This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, mars 14, 2004
Helgar um þessar mundir.
Helgarnar hjá okkur vinnandi mönnum eru oftast frítími, þ.e. frá vinnu. Þær eru því oftast talsvert rólegri en hjá t.d. mastersnemum í fullu námi sem hafa oftast lítinn tíma til að slappa af um helgar.
Á meðan við bjuggum í Bristol og ég var í námi tók ég mér varla frí heila helgi nema eitthvað sérstakt væri í gangi - gestir á svæðinu eða við á ferðalagi. Maður tók sér kannski frí frá því seinnipartinn á laugardegi og frameftir sunnudagsmorgni þegar við Mæja fengum okkur kannski smá öl á pub, fórum svo út að borða, og enduðum á djassklúbbnum góða. Við vorum alltaf komin heim fyrir miðnætti svo ég var undantekningarlaust kominn í námsgírinn fyrir hádegi daginn eftir.
Sem sagt stutt og laggott helgarfrí svona rétt til að koma í veg fyrir allsherjarmork yfir námsbókunum.
Mæja er í sama gír núna. Allar helgar er bissí hjá henni. Það er helst að hún slappi af á föstudags- og laugardagskvöldum.
Nú er ég hins vegar vinnandi maður og fæ helgarfrí. Hvað gerir maður þá?
Það er góð spurning.
Maður verður víst að hafa eitthvað fyrir stafni til að enda ekki bara í einhverju rugli. Það má víst ekki.
Maður þyrfti kannski að finna sér eitthvað hobby. Hjólreiðar, frímerki, fiðrildi, ljósmyndir, flugvélamódel, whisky smökkun. Spái í það. Hljómar samt ansi klént að vera að leita sér að hobby. Þannig virkar það víst ekki.
Eða bara fara á fullt í sportið. Eