This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, október 07, 2003
Já nú hafa hlutverkin hjá okkur Mæju aldeilis snúist við. Hún lærir og lærir og ég sit heima og leita að vinnu og fer kannski í einstaka viðtal. Fyrir nákvæmlega einu ári var þetta akkúrat öfugt.
Maður er heimavinnandi, heimavinnandi húsfaðir, húsmaður, góður draumur mað´r, eins og athafnaskáldið mikla gat sagt á sínum tíma.
Mæja er í skólanum á hverjum degi, rýkur út um níuleytið með nesti og alles og kemur oftast ekki heim fyrr en kvöldmatur nálgast. Hún rennur líklega á lokkandi ilminn úr eldhúsinu, þar sem ég töfra fram úrvals kássur, pæj og annað gúrme góðgæti. Maður verður að standa sig í hlutverkinu.
Ég er því mest hér einn heima að dunda mér við hitt og þetta. Svo sem ekki mikill munur frá því sem áður var því ég var nú mest einn heima í Bristol, en þá að læra.
Maður drullar sér fram úr um níuleytið, klippir nasahárin og skvettir framan í sig mjólk og kornfleksi með einni lúku af rúsínum. Kaffibolli fylgir í kjölfarið. Skvetti honum hægt í mig og les The Times. Í morgun voru menn mest að velta fyrir sér hvernig "félagar" Tory formannsins, Ian Duncan Smith, gætu komið honum fyrir kattarnef. Það gerist fyrr en síðar. "Óhjákvæmilegt" segir Portillo og glottir. Eitthvað voru menn líka að tala um Arnie í Kaliforníu. Þetta er nú meira helvítis grínið á þessum Könum. Greinarhöfundur einn líkti Arnie við fasistaleiðtoga. Fylgi við Arnie byggir ekki á stefnumálum heldur persónudýrkun og svo talar maðurinn bara í innihaldslausum bullsetningum. Hasta la vista, I´ll be back, I´ll terminate you, let´s sweep the gray man away. Múgurinn tryllist. Best að kjósa Arnie. Hann er svo sneddí. Geinarhöfundur talar aðeins um efnahagsástandið í USA og í Kaliforníu, sem er nokkuð slæmt um þessar mundir, og endar greinina á eftirfarandi: "One cannot expect the US always to elect competent economists, but it is dangerous exclusively to elect political hacks, economic illiterates, circus freaks and bodybuilders."
Um tíuleytið er kominn tími á vinnuleit. Maður gerir þetta mest á netinu. Ég leita mest hjá ráðningarstofum sem sérhæfa sig í market research. Það eru amk 15 svoleiðis stofur í London einni og slatti af störfum í boði í mínu fagi, þ.e. data analysis, statistical modelling, and forecasting. Fer í tvö viðtöl í London á fimmtudaginn. Það er því eitthvað í gangi. Þá fer maður í sútið og tekur stórborgina með trompi.
Eftir nokkra tíma á netinu er kominn tími á meira kaffi og smá skammt af Whitesnake eða öðru góðu "old fart" rokki. Jafnvel að maður taki aðeins í trommukjuðana góðu. Það gerist reyndar ekki nógu oft.
Hádegismaturinn er svo tekinn með trukki. Maður verður jú að hafa orku í vinnuleitina.
Svo reynir maður að væflast eitthvað meira á netinu og gera eitthvað uppbyggilegt í nokkra tíma í viðbót. Eftir það er ég alveg kominn með nóg af vafri og meilsendingum. Ótrúlegt hvað heilinn er fljótur að steikjast á netinu. Þá er tilvalið að skella sér á röltið niður í bæ. Enda oftast í WH Smith þar sem ég reyni að kaupa fagtímarit eins og Marketing, Campaign eða Broadcast. Það er gott að fylgjast vel með "bransanum".
Bæjarröltið endar sjaldan í stærri fjárútlátum, sem betur fer.
Restin af deginum fer í hitt og þetta. Um helgar kíkjum við oft á pubbinn. Erum búin að fara tvisvar með bekkjarfélögum Mæju. Einn þeirra er ítalskur, aðeins eldri en ég. Fínn gaur. Hann er mikill fótboltaáhugamaður og finnst mér ansi líklegt að við eigum eftir að fara nokkuð oft saman á localinn að horfa á enska boltann og meistaradeildina.
Í kvöld verður hins vegar hangið heima. Ætla að bjóða Mæju upp á pork sausages with leek og heimagerða kartöflustöppu. Þessar pulsur eru Tesco finest. Það þýðir að þær eru ekki gerðar úr endurunnu kjötfarsi, útrunnum bjúgum og kindakæfu og svínaspekki upp úr gólfinu. Ég ætla amk vona það.
Svo er aldrei að vita nema maður endi fyrir framan kassann og horfi á fréttir. Kíki jafnvel í bók. Var að enda við að klára bók sem heitir Bristol Past (er ekki að grínast) og var að byrja á bók sem heitir Castle: A history of the buildings that shaped medieval Britain (er enn ekki að grínast!).
Já það er svo sannarlega rokk og ról líferni á manni hérna í Guildford. Maður kvíður bara mjög mikið fyrir því þegar maður á endanum fær vinnu og þarf að breyta mynstrinu!
URLin hér fyrir neðan vísa á myndasíður Frexins. Hér er að finna margar eðalmyndir sem hann tók í heimsókn sinni til Bristol. Check it out.
http://www.pbase.com/frex2
http://www.pbase.com/frex3
16:59
|
|
|
|
|