni "A slender thread" eftir Stephen Venables. Í bókinni segir hann frá klifurleiðangri um the Himalayas. Á myndunun í bókinni eru menn í línum að klifra upp ísveggi, í tjöldm að bræða ís, að vesenast á risa skriðjöklum etc. Sem sagt mjög líklega algjör eðallesning.

Um kvöldið hittum við svo Vilborgu, Önnu Helgu og Kára kærasta hennar. Hann er í doktorsnámi í hagfræði við London Business School og biður að heilsa Einari Ingimundar, fv. bekkjarbróður sínum úr hagfræðinni.

Leiðin lá niður á Brick Lane þar sem allt úir og grúir af indverskum veitingastöðum. Fundum þar einn helv góðan og fengum okkur eðalmáltíð. Flestir staðirnir leyfa matargestum að koma með sín eigin drykkjarföng þannig að við komum bara við í næstu sjoppu og keyptum nokkra Cobra bjóra sem við sötruðum svo með matnum. Þriggja rétta máltíðin kostaði því bara 10pund á mann. Það þykir mér nú ekki mikið.
Maður á örugglega eftir að enda þarna aftur.

Eftir matinn fórum við svo á bar rétt hjá og tjilluðum aðeins. Upp úr hálfellefu var svo kominn tími á okkur Mæju að fara heim til Guildford.
Mjók og KitKat í lestinni og allir í gír.

Fresh sunnudagur og Einar Mar orðinn BA í Stjórnmálafræði. Til hamingju með það. Ég geri ráð fyrir að þú sért þegar hálfnaður með Denna safnið og búinn með koníakspelann.

Meðan ég man. Við erum komin með nýtt heimasímanúmer: +44 0870 2821762.

Og best að henda heimilisfanginu með:

Twyford Court, F, FL06
University of Surrey
Guildford
GU2 7JP
England.

Áfram HC Dennis.

12:44

föstudagur, október 24, 2003  
Ég fór í enn eitt viðtalið í London í gær.
Maður er farinn að verða nokkuð þjálfaður í þessu og rúllar í gegnum pakkann á teljandi erfiðleika. Viðtalið í gær var á þriðju ráðningarstofunni sem tekur mig að sér. Sarah Penny hljómaði bara nokkuð bjartsýn og ætlaði að tala við nokkur fyrirtæki og tékka á stöðunni. Þeirra á meðal var BBC. Þar er víst ansi gott og gaman að vinna. Góð þjálfun, góð reynsla og margt spennandi í gangi.
Enn og aftur verð ég bara að bíða og sjá til hvað gerist.

Eftir viðtalið í gær trítlaði ég niður í Covent Garden þar sem ég var búinn að mæla mér mót við Vilborgu, vinkonu Mæju og kærustu Rúnars Pálma. Þau eru bæði í mastersnámi í Maastricht í Hollandi um þessar mundir. Þar eru þau víst orðnir fastakúnnar í "coffee shop" bæjarins og njóta frjálsræðisins í landi túlipananna. Eða kannski ekki.
Áin Maas rennur í gegnum bæinn og heitir bærinn því líklega eftir henni. -... eða heitir hann kannski eftir sáttmálanum fræga? Þarf að tékka á því.

En sem sagt, Vilborg ákvað að kíkja aðeins í heimsókn til UK og þar sem Mæja gat ekki tekið sér frí í gær þá ákváðum við Vilborg bara að taka nettan rúnt um London og fara síðan heim til Guildford seinni partinn.
Við töltum í áttina að City, kíktum á Fleet Street, St Paul´s Cathedral, Bank of England, Tower of London, Tower Bridge o.fl. Ansi fínt.
Kíktum líka í heimsókn í útibú Íslandsbanka í City þar sem Anna Helga, vinkona Vilborgar, er að vinna. Útibúið er á fjórðu hæð í Royal Exhange húsinu, eiginlega beint á móti Bank of England. Ansi öflug staðseting. Ég get vel mælt með salernisaðstöðunni þar. Mun betri en á McDonalds.

