This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Bristol og Concorde - saman a ny.
Gaman ad tvi
Af mbl.is:
Hinsta flug breskrar Concordeþotu
Concordeþotan hóf sig á loft og lenti svo hinsta sinni í dag er þotu British Airways var flogið frá Heathrowflugvellinum til ævarandi dvalar á Filton-flugvellinum í Bristol þar sem hún var smíðuð á sínum tíma. Þar verður hún höfð almenningi til sýnis í framtíðinni.
Þotan hóf sig til flugs í London klukkan 11:30 að staðartíma, en þar er sami tími og á Íslandi, og lenti í Bristol klukkan 13 eftir flug út yfir Ermarsund og Biskajaflóa.
Um borð í þotunni í hinsta fluginu voru 100 flugliðar og flugverjar British Airways. Var flogið á rúmlega hljóðhraða út yfir hafinu. Er hún kom til lendingar flaug þotan heiðurshring yfir Bristol og nágrenni. Á flugvellinum biðu hennar þúsundir manna með Andrewe Bretaprins í broddi fylkingar.
------
Ja, Bristol menn klikka ekki a tvi. Their fa eitt stykki Concorde til ad vardveita enda var thotan honnud og smidud i Bristol.
Concorde er eitt helsta stolt Bristol manna og mun hun eiga vel heima i baenum sem thegar hefur ad geyma Clifton Suspension Bridge, SS Great Britain (gufuskip), The Floating Harbour (hofnin) og Temple Meads Train Station (elsta lestarstod i heimi sem er enn i notkun).
Thetta eru allt mannvirki eda farartaeki sem voru a undan sinni samtid og skorudu framur ut fra verkfraedilegu sjonarmidi.
Bristol leynir a ser.
15:11
Bernie Ecclestone, aðaleigandi Formula One keppninnar, er ekki myndarlegur maður. Hann er dvergvaxinn, grár og gugginn og minnir mest á Glám eða Skrám (man ekki hvorn).
Sem sagt ekki mikið fyrir augað, greyið.
Hann er hins vegar þriðji ríkasti maður Bretlands og það laðar sko að skvísið.
Fyrir nokkrum árum giftist hann ungri og myndarlegri konu, Slavicu frá Króatíu. Hún er um það bil helmingi yngri og helmingi hærri en hann svo maður fer nú ósjálfrátt að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum í fari Bernies gerði það að verkum að hún ákvað að giftast honum. Voru það peningarnir, persónuleikinn, útlitið eða hvað?
Maður veit það ekki.
Hins vegar veit ég að fyrir tveimur árum keypti Bernie 50 milljón punda hús í West-London handa sér og frúnni. Þau fluttu hins vegar aldrei inn því henni líkaði bara alls ekki við húsið. Þvílík prinsessa. Það hefur því staðið autt í nokkuð langan tíma.
Nú er húsið aftur komið í fréttirnar því Roman Abramovich, sem nýlega keypti Chelsea klúbbinn, er víst nokkuð spenntur fyrir eigninni og er tilbúinn að greiða allt að 85 milljónir punda fyrir hana. Það er rúmur milljarður Ikr.
Ef af sölunni verður þá fer húsið á spjöld sögunnar sem dýrasta "private residence" sem selt hefur verið.
Roman fer nú létt með að punga út þessari upphæð enda var hann tekjuhæsti einstaklingur í UK á síðasta ári með litlar 564 milljónnir punda í tekjur. Mér skilst að það séu .......hmmm 80 milljarðar Ikr. Hvaða rugl er í gangi hjá þessum gæja?
Að minnsta kosti hentar eiginin honum vel því gaurinn er giftur og á fimm börn og vill búa nálægt Chelsea vellinum. Húsið er 12 herbergja og í Kensington hverfinu í London sem er stutt frá Chelsea.
Gatan heitir Kensington Palace Gardens og hefur stundum verið nefnd "billionarie´s row" enda varla á færi annarra að búa á þessum slóðum.
Reyndar eru nokkur sendráð við þessa götu svo stjórnarerindrekar frá hinum ýmsu heimshornum fá líka að búa þarna.
Í gær fór ég á market research sýningu/ráðstefnu í London og var hún haldin í nágrenni við þessa umtöluðu götu. Eftir hafa stoppað í smá tíma á sýningunni tölti ég mér eftir þessari götu og tékkaði á aðstæðum. Húsið var á sínum stað og fleiri álíka allt í kring. Flottir Bensar og BMW-ar á hverju strái og garðyrkjumenn á fullu í hverjum garði.
