This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, mars 29, 2004  
Summertime

Sumartími er hafinn hér í UK. Sól og blíða framundan.
Við erum því einum tíma á undan Frónverjum um þessar mundir.
Rómverjar eru hins vegar einum tíma á undan okkur og útlagar í Afghanistan fjórum tímum á undan þeim. Félagar okkar á austurströnd US eru hins vegar mörgum tímum á eftir okkur og hafa alltaf verið og munu aldrei bíða þess bætur.
Greyið þau. Svo langt á eftir.

Nú er loksins vor í lofti hér í Surrey sýslu eftir frekar kaldan febrúar og mars.
Flest tré og blóm eru komin í gír og endur og annar fiðurfénaður á fullu hér á campus tjörninni. Um daginn þegar ég var á rölti í vinnuna kom ég að tveimur öndum í miklum ástaratlotum á tjarnarbakkanum. Þau létu sér ekki bregða þótt ég segði "góðan daginn".

Ný vinnuvika hafin - sem er bara gott.
Nú er ég komin aðeins betur inn í hlutina hjá Arkenford og veit því betur hvað snýr upp og hvað niður.

Mitt aðalverkefni um þessar mundir er að þróa módel sem nota má til að meta áhrif auglýsinga á strætisvögnum hér í UK, þ.e. til að meta hversu margir vegfarendur sjá þessar auglýsingar. Arkenford-menn hafa áður unnið að slíkum módelum fyrir underground-ið í London og national lestarkerfið. Nú er röðin komin að strætó - í London og annars staðar í Englandi, Wales og Scotlandi. Þessi markaður veltir víst einhverjum milljörðum og er módelinu "mínu" ætlað að koma með gjaldmiðilinn á markaðnum - meta fjölda áhorfenda. Þetta verkefni verður víst á minni könnu næstu mánuðina.
Líst bara vel á það.

Ég mun líka koma að fleiri verkefnum á næstunni og hljóma þau líka nokkuð spennandi. Meira um þau síðar.

Annars erum við Mæja bara í gír. Hún kláraði önnina sl. föstudag og héldum við upp á það með öllum bekknum á pub hér í miðbænum. Mikið fjör og þónokkuð öl. Laugardagurinn fór í þynnku og tjill í miðbænum en sunnudagurinn fór í þrif og lestur góðrar bókar. Helgin endaði svo á góðri kássu - steak and ale stew - með stöppu og rauðvíni og Gangs of New York. Það tók mig 3 tíma að elda stewið og fannst mér einstaklega gaman að setja Guiness-inn út í. Restin af flöskunni fór beint í belginn.
Myndin tók álíka langan tíma sem var bara fínt. Daniel-Day Lewis fer gjörsamlega á kostum.
Þvílíkt stuff þar á ferð - stew, stappa og góð ræma. Saddur í beddann og vakanði hress í morgun með úfið hár og hestshaus til fóta.

Sem minnir mig á eitt.

Við Mæja erum á leiðinni til Sicily eftir tæpar tvær vikur. Förum 10. apríl og mætum aftur til UK þann 16. Stoppum í Róm í einn heilan dag og fáum því séns til að skoða það pleis í leiðinni . Francesco frá Torino (sem er nú í Egyptalandi en flýgur í kvöld til Kambódíu með viðkomu í Kanada!) og bekkjarfélagi Mæju bauð okkur og Rhi og Karen og Alex í heimsókn í sumarvillu föður síns á austurströnd eyjarinnar. Risahús með sundlaug, stutt í ströndina og ennþá styttra í Mount Etna (3.250m). Húsið stendur beinlínis í hlíðum fjallsins.

Planið er að keyra um allt, skoða sveitir landsins og fara upp á fjallið góða. Svo á að borða fullt af góðum eyjaskeggjamat og drekka vínið þeirra líka. Enda svo í sjónum en þó ekki í steypustígvélum enda ætlunin að forðast mafíu-menn.

19:09

sunnudagur, mars 21, 2004  
Crisps eru kartöfluflögur

Bretar borða meira magn af kartöfluflögum en allar aðrar Evrópuþjóðir samanlagt.
Þokkalegur árangur það.

Á stríðsárunum (WWII) og rétt eftir stríð þurfti að skammta ýmsar matvörur. Kjöt og ávextir voru af skornum skammti en líklega var nóg til af kartöflum. Menn fóru því að þróa aðferðir til að gera meira úr kartöflunni, gera hana lystilegri. Crisps urðu til upp úr því og breska þjóðin tók þeim með opnum örmum.

Crisps í litlum snack-pokum er það sem blívur hér. Mér skilst að meðal-Bretinn borði um 300 poka á ári.
Krakkar taka crisps með sér í nesti í skólann og vinnandi fólk borðar einn poka í hádeginu á eftir samlokunni.
Svo eru allir pubbar með gott úrval af flögum enda voða fínt að skola þeim niður með öli.
Í stórmörkuðum eru heilu gangarnir teknir undir crisps deildina og kaupa flestir risapoka sem innihalda 15-20 litla poka. Svo gengur á þennan risapoka yfir vikuna og svo er aftur fyllt á í laugardagsinnkaupaferðinni.
Öll familían hámar í sig crisps yfir sjónvarpinu, fyrir matinn - og svo í skólanum, vinnunni, á leiðinni heim og bara alls staðar.

Walkers, sem er í eigu Pepsi, er með markaðsráðandi stöðu á crisps markaðnum hér. Fyrir nokkrum árum fengu þeir Gary Lineker, sem var fyrirliði enska fótboltalandsliðsins en nú einn af aðalíþróttafréttamönnum BBC, til að leika í Walkers auglýsingum. Síðan þá hefur sala á Walkers aukist með hverju árinum. Lineker þykir einkar þokkalegur náungi, vinalegur og næs, og því tilvalið að tengja hann við vörumerki sem ætlað er að höfða til barna og fullorðinna. Krakkar líta upp til hans, karlmenn fíla hann vel og bera virðingu fyrir honum því hann var góður í boltanum og allar mömmur vilja eiga hann fyrir tengdason.

Walkers-menn eiga þó ekki allt undir Lineker. Sölumenn fyrirtækisins þykja einkar útsmognir og eiga líklega jafnmikinn ef ekki meiri heiður skilinn. Þeir hafa verið duglegir að heimsækja alla mögulega kaupmenn á horninu til að tryggja að þeir selji Walkers og ekki neitt annað. Í dag er raunin sú að maður fær Walkers crisps næstum hvar sem er. Enginn sjoppa er svo ómerkileg að eiga ekki poka af Walkers flögum.

Sjálfur er ég nú ekki alveg dottinn í flögurnar. Maður borðar kannski einn lítinn poka á viku sem hlýtur að teljast ansi ómerkilegur árangur. Einn poki kostar ca 30 - 40 pence (sem eru ca ikr 50) og er bragða- og áferðaúrvalið næstum of mikið. Cheese and onion, ready salted eða chargrilled steak eru mínar uppáhaldsbragðtegundir. Mæja fær sér hins vegar prawn coctail og fær alveg að eiga hann friði.


Eitthvað eru menn þó farnir að hafa áhyggjur af þessum crisps áti því breska þjóðin eru að verða offeit. Fjórða eða fimmta hvert barn er nú offeitt og ekki er staðan betri hjá fullorðna fólkinu. Blair og félagar hafa miklar áhyggjur af þessu. Skyndibitamatur, súkkulaði og feitmeti er að fara ansi illa með marga - sykursýki, hjartasjúkdómar og hvað þetta heitir nú allt grasserar medal offeitra. Spítalar landsins munu líklega finna fyrir vandamálinu áður en langt um líður.

Og til að kóróna þetta allt saman þá drekka bretar líka of mikið. Nú er t.d. mikið talað um binge drinking.

Lager lads eru gaurar í gallabuxum og stuttermaskyrtum, snoðaðir og með eyrnalokk. Þeir drekka 12 pæntur og fá sér nokkur skot og gera svo allt vitlaust í miðbænum þegar búið er að loka pubbum og klúbbum. Þeir segja oiiiiiii og æla, shaet og deila með enni, f*****g c**t og sparka í ruslatunnu. Anti-social behaviour er opinbert nafn á þessari hegðun.

Stúlkur á sama aldri eru farnar að drekka og reykja meira en áður. Þær drekka alco-pops og verða fyllri og vitlausari en áður. Þær ganga líka í styttri pilsum og betri push-up brjóstahöldurum en áður hefur þekkst. Það gerir lager laddana ennþá brjálaðri og á endanum myndast hættuástand í miðbænum. Löggan ræður ekki við neitt og allt fer í kaos. Þetta er víst vandamál í borgum og bæjum út um allt England.

Á sama tíma liggur maður beddanum sínum og sefur. Orðinn allt of gamal fyrir anti-social behaviour.
Eg er heldur enginn lager lad því ég drekk bitter. Sá drykkur framkallar bara bros á vör.

13:56

mánudagur, mars 15, 2004  
Talandi um dagblöð

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég um nýlegar og smærri útgáfur af dagblöðunum/broadsheet-unum The Independent og The Times. Þessar nýju útgáfur eru í Mogga-stærð en kallast bara compact hér.
The Times í compact útgáfu.

Hér í Englandi hafa undanfarin ár og áratugi (án þess að ég sé með söguna alveg á hreinu) verið gefin út fimm national broadsheet. Þau eru The Guardian, The Independent, The Times, The Daily Telegraph og Financial Times (sem er nú reyndar aðallega lesið af bissnessgenginu).

Síðastliðið haust reið The Independent á vaðið og fór að koma út í tveimur stærðum, þ.e. broadsheet og compact. The Times fylgdi í kjölfarið. Þetta var svar þessara blaða við minnkandi sölu.
Þessa sögu rakti ég hér sl. haust.

Í upphafi kom The Times aðeins út í compact úgáfu hér á London svæðinu en vegna góðra undirtekta fóru Murdoch og félagar (News International, fyrirtæki Murdochs, á m.a. hlut í dagblöðunum The Times og Sun, Sky sjónvarpsstöðvarnar, Fox Network í USA og gervihnattaTVstöð í Asíu) fljótlega að dreifa compact útgáfunni um allt land. Sjálfur kaupi ég nú alltaf compact úgáfuna og vil ekki sjá boradsheet-ið.
The Independent, eins og The Times, kom í fyrstu aðeins út í compact útgáfu á virkum dögum en nú kemur það einnig út í þeirri stærð á laugardögum. The Times fylgir líklega í kjölfarið.

The Audit Bureau of Circulations birti nýverið upplagstölur og segja þær allt sem segja þarf. Sala á compact útgáfum The Independent og The Times hefur vaxið stöðugt. Nú eru yfir 70% af seldum blöðum The Independent í compact útgáfu og selst hún nú í meira magni en broadsheet útgáfan af blaðinu gerði áður en compact skrefið var tekið. Fyrir ári seldist blaðið að jafnaði í 222.000 eintökum á virkum dögum. Nú febrúar var sú tala komin upp í 257.000.

Compact útgáfan hjá The Times gengur líka vel. Í September 2003 seldist blaðið að jafnaði í 632.000 eintökum á virkum dögum. Í Febrúar 2004 var sú tala komin upp í um 655.000 eintök. Allt compact að þakka.

Á sama tíma hefur sala á The Guardian og The Daily Telegraph dregist nokkuð saman. Í febrúar 2003 seldist The Guardian í 408.000 eintökum en nú í 370.000 eintökum. Telegraph seldist víst í yfir milljón eintökum á dag fyrir tveimur árum en er nú komin niður í 906.000 eintök.

Þessi tvö blöð verða því líklega að gera eitthvað í sínum málum.
Guardian menn ætla víst að bíða þangað til frumkvöðlarnir eru hættir að standa í því að gefa út tvær stærðir því það er dýrari útgerð en að gefa út eina stærð.
Guardian ætlar sem sagt að bíða aðeins og sjá hvernig mál þróast. Það er t.d. ekki enn víst hvernig sunnudagsútgáfur The Independent og The Times verða meðhöndlaðar - compact eður ei. Amk eru Times menn mjög varkárir í öllum yfirlýsingum sínum um að tími broadsheet formsins sé liðinn því lítill en hávær hópur lesenda vill bara broadsheet og ekkert annað. Compact stærðin er þeirra huga bara götublaðastærð og því handónýt. Fyrir almúgann og aðra aumingja!

The Daily Telegraph getur víst ekkert gert í málinu strax því blaðið er um þessar mundir að skipta um eigendur og því ómögulegt að taka stórar ákvarðanir á þeim bæ. Lord Conrad Black of Crossharbour átti ráðandi hlut í blaðinu, "sveik" pening út úr móðurfyrirtækinu en var fyrir stuttu rekinn með skít og skömm af hlutöfum fyrir þær hundakúnstir.
Ýmsir eru víst ansi spenntir fyrir því að koma í hans stað og eiga ráðandi hlut í vinsælasta gæða-blaði í Englandi. Þetta ætti að vera nokkuð áhrifamikil staða. Blaðið hefur í gegnum tíðina stutt Torys (Conservatives) og er stundum kallað ToryGraph. Mönnum stendur alls á sama um hver kemur í stað Lord Blacks því The Times og Sun, í eigu Murdochs, styðja Tony Blair og félaga í Labour og hafa líklega nokkur áhrif á álit almennings á aðgerðum ríkistjórnarinnar. Conservatives mega ekki við því að missa stuðning frá Telegraph.

Í The Spectator (vikublað) sem kom út sl. laugardag segir um söluna á ráðandi hlutnum í The Daily Telegraph:
"The need for editorial considerations to feature [in the sales process], is, in effect, recognised in law.... The Law provides for the public interest to be protected in national newspaper ownership. If there is serious anxiety about a potential owner, the Secretary of State at the Department of Trade and Industry can issue an ´intervention order´. If she does so, Ofcom [the official body which deals with the media] will have to look at the matter and recommend whether or not the sale should go ahead."

Sumir heima á Fróni eru nú líklega búnir að bölva því duglega að hafa ekki þegar verið með einhverjar svona leikreglur í gildi sl. misseri þar sem bæði Fréttablaðið og Norðurljós voru seld aðilum sem sumir hafa, ja skulum við segja, horn í síðu.

21:47

sunnudagur, mars 14, 2004  
Helgar um þessar mundir.

Helgarnar hjá okkur vinnandi mönnum eru oftast frítími, þ.e. frá vinnu. Þær eru því oftast talsvert rólegri en hjá t.d. mastersnemum í fullu námi sem hafa oftast lítinn tíma til að slappa af um helgar.

Á meðan við bjuggum í Bristol og ég var í námi tók ég mér varla frí heila helgi nema eitthvað sérstakt væri í gangi - gestir á svæðinu eða við á ferðalagi. Maður tók sér kannski frí frá því seinnipartinn á laugardegi og frameftir sunnudagsmorgni þegar við Mæja fengum okkur kannski smá öl á pub, fórum svo út að borða, og enduðum á djassklúbbnum góða. Við vorum alltaf komin heim fyrir miðnætti svo ég var undantekningarlaust kominn í námsgírinn fyrir hádegi daginn eftir.
Sem sagt stutt og laggott helgarfrí svona rétt til að koma í veg fyrir allsherjarmork yfir námsbókunum.
Mæja er í sama gír núna. Allar helgar er bissí hjá henni. Það er helst að hún slappi af á föstudags- og laugardagskvöldum.

Nú er ég hins vegar vinnandi maður og fæ helgarfrí. Hvað gerir maður þá?
Það er góð spurning.
Maður verður víst að hafa eitthvað fyrir stafni til að enda ekki bara í einhverju rugli. Það má víst ekki.
Maður þyrfti kannski að finna sér eitthvað hobby. Hjólreiðar, frímerki, fiðrildi, ljósmyndir, flugvélamódel, whisky smökkun. Spái í það. Hljómar samt ansi klént að vera að leita sér að hobby. Þannig virkar það víst ekki.

Eða bara fara á fullt í sportið. Eyða helgunum í gymminu og verða helmassaður. Kúkabrúnn hormónaköggull í góðum gír. Brynjólfur Orgar. Nei kannski ekki.

Lestur góðra bóka. Hvernig væri það? Guildford er nú vel þekkt fyrir góðar bókabúðir. Í raun er algjör snilld að versla bækur hér. Amk sex bókabúðir á smá reit hér í miðbænum. Fínt að kíkja þangað og kaupa eina eða tvær. Góður prís og alles. Svo er líka alveg magnað úrval af tímaritum. Ég rölti alltaf út úr bókabúð með amk eitt tímarit og oft með eina tvær bækur líka. Maður þarf því að vera duglegur að lesa.
Ég geri líka slatta af því um helgar.

Það er samt ekki nóg að eyða helgunum í að lesa. Maður verður hálf-morkinn af því.
Maður þarf að blanda saman smá ferðalagi, bókum, tónlist, góðum labbitúr, pæntum, góðum mat, góðum félagsskap og smá sporti (nóg að horfa samt ef maður nennir ekki að taka þátt) til að búa til gott helgarfrí.
Þannig á þetta að vera.
Ég þarf að finna lausn á þessu nýja "vandamáli" mínu.
Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að mér fari að leiðast, sérdeilis ekki þegar ég er farinn að fá útborgað um hver mánaðamót og get því leyft mér aðeins meira en áður.
Rokk og ról.

----------------------------------------

Fyrst vikan mín hjá Arkenford er á enda og enn er ég á launaskrá.
Gott mál.
Ég er þó ekki enn farinn að gera neitt af viti og er meira svona að læra á hlutina. Það er víst nauðsynlegt áður manni er hleypt út í djúpu laugina.

Við erum samtals átta sem vinnum hjá fyrirtækinu, ég og sjö Bretar. Þar af eru eigendurnir þrír. Elsti starfsmaðurinn er líklega rétt rúmlega fertugur en restin er í kringum þrítugt. Sjö gaurar og ein gæra.
Öll í stuði með tebolla í annarri og músina í hinni.
Meira um Arkenford síðar - þegar ég verð farinn að gera eitthvað af viti.
Netfangið mitt er
brynjolfur.jonsson@arkenford.co.uk
----------------------------

Að lokum er best að benda á nýjasta bloggarann á svæðinu. Mæja hefur nú ráðist bloggútgerð og hefur gaman af.
Nú er bara að vona að grínið hjá henni verði ekki allt á minn kostnað.
Það kæmi samt ekki á óvart.


16:07

sunnudagur, mars 07, 2004  
Af hverju er Jaguar ekki seldur a Islandi?

Mer skilst ad Ford eigi Jaguar svo thad er liklega Brimborg sem er ekki ad standa sig i stykkinu.
Hvad eru menn thar ad paela?
Godaerid er farid af stad aftur og ymsir liklega tilbunir ad splaesa a sig godum sport-luxusbil i tilefni af thvi. Vaenlegir Jaguar kaupendur flykkjast nu i Heklu, B&L og Raesi thar sem haegt er ad kaupa Audi, BMW eda Benz. 3-4 millur a bordid og rumlega thad.
Brimborg er ad missa af morgum feitum bitum.

Tekkid a heimasidu Jaguar.
Thetta eru alveg massaflottir bilar og god stodutakn sem Islendingar aettu ad falla kylliflatir fyrir.
Eg se fyrir mer ad X-Type myndi henta serstaklega vel a Islandi.
Hann er adeins odyrari en BMW eda Benz en alveg jafn flottur, oflugur og svalur. Jafnvel svalari.
Til i morgum utgafum med misstorum velum, disel og station.

Ef Brimborgar-menn eru ekki thegar byrjadir ad vinna i Jaguar malum tha fer eg nu barasta ad gera eitthvad i thessu.
Binni bilasali fer tha a stufana og talar vid Jaguar menn her i UK og reddar malunum.
Vantar orfaar millur og boltinn fer ad rulla.
Takk fyrir.

