This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, desember 31, 2003
Er ekki sniðugt að gera upp árið sem er að líða?
Það held ég nú.
Gott er að telja upp það helsta sem maður er stoltur af, fannst skemmtilegt og lærdómsríkt og hafði jafnvel einhver varanleg áhrif á mann.
Sumt er ansi merkilegt en annað virðist frekar lítiðfjörlegt en skiptir samt máli því það breytti manni kannski aðeins. Margt smátt gerir eitt stórt.
Svo gleymir maður náttúrulega einhverju en það skiptir minna máli því ég man ekki einu sinni eftir því!
Hefst þá Binna-annáll 2003.
Árið 2003 er fyrsta heila árið sem ég er búsettur utan Íslands.
Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekkert í því að hafa ekki gert þetta fyrr. Maður hefur svo ansi gott af því að sjá hvernig aðrir gera hlutina - sérstaklega þegar maður hefur mestmegnis dvalið á Íslandi.
Mér finnst alveg einstaklega fínt að búa hér í Englandi enda er fólkið og menningin að mínu skapi. Svo er landið líka fallegt og fjölbreytt en hæfilega stutt frá eldgömlu Ísafold.
Öll þjóðfélagsumræða er hér á mjög háu plani, og eiginlega finnst mér flest allt einstaklega vel gert. Hér hafa menn verið að betrumbæta og sníða samfélagið til eftir bestu aðferðum hvers tíma í margar aldir. Á meðan hefur safnast upp mikil þekking og menningararfur, og borgir og bæir og samfélög hafa þróast á samfelldan hátt. Það er einhver rauður þráður í þessu öllu saman. Það sama er líklega ekki hægt að segja um íslenskt samfélag. Satt best að segja sakna ég þess ekki mjög mikið - í bili.
Árið 2003 varð ég meistari í tölfræði og aðgerðarannsóknum frá UWE í Bristol. Líklega hef ég nú lokið formlegri skólagöngu minni - að eilífu. Það hlýtur að teljast nokkuð mikilvægur áfangi. Svo verður bara að koma í ljós hvort að bókvitið verði í askana látið. Ég er amk ekki enn farinn að efast um það.
Á sama tíma og ég var að ljúka námi þá byrjaði Mæja í sínu MSc námi í University of Surrey. Nú er hún búin með ca 1/3 af náminu og virðist vera í nokkuð góðum málum.
Svo eru það ferðalögin. Við Mæja vorum nokkuð dugleg að ferðast um UK og víðar á árinu. Ég ætla að telja ferðalögin upp eftir mánuðum.
Janúar - við Mæja flugum til Scotlands og stoppuðum hjá Svenna og Wendy í Dunkeld og hjá Ástu og Justin í Aberdeen. Einnig náðum við tveimur pæntum með Hödda og Gurrý í Glasgow. Þetta voru hvorki fyrstu né síðustu pæntur árins.
Mars - við Mæja fórum með foreldrum hennar til Wells, Glastonbury, Dunster og Minehead. Gistum eina nótt í Dunster og kíktum í Dunster Castle. Góður staður.
Apríl - við Mæja fórum í dagsferð til Cheddar og kíktum á Cheddar Gorge. Síðar fórum við til Oxford - spíruborgin mikla og líklega ein fallegasta borgin í UK.
Maí - ég fór í dagsferð til Oxford og náði þónokkrum pæntum með Óla Jó á eðalpub við Thames árbakka.
Júní - við Mæja flugum til Íslands og stoppuðum í tæpar tvær vikur. Ég vaknaði oftar þunnur en ekki þunnur enda stíf dagskrá í gangi - brúðkaup, útskriftarveisla, grillveislur og annar gleðskapur. Góð ferð og gott að hitta vini og vandamenn en afskaplega var nú gott að koma aftur heim til Bristol og fá almennilegan svefn.
Júlí - við Mæja fórum í dagsferð til Cardiff í Wales. Ýkt kúl borg sem kemur á óvart.
September - við Mæja og Frexið fórum í dagsferð til Bath. Svo fórum við Mæja í tæpa viku til Feneyja. Það var magnað.
Nóvember - ég fór með lest frá London til Dundee í Scotlandi og dvaldi svo hjá Svenna í Dunkeld í nokkra daga. Einnig flaug ég til Aarhus í Danmörku og rokkaði stíft með Frexinu og Þresti. Við Mæja dvöldum einnig eina helgi hjá systur hennar í Woodbridge í Suffolk.
Desember - við Mæja dvöldum í Woodbridge yfir jólin. Heimsóttum Orford í þeirri ferð.
Sem sagt þokkaleg dagskrá í gangi og óhætt að segja að maður hafi kynnst UK nokkuð vel á árinu. Svo má heldur ekki gleyma að ég hef farið amk 15 sinnum til London á sl 3-4 mánuðum til að fara í viðtöl eða bara til að tjilla með Mæju. Ég hef gengið borgina þvera og endilanga, kíkt á söfn og pubba, í búðir og fyrirtæki, rölt um garða og farið yfir brýr og verið neðanjarðar og allt þar á milli.
Ég get því fullyrt að ég þekki höfuðborgina nokkuð vel - þótt ég sé rétt búinn að gera brotabort að því sem hægt er að gera þar. Manni endist líklega ekki ævin og hvað þá aurinn í að reyna allt það sem London hefur upp á að bjóða.
Svo vantar líka Bristol og Guildford inn í upptalninguna hér að ofan - enda varla hægt að segja að maður hafi verið ferðalangur á þeim stöðum.
Bristol er málið - sagði fróður maður. Ég er honum hjartanlega sammála. Gott var að búa þar, sérstaklega sl sumar þegar sólin skein og hitastigið rokkaði á milli 20 og 30 gráða. Við Mæja fluttum hins vegar frá Bristol til Guildford í september og þurftum því að aðlagast nýjum aðstæðum á haustmánuðum.
Guildford er fínn bær þótt hann sé talsvert ólíkur Bristol. Hér er ágætt að búa og ágæt bæjarstemming. Ég las einhversstaðar að sem verslunarstaður kemst miðbærinn í Guildford á topp 20 af rúmlega 1100 verslunarkjörnum í UK. Það kemur mér ekki á óvart enda er hreint og beint ótrúlega mikið af góðum verslunum í miðbænum. Svo eru ágætist pubbar á víð og dreif í kringum hann svo það er eitthvað fyrir alla þar.
Einn af helstu kostum Guildford er þó nálægðin við London. Ef okkur langar þá getum við alltaf skroppið til London og gert eitthvað sem ekki er hægt í Guildford.
Það er nú málið.
Svo hofum vid reyndar eignast ansi marga vini her i Guildford i gegnum.... ja i raun i gegnum Maeju. Maeja hefur verid dugleg ad eignast vini i bekknum sinum og hun hefur dregid mig med a bekkjardjomm og thvi er felagslifid i godum gir her i Guildford. Thad er mikill kostur.
Nú er þessi blessaði annáll farinn að verða ansi langur og jafnvel farinn að snúast um eitthvað meira en upptalingu á helstu afrekum árins. Héðan af ætla ég því að vera stuttorður.