Jú, þetta var alveg massafínt og allt það - en milljarður króna fyrir eitt stykki hús sem er ekki einu sinni höll og ekki með stórri landareign, laxveiðiá, stóru vatni og öllum pakkanum. Ég myndi segja pass.
Roman, vinur okkar, sem þénar 1-2 milljónir punda á dag þarf hins vegar ekki að velta svona smáatriðum fyri sér. Ef húsið er gott, flott, á góðum stað og allt er í orden , þá bara kaupir hann það - hvað sem það kostar. Ef hann kemst í heimsmetabækur í leiðinni þá er það bara bónus.
---------------------
Á morgun flýg ég til Aarhus í Danmörku og verð þar framyfir helgi. Þar mun ég hitta Frexið, Þröst félaga hans, og fleira gott fólk og er ætlunin að rokka alveg heilmikið. Á laugardagskvöld förum við á tónleika með ellismellunum í Deep Purple og verður það væntanlega heví gaman. Ég hlakka mikið til.
Ég þori að veðja aleigunni (hvaða aleigu?) að þeir félagar í Deep Purple taki þennan slagara í uppklappinu á laugardagskvöldið.
We all came out to Montreux
On the Lake Geneva shoreline
To make records with a mobile
We didn't have much time
Frank Zappa and the Mothers
Were at the best place around
But some stupid with a flare gun
Burned the place to the ground
Smoke on the water, fire in the sky
They burned down the gambling house
It died with an awful sound
Funky Claude was running in and out
Pulling kids out the ground
When it all was over
We had to find another place
But Swiss time was running out
It seemed that we would lose the race
Smoke on the water, fire in the sky
We ended up at the Grand Hotel
It was empty cold and bare
But with the Rolling truck Stones thing just outside
Making our music there
With a few red lights and a few old beds
We make a place to sweat
No matter what we get out of this
I know we'll never forget
Smoke on the water, fire in the sky
Eitt helsta rokk-anthem sögunnar. Það er kominn tími á að heyra það live.
14:10
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Starbucks, kaffihúsakeðjan, er málið.
Þar er ég fastakúnni og fíla það vel. Kem aftur og aftur og drekk kaffi og maula stundum lítinn flap-jack eða shortbread. Kem út afslappaður og hressari og ánægður með pakkann.
Til eru anti-kapitalistar, anti-globalisation-istar, anti-americans, og ýmsar afleiður og meðhangendur þessara hópa sem hafa horn í síðu þessarar amerísku kaffihúsakeðju. Undanfarið hafa þeir látið reiði sína og gremju og neikvæðar skoðanir bitna á Starbucks kaffihúsum víða um heim - rétt eins og McDonalds keðjan hefur fengið að finna fyrir því undanfarin ár. Sl. vor, þegar stríðið í Írak var nýhafið, var t.d. ráðist á stærsta og flottasta Starbucks staðinn í Bristol og hver einasta rúða mölvuð.
Í augum þessa fólks eru Starbucks staðirnir líklega einhverskonar birtingarmynd hins ameríska heimsveldis og fá þeir því að finna fyrir hnefanum. Það er því ekki líklegt að fólkið heimsæki Starbucks staði, smakki kaffið og prófi að hvíla lúin bein þar inni. Ullabjakk og ojbara, segja þau.
Ég er hins vegar fastagestur á Starbucks þegar ég er á ferðinni hér í Guildford eða í London. Þessir staðir eru næstum á hverju götuhorni hér og því auðvelt að finna stað þegar kaffilöngun blossar upp.
Reyndar eru líka aðrar keðjur hér, t.d. Cafe Nero, Coffee Republic o.fl., sem byggja á sömu hugmynd. Samanlagt eru þessar kaffihúsakeðjur svo víða að það liggur við að maður sjái alltaf í amk eitt útibú hvar sem maður er staddur í miðborg London - næstum því.
Ég vel Starbucks vegna þess að venulega kaffið þar er alveg stórgott - þeir kalla svart kaffi Cafe Americano -, staðirnir eru oftast nokkuð vel innréttaðir og notalegir og svo er spiluð alveg ágætis músík þar - nettur djass.
Á mörgun þessara staða eru góðir sófar, listaverk á veggjum og gott útsýni út á götu þar sem mannlífið líður hjá. Kaffið er þó aðalmálið, og þar hefur Starbucks vinninginn.