Vorum svo komin til Guildford um sexleytið þar sem Mæja beið eftir okkur, tilbúin að slappa af eftir ritgerðarskrif dagsins. Hún lumaði á köldum bjór og svo elduðum við fajitas og drukkum rauðvín með. Ansi fínt.
Enduðum kvöldið á campus pubbnum sem er hér spölkorn frá.
Enn og aftur fór djúkboxið á kostum undir öruggri stjórn minni. Nú fengu þeir Billy Joel og Tom Petty að halda uppi fjörinu.

Vilborg fékk svo að gista á gestabeddanum okkar sem við settum saman úr sólstól og sæng. Hann virkaði víst alveg þrælvel og vaknaði hún í góðum gír hér í morgun.

Svo er helgin framundan. Erum að spá í að fara til London á morgun að hitta Vilborgu og fleira fólk.
Um að gera að njóta þess að vera svona nálægt stórborginni og kíkja þangað sem oftast. Og ekki er það verra þegar maður þekkir fólk á svæðinu.

14:33

miðvikudagur, október 22, 2003  
Breska rokkbandið The Darkness er að gera allt crazy hér í UK. Í síðustu viku var fyrsta breiðskífa sveitarinnar "Permission to land" í öðru sæti sölulistans og smáskífan "I believe in a thing called love" einnig í öðru sæti. Þetta er nokkuð merkilegt því að bandið minnir um margt á rokkbönd níunda áratugarins; bæði sándið og útlitið. Músikin er ca blanda af AC/DC, Def Leppard, Led Zeppelin, Queen og Guns N´Roses. Einfalt og skemmtilegt rokk og ról. Gítarriffin ráða ríkjum og söngvarinn gólar. Sólóarnir eru melódískir og kúl og lögin almennt frekar grípandi en samt nokkuð heví.

Útlitið er ca David Lee Roth úr Van Halen árið 1981 + Steven Tyler úr Aerosmith + blanda af gömlum, ljótum rokkgrúppum frá ca 1978 til 1985. Sviðsframkoman er víst eftir því. Söngvarinn og gítarleikarinn Justin Hawkins hoppar víst um allt og hegðar sér almennt eins og alvöru rokkari á sviði.

Mottó bandsins er að hafa gaman að þessu. Rokka, djamma, og fíla sig í ræmur á meðan gleðin varir. Fyrir tveimur árum voru þeir skinny & ugly white boys að djamma í bílskúr í norður-London. Nú eru þeir skinny & ugly white boys að hita upp fyrir Rolling Stones on world tour. Þokkalegt það.

Menn eru ekki vanir svona stöffi um þessar mundir. Allt er svo fágað og pródúserað. PR fólkið stýrir showinu og tónlistarmenn taka sig allt of alvarlega í staðinn fyrir að hafa gaman að hlutunum. Eins og Justin sagði sjálfur í viðtali við The Sunday Times: "Everyone´s too upthight these days. I hate the arrogance of bands who think their petty emotions are interesting". Rokk og ról.

Gaurarnir eru á túr um UK um þessar mundir. Alls staðar er sold out.
Platan selst eins og heitar lummur. Ég hef verið að hlusta á hana sl vikur og fíla massavel. Var í plötubúð um dagin og heyrði eitt lagið spilað. Vissi að ég yrði að eiga þessa músík og labbaði út með gripinn. Lúftgítarmúsík sem segir sex. Allir gamlir rokkhundar ættu að tékka á plötunni, The Darkness: Permission to land. Þeir sem taka hlutunum voða alvarlega ættu hins vegar bara að láta hana eiga sig.

Svo á víst að gefa plötuna út í USA. Það er náttúrulega aðalmarkaðurinn fyrir enskumælandi bönd. Í UK eru ca 60 milljónir manna og hægt að græða slatta af peningum. Í USA eru tæpar 300 milljónir og hægt að græða þónokkuð meira.
Söngvarinn þarf víst að fara aftur í stúdió og syngja nokkur lög aftur því WalMart, stærsta verslunarkeðja í USA (og stærsta fyrirtæki í heimi) neitar að selja músík með ljótum blótsyrðum eins og "motherfucker". Meiri helv ritskoðunin það. Kannski reynir hann að Ameríkanisera hreiminn sinn aðeins líka. Breskan heyrist greinilega í gegn. Það er svolítið fyndið.