Í septmeber flugum við Mæja í loftbelg yfir Bath. Það var vægast sagt ógleymanleg lífsreynsla.
Árið 2003 keypti ég mér disk með The Darkness. Besta/skemmtilegasta rokkband sem ég hef kynnst í nokkur ár. Það er mikið afrek fyrir 29 ára gamlan gaur að uppgötva nýja rokkgrúppu. Ég er mjög stoltur af því.
Árið 2003 lærði ég að drekka breskt ale. London Pride, Courage, Abott, Adnams, Exmoor Star og hvað þetta heitir nú allt saman. Sannur eðall sem hefur breytt hegðun minni á pubbum landsins til hins betra. Svo má heldur ekki gleyma John Smith´s og Guiness Extra Cold. Mjúkar og seðjandi pæntur sem ég held líka mikið upp á.
Árið 2003 sá ég ljósið í breskri matargerð. Cottage pie, Shepards pie og Cumberland pie er nú reglulega á boðstólum hér hjá okkur Mæju. Pie-in eru góð. Svo má ekki gleyma fry-up. Morgunverður að himnum ofan þegar pænturnar hafa verið fleiri en fjórar eða fimm kvöldið áður.
Í nóvember kleif ég fyrsta Munro-inn minn ásamt Svenna. The Munros heita fjöllin í Scotlandi sem eru yfir 3000 fet. Nú eru aðeins 283 eftir.
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda orðið ansi langt. Restin fer í Appendix en birtist aldrei.
Það er aðeins eitt sem vantar í upptalninguna hér að ofan og það er að ná sér í vinnu. Enn hefur það ekki gengið upp þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð duglegur að leita og farið í nokkuð viðtöl. Það skýrist á næstu vikum hvar maður endar í þessum efnum en ég geri nú fastlega ráð fyrir því að í næsta annál geti ég stært mig af árangursríkri atvinnuleit her i UK eda heima a Islandi.
Lýkur þá Binna-annál 2003.
Gleðilegt ár og takk fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða.
Áfram 2004.
13:02
mánudagur, desember 29, 2003
Nu er jolafriid i Woodbridge buid og vid Maeja erum komin aftur heim til Guildford.
Vid hofdum thad alveg afskaplega gott i thessu litla thorpi rett austur af Ipswich. Asta, systir Maeju, og rumlega 3ja ara sonur hennar og foreldrar Maeju voru a svaedinu og voru allir i finum gir. Justin, eiginmadur Astu, eyddi jolunum vid oliuleit i Oman og var thvi loglega afsakadur.
Eg bordadi a mig gat flesta dagana og hafdi aldeilis gott af. A bodstolum var m.a. hangikjot, kalkunn, reykt svinalaeri, Christmas pudding med Brandy cream, Mince pies, ORA graenar baunir, og allt thar a milli. Thessu var svo skolad nidur med godum vinum, oli og jafnvel sma visky.
Eg held eg hafi orugglega nad ad baeta a mig amk einu pundi af siduspiki. No doubt.
Woodbridge er serdeilis finn baer sem gaman er ad skoda. Fyrir ca 400 arum var hann ansi oflugur markadsbaer thvi fjoldinn allur af duggum fra meginlandinu sigldu upp ana Deben og versludu med vorur i Woodbridge. I baenum eru thvi fjolmorg hus fra thessum tima og enn er hofnin ansi lifleg tho nu seu thad adalega minni einkabatar sem nota hana.
I dag ma baerinn muna sinn fifil fegurri - verlunarlega sed - en i a moti kemur ad hann er vist ansi vinsaell medal folks sem vinnur og jafnvel byr i London en thykir gott ad komast fra skarkalanum um helgar. Thad eru thvi ansi morg "second homes" i Woodbridge og verslunargatan i baenum er nokkud god.
Svo ma ekki gleyma ollum pubbunum. Vid Maeja og Reynir vorum nokkud dugleg ad skoda pubbana og fundum amk tvo alveg edal, Kingshead og Ye Old Bell & Steelyard. Thessir eru liklega um 400 ara gamlir og thvi mikilvaegar stofnanir i baenum. A Kingshead var stor arinn a midju golfinu og folk sat i kringum hann og drakk Adnams ale og sagdi sogur. Jolatre i horninu, allir burdarbitar og veggir alveg rammskakkir og gluggarnir litlir. Sem sagt alveg afskaplega hlylegt og hentugt umhverfi fyrir oldrykkju.
Svo var lika kikt i skodunarferd til Orford og kastalinn thar skodadur. Hann var byggdur af Henry II a 12. old en tvi midur var kastalaveggurinn rifinn fyrr a oldum thannig ad nu stendur adalturninn bara eftir. Samt sem adur var gaman ad kikja a kastalann og setti hann einkar flottann svip thorpid i kring.
--------------------
Nu erum vid hins vegar maett aftur a campus - draugacampus ollu heldur. Her er varla hraeda a ferli og flest allt lokad thannig ad thad er nu ekki beint mikid lif a svaedinu. Thad gerir svo sem ekki mikid til thvi heima er nybuid og tengja nyja DVD spilarann og fjolmargar baekur og diskar og fullt af odrum godum jolagjofum bida manns. Vid eigum nu nokkur kilo af islensku nammi, SS pulsupakka, hardfisk og sitthvad fleira godgaeti. Madur kvartar thvi ekki.
Framundan eru svo aramot i Guildford. Thad stefnir allt i ad vid verdum bara tvo a gamlarskvold en vid gerum eitthvad gott ur thvi - eldum godan mat og hofum thad gott.
Thad er ekki erfitt.
13:41
mánudagur, desember 22, 2003
Vid Maeja forum i serdeilis goda ferd til London i gaer.
A dagskra var ad tjekka vel a jolastemmingunni i hofudstadnum, kikja i budir og bara taka godan day out.
Vid tokum lestina rett um hadegi og vorum maett a Waterloo station halftima sidar.
Vedrid var storfint, kalt og sma gjola en solskin. Sem sagt nokkud jolalegt vedur.
Vid byrjudum a Dali safninu (Salvador Dali) sem er i County Hall a sudurbakkanum beint undir London Eye
Thar var mikid urval af styttum, skulpturum og teikningum eftir gaurinn og er ohaett ad segja ad thad hafi verid ansi surrealisk reynsla ad rolta um safnid.
Thokkalegt.
Naest la leidin yfir Jubilee Bridge og ad Somerset House vid Thames. Thar i hallargardinum er skautasvell og getur folk skellt ser i salibunu fyrir vaegt gjald. Vid forum nu reyndar ekki a skauta en thetta var hins vegar voda jolalegt allt saman. Krakkar a skautum og jolatre og seriur ut um allt. Voda fint.
Naest la leidin i Covent Garden sem er nu liklega eitt jolalegasta svaedi borgarinnar. Thar datt madur i kako og kleinuhring og gerdi sitt besta til ad komast i jolaskap. Thad gekk bara alveg agaetlega.
Eg sa lika mjog godan pub thar sem gott er ad vita af ef madur skyldi nu einhvern tima verda ofsa thyrstur a thessum slodum.
Svo roltum vid nidur a Leicester Square og upp Regent St og upp a Oxford St. Thad var gjorsamlega pakkad a thessum slodum enda mikid af finum budum og goturnar vel skreyttar og finar. Vid gerdum heidarlega tilraun til ad kikja a eina af flottari dotabudum borgarinnar - Hamlyns. Thad var hins vegar svo gjorsamlega stappad thar inni ad thad la vid oeirdum. Allir alveg crazy ad kaupa og profa dot og rifast og rugla. Vid gafumst tvi upp og roltum bara beint a naesta pub. Kaeldur John Smith rann ljuflega nidur.
Naest la leidin i bio rett hja Covent Garden til ad sja heimildarmyndina Touching the Void. Myndin er gerd eftir samnefndri bok og lysir einni mognudustu hafjallasvadilfor EVER. Tveir gaurar voru ad klifra mjog hatt og erfitt fjall i Peru. Annar datt efst uppi a fjallinu og molbraut a ser hned. Hvad gera menn tha? I ca 6-7000 metrum, snjor og is ut um allt, vedrid djofullegt og solin ad setjast, thverhnipi a bada kanta, jokulsprungur a leidinni og utilokad ad kalla a hjalp.
Sagan er ordin eins konar "legend" medal fjallamanna og i raun verda allir their sem hafa einhvern ahuga a fjallabrolti og godum ferdasogum ad kikja a bokina.
I myndinni segja gaurarnir tveir soguna og einnig eru atburdirnir svidsettir a nakvaemlega somu slodum og their gerdust.
Thad var virkilega gaman ad sja thessa mynd i bio thvi myndatakan var mjog flott og madur nadi ad lifa sig vel inni i myndina.
Eg maeli med thessari.
Eftir bio forum vid svo beint heim til Guildford enda vorum vid ordin ansi threytt eftir brolt dagins.
Svo forum vid a morgun med lest til Woodbridge i Suffolk thar sem vid aetlum ad dvelja fram a sunnudag hja systur Maeju.
Foreldarar Maeju er thegar maettir a svaedid og skilst mer ad thau hafi tekid med ser hangikjot og ORA graenar baunir.
Eg hlakka afskaplega mikid til ad bragda a theim krasum.
Jafnvel ad madur baeti a sig nokkrum pundum thessi jolin.
Eg stefni ad tvi.
--------------
Eitt enn.
I gaer kom vist i ljos hvada lag verdur a toppnum her i UK thessi jolin. The Darkness nadu tvi midur ekki fyrsta saetinu en lentu i saeti numer tvo. I fyrsta saeti eru einhverjir andsk..... asnar ad gaula um eitthvad sem their kalla Mad World.
Ozzy er i thridja saeti og getur verid stoltur af thvi.
Rokkararnir lifa enn.
Svo er best ad oska bara ollum naer og fjaer gledilegra jola...
eda eins og their segja her sumir,
"have a proper crimbo".
Dingaling.
16:10
laugardagur, desember 20, 2003
Laugardagur i Guildford.
Sa sidasti fyrir jol, fyrir jol, fyrir jol.
Tesco er opin allan solarhringinn og thangad fer folk og kaupir og kaupir Christmas Pudding og booze og turkey og roast potatoes og konfekt og is og cds og DVDs og Smarties og Alka Seltzer og Panodil og .....
Sem sagt nog ad gera a kassanum og allt ad verda craaaazzzzy.
Bretar fylgjast grannt med lidan Ozzy Osbourne sem liggur nu a spitala eftir hafa lent i fjorhjolaslysi a landareign sinni her i nagrenninu. Eg held hann hafi brotid 8 rifbein, brakad halslidi, lungun foru i hass, fylltust af blodi, hjartad haetti ad sla og gaurinn var eiginlega daudur i 2 minutur.
Adstodarmadur hans bles i hann lifi. Kiss of life. Eg held ad hann hafi nu aldrei buist vid ad hann aetti eftir ad smella svona godum kossi a Ozzy. En svona er lifid.
A sama tima og Ozzy la i ondunarvel inni a gjorgaeslu nadi nyjasta smaskifa hans og dottur hans, Kelly Osbourne, toppsaetinu a smaskifulistanum. Lagid heitir Changes og thetta er vist i fyrsta skipti sem Ozzy kemst a toppinn her.
Leidinlegt fyrir hann ad hafa verid i coma thegar thad gerdist.
Reyndar er thad svo sem ekkert nytt fyrir hann tvi eg held hann hafi nu verid i halfgerdu lyfja-og afengis-coma sidastlidin 30 ar eda svo.
Og hvur i anskotandum hleypti honum a thetta fjorhjol?
Madurinn er natturlega gjorsamlega onytur i toppstykkinu og hefur enga stjorn a utlimunum. Buinn ad braeda heilann med lyfjum og brennivini og aetti i mesta lagi ad fa ad keyra litinn ragmagns scooter, eins og gamla folkid notar.
Poppurum thykir mikill somi af tvi ad vera a toppi UK smaskifulistans yfir jolin. Hver einustu jol er sett a svid halfgerd sampeppni nokkurra laga sem thykja likleg til ad enda a toppnum yfir jolin. Their sem hafa sed myndina Love Actually, sem er liklega i biohusum a Islandi um thessar mundir, vita nakvaemlega hvad eg er ad tala um. Agaetis mynd.
Vedbankar bjoda monnum ad vedja a sigurvegara, likurnnar (the odds) eru birtar og i plotubudum eru standar med smaskifunum sem taka thatt i slagnum. A stondunum stendur: The competition for the Christmas no1.
Mjog oft eru thetta jolalog eda amk jolaleg log og er Cliff Richard vist topp-Kongurinn. Hann er hefur oftar en einu sinni leikid thennan leik og komist a toppinn med tacky jolalagi.
Hann er vist i slagnum um thessi jolin en eg held ad hans timi se lidinn. Amk segja vedbankarnir thad.
Liklegustu sigurvegararnir ad thessu sinni eru felagar minir i The Darkness sem gafu ut jolalag sl manudag. Lagid heitir Christmas Time (Don't let the bells end) og hljomar thad einkar vel. Thad er rokkad en samt ultra jolalegt med breskum barnakor og ollum pakkanum.
Eg vona svo sannarlega ad their taki toppsaetid ad thessu sinni.
Annars erum vid Maeja alveg ad smella i jolagirinn.
Vid forum i afmaeli til bekkjarsystur hennar i gaerkvoldi og skemmtum okkur mjog vel. Rhy helt upp a afmaelid a japonskum veitingastad i midbae Guildford og var bodid upp a godan mat og vin. Alls voru yfir 20 manns a svaedinu og voda fjor. Kvoldid endadi svo a BarZuka thar sem sumir donsududu fra ser allt vit og meira en thad.
Vid vorum komin heim ovenju seint og eg er ekki fra tvi ad madur verdi bara rolegur i kvold.
Pop Idol er a ITV og madur verdur vist ad fylgjast med tvi thetta er urslitathatturinn.
Svo verdur synt ur enska boltanum rumlega tiu og verdur spennandi ad sja hvort Liverpool monnum tekst ad punda a sig enn einu sinni.
Afram Darkness
16:27
miðvikudagur, desember 17, 2003
I dag for eg i mitt sidasta atvinnuvidtal fyrir jol.
Eg atti bokadan tima kl. 9 i morgun i hofudstodvum fyrirtaekisins vid Oxford Street i London.
Eg vaknadi kl. 6:30, for i netta sturtu og svo beint i jakkafotin. Rolti ut a lestarstod i Guildford, hoppadi upp i lest kl. 7:45 og var maettur a London Waterloo kl. 8:20. Thar for eg i tube-id, Piccadilly line, ut a Oxford Street og var maettur i hofudstodvarnar kl. 8:45.
Madur var sem sagt a ferdinni a peak-hour og thvi var thokkalega trodid baedi i lestinni fra Guildford og eins i tube-inu.
Ef eg fae vinnu a thessum stad tha verdur thetta liklega rutinan hja manni. Thad er svo sem i lagi ad vakna halfsjo ef madur man ad fara ad sofa uppur tiu a kvoldin. Tha yrdi hins vegar erfitt fyrir mig tvi tha myndi eg alltaf missa af Paxman og felogum i Newsnight sem byrjar kl. 22:30 a BBC2.
Vidtalid gekk thokkalega vel en eg er ekki alveg viss um ad eg hafi massad hid svinslega erfida numerical test sem lagt var fyrir mig.
Gudminngodur hvad thetta prof var leidinlegt.
Sem betur fer tok eg profid undir lokin thannig ad eg gat pustad uti a gotu beint a eftir i stadinn fyrir ad vera pirradur i vidtalinu sjalfu.
Sjaum til hvad kemur ut ur thessum pakka.
Eg var komin ut rumlega ellefu og tvi tilvalid ad kikja adeins i jolagjafaleidangur i London. Vedrid var edalflott, rett yfir frostmarki, blankalogn og skinandi sol. Eg rolti mer eftir Oxford St., nidur Regent St., yfir Piccadilly Circus, hja Whitehall og no10 Downing St, hja Houses of Parliament, yfir Westminster Bridge, fram hja London Eye, i gegnum hofudstodvar Shell og endadi svo a Waterloo.
Finasti labbitur i vetrarsolinni og jafnvel ad madur hafi nad i nokkra jolapakka i leidinni.
Eg hitti hvorki a Tony Blair ne Gordon Brown en hins vegar maetti eg allmorgum japonskum ungmennum sem voru uppstrilud eins og vestraenar poppstjornur. Thad er alveg merkilegt hvad thetta gengi virdist vera upptekid af tvi ad hlada a sig alls konar merkjavoru og tiskuglingri.
Sumir gaurarnir voru eins og klipptir ut ur nyjasta Bravo bladinu, med speglasolgleraugun, upplitad sitt har, 7 halsmen, i ledurbrokum, med gaddabelti, i toffarastigvelum og egveitekkihvad.
Madur heldur ad madur se maettur a MTV-music awards eda eitthvad en ta er thetta bara hopur af ca tvitgugum japonskum gaurum. Kannski nokkrar skvisur med med sinar Louis Vuitton handbags og i sambaerilegum poppdivu fotum.
Her dressar sig enginn svona nema kannski a djamminu eda voda spari. Monnum dettur ekki i hug ad lata sja sig svona um midjan dag a rolegur rolti um baeinn.
Malid med japanana er ad teir sja vestraenu popparana i sjonvarpinu og finnst their ykt kul og gera natturlega rad fyrir ad allir sem vettlingi geta valdid her i UK klaedi sig eins og poppararnir. Svo maeta their a svaedid i gallanum og halda ad their seu thokkalega IN fashion. Ju their eru thad kannski - en samt ekki.
Japanskir gaurar og gellur eru svo hladin alls kyns tiskudoti ad thau fara yfir strikid og verda bara OUT-of-fashion
Enough is enough - eins og madurinn sagdi.
Og eg er tiskuloggan.
16:18
laugardagur, desember 13, 2003
Ju, audvitad endadi madur a pubbnum i gaerkvoldi.
Fyrst forum vid a einn af campus pubbunum en svo var rolt nidur i midbae og tjekkad a stemmingunni thar.
Vid forum natturulega varlega sparlega og vorum komin heim vel fyrir midnaetti.
Fry-up i morgunmat og heilsan afskaplega god. Thad er nu malid.
Thegar vid komum heim i gaer var spjallthatturinn Friday night with Jonathan Ross i gangi a BBC.
Einn af gestunum var enginn annar en Bo Selecta grinarinn. Eg er ekki fra tvi ad thessi gaur se einn sa fyndnasti i bransanum i dag. Thatturinn hans er a Channel 4 og er syndur mjog seint a kvoldin tvi gaurinn er svolitid i nedanbeltishumornum.
Svo er hann ansi duglegur ad gera grin ad R&B popparanum Craig David. Craaaaiiiiig Daaaaaavid.Thad er massift fyndid.
Svo er Mel B typan lika ansi god.
Her er mynd af gaurnum. Craig og Mel B typurnar eru haegra megin a myndinni.
Eg tharf ekki annad en ad horfa a thessa mynd og ta fer eg ad hlaegja.
Magnad stuff.
Svo er verid ad endursyna seriu nr 2 af The Office a BBC2.
Eg veit ad seria nr 1 var synd a Ruv sl vetur en hef ekki hugmynd hvernig thetta grin for i landann.
Her i UK halda menn vart vatni yfir thessum thattum. Eg tilheyri liklega theim hopi. Vid eigum seriu 1 a video og erum buin ad horfa nokkrum sinnum a alla thaettina. Einkar oflugt grin sem allir aettu ad sja.
Her er The Office slodin.
14:10
föstudagur, desember 12, 2003
Jamm
Enn einn fostudagurinn her i sudaustrinu.
Nu er hann gramyglulegur og blautur. En ansi hlyr.
Jolastemmingin er ad rokka feitt her i Guildford og eg meiradsegja buinn ad kaupa Christmas Pudding - reyndar bara minnstu staerdina i Tesco, kostadi 80 pens.
Jolaserian lysir upp stofuna okkar og bradum fer madur ad fa i skoinn. Veii.
Vikan leid hratt thratt fyrir slappa byrjun hja mer.
Eg var svona nokkurn veginn buinn ad jafna mig a flensunni a Tue og er ordinn 100% i dag.
Eg for i atvinnuvidtal sl. Wed og fer svo i annad vidtal naesta Mon. Eg stod mig thokkalega nu i vikunni en vidtalid var nr 2 hja fyrirtaekinu in question. Eg er tho ekki massabjartsynn a ad fa starfid. Eg var eiginlega ekkert of spenntur fyrir tvi og fyrirtaekinu sjalfu og kannski sast tad i gegn. Ta vaeri natturlega typiskt ad eg fengi starfid.
Audvitad yrdi eg mjog sattur vid tad og myndi natturulega segja ja takk. Fyrirtaekid er i London en er einnig med skrifstofur a Austur- og Vesturstrond USA og i Germany. Bransinn er hins vegar ekkert allt of spennandi.
Kannski er eg bara med otharfa staela.
Eg er hins vegar mjog spenntur fyrir vidtalinu sem eg fer i naesta Mon. Thad fyrirtaeki er meira ad minu skapi. Starfid hljomar mjog vel og gaurarnir sem eiga fyrirtaekid eru badir med PhD i rannsoknaradferdum og tolfraedi. Eg hitti annan theirra i vidtalinu og verd tvi ad vera tilbuinn ad syna honum hvad i mer byr. Helgin fer i undirbuning.
Maeja for i prof a Tue og gekk nokkud vel. Engin mossun kannski en hun var samt nokkud anaegd. Svo er hun i odru profi as we speak og klarar um fjogurleytid. Ta aetlar bekkurinn ad storma a barinn her a campus. Maeja vill endilega draga mig med og hella i mig sma oli. Eg aetla ad sja til hvort eg verd thyrstur.
Fostudagur, massaerfidur dagur ad baki - as always. Hverjar eru likurnar a tvi ad madur nenni a barinn? Madur er ordinn svo gamall og hudlatur. Nennir ekki svona. Eda hvad?
Kannski madur aetti bara ad feta i fotspor felaga eins og Aegis, Inkmanns eda Einars Marar og hanga bara heima og prumpa, klappa vombinni og skipta um sjonvarpsstodvar til ad halda ser vakandi. Hmmm. Hljomar nu ansi vel. Serstaklega ef thad er ekki of langt ad fara til ad na i kaeldan bjor. Their eiga nu reyndar allir litla grislinga sem geta nad i bjorinn fyrir ta. Mikill luxus.
Eg verd vist ad na mer i bjorinn sjalfur. Maeja tekur thad ekki i mal. Erfitt lif ad vera karlmadur og bera aburdarpoka.
Annars var Gordon Brown, fjarmalaradherra her a bae, ad flytja Pre-Budget avarp sitt i House of Commons nu i vikunni. Hann thotti standa sig agaetlega tho sumum thyki hann vera farinn ad taka ansi ha lan til ad eiga fyrir helstu utgjoldum. Thau hafa nu vaxid ansi mikid undir stjorn Gordons.
UK efnahagurinn er nu samt i ansi godum malum, serstaklega ef hann er borinn saman vid sambaerilega stor efhnahagskerfi i Evropu. Gordon thykir hafa gert ansi margt gott. Til daemis hefur honum tekist ad halda efnahaginum ansi stodugum her og i raun hefur UK alveg sloppid vid efnahagslaegdina sem svo margar thjodir i Evropu hafa lent i.
Gordon thykir lika ansi godur i tvi ad utdeila verkefnum til annarra. Hann virdist ekki eiga erfitt med ad lata fra ser stor og mikilvaeg verkefni. Thad eitt er orugglega lykillinn ad tvi ad styra 4. staersta efnahagskerfi i heimsins a arangursrikan hatt. Lata haeft folk leysa flokin verkefni, hlusta a radleggingar theirra, og taka svo lokaakvardanirnar sjalfur og fa klapp fyrir.
Annars var Pre-Budget avarp Gordons vist frekar leidinegt. Einn sem var vidstaddur var vist ordinn ansi leidur a ad hlusta a Brown thylja upp tolur og fleiri tolur og sagdist a stundum ekki hafa verid viss um hvort hann vaeri staddur nidri a althingi eda a bingo. 79, 13, 45, 8, 89, 63, 9, 12....
.......var ad koma ur simanum. Jeremy sem vinnur a radningarstofu i London tilkynnti mer ad massastor high street retailer vildi endilega fa mig i vidtal i naestu viku. Eg sotti um starfid a netinu fyrir rumri viku. Svona er lysingin:
Fantastic opportunity to join one of the UKs major blue-chips. Owing to continued success and growth my client is expanding its Customer Insight team. They require talented analysts with a degree in a Mathematical/Statistical discipline, and ideally an MSc in Operational Research. You will need in-depth knowledge of either SPSS and / or SAS, and have a good blend of analytical, creative and business skills. Your role will involve Customer response modelling and analysis, Data mining and statistical analysis, and statistical modelling. Working on a number of projects (including CRM, Direct Marketing, and Loyalty Card), this position offers an enviable challenge for career orientated, creative individuals.
Thetta er nu bara lysing a MER. Ekki spurning.
Nu tharf madur ad standa sig. Sidasti sjens adur en jolin setja allt a annan endann og Landsbankinn fer ad senda Scotland Yard a eftir mer.
15:57
mánudagur, desember 08, 2003
Hér hefur nokkrum sinnum komið fram að The Times (og The Sunday Times) er dagblaðið okkar Mæju hér í UK.
Við höfum gert nokkrar tilraunir með önnur dagblöð en ekki fundist þau jafngóð.
The Independent er of lítið og máttlaust, stenst ekki sambanburð við The Times. Það er alltof mikil vinstri-slagslíða á The Guardian og The Daily Telegraph er of Conservative.
The Times fellur því circa í miðjuna á broadsheet skalanum.
Reyndar kemur Financial Times út á hverjum degi og er í broadsheet formi. Markhópur þessa blaðs eru bankagúbbar og bisness-menn. Við höfum því alveg látið það eiga sig.
Svo nennir maður hreint ekki að lesa tabloids (Moggastærðin), þ.e. götublöðin. Þau draga úr manni orku því það er hreinlega ekkert í þeim. Maður flettir og flettir og skannar og skannar en finnur ekki neitt áhugavert. Það er helst að íþróttaumfjöllunin sé í lagi en þá er það upptalið. Restin er bara bull og vitleysa.
The Times er sem sagt málið.
Gallinn við broadsheet formið er hins vegar sá að blöðin eru stór og mikil og því er erfitt að lesa þau í strætó, í lest, í flugvél, á kaffihúsi, í mötuneytinu o.s.frv. Það er t.d. vonlaust að sitja í fullri lest og reyna að lesa The Times án þess að pirra alla í kringum sig. Maður rekur olnbogann í næsta mann, pappírsskrjáfrið fer í taugarnar á fólki og svo fer blaðið allt í klessu - dettur í sundur, rifnar og snýr upp á sig og fer allt úr skorðum.
Þetta er náttúrulega mikill galli á gjöf Njarðar því stór hluti íbúa á stór-London svæðinu og í öðrum borgum notar almenninssamgöngur til að komst til og frá vinnu og þessi hópur vill lesa eitthvað á meðan. Fæstir nenna þó að leggja það á sig og ferðafélaga sína að lesa eitt af broadsheet blöðunum. Þau missa því þarna af stórum lesendahóp eingöngu vegna þess að formið hentar ekki.
Þeir sem fylgst hafa með dagblaðamarkaðnum hér í UK hafa reyndar talað um að smám saman muni broadsheet formið deyja út. Þrátt fyrir að hafa lækkað í verði þá hefur sala á slíkum blöðum dregist saman á sl. árum á meðan sala á götublöðum í tabloid formi, eins og The Sun, hefur aukist. Verðlækkanirnar voru fyrst og fremst viðbrögð við aukinni sölu á götublöðum, sem kosta miklu minna og treysta á freistandi fyrirsagnir og æsandi myndir.
Til að bregðast við samkeppninni frá tabloids hafa broadsheets einnig verið að prófa sig áfram með innihaldið. Það ku vera léttara nú en áður. Nú birtast t.d. oftar myndir af frægu fólki og fleiri greinar fjalla um "social issues" en áður gerðist. Aukablöðin (sem er stungið inn í blöðin) fjalla um tísku og mat og ferðalög og eru almennt frekar mikið léttmeti. Þetta er víst gert til að höfða meira til ungs fólks og kvenna en þessir hópar hafa víst ekki verið nógu duglegir að lesa broadsheets sem hafa í gegnum tíðina lagt mesta áherslu á pólitík og viðskipti - þ.e. höfðað til jakkafatakalla.
Og enn bregðast broadsheets við samkeppninni og breyttum tímum. Fyrir circa 2 mánuðum varð The Independent fyrsta broadsheet blaðið til að koma út í tveimur stærðum, þ.e. broadsheet og tabloid. Innihaldið blaðanna er hið sama, eini munurinn er formið.
Auglýsingaherferðin, sem kynnti þessi nýbreytni, átti greinilega að ná sérstaklega til þeirra sem nota almenningsamgöngur. Tabloid stærðin var auglýst sérstaklega í London Underground og á helstu lestarstöðvum og sjónvarpsauglýsingar lögðu áherslu á hvað það væri nú fínt að lesa þessa stærð í lestinni eða í strætó.
Tilraunin heppnaðist vel og salan á tabloid útgáfunni fór fram úr björtustu vonum Independent - manna.
Þetta varð til þess að hin broadsheet blöðin fóru að íhuga þessa leið alvarlega.
Fyrir hálfum mánuði fór The Times að koma út í tveimur stærðum og flestir spá því að restin fylgi í kjölfarið.
Til að byrja með kemur tabloid stærðin af The Times bara út á stór-London svæðinu og einungis á virkum dögum. Flaggskipinu, The Sunday Times, verður ekki haggað í bili, enda færri að ferðast með almenningssamgöngum á sunnudögum.
Við erum svo heppin að geta keypt tabloid stærðina af The Times hér í campus sjoppunni og líst okkur afskaplega vel á þessa breytingu. Blaðið kostar 50 pens á virkum dögum og er stútfull af gæðaefni.
Nú er búið að sameina í eitt stórt blað fréttahlutann og viðskipta- og íþróttahlutann. Sem sagt mun einfaldara blað. Svo stinga þeir inn í þetta atvinnuaulýsingablaði og daglegu aukablaði með alls kyns gagnrýni og aukaefni. Stundum fylgir svo með eitt sérblað í viðbót.
Nú er ég ekki í vafa um að broadsheet stærðin eigi eftir að víkja alfarið - segjum innan 10 ára.
Sumir (lesist: gamlir íhaldssamir kallar) hafa reyndar áhyggjur af því að gömlu góðu broadsheet blöðin muni nú "dumb down" til að ná fleiri lesendum frá ekta tabloids blöðunum. Þessi stærðarbreyting sé bara fyrsta skrefið, en að eftir að búið sé að stíga það þá sé í raun búið að fella múrinn sem skildi þessar tvær dagblaða-týpur að og þá verði auðveldara að fara ódýru leiðin til að ná til lesenda.
Það má vera að með þessari breytingu á stærð gömlu broadsheet blaðanna þá breytist innihald þeirra eitthvað. Meira gæti slæðst inn af léttmeti og lesefni sem höfðar til frekar til ungs fólks og kvenna. Það er í góðu lagi á meðan efnið er vandað. Hins vegar finnst mér afar ólíklegt að þau fari að beita sömu brögðum og götublöðin til að ná til lesenda. Götublöðin myndu án efa vinna þá keppni.
Málið er að gömlu broadsheet blöðiðn þurfa að ná í nýja lesendur, ungt fólk. Ef þau gera það ekki þá hætta þau á endanum að koma út. Gömlu jakkafatakallarnir geta röflað ofan í ale-ið sitt yfir þessu öllu saman en þeir verða að gera sér grein fyrir því að ef að þeir eru þeir einu sem hafa áhuga á að kaupa blöðin þá eiga þau ekki bjarta framtíð fyrir sér. Ekki frekar en þeir.
22:06
laugardagur, desember 06, 2003
Fjórði dagur í flensu og fátt virðist vinna á þessu helv.
Ég stefni að því að verða orðinn þokkalegur á mánudaginn en ræð víst ekki miklu um það.
Flensuguðinn ræður nú ferðinni.
Á sama tíma og ég sit hér heima og snýti minn rauða nebba þá sitja Frexið og Gael á knæpu í London og hafa það gott. Þeir komu með EuroStar frá París í dag og ætla að dvelja í London fram á þriðjudag.
Ég næ kannski að hitta þá eftir helgi.
Annars fátt í gangi hér á görðunum.
Mæja lærir alla daga fram á kvöld og ég snýti mér, hósta og hnerra. Stöku sinnum dotta ég og finn eftir það orku til að vaska upp eða skipta um ruslapoka.
Það er nú allt og sumt.
Nú er ég með kjúlla í ofninum og Pop Idol að byrja á ITV. Maður kíkir á það. Svo er Bowling for Columbine á Channel 4 í kvöld.
Kominn tími til að sjá þá mynd.
Fyrir þá sem eru komnir í jólaskap þá er hér listi yfir 5 mest spiluðu jólalög í UK á síðasta ári:
1. White Christmas, Bing Crosby;
2. Fairytale of New York, The Pogues and Kirsty MacColl;
3. Merry Xmas Everybody, Slade;
4. Jingle Bells, Traditional;
5. When a Child is Born, Johnny Mathis.
Það er málið.
Helga Möller eða Eiki Hauks komast ekki á listann hér. Mikið er ég feginn.
Væri samt til í að heyra í Hemma Gunn og Dengsa - Jóladúett aldarinnar.
19:02
föstudagur, desember 05, 2003
Michael Howard er hinn nýi leiðtogi Tory flokksins hér í UK. Ég skrifaði hér fyrir nokkrum vikum um leiðtogaskiptin þegar Iain Duncan Smith var rekinn og Howard valinn í hans stað.
Howard var ekki kjörinn heldur var þingflokkurinn einfaldlega sammála um að hann væri maðurinn. Þeir höfðu líka ekki mikinn áhuga á blóðugum átökum um leiðtogasætið og fannst þessi leið því farsælust.
Þeir virðast hafa haft nokkuð rétt fyrir sér því ímynd og ásjóna flokksins er nú allt önnur en þegar hann var undir stjórn IDS.