Ég borga 1.6 pund fyrir könnu af sjóðheitu kaffi og get fyrir vikið sötrað og slappað af í mjúkum sófa með útsýni yfir iðandi mannlíf í miðri stórborginni. Að lokum getur maður skellt sér á vel þrifið klósettið án þess að hafa áhyggjur af því að maður sé að nudda sér upp úr uppsöfnuðum óþverra úr ca 7000 manns frá 5 heimsálfum - eins og staðan er oft á pubbum, skyndibitastöðum eða litlum hliðargötuholukaffihúsum.
Fyrir allt þetta finnst mér 1.6 pund alveg sanngjarnt verð.
Okkur líkar oftast best við það sem við þekkjum og því veljum það sem við höfum valið áður - ef við höfum góða, amk ekki slæma, reynslu af því. Við viljum oftast halda allri óvissu í lágmarki, við nennum ekki sífellt að vera að taka nýjar og nýjar ákvarðanir; það er erfitt, tekur tíma, eykur óvissu og býður "hættunni" heim.
Ég nenni t.d. ekki alltaf að vera að fara á nýtt og nýtt kaffihús með ólíkar kaffitegundir og misgóðar maskínur, mishrein klósett etc. Sú hegðun myndi auka líkur á því að ég myndi fá þjónustu og kaffi sem mér líkaði ekki.
Ég hef valið Starbucks og þangað til einhver annar býður betur þá fer ég þangað - og hana nú.
17:43
laugardagur, nóvember 22, 2003
Enn rignir a okkur i Guildford.
Nu hellirignir og allt ad fara a flot.
Krissi To maetti her i gaerkvoldi um niuleytid. Hann var i godum gir eftir godan dag i London.
Vid roltum nidur i midbae og forum a pub sem heitir The White House og satum thar thangad til okkur var hent ut um midnaetti. Paentur og gott spjall, gaman ad tvi.
I morgun saum vid svo England vinna heimsmeistaratitilinn i rugby og spaendum i okkur spaeleggi og bokudum baunum. Skaludum i eplasafa forum svo beint ut a lestarstod og Krissi tok lestina ut a Heathrow. Framundan hja honum er 8 tima flug med Virgin Airlines til New York thar sem hann aetlar ad fara a fleiri fundi. Mer skilst ad hann aetli a gista hja Modda og Ernu. Moddi tharf thvi liklega ad pina sig eitthvad fra namsbokunum med tarin i augunum og hella i sig nokkrum paentum med Krissa a naestu dogum. Eg vorkenni honum ekki neitt.
Thetta var stutt en god heimsokn hja Krissa. Gaman ad fa gesti og miklu betra ad gista her hja okkur i Guildford en ad hyrast a ljotu og randyru hoteli i London. Thad er malid.
Annad.
Sa thetta a vef University of the West of England:
"The University of the West of England will award the honorary degree of Doctor of Science to Sir David Frederick Attenborough CH CVO CBE FRS on Thursday 20 November. The honorary degree will be conferred at the Award Ceremony of the Faculty of Applied Sciences at 11.30am at Bristol Cathedral".
Af hverju gatu their ekki gert thetta a minni ceremoniu? Hefdi verid gaman ad hitta kallinn.
The BBC nature team, sem framleidir thaettina med Attenborough og alla adra natturulifsthaetti fyrir BBC, er based in Bristol og liklega hefur hann tvi verid nokkud mikid a svaedinu i gegnum tidina. Thad er liklega astaedan fyrir tvi ad skolinn er ad veita honum thessa vidurkenningu.
Annars kom nylega ut aevisaga Sir DFA og er eg ad spa i ad kaupa hana vid taekifaeri. Gaurinn hefur nattulega sed ansi margt a longum ferli og tvi liklegt ad hann hafi fra morgu skemmilegu ad segja. Toppmadur enda Sir.
13:44
föstudagur, nóvember 21, 2003
Helgin á leiðinni og rigning í Guildford.
Samt nokkuð heitt úti.
Sala á peysum og öðrum prjónavörum hjá Marks & Spencer hefur dregist saman um 80% á milli ára á þessu misseri. Menn kenna hitanum um. Varla að það taki því að fara í frakka, hvað þá að vera með trefil.
Ég spóka mig því bara um í gallajakkanum og nýju ljósu GAP buxunum, án trefils eða annara skrautmuna.
Varla líklegt að ég versli mikið af prjónavörum í M&S bráðlega.
Krissi Tö er væntanlegur til Guildford á eftir og aldrei að vita nema við tékkum á stemmingunni á einum eða tveimur pubbum í miðbænum. Hann er víst búinn að vera ansi bissí á fundum í London í dag og það tekur á. Skarkalinn og mannmergðin í London gerir líka sitt til að draga úr manni orku. Eftir erfiðan dag í London er því gott að taka lest upp í sveit og eyða kvöldstund á hlýjum og notalegum pub.
Sjálfur var ég í London í gær. Fór í viðtal hjá fyrirtæki lengst í vestur London. Tube ferðin frá miðbænum tók yfir 30 mínútur. Hverfið heitir Ealing og er líklega nokkuð nálægt Heathrow. Viðtalið gekk alveg prýðilega en ég fæ víst ekkert að vita fyrr en eftir tvær vikur.
Ráðningarstofurnar hafa verið nokkuð duglegar að senda CV-ið mitt á fyrirtæki núna undanfarið og býst ég því við að fara í fleiri viðtöl á næstu vikum. Maður þarf bara að vera tjillaður og bjartsýnn.
Ég rölti aðeins um Central London í gærkvöldi, eftir viðtalið. Rölti frá Embankment og yfir Thames, að Waterloo station. Flott að labba yfir ána og virða fyrir sér upplýstu húsin við ána. Mikið ljósashow í gangi.
Það var svolítið skrýtin stemming á svæðinu. Mótmælin gegn Bush voru í algleymingi og allst staðar var fólk á stjái með mótmælaspjöld. Því miður fór ég ekki niður að Trafalgar Square þar sem aðallætin voru akkúrat á sama tíma og ég var á svæðinu. Ég bara fattaði það ekki þá. Það hefði verið gaman að tékka á stemmingunni og jafnvel að taka þátt í óeirðum, vera laminn og troðinn undir, augað lafandi, nefið út á kinn, eyrun í rassvasanum og enda með höfuðið á spjótsoddi fyrir framan Tower of London.
17:38
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Þá er loks búið að útskrifa mig.
Nú tilheyri ég víst ekki lengur Faculty of Computing, Engineering & Mathematical Sciences. Í staðinn má ég hins vegar kalla mig Master of Science, ef ég vil. Maður gerir það kannski þegar mikið er í húfi.
Í mínu holli í gær útskrifaði deildin ca 130 nemendur, þar af 6 mastera og 5 doktora.
Við Mæja vöknuðum eldsnemma í gærmorgun, tókum lest til Reading og fórum þaðan með rútu til Bristol. Rútan lenti í umferðarhnút og tómu rugli og mætti ekki til Bristol fyrr en 11:15. Athöfnin átti hins vegar að byrja kl. 11:30 og ég átti að vera löngu mættur.
Þegar við loks mættum í Bristol Cathedral var athöfnin akkúrat að byrja og því mikið stress í gangi. Mæja settist út í sal og ég var drifinn í skykkjuna og hattinn og laumað inn um hliðardyr. Ég náði ekki að setjast í sætið mitt upp á sviði því útskriftarhópurinn var þegar sestur. Ég þurfti því að standa til hliðar og bíða þar til röðin kæmi að mér að taka í spaðann á Vice-Chancellornum upp á sviði.
Dr Stephen Ryrie las upp nafnið mitt og náði að bera það nokkuð vel fram. Það gerist ekki oft hér. Ég rauk upp á svið og Vice-Chancellorinn sagði "Congratulations". Eftir það gat ég loksins sest í sætið mitt.
Svo voru haldnar nokkrar ræður og á eftir var boðið upp á léttar veitingar í kirkjunni.
Þetta reddaðist því allt saman þrátt fyrir næstum klukkutíma seinkun á rútunni.
Við Mæja eyddum svo nokkrum tímum í Bristol, fengum okkur nokkra öllara og að borða og kíktum aðeins í heimsókn á City Inn. Fínt að heimsækja Bristol og kveðja borgina endanlega. Klára námið og þakka fyrir sig.
Fá closure á dæmið, er ein leið til að lýsa því.
Upp úr fjögur fórum við sömu leið til baka, via Reading, og vorum mætt til Guildford ca sjö. Enduðum daginn á góðum restaurant hér í bæ og borðum eðalsteikur og drukkum gott vín. Því miður fundum við ekki nógu góða koníaksstofu svo við slepptum alveg vindlum og konnara að þessu sinni.
Í dag er ég svo hálf-þunnur og geri því varla mikið af viti. Þarf jú að undirbúa mig fyrir viðtal í London á morgun. Aldrei að vita nema maður rekist þar á Bush og Tony. Þeir verða víst eitthvað að flækjast í Downing Street í hádeginu á morgun þar sem sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson ætlar að elda ofan í þá.
Væri gaman að kasta á þá kveðju og jafnvel að spyrja þá hvort ekki vantaði eitt stykki master til að aðstoða við uppbyggingu í Írak eða eitthvað álíka. Aldrei að vita nema maður yrði bara ráðinn á staðnum.
BB Jonsson, special envoy for Mr Blair and Mr Bush in Iraq.
Kæmi vel út á CV-inu.
15:35
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Sunnudagur í Guildford á rólegu nótunum.
Fórum á smá djamm í gær með bekkjarfélögum Mæju. Pizzur og bjór heima hjá Ræ eða Rí eða hvað sem hún heitir nú. Það var stórfínt. Fínt að komast í partý stöku sinnum.
Í dag er Mæja svo að læra og ég að undirbúa mig fyrir viðtal hjá fyrirtæki í London á morgun. Fyrirtækið er í market research consultancy. Nokkuð spennandi og aldrei að vita nema maður slái í gegn og fá að fara í 2nd interview og að lokum í 3rd interview og svo beint á launaskrá. Það myndi þá gerast circa í mars 2006. Hemmi Gunn!
Svo förum til Bristol á þriðjudaginn þar sem mér verður breytt í master of science. Hókus pókus, jibbí jei. Just like that.
Útskriftin fer fram í Bristol Cathedral svo þetta verður allt saman vottað af æðri máttarvöldum. Það tel ég vera ansi mikinn kost enda mun það gefa gráðunni og titlinum enn meiri vigt.
Master í Guðs nafni, amen.
Við ætlum ekki að gista í Bristol, heldur fara aftur til Guildford um kvöldið og halda upp á daginn á góðum veitingastað. Fá sér ljúffenga steik og gott vín og kannski feitan vindil og koníak. Ahh.
Passa sig samt að týna ekki skírteininu í fagnaðarlátunum. Ef það gerðist þá væri þessi nýi titill minn bara á milli mín og Gussa. Það dugar víst ekki í London.
Svo er annað viðtal í London á fimmtudaginn hjá enn einu markaðrannsókna-fyrirtækinu. Allir æstir í að fá að tala við gúbbann frá Íslandi. Ójá.
Svo ætlar Krissi Tö (bróðir Einars Marar/Mar/Mars úr Utangarðsmönnum og frændi Mick Mars úr Mötley Crue) að kíkja í heimsókn á föstudaginn. Við ætlum að hittast í London og svo fær hann að gista hjá okkur í Guildford eina nótt áður en hann flýgur áfram til New York. Ég held að þetta ferðalag á honum sé eitthvað tengt lokaverkefninu hans við Árósa-arkitekta-skólann. Gott verkefn´ marr.
Sem sagt nóg að gera á næstu dögum - sem er mjög gott.
Fig Rolls pakki á borðinu + köld mjólk - sem er líka mjög gott.
Top Gear á BBC2 í kvöld - sem er mjög gott.
Varadekkinu hæglega komið fyrir undir knastásnum - sem er mjög gott.
Spagettí í matinn í kvöd - sem er mjög gott.
14:34
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Remembrance Sunday var haldinn hátíðlegur hér í UK sl. sunnudag, 11. nóvember.
Á þessum degi minnast Bretar hermanna sem hafa fallið í átökum, fyrr og síðar. Flestar borgir og bæir halda upp á daginn með virðulegri athöfn. Fólk safnast saman við stríðsminnismerki (War memorial) bæjarins, blásið er í lúðra, æðstu ráðamenn sýna á sér andlitið, og ungir og aldnir hermenn mæta og svæðið og heiðra minningu fallinna félaga.
Ég sá frá athöfninni í London í sjónvarpinu og voru þar, fremstir í skrúðgöngunni, fjórir fjörgamlir kallar sem allir börðust í WW1. Þeir eru einu eftirlifandi bresku hermennirnir sem börðust í því stríði.
Í sömu skrúðgöngu voru líka, í fyrsta skipti, hermenn sem börðust í Desert Storm árið 1991.
Fleiri fylkingar eiga líklega eftir að bætast í hópinn á næstu árum.
Það fyrsta sem ég sá þennan morgun þegar ég tölti út úr Svenna-koti í Dunkeld var einmitt gamall haltur kall í skotapilsi og svörtum jakka með fullt af heiðursmerkjum á barminum. Þessi hefur líklega barist í WW2 og verið á leiðinni í minningarathöfinina.
Síðstliðin 100 ár hafa Bretar reglulega átt í stórátökum. Án þess að vera eitthvað sérlega vel lesinn á þessu sviði þá get ég í fljótu bragði nefnt WW1, WW2, Kóreu-stíðið, Falklandseyjar, Desert Storm, og auðvitað innrásina í Írak á þessu ári. Fyrir þennan tíma má svo nefna endalausar erjur við Frakka þangað til Nelson flotaforingi kenndi Fransmönnum sína lexíu við Trafalgar.
Stríðsrekstur er mönnum því í blóð borinn hér á þessari eyju í Atlantshafinu sem hefur þó ekki verið hernumin (af innrásarher) síðan 1066. Þá var það William the Conquerer sem sigldi frá Normandy ásamt her sínum og valtaði yfir varnir landins. Sitjandi konungur fékk ör í augað, steindrapst, og William var krýndur konungur.
William þessi var fyrsti konungur Englands sem byggði kastala og má eiginlega segja að hann hafi flutt þessa byggingarhefð með sér frá meginlandinu. Fljótlega spruttu upp kastalar um allt land og má með sanni segja að þeir hafi slegið í gegn hér.
Merkilegasti kastalinn sem William lét byggja stendur enn og er einkar glæsilegur. Hann heitir Tower of London og er í dag vinsælasta tourist attraction í UK. Hann er rúmlega 900 ára gamall og var á sínum tíma hæsta bygging í UK. Í raun má segja að allir seinni tíma kastalar í þessu landi hafi verið stæling á þessum fyrsta stein-turni sem hér var byggður.
Það mætti kannski færa rök fyrir því að Tower of London sé minnsmerki um hernám landins fyrir rúmum 900 árum.
Tapað stríð á heimavelli.
Þau verða vonandi ekki fleiri.
Eins og Churchill orðaði það þegar hann var að stappa stálinu í landa sína á ögurstundu í WW2:
"We shall go on to the end.... We shall fight in France, we shall fight on the seas and in the oceans, shall fight with growing confidence and growing strength in the air.. We shall defend our island, whatever the cost may be. We shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and streets and in the hills.... We shall never surrender, and even if, which I do not for a moment believe, this island, or even a part of it, is subjugated and starving, then our Empire across the seas, armed and guarded by the British fleet, will carry on the struggle, until, in God´s good time, the new world, in all its strength and might sets forth to the rescue and liberation of the old. Britain will fight the menace of tyranny for years, and, if necessary, alone".
Bretar vilja ekkert láta valta yfir sig og hika ekki við að grípa til vopna ef mikið er í húfi.
16:09
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Þá er maður mættur aftur. Guildfordari í góðum gír, nýklipptur, velútsofinn og helmassaður - að vanda.
Ég ferðist til Scotlands um síðustu helgi og hafði gott og gaman af því.
Ég var sérstaklega ánægður með lestarferðina frá London til Dundee og til baka. Þetta er circa álíka langt og Reykjavík - Egilsstaðir þvert yfir landið.
Lestin fór í gegnum Peterborough, York, Durham, Newcastle, Edinburgh og í Dundee þar sem háskólinn hans Svenna er. Endastöð lestarinnar er í Aberdeen.
Þessi leið er með þeim þekktari í Englandi; The Great North Eastern Railway. Í upphafi síðustu aldar var þetta langfljótlegasti ferðamátinn frá London til höfuðborgar Scotlands. Þessi leið gerði bissnessmönnum í Scotlandi kleyft að komast á fund í London og heim aftur á einum löngum degi. Hraðskreiðustu og bestu lestarnar voru settar á þessi spor og líklega var oft líf og fjör í bar-vagninum a leidinni heim.
Reyndar er annad spor sem fer beint frá London til Glasgow og var víst mikil samkeppni á milli þessara tveggja leiða í upphafi síðustu aldar. Hraðamet voru sett og miklum peningum eytt í auglýsingar og ýmis PR stönt. Lestarnar voru straumlínulagaðar og þutu um sveitir landsins eins og byssukúlur á yfir 160 km hraða. Þetta var state-of-the-art ferðamáti þessa tíma.
Mér finnst ég þekkja landið mun betur eftir að hafa ferðast þessa leið. Maður áttar sig betur á vegalengdum og hvar hinir og þessir bæir eru. Svo sér maður vel hvernig landslagið breytist smám saman.