13:47

laugardagur, mars 06, 2004  
Í gær var einn af fyrstu almennilegu vordögunum hér í Guildford.
Sól og blíða, logn og nokkuð hlýtt.
Mikil umferð, eins og alltaf, mengun og miðbærinn stappaður af fólki að versla bækur, föt, skó, CDs, DVDs, listaverk, nammi og húsbúnað. Meðal annars.

Ég fékk að sofa út þennan föstudagsmorgun því þessa vikuna var ég ekki að vinna fyrir Holden Pearmain. Verkefnastaðan hjá þeim í mars var víst ekki nógu góð og fengu allir short-term gaurarnir að róa sl. föstudag (27. feb) - þar á meðal ég. Við vinnufélagarnir náðum þó að fá okkur nokkrar pæntur saman að loknum síðasta vinnudegi (eins og ég minntist á hér í vikunni) og var kveðjustundin því bara nokkuð gleðileg.

Þetta urðu því aðeins um sex vikur hjá Holden Pearmain. En mjög góðar vikur - þvílíkt sem ég lærði mikið á þessum stutta tíma. Excel leikni mín er nú líklega komin á pro-level því Glen félagi minn hjá Holden Pearmain var ekki latur við að sýna mér hvernig taka á forritið til kostanna. Einhvern daginn spurði ég hann hvort hann væri örugglega ekki með PhD í Excel. Hann sagði bara “far from it” á sinn nýsjálenska hátt. Oft sagði hann líka “marvellous” og “fair enough” en það er önnur saga.
Toppmaður frá Wellington
SPSS notaði ég á hverjum degi frá morgni til kvölds og er það tvímælalaust með mínum betri vinum í dag.
Sem sagt - góð praktísk reynsla í faginu.

Sama dag og ég hætti hjá Holden Pearmain, klukkan átta um morguninn, fór ég hins vegar í atvinnuviðtal hjá litlu markaðsrannsóknarfyrirtæki hér í Guildford og gekk svona líka þrusuvel.
Massaði það.
Í þessari viku fór ég svo í smá próf hjá sama fyrirtæki og í gær fór ég út að borða með flestum starfsmönnunum. Í kjölfarið var mér svo boðið fullt starf hjá þessu fyrirtæki.
Rokk og ról.
Ég sagði já takk.
Í gær var svo reyndar hringt í mig frá Holden Pearmain og mér boðið að koma aftur þangað. Ég sagði bara nei takk. Samt gaman að vera alltíeinu orðinn eftirsóttur. Feels good.

Fyrirtækið heitir Arkenford (heimasíðan þeirra er ekki upp á marga fiska og ætla ég því ekkert að vera að linka hana hér) og var stofnað árið 2002. Í dag vinna sjö manns hjá fyrirtækinu en verkefnin eru víst að hlaðast upp og líklega verða starfsmenn orðnir amk tíu undir lok ársins.
Sem sagt spennandi tímar framundan þar.

Sjálfir segja þeir: "Our speciality is in advanced research analysis, complex data management, statistical analysis and data modelling".
Hljómar vel í mínum eyrum.

Meðal viðskiptavina þessa fyrirtækis eru Viacom Outdoor og Maiden Outdoor (sem selja allt auglýsingapláss á stætisvögnum, í Underground-inu í London og í lestarkerfinu í UK), VisitBritain (sem sér um að koma Bretlandi á framfæri innanlands), og samtök tölvuleikjaframleiðenda (Microsoft, Nintendo, Sony, Electronic Arts, Activision og Ubisoft). Viðskiptavinirnir eru víst fleiri og fer fjölgandi. Þess vegna þurfa þeir á öflugum tölfræðigúbba eins og mér að halda. Einnig er stefnt að því koma fyrirtækinu á framfæri innan auglýsingarannsókna og þar mun sú þekking sem ég aflaði mér í tengslum við lokaritgerðina í MSc náminu nýtast vel. (Fyrir þá sem ekki vita ( = allir) þá nefndi ég lokaritgerðina “Modelling the Effects of Marketing Activities on Sales”).
Ég vissi að þetta væri magnað stuff.