10:48

sunnudagur, október 19, 2003  
Ég rann í vikur og var frá í mánuði.

Hér í Guildford er reyndar ósköp lítið um vikur. Ég held ég hafi jafnvel ekki séð einn stein hér - náttúrulegan, óunninn stein. Bærinn er stone-free. Hver reitur er skipulagður; gangstétt, ferköntuð grasflöt, gróðursett tré, blóm, gata, grindverk, hellur, múrsteinn, hlaðinn árbakki. Alls staðar er búið að koma röð og reglu á hlutina.
Það er því ósköp lítið um óreglulega steina hér, hvað þá vikur - enda lítið um virk eldfjöll á þessum slóðum.

En hvað er maður að rugla um vikur á sunnudegi. Margt annað að tala um.

Til dæmis fór ég til London á föstudaginn til að fara í viðtal hjá ansi spennandi fyrirtæki. Mér gekk bara alveg ágætlega að þessu sinni. Var inni í rúma tvo tíma og held ég hafi náð að koma mínum helstu kostum og hæfileikum á framfæri. Sjáum svo til hvað þeir segja.
Tölti svolítið um borgina eftir viðtalið. Kíkti á Trafalgar Square og var svo eitthvað að flækjast í rólegheitum í Westminster. Sá þó enga stjórnmálamenn á vappi. Kíkti líka á höfuðstöðvar James Bond við Thames. Allt með kyrrum kjörum þar.

Var kominn heim til Guildford um sexleytið. Hitti Francesco á lestarstöðinni og við röltum saman á campus pubbinn. Mæja bættist svo fljótlega í hópinn. Við fengum okkur nokkrar pæntur og létum djúkboxið fara á kostum. Held reyndar að Runaway með Bon Jovi hafi ekki slegið í gegn.

Á laugardaginn lá leiðin svo aftur til London. Við Mæja tókum lestina seinni partinn og vorum mætt í partý til Hrundar og Tolla um sexleytið. Þau leigja íbúð í East-London ásamt þremur íslenskum gaurum. Í partýinu var slatti af Íslendingum og mikið fjör. Því miður gátum við ekki fengið að gista hjá þeim þannig að við þurftum að láta okkur hverfa (til að ná lest) um ellefuleytið, akkúrat þegar húsið var orðið vel pakkað og stuðið á ná hámarki. Einnig þótti mér miður að fá ekki að smakka réttina sem félagar þeirra H & T frá Pakistan voru að elda. Tveir stórir pottar fullir af kjúklingalærum og þvílíkt spicy sósu. Íbúðin angaði af þessu stöffi og meiraðsegja fötin okkar ilmuðu í lestinni á leiðinni heim.

Vorum mætt til Guildford eitthvað eftir miðnætti og urðum að láta okkur nægja brauð með sveppapaté. Hins vegar ætlum við að elda kjúllarétt með sterkri sósu í kvöld.

15:57

fimmtudagur, október 16, 2003  
Reykskynjarinn vakti okkur klukkan rúmlega sjö í morgun. Bíb bíb bíb. Ýkt gaman. Maður fór því framúr beddanum ýkt ferskur, mjög lítið úfinn og í eðalstuði í morgun.

Okkur grunaði nú strax að þetta væri bara brunaæfing.
Þurftum samt að drífa okkur út. Maður veit aldrei.
Það var helvíti kalt í morgun. Líklega næturfrost hér í nótt.
Sumir íbúarnir í húsinu stóðu úti á náttfötunum og berfættir.
Við náðum að klæða okkur þokkalega þannig að þetta var allt í lagi.
Svo kom í ljós að þetta var bara æfing og öllum var ýkt skemmt. Einmitt.
Sáum samt nágranna okkar almennilega í fyrsta skipti. Furðufáir af asískum uppruna á svæðinu. Heyrðum jafnvel sænsku talaða.

Við erum sem sagt enn á lífi og í góðum gír. Mæja fór reyndar aftur í beddann og er að berjast við snoozið as we speak. Ég kann ekki vel við að þurfa að vakna tvisvar sama morguninn þannig að ég fékk mér bara morgunmat og las í blaði.
Er svo að fara að detta í jobhunting pakkann.

Fékk það staðfest fyrir stuttu að ég fæ að útskrifast sem MSc í Statistics and Management Science 18. nóvember. Athöfnin fer fram í Bristol Cathedral (sem mátti einmitt sjá á einni af fyrstu myndunum í myndaseríu Frexins) sem mér lýst vel á. Helvíti mögnuð kirkja. Held að elsti hluti hennar sé frá ca 1150.
Þar mun ég skarta rauðri silkiskykkju og forlátum hatti. Verð örugglega afskaplega gáfulegur.
Ég hlakka mikið til að mæta á svæðið, tékka á stöðunni í Bristol og auðvitað að taka á móti MSc skírteininu. Mæja kemur með og ætlar að votta þetta allt saman og jafnvel að festa mig á filmu í silkidressinu góða.

Útskriftarveislan verður svo að bíða betri tíma. Sjáum til með hana.

08:23

laugardagur, október 11, 2003  
Þessum laugardegi var startað með góðu fry up. Begg og eikon.

Í gærkvöldi fórum við á pubbarölt með þremur bekkjarfélögum Mæju. Karen frá Bremen, Francesco frá Torino og Alex frá Thessaloniki í Grikklandi. Maður fékk sér örfáar pæntur og því bráðnauðsynlegt að byrja þennan dag á rólegu nótunum og troða belginn fullan af feitu beikoni, bökuðum baunum og spæleggi. Appelsínusafinn kemur sterkur inn og ekki verra að fá sér eins og eina eða tvær Jaffa cakes í eftirrétt.

Þar sem flestir pubbar loka klukkan ellefu hér í UK þá vorum við komin heim fyrir miðnætti. Það er náttúrulega afskaplega sniðugt því þá nær maður að sofa vel og lengi og vaknar vel ferskur.

Ég og Francesco ætlum svo að hittast á localnum á eftir til að sjá Tyrkland - England í beinni. Verðum líklega frekar rólegir í kvöld samt.


Var í London á fimmtudaginn. Fór í tvö viðtöl. Fyrra viðtalið var á ráðningarstofu rétt hjá Leicester square. Það gekk fínt. Hún Deborah ætlar að reyna að koma mér fyrir hjá einu af stóru dagblöðunum. Sjáum til hvernig það gengur. Ég myndi amk ekki slá hendinni á móti því. Ég held nú samt að hún hafi nú bara verið með einhverjar spekúlasjónir.
Svo spurði hún mig hvort ég væri jafnvel tilbúinn að flytja til Ástralíu eftir eitt eða tvö ár. Sum blöðin eru með starfsemi þar og vantar alltaf fólk. Ég sagði bara sure.

Eftir þetta viðtal voru þrír tímar í það næsta. Ég keypti mér lunch, tölti niður að Thames og fann mér bekk til að borða á. Fínt útsýni yfir City og ána. Lét mig dreyma um að vera komin með hornskrifstofu í nýja skýjakljúfnum sem Norman Foster hannaði. Byggingin er eins og byssukúla í laginu. Kringlótt og mjókkar þegar ofar dregur. Er orðin eitt af landmörkunum í London og líklega flottasta byggingin í City. Ekki slæmt að fá gott djobb og vera með aðtöðu þar. Geri reyndar ekki ráð fyrir að það verði alveg í bráð.

Seinna viðtalið var hjá fyrirtæki rétt hjá Covent Garden. Leiðin lá um Fleet Street þar sem flest dagblöðin í UK voru með höfuðstöðvar á árum áður. Beint fyrir framan höfuðstöðvar Reuters rakst ég félaga frá Íslandi. Himmi (grafískur hönnuður sem ég þekki í gegnum Arnar og vinnuna) var þarna á rólegu tölti að leita að bókabúðum. Gaman að rekast á gaurinn svona óvænt. Spjölluðum saman í smá stund en svo varð ég að drífa mig í seinna viðtalið.