Umhverfið varð skemmtilegra eftir því sem við fórum norðar. Bærinn Durham er t.d. alveg sérdeilis flottur, eiginlega eins og klipptur út úr riddarasögu. Kastali upp á hæð, flott kirkja, mjög hæðótt og skógi vaxið landslag og róleg á sem hlykkjast á milli hæðanna. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um Prins Valíant og Ívar Hlújárn þegar ég var á þessum slóðum.
Eftir Newcastle fór lestin meðfram NA ströndinni og var flott að bruna á ca 160 km hraða alveg upp við þvernípta klettaströndina. Ekki var svo leiðinlegt að koma yfir til Scotlands þar sem lestin þurfti að bruna yfir brúaða firði og í gegnum smábæi úr gráu graníti.
Duttum svo inn í Dundee rétt um fimmleytið. Þar tók Svenni á móti mér og við hoppuðum beint upp Citreon Saxo og brunuðum áleiðist til Dunkeld.
Wendy klikkaði ekki á því um kvöldið og bauð upp á dýrindis haggis með kartöflustöppu og rófustöppu. Besta haggis sem ég hef smakkað - enda keypt hjá slátraranum á horninu. Ég held ég geti fullyrt að haggis er einn af mínum uppáhaldsréttum.
Á föstudeginum fór ég í góðan labbitúr rétt hjá Dunkeld og um kvöldið tókum við Svenni gott klimmukvöld. Við byrjuðum á bæjarpubbunum og enduðum í góðum rokkgír í kotinu hans Svenna.
Laugardagurinn var frekar rólegur enda gott að hvíla sig vel fyrir fjallgönguna sem var á dagskrá daginn eftir.
Við fórum í mat til tengdaforeldra Svenna og fengum þar úrvals dádýr í gravy.
Á sunnudeginum keyrðum við svo að Loch Tay en ætlunin var að ganga upp á fjallið Ben Lawers. Í ca 600 metra hæð gengum við upp í skýin og sáum ekki rassgat eftir það. Röltum samt áfram upp fjallið og fylgdum göngustíg upp á topp. Því miður vorum við ekki með kort af leiðinni en varðan á toppnum benti til þess að við værum á réttum stað.
Það var nú frekar hráslagalegt þarna uppi svo við drifum okkur niður aftur. Þegar við komum niður úr skýjunum var veðrið alveg prýðilegt og mjög gaman að rölta í hlíðunum.
Loksins komst ég í fjallgöngu.
Við sáum kort af leiðinni á bílastæðinu við fjallsræturnar og gerðum okkur grein fyrir að við höfðum farið upp á bandvitlaust fjall. Við fórum alls ekkert upp á Ben Lawers heldur upp á fjall sem heitir Bheinn Ghlas (1051m) sem er víst 47unda hæsta fjall í Scotlandi.
Þessi smávægilegu mistök skiptu okkur svo sem engu máli. Við komust upp á fyrsta Munroinn okkar og nú eru aðeins 283 eftir.
Á leiðinni heim stoppuðum við á elsta pub í Scotlandi, í Kenmore, og fengum okkur í svanginn. Heitt beef and ale pie rann ljúflega niður í kaldan kroppinn. Eðal.
Ég kvaddi svo Svenna í Dundee á mánudagsmorgun og tók lestina sömu leið til baka.
Þetta var góð ferð. Ég hafði mjög gott af því að skipta aðeins um umhverfi og slappa af í sveitasælunni. Gott að taka frí frá vinnuleit og hlaða batterín fyrir nýtt áhlaup í þeim efnum. Sjáum til hverju það skilar.
15:09
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Tíminn líður hratt hér í Guildford.
Jólaskreytingarnar eru komnar upp á High Street og út um allt eru auglýsingaplaköt fyrir Alvin Stardust Christmas Show. Rockin´ around the Christmas tree verður líklega tekið á þeirri skemmtun. Frábært helvíti!
Jólaauglýsingarnar eru farnar að sjást á skjánum og heill hillugangur í Tesco er troðfullur af Christmas Pudding.
Jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, jólin, .... Eins og segir í einu af hinum stórskemmtilegu íslensku jólapopplögum.
Eða hvað með þetta;
Ég kemst í hátíðarskap
þó úti séu snjór og krap.
Helga Möller heiti ég
og er alveg óðgeðslega leiðinleg.
Jólin kom´á ný
ég spyr ekki af því
því ég komin er í hátíðarskap.
Alltaf ömurlegt að heyra þetta lag.