Í starfslýsingunni segir m.a.:
“Day-to-day responsibilities will be based upon involvement in market modelling projects and research surveys that require analytical techniques such as market segmentation, regression analysis, sample error analysis etc.
The job will require handling of various data sets, often through the creation or management of databases, the use of statistical software and occasionally computer programming.
The role will necessarily require input into research design, questionnaire development, data analysis and interpretation of results, and may well involve the development of good working relationships with clients”.

Svo er mikið talað um þjálfun og starfsþróun og fleiri jákvæða hluti.
Þeir bjóða ágætis laun og bónusa, pension scheme og alls kyns tryggingar (ef ég veikist eða dett niður dauður á meðan ég er að vinna (sem gæti vel komið fyrir ef ég þyrfti t.d. að blanda saman mjög unstable statistical distributions! Búmm!)).
Fyrst þarf ég hins vegar að sanna ágæti mitt á fyrstu þremur mánuðunum. Ég get því ekkert slappað af þótt þótt ég sé kominn með fótinn inn fyrir dyrnar og vel það.

Byrja á þriðjudaginn.
Good luck.

Svo spillir það ekki fyrir að ég er aðeins um tuttugu mínútur að rölta í vinnuna frá campus.
Þegar ég vann hjá Holden Pearmain eyddi ég ca kr 15.000 á mánuði í lestarmiða og rúmum tveimur tímum á dag í að ferðast á milli Guildford og Weybridge.
Þetta er því allt saman alveg heilmikil snilld.

Í tilefni af nýja jobbinu splæsti ég á mig stórmerkilegum tvöföldum diski sem heitir “Changing Faces, The Very Best of Rod Stewart & The Faces. The Definitive Collection 1969 - 1974”.
Þar er að finna smelli eins og Maggie May, Stay With Me, Handbags & Gladrags, Every Picture Tells a Story, You Wear it Well, (I Know) I´m Losing You, og Reason to Belive.

Lagið Stay With Me er ansi hress rokkari eftir þá Ron Wood og Rod Stewart og endurspeglar textinn líklega hegðun þeirra á tímabilinu 1969 - 1974 og jafnvel eitthvað seinna. Hljómar ca svona:

Stay With Me

In the morning
Don't say you love me
'Cause I'll only kick you out of the door

I know your name is Rita
'Cause your perfum smelling sweeter
Since when I saw you down on the floor

Won't need to much pursuading
I don't mean to sound degrading
But with a face like that
You got nothing to laugh about

Red lips hair and fingernails
I hear your a mean old jezabel
Lets go up stairs and read my tarot cards

Stay with me
Stay with me
For tonight you better stay with me

Stay with me
Stay with me
For tonight you better stay with me

So in the morning
Please don't say you love me
'Cause you know I'll only kick you out the door

Yea I'll pay your cab fare home
You can even use my best colonge
Just don't be here in the morning when I wake up

Stay with me
Stay with me
'Cause tonight you better stay with me
Sit down, get up, get down

Stay with me
Stay with me
'Cause tonight your going stay with me
Hey, whats your name again
Oh no, get down, wooo

17:35

miðvikudagur, mars 03, 2004  
Rokkarodurinn er ad skila ser, smam saman.
I gaer fretti eg ad Frexid vaeri loks buid ad kaupa nyja diskinn med The Darkness. Betra seint en aldrei hja rokkhundinum Udinese.
Aegir syndi theim nokkurn ahuga nu a sunnudagskvoldid og er aldrei ad vita nema hann lati freistast til ad fa ser eintak af plotunni. I honum leynist ansi oflugur rokkari sem birtist thegar shrinkurinn sefur.
Fleiri godir gaurar hljota ad atta sig fljotlega.
Geri tho ekki rad fyrir ad Einar Mar lati segjast frekar en fyrri daginn. Hann fussar bara og sveiar ef svo mikid sem heyrist i einum rafmognudum gitarstreng. "Laekkadu madur". "Getum vid ekki bara hlustad a Tom Waits eda eitthad rolegt".