Meginmáli skiptir að Howard kann einkar vel við sig í ræðupúltinu og er fyllilega jafnoki Tony Blairs þegar kemur að rökræðum. Það eitt gerir það að verkum að Ministers og MP´s fyrir Torys geta horft stoltir framan í sjónvarpsmyndavélarnar og blaðamenn og haldið áfram að hamra járnið á meðan það er heitt. Það smitar svo út frá sér til þjóðarinnar og leiðir jafnvel til þess að hún fer að íhuga vandlega hvort að tími sé kominn til að gefa Torys séns.
Prime Minister´s Questions eru haldnar á hverjum miðvikudegi í House of Commons. Þar fá leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tækifæri til að spyrja PM (Tony Blair) spjörunum úr, þjarma svolítið að honum. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Howard fyrir Torys, leikur aðalhlutverkið í yfirheyrslunni en leiðtogi minni stjórnarandstöðuflokksins, Charles Kennedy fyrir Liberal Democrats, fær líka að spreyta sig.
Þegar Torys voru undir stjórn IDS þá rúllaði Blair oftast yfir hann og Tory þingmenn skömmuðust sín næstum fyrir leiðtoga sinn. Prime Minister´s Questions var því enginn höfðuverkur fyrir Blair.
Nú er öldin hins vegar önnur. Howard kann vel að þjarma vel að Blair og hann lætur hann virkilega hafa fyrir þessu. Að sumu leyti virðist Blair næstum feginn að vera loksins kominn með almennilega samkeppni svo hann fái nú tækifæri til að sýna enn betur hvers hann er megnugur.
Nú á miðvikudaginn þótti Howard t.d. standa sig nokkuð betur en Blair. Blair lenti í vandræðum og þingmenn Torys fengu tækifæri til að reku upp góðar hlátursrokur og hróp vegna hvassra skota frá leiðtoga sínum að Blair.
Blair hefur verið duglegur að grafa upp og minna þjóðina á fortíð Howards, sem var einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins á tíunda áratugnum. Hann var harður í horn að taka og hafði óvinsælar skoðanir á hlutunum. Ein þingkona Torys lýsti honum þá sem svo að hefði "something of the night about him", og var þá að vísa til þess að Howard er af Transylvanísku bergi brotinn en Count Dracula gerði einmitt garðinn frægan á þeim slóðum. Gaurinn var sem sagt ekki ímynd hins góða og þjóðin hataði hann beinlínis.
Blair hefur reynt að nota þetta gegn honum nú og hamrar á því að Howard geti nú varla hafa breyst svo mikið á örfáum árum.
Howard virðist hins vegar hafa góð svör við þessum árásum Blairs og hafa þær hreint ekki verið árangursríkar til þessa.
Nú verður spennandi að sjá hvort skoðanakannanir fari að sýna okkur Torys saxa á forskot Labour eða hvort að þjóðin sé enn bitur út í Howard.
Svo verð ég nú að koma þessu að.
Charles Kennedy, leiðtogi Lib. Dem, er ansi traustur gaur. Hann er ca 35-40 ára, skoskur í húð og hár (þ.e. rauður) og talar með hörðum skoskum hreim (jor a veri nes person). Hann var lengi vel bachelor en gifti sig loks fyrir einu eða tveimur árum. Gaurinn reykir eins og strompur og hefur gaman að því að fá sér einn eða tvo!. Hann var víst duglegur partý-kall hér á árum áður og sást líklega oft á klimmunni á einum af rúmlega 20 börum sem eru inn í Houses of Parliament.
Af því tilefni lýstu gárungarnir honum stundum (og voru þá að afbaka lýsinguna á Howard hér að ofan) sem svo að hann hefði "something of the late last night about him".
Í dag er hann víst búinn að róa sig aðeins niður og er duglegur að minna menn á að nú skipti hann meira máli að hamra á Labour og Torys en að ræða heimsmálin og strategískar pælingar á klimmunni með félögunum.
13:16
fimmtudagur, desember 04, 2003
Too old to rock n´ roll.
Oh yeah.
Já það skyldi þó ekki vera málið.
Amk ligg nú í flensu, er með hálsbólgu, hita og beinverki og allan pakkann.
Í gær sagðist ég loksins vera búinn að jafna mig eftir Deep Purple ferðina góðu.
Það reyndist sem sagt rangt.
Ég var rétt búinn að senda síðasta blogg á netið þegar yfir mig helltist slen og slappleiki. Ég held þetta sé bara jólaflensan. Hún er víst að breiðast út um Evrópu um þessar mundir - allt að vera veikt í France og víðar.
Vegna þessa varð ég að fresta atvinnuviðtali í London í dag og guðmávitahvað. Ég get þó kannski komið einhverju í verk á netinu. Enn eru menn að auglýsa eftir analystum og ég er óhræddur við að sækja um þær stöður sem virka vænlegar.
Aðallega ligg ég þó bara heima og læt fara lítið fyrir mér. Mæja er nefninlega á fullu í próflestri og hefur engan tíma til að hjúkra greyið mér. Hún skilaði öllum sínum verkefnum í lok nóvember og framundan eru amk þrjú próf og nóg að lesa.
Maður aumkar sér bara í hljóði og segist vera þokkalegur. Hún fór þó út í sjoppu fyrir mig áðan og keypti Pepsi Max og Smarties stauk ásamt The Times. Ég er því alveg í góðum gír núna.
Reynir, pabbi Mæju, var í heimsókn hér í Guildford yfir helgina og fram á þriðjudag og skildi hér eftir væna SS lifrarpylsu og fáeina mygluosta. Ég dunda mér við að raða þessu góðgæti í mig á milli þess sem ég dotta yfir textavarpinu! eða rembist við að lesa dagblaðið.
Las reyndar í gær nokkuð góða úttekt á stækkun ESB til austurs. Ég fann þessa skýrslu í The Economist en ég er hræddur um að þessi lesning hafi bara gert mig enn slappari. Kemur svo sem ekki á óvart. Í svona ásigkomulagi á maður helst ekki að lesa neitt flóknara en mataruppskriftir og kannski aftan á morgunkornspakka.
Reynir færði mér maltviský, Bowmore frá Islay, í tilefni af útskriftinni. Flaskan er Cask Strength sem þýðir að styrkleiki drykkjarins á flösku er sá sami og þegar hann var í ámu. Í þessu tilviki er áfengisstyrkleikinn 56%. Er svolítið að spá í að vígja flöskuna og sjá hvort drykkurinn reynist ekki hið besta meðal. Hann ætti amk að sótthreinsa mig nokkuð vel að innan.
Ég á reyndar aðra átekna 12 ára Balvenie Double Wood sem Krissi Tö og Einar Mar gáfu mér í tilefni af útskrift. Eðaldrykkur og fá þeir þúsund þakkir fyrir. Svo er reyndar smá lögg eftir í 12 ára Bunnahabhain Islay flöskunni sem ég keypti í sumar.
Maður er því vel birgur af máttugum flensumeðulum og er það vel!
-------------------
Ég frétti af Mr Gudmuhe á tónleikum með Kiss og Aerosmith í Tampa í Flórída. Þar stundar hann mastersnám á milli þess sem hann borðar appelsínur beint af trjánum og syndir með krókódílum í bakgarðinum.
Hann skemmti sér vel á concertnum enda “old fart” rokkari í húð og hár og getur hann m.a. sett tónleika með Journey og Doobbie Brothers á CV-ið sitt. Hann lýsir tónleikunum í pistli dagsins á www.gummitorfi.blogspot.com.
Ef ég man þetta rétt þá verður Mr Gudmuhe einmitt þrítugur á morgun og fær hann hamingjuóskir frá Mr Brynjoj í tilefni dagsins.
Siggi Óli, sem stundar nám í einhverju skítapleisi í USA!, á líka afmæli á morgun - verður 29 ára. Hann fær líka hamingjuóskir.
15:45
miðvikudagur, desember 03, 2003
Þá er maður loks búinn að jafna sig eftir öfluga ferð til Aarhus í Danmörku.
Að vera rokkhundur er góð skemmtun en það er ansi hreint lýjandi. Púff.
Ég flaug á fimmtudaginn frá Stansted og var lentur á Aarhus flugvelli ca einum og hálfum tíma síðar. Þaðan þurfti ég svo að taka rútu inn í borgina. Bílstjórinn var með mjöööög flott permanent og snakkaði enskuna með þessum líka klassíska danska hreim. Ég var greinilega í réttu landi. Vantaði bara fadöl í hægri hönd og Prince stubb í vinstra munnvikið og þá hefði ég getað flokkað þennan bílstjóra sem prototýpu dansks gúbba!
Ég var svo mættur til Aarhus rétt fyrir miðnætti og þar tóku Frexið og Þröstur á móti mér. Þröstur er í MA námi í Aarhus - stúderar bókmenntir. Hann er einn mesti rokkhundur sem sögur fara af og því ekkert skrýtið að hann og Frexið hafi náð vel saman.
Frexið kom daginn áður frá Turku í Finnlandi þar sem hann hefur spilað handbolta við góðan orðstýr með HC Dennis. Heyrst hefur að félagslið í Rúmeníu séu að banka á dyrnar.
Við Frexið gistum heima hjá systur hans, Helgu Guðrúnu, og Halla kærasta hennar. Þau eru bæði í námi í Aarhus, hún í arkitektúr og hann í viðskiptafræði. Þau vorum í miklu stuði og fannst bara gaman að hafa okkur ormana í heimsókn.
Á föstudeginum var ágætis veður í bænum, sól og logn. Við Frexið tókum smá rölt um bæinn og tékkuðum á stemmingunni í þessari næststærstu borg Danmerkur. Upp úr hádegi fannst mönnum nú kominn tími til að fá sér amk einn öl og jafnvel að við höfum fengið okkur tvo.
Síðan fórum við í borðtennis.
Já, ég er ekki að ljúga. Við gaurarnir tókum borðtennismót í kjallarnum hjá Helgu og Halla. Fjórir mjög gáfulegir. Maður var ekki lengi að grafa upp gömlu góðu taktana, snúningsuppgjafir og góð smöss. Hmmm.
Eftir góða setu á helstu djassbúllu bæjarins lá leiðin beint heim til Þrastar þar sem ætlunin var að hita vel upp fyrir Deep Purple tónleikana næsta kvöld. Hann var búinn að senda ólétta unnustu sína til Odense svo við gætum nú örugglega botnað rokkið eins og lög gera ráð fyrir.
Þetta var hin ágætasta session og líklega hefðum við getað spælt egg á magnaranum þegar líða fór á kvöldið. Hávaðinn var amk mikill.
Grænlendingarnir á barnum á móti húsinu hans Þrastar kvörtuðu þó ekki neitt - enda líklega nýbúnir að fá útborgað frá socialnum og því í góðu tómi.
Tónleikarnir voru svo daginn eftir í húsi sem þeir kalla Scandinavian Congress Center. Splunkunýtt hús rétt við miðbæinn. Salurinn var ca jafnstór og Laugardalshöllin og var uppselt. Þegar við röltum inn var upphitunarbandið Uriah Heep þegar byrjað að spila. Þeir eru gamlir og ljótir og ekkert svaðalega góðir. Söngvarinn skartaði forlátum gulllituðum topp og hárlufsum í stíl.
Eina lagið sem ég þekki með þessu bandi heitir Easy Livin´. Það er nú nokkuð frægt. Því miður misstum við af því.
Við leyfðum því UH bara að glamra á meðan við fórum á barinn.
Upp úr klukkan níu ruddust svo Deep Purple fram á sviðið og byrjuðu showið á Highway Star. Það ætlaði allt vitlaust að verða. Áhorfendur voru í eldri kantinum, margir með væna vömb og grátt sítt hár. Sumir voru með kúrekahatta og aðrir voru alveg á klimmunni. Gamlir sýruhausar, núverandi hasshausar, einstaka virðulegir menn og svo nokkrir rokkhundar í yngri kantinum eins og við. Circa 1% tónleikagesta voru konur.
Annað lag kvöldsins var Strange Kind of Woman. Ian Gillian var í einkar góðum gír og kom í raun á óvart hversu lítið röddin hafði breyst. Hann sleppti reyndar hæstu gólunum.
Aðrir hápunktar kvöldsins voru lög eins og Hush, Lazy, Perfect Strangers og svo auðvitað Smoke on the Water. Þá var nú gaman að vera á svæðinu.
Hins vegar læddu þeir stundum inn lögum að nýjustu plötu sinni og þau voru ansi slöpp.
Í heild má segja að bandið hafi valdið smá vonbrigðum. Hefðu þeir bara haldið sig við gömlu góðu slagarana þá hefði showið verið eðal því bandið var vel þétt og söngvarin í góðu stuði. Nýju lögin drógu þá niður á lægra plan. Það er nú málið.
Samt gaman að sjá Deep Purple. Þeir eru legend og sérhver rokkhundur hlýtur að vera stoltur af því að hafa séð Smoke on the Water, live.
Á sunnudeginum komu Melkorka og Elísa í heimsókn til Aarhus og áttum við góðan dag saman. Fórum út að borða og röltum um bæinn. Það var mjög fínt.
Þegar líða fór á daginn fór rokklíferni síðstu tveggja daga að segja til sín. Lítill svefn og slatti af öli taka sinn toll. Maður var því ansi þreyttur þetta síðasta kvöld. Við náðum þó að hitta Krissa Tö á kaffihúsi í bænum. Loksins hitti maður hann á heimavelli. Gaman að því.
Morguninn eftir átti ég svo flug um tíuleytið og var kominn heim til Guildford rétt fyrir tvö. Ekki löngu seinna var ég kominn í bing þar sem ég svaf svefni hinna réttlátu!
Jaaaaaááá Hemmi minn. Það tekur á að drekka öl og fá ekki sína átta tíma. Þú ættir nú að þekkja það.
12:18
|
|
|
|
|