Var í klukkutíma og þrjú korter í seinna viðtalinu. Gekk þokkalega. Það er nú samt ekki auðvelt að masa endalaust um sjálfan sig. Ég kann þetta og hitt og get svo margt og er svo frábær og henta svo vel í þetta djobb og veit mikið um þetta stöff og er klár í manlegum samskiptum og hef áhuga á akkúrat þessu og bla bla. Það kemur svo í ljós í næstu viku hvort ég hafi staðið mig nógu vel í blaðrinu. Þá fer ég í annað viðtal. 50/50 segi ég.

Var orðinn massaþyrstur og búinn á því þegar ég kom út úr viðtalinu. Fór rakleiðis inn á næsta pub og hellti í mig pæntu af ísköldum Stella Artois. Svo rakleiðist í sub og lest heim til Guildford. Ferðalagið frá Leicester sq. og heim tók rétt rúmlega klukkutíma. Það er í lagi.

14:06

þriðjudagur, október 07, 2003  
Já nú hafa hlutverkin hjá okkur Mæju aldeilis snúist við. Hún lærir og lærir og ég sit heima og leita að vinnu og fer kannski í einstaka viðtal. Fyrir nákvæmlega einu ári var þetta akkúrat öfugt.

Maður er heimavinnandi, heimavinnandi húsfaðir, húsmaður, góður draumur mað´r, eins og athafnaskáldið mikla gat sagt á sínum tíma.

Mæja er í skólanum á hverjum degi, rýkur út um níuleytið með nesti og alles og kemur oftast ekki heim fyrr en kvöldmatur nálgast. Hún rennur líklega á lokkandi ilminn úr eldhúsinu, þar sem ég töfra fram úrvals kássur, pæj og annað gúrme góðgæti. Maður verður að standa sig í hlutverkinu.
Ég er því mest hér einn heima að dunda mér við hitt og þetta. Svo sem ekki mikill munur frá því sem áður var því ég var nú mest einn heima í Bristol, en þá að læra.

Maður drullar sér fram úr um níuleytið, klippir nasahárin og skvettir framan í sig mjólk og kornfleksi með einni lúku af rúsínum. Kaffibolli fylgir í kjölfarið. Skvetti honum hægt í mig og les The Times. Í morgun voru menn mest að velta fyrir sér hvernig "félagar" Tory formannsins, Ian Duncan Smith, gætu komið honum fyrir kattarnef. Það gerist fyrr en síðar. "Óhjákvæmilegt" segir Portillo og glottir. Eitthvað voru menn líka að tala um Arnie í Kaliforníu. Þetta er nú meira helvítis grínið á þessum Könum. Greinarhöfundur einn líkti Arnie við fasistaleiðtoga. Fylgi við Arnie byggir ekki á stefnumálum heldur persónudýrkun og svo talar maðurinn bara í innihaldslausum bullsetningum. Hasta la vista, I´ll be back, I´ll terminate you, let´s sweep the gray man away. Múgurinn tryllist. Best að kjósa Arnie. Hann er svo sneddí. Geinarhöfundur talar aðeins um efnahagsástandið í USA og í Kaliforníu, sem er nokkuð slæmt um þessar mundir, og endar greinina á eftirfarandi: "One cannot expect the US always to elect competent economists, but it is dangerous exclusively to elect political hacks, economic illiterates, circus freaks and bodybuilders."

Um tíuleytið er kominn tími á vinnuleit. Maður gerir þetta mest á netinu. Ég leita mest hjá ráðningarstofum sem sérhæfa sig í market research. Það eru amk 15 svoleiðis stofur í London einni og slatti af störfum í boði í mínu fagi, þ.e. data analysis, statistical modelling, and forecasting. Fer í tvö viðtöl í London á fimmtudaginn. Það er því eitthvað í gangi. Þá fer maður í sútið og tekur stórborgina með trompi.