Mer synist hins vegar ad thad aetli ad verda nokkud erfitt fyrir mig ad komast a tonleika med The Darkness i brad. Nu eru their ad spila a meginlandinu, fara svo til Australia og enda svo i US. Allstadar er uppselt og allt ad verda vitlaust.
Eg hefdi betur kikt a tha i fyrravetur thegar their voru enn litt thekktir og spiludu medal annars her a campus, ca 100m fra tolvuverinu sem eg sit i nuna.
Tha bjo eg hins vegar ekki her og hefdi thvi aldrei farid!






12:28

mánudagur, mars 01, 2004  
Síðustu daga hafa Íslendingar verið nokkuð duglegir að heimsækja Guildford.
Fjölgun gesta á milli vikna var amk 300% sem hlýtur að teljast mjög gott.

Á fimmtudagskvöld mætti Reynir, pabbi Mæju, á svæðið og fékk að gista eina nótt. Hann var að koma frá meginlandinu og færði okkur m.a. dýrindis kökur frá Aachen í Þýskalandi sem við Mæja erum enn að maula á - aðallega ég þó (meira um þessar kökur hér). Þær smakkast einkar vel með tesopa.

Reynir fór svo strax á föstudeginum en sama dag lentu Ægir og Belinda á Heathrow og skunduðu beint til London þar sem þau skemmtu sér víst konunglega alveg fram á sunnudag (í gær) þegar þau tóku lestina til Guildford. Þau mættu hingað um sjöleytið og drifum við Mæja þau beint á pubbinn og svo út að borða. Eftir matinn snjóaði þessum líka fína jólasnjó en við létum það ekki stoppa okkur og fórum beint heim á campus þar sem við Ægir fengum okkur örfáa visky sjússa og sögðum brandara sem stelpunum fannst ýkt fyndnir.
Kvöldið endaði á laginu "Just dropped in (to see what condition my condition was in)" með Kenny Rogers & The First Edition en þá var kominn tími til að fara í háttinn.

Belinda fékk að sofa á lúxus-sólstólsdýnunni okkar en Ægir þurfti að sætta sig við "dýnu" úr þremur ullarteppum. Hann kvartaði þó ekki enda í góðu stuði eftir viskýsjússana.
"Þetta er fínt", var það síðasta sem hann sagði áður en hann sofnaði.

Við byrjuðum svo þennan mánudag á öflugum beikon samlokum með eggi og bökuðum baunum til að komast í gír á ný. Ægir og Belinda áttu svo flug heim til Íslands klukkan eitt í dag og tóku lestina frá Guildford til Heathrow um tíuleytið.
Stutt en góð heimsókn.

Mars er mættur og ýmislegt að gerast í vinnumálum. Meira um það síðar.

Á föstudaginn fór ég á pub í Weybridge með vinnufélögum hjá Holden Pearmain. Við gengið í Advanced Methods Team héldum uppi góðu stuði frameftir kvöldi og fengu ófáir London Pride að renna niður í belg minn. Það var ágætt. Í Team-inu eru fulltrúar frá Pakistan, Ítalíu, Malasíu, Nýja-Sjálandi, Grikklandi, Íslandi, og Frakklandi og er hópurinn því nokkuð ólíkur og talandinn eftir því. Örugglega nokkuð skondið að hlusta á okkur tala saman.
Fínt gengi.

Ég var nú samt mættur heim á campus um ellefuleytið en var samferða vinnufélaga og Rómverja sem heitir Simone. Hann býr hér rétt hjá campus og hefur verið á temporary contract hjá Holden Pearmain í nokkra mánuði. Við erum oftast samferða heim frá Weybridge. Hann er verkfræðingur og all-traustur gaur. Hann minnir mig ansi mikið á Silvester Stallone í Rocky og gæti hreinlega verið skyldur honum. Talandinn er líka mjög líkur. Nokkuð skondið. Hann segist eiga amk þrjár kærustur og vill helst hafa það þannig. Hann nennir þó ekki að hitta þær á virkum dögum og verða helgarnar því ansi þétt setnar hjá honum.
The Italian Stallion - eða var það kannski Stud.

15:28

 
This page is powered by Blogger.