This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, mars 01, 2004
Síðustu daga hafa Íslendingar verið nokkuð duglegir að heimsækja Guildford.
Fjölgun gesta á milli vikna var amk 300% sem hlýtur að teljast mjög gott.
Á fimmtudagskvöld mætti Reynir, pabbi Mæju, á svæðið og fékk að gista eina nótt. Hann var að koma frá meginlandinu og færði okkur m.a. dýrindis kökur frá Aachen í Þýskalandi sem við Mæja erum enn að maula á - aðallega ég þó (meira um þessar kökur hér). Þær smakkast einkar vel með tesopa.
Reynir fór svo strax á föstudeginum en sama dag lentu Ægir og Belinda á Heathrow og skunduðu beint til London þar sem þau skemmtu sér víst konunglega alveg fram á sunnudag (í gær) þegar þau tóku lestina til Guildford. Þau mættu hingað um sjöleytið og drifum við Mæja þau beint á pubbinn og svo út að borða. Eftir matinn snjóaði þessum líka fína jólasnjó en við létum það ekki stoppa okkur og fórum beint heim á campus þar sem við Ægir fengum okkur örfáa visky sjússa og sögðum brandara sem stelpunum fannst ýkt fyndnir.
Kvöldið endaði á laginu "Just dropped in (to see what condition my condition was in)" með Kenny Rogers & The First Edition en þá var kominn tími til að fara í háttinn.
Belinda fékk að sofa á lúxus-sólstólsdýnunni okkar en Ægir þurfti að sætta sig við "dýnu" úr þremur ullarteppum. Hann kvartaði þó ekki enda í góðu stuði eftir viskýsjússana.
"Þetta er fínt", var það síðasta sem hann sagði áður en hann sofnaði.
Við byrjuðum svo þennan mánudag á öflugum beikon samlokum með eggi og bökuðum baunum til að komast í gír á ný. Ægir og Belinda áttu svo flug heim til Íslands klukkan eitt í dag og tóku lestina frá Guildford til Heathrow um tíuleytið.
Stutt en góð heimsókn.
Mars er mættur og ýmislegt að gerast í vinnumálum. Meira um það síðar.
Á föstudaginn fór ég á pub í Weybridge með vinnufélögum hjá Holden Pearmain. Við gengið í Advanced Methods Team héldum uppi góðu stuði frameftir kvöldi og fengu ófáir London Pride að renna niður í belg minn. Það var ágætt. Í Team-inu eru fulltrúar frá Pakistan, Ítalíu, Malasíu, Nýja-Sjálandi, Grikklandi, Íslandi, og Frakklandi og er hópurinn því nokkuð ólíkur og talandinn eftir því. Örugglega nokkuð skondið að hlusta á okkur tala saman.
Fínt gengi.
Ég var nú samt mættur heim á campus um ellefuleytið en var samferða vinnufélaga og Rómverja sem heitir Simone. Hann býr hér rétt hjá campus og hefur verið á temporary contract hjá Holden Pearmain í nokkra mánuði. Við erum oftast samferða heim frá Weybridge. Hann er verkfræðingur og all-traustur gaur. Hann minnir mig ansi mikið á Silvester Stallone í Rocky og gæti hreinlega verið skyldur honum. Talandinn er líka mjög líkur. Nokkuð skondið. Hann segist eiga amk þrjár kærustur og vill helst hafa það þannig. Hann nennir þó ekki að hitta þær á virkum dögum og verða helgarnar því ansi þétt setnar hjá honum.
The Italian Stallion - eða var það kannski Stud.
15:28
|
|
|
|
|