Eftir nokkra tíma á netinu er kominn tími á meira kaffi og smá skammt af Whitesnake eða öðru góðu "old fart" rokki. Jafnvel að maður taki aðeins í trommukjuðana góðu. Það gerist reyndar ekki nógu oft.

Hádegismaturinn er svo tekinn með trukki. Maður verður jú að hafa orku í vinnuleitina.

Svo reynir maður að væflast eitthvað meira á netinu og gera eitthvað uppbyggilegt í nokkra tíma í viðbót. Eftir það er ég alveg kominn með nóg af vafri og meilsendingum. Ótrúlegt hvað heilinn er fljótur að steikjast á netinu. Þá er tilvalið að skella sér á röltið niður í bæ. Enda oftast í WH Smith þar sem ég reyni að kaupa fagtímarit eins og Marketing, Campaign eða Broadcast. Það er gott að fylgjast vel með "bransanum".
Bæjarröltið endar sjaldan í stærri fjárútlátum, sem betur fer.

Restin af deginum fer í hitt og þetta. Um helgar kíkjum við oft á pubbinn. Erum búin að fara tvisvar með bekkjarfélögum Mæju. Einn þeirra er ítalskur, aðeins eldri en ég. Fínn gaur. Hann er mikill fótboltaáhugamaður og finnst mér ansi líklegt að við eigum eftir að fara nokkuð oft saman á localinn að horfa á enska boltann og meistaradeildina.

Í kvöld verður hins vegar hangið heima. Ætla að bjóða Mæju upp á pork sausages with leek og heimagerða kartöflustöppu. Þessar pulsur eru Tesco finest. Það þýðir að þær eru ekki gerðar úr endurunnu kjötfarsi, útrunnum bjúgum og kindakæfu og svínaspekki upp úr gólfinu. Ég ætla amk vona það.
Svo er aldrei að vita nema maður endi fyrir framan kassann og horfi á fréttir. Kíki jafnvel í bók. Var að enda við að klára bók sem heitir Bristol Past (er ekki að grínast) og var að byrja á bók sem heitir Castle: A history of the buildings that shaped medieval Britain (er enn ekki að grínast!).

Já það er svo sannarlega rokk og ról líferni á manni hérna í Guildford. Maður kvíður bara mjög mikið fyrir því þegar maður á endanum fær vinnu og þarf að breyta mynstrinu!

URLin hér fyrir neðan vísa á myndasíður Frexins. Hér er að finna margar eðalmyndir sem hann tók í heimsókn sinni til Bristol. Check it out.

http://www.pbase.com/frex2
http://www.pbase.com/frex3


16:59

laugardagur, október 04, 2003  
Ég fann þessa frétt í The Times, Friday October 3 2003. Hér segir frá hræðilegurm örlögum stokkandar:

When a male mallard duck (stokkönd) flew into the glass facade of Rotterdam´s Natural History Museum in 1995, Kees Moeliker had little idea that he was about to witness a landmark in biological science.
Upon hearing a loud band a floor below his office, the scientist rushed to investigate. He found the bird´s lifeless body on the ground - and another drake (andarsteggur) "raping the corpse".
Eight years later, Dr Moeliker´s contribution to ornithological knowledge has finally been recognised. His seminal paper, entitled "The First Case of Homosexual Necrophilia in the Mallard, Anas platyrhynchos", was honoured last night with an Ig Nobel prize, commemorating achievements that cannot or should not be reproduced.

Dr Moeliker described the death of mallard NMR 9997-00232 in exquisite detail in the pages of Deinsea, the journal of the natural history museum of Rotterdam. The building had a glass facade, which sometimes acted as a mirror, leading its scientists to realise that "a bang or a sharp tick on the window mean work for the bird department."
"On June 5 1995, an adult male mallard (Anas platyrhynchos) collided with the glass facade of the Natuurmuseum Rotterdam and died, Dr Moeliker wrote. "Another drake mallard raped the corpse almost continuously for 75 minutes. Then the author disturbed the scene and secured the dead duck. Dissection showed that the rape victim indeed was of the male sex. It is concluded that the mallards were engaged in an ´Attempted Rape Flight´that resulted in the first described case of homosexual necrophilia in the mallard".

Dr Moeliker said: "The victim is now one of the main pieces in the collection of the natural history museum, so it´s a part of natural history. As for the perpetrator, I had to chase him off and I´ve never seen him again."

Marc Abrahams, the Ig Nobel organiser, said Dr Moeliker had proved himself an exceptionally dedicated researcher, to stand by and watch the event for 75 minutes. "It´s a testimony to the observatory powers and endurance of modern scientists", he said.


Sem sagt bara mjög mikið að gera hjá þessum Moeliker!

11:12

föstudagur, október 03, 2003  
Miðbær Guildford er mikil verslunarparadís. Miðað við stærð bæjarins þá er fjöldi verslana í miðbænum alveg hreint ótrlúlegur. Svo eru þær líka risastórar og flestar voða flottar. Hins vegar eru voða fáir pubbar akkúrat í miðbænum. Það er náttúrulega ekki eins gott. Maður finnur þá samt ef vel er leitað. Margir eru þeir með beer garden í bakgarðinum sem mér þykir alveg afskaplega þægilegt. Fínt að fá sér tvo og lesa í The Times.

Í gær röltum við niður í miðbæ. Ég átti svo sem ekkert sérstakt erindi þangað en Mæju langaði að kaupa sér úlpu og sitthvað annað. Ég var náttúrulega ómissandi til að veita ráðgjöf um hvað væri flott og hvað ekki.

Við kíktum líka á útsölu í HMV. Þar rakst ég á disk sem ég bókstaflega varð að kaupa. Mér héldu engin bönd. The Silver Anniversary Collection: Whitesnake, David Coverdale, Coverdale - Page.
Sem sagt 25 ára afmælisútgáfa með öllu því besta sem David Coverdale hefur komið nálægt síðan hann stofnaði rokkbandið Whitesnake árið 1978. Tvöfaldur diskur, meira en 150 mínútur af músík.
Þetta er einn magnaðasti best of diskur sem ég hef hlustað á.
Það ríkir því rokkstemming á campus um þessar mundir.

Mæja keypti sér reyndar safn með átta diskum: Greatest Hits of the 80´s.
Ég reyndi að benda henni á að margt af því besta með Whitesnake var einmitt gefið út in the 80´s, svo við gætum nú bara alveg eins hlutað bara á Whitesnake diskana mína. Held ég hafi ekki náð að sannfæra hana, hmmmm.

Svo vil ég benda öllum áhugsömum á að hinir geðþekku rokkhundar í Motorhead verða með tónleika í Hammersmith í London 18. október. Mig drullulangar að fara. Einhverjir fleiri sem hafa áhuga?
Þetta er örugglega einn síðasti séns til að sjá hinn geðþekka Lemmy rymja um Ace of Spades. Anyone?

Fínt að enda vikuna á góðum rokkara með Whitsnake. Still of the night. Gítarriffin gerast ekki flottari og Coverdale er svalur að vanda. Verð að láta textann nægja hér (hann er bannaður innan 12 ára). Menn verða svo bara að ímynda sér gítarriffin. Rokk og ról:

In the Still of the Night
I hear the wolf howl, honey
Sniffing around your door
In the Still of the night
I feel my heart beating heavy
Telling me I gotta have more


In the shadow of night
I see the full moon rise
Telling me what's in store
My heart start aching
My body start a shaking
An' I can't take no more


Now I just wanna get close to you
An' taste your love so sweet
An' I just wanna make love to you
Feel your body heat


In the Still of the Night
In the Still of the Night


In the heat of the day
I hang my head down low
An' hide my face from the sun
Thru the light of the day
Until the evening time
I'm waiting for the night to come


In the Still of the Night
In the cool moonlight
I feel my heart is aching
In the Still of the Night


In the Still of the Night
I hear the wolf howl, honey
Sniffing around your door
In the Still of the night
I feel my heart beating heavy
Telling me I gotta have more


Now I just wanna get close to you
An' taste your love so sweet
An' I just wanna make love to you
Feel your body heat


In the Still of the Night

14:04

 
This page is powered by Blogger.