Svo er jólaplatan með Hemma Gunna og Dengsa líka algjör klassík.
Hvernig var þetta aftur.
Jaaaaááá Hemmi minn.
da dadda dadda dadda da
da dadda dadda dadda da
um jólin
da dadda dadda dadda da
da dadda dadda dadda dadda da
Kann svo ekki meir!
Djö.
Annars bara rólegur. Ekki enn kominn í jólaskap þótt annað mætti halda.
Ég fer til Skotlands á morgun að heimsækja Svenna Ingvars sem býr í Dunkeld. Hann er að ljúka MSc ritgerðinni sinni og ætlum við að halda upp á það með því að klifra upp á Ben Lawers (1214m) og jafnvel að fá okkur smá viský og öl. Ekki væri svo slæmt að fá Haggis og rófustöppu. Heyrirðu það Svenni!
Ég ætla að taka lestina frá Guildford til King´s Cross í London og svo þaðan beint til Dundee þar sem Svenni ætlar að ná í mig. Lestin fer sem sagt upp með allri austurströnd landsins og stoppar t.d. í York, Newcastle og Edinburgh. Hljómar bara nokkuð vel. Það tekur ca 6 tíma að fara þessa leið frá London til Dundee. Mér finnst það nú bara nokkuð vel sloppið.
Ég kem svo til baka á mánudaginn.
Mæja ætlar að vera heima í Guildford á meðan. Hún hefur engan tíma fyrir svona vitleysu og ætlar að læra alla helgina. Ég skil svo sem alveg hvað hún er að spá enda var ég í nákvæmlega sömu stöðu og hún fyrir ári síðan.
Það er nú málið.
16:34
mánudagur, nóvember 03, 2003
Helgin.
Hún var helv fín.
Við Mæja dvöldum í tvær nætur hjá Ástu, systur hennar, í góðu yfirlæti í Woodbridge í Suffolk. Þetta er circa 15 þús manna bær, gamalt market place í sveitinni. Svona typical second home town. Lundúnabúar sem hafa það gott eiga sín helgarhús í bæjum eins og Woodbridge. Antíkbúðir, bakarí, kaffihús, pubbar og veitingahús. Voða næs. Svo eru svona einstaka "unglingar" eins og Ásta og co. á svæðinu.
Við héldum upp á 29 ára afmælið mitt á laugardaginn með Ástu og Ben. Borðuðum þorsk og rúllutertu með góðri lyst.
Ben, sem er rúmlega þriggja ára, djöflaðist út um allt í Spiederman gallanum sínum - gormaðist all over the place og hafði lítið fyrir því. Ég var í hlutverki Goblins og tók fullan þátt í Spiderman leiknum. Hafði einstaklega gaman af því.
Í dag var ég svo að flækjast í London. Eitt stykki viðtal hjá enn einni ráðningarstofunni.
Eftir viðtalið rölti ég í vesturátt, kíkti á Royal Albert Hall og endaði svo á Natural History Museum. Sá þar nokkrar grand risaeðlubeinagrindur og ca 7000 uppstoppuð dýr.
Dodo fuglinn var líka á svæðinu. Hann dó víst út ca 16hundruð og etwas. Það sem ég sá er víst bara eftirlíking. Eitthvað var jú líka um steingervinga og geim-steina.
Rölti mér svo um Chelsea hverfið og fékk mér tvo London Pride áður en ég tók lestina heim til Guildford.
Ágætt að koma heim í litla bæinn sinn.
Flugleiðir eru alltaf að slá í gegn. Sá auglýsingu frá þeim á mbl.is. "83 flug á viku til 13 áfangastaða. Farseðillinn gildir í eitt ár". Og bla bla. "Verð frá kr 19.500". Prófaði að panta return flug frá Íslandi til London 06/11/03 - 10/1103, og gerði það í gegnum þennan auglýsingabanner. Kostar kr 38.950 með öllu.
Massahevígotttilboð.
Þeir hjá Iceland Express bjóða mér sama pakka á kr 23.990, mit alles. Þeir lenda á Stansted en Flugleiðir lenda á Heathrow.
Stansted Express lestin frá Stansted Airport kostar ca 2000 kr return. Ferðin tekur rúmlega hálftíma og skilar manni inn í cental London. Lestin frá Heathrow og inn í central London tekur tæpan hálftíma og kostar ca 400 kall.
Maður er enn ca 15 þús kr í plús. Það er hev gott kvöld fyrir tvo á fínum veitingastað. Ekki spurning.
21:16
|
|
|
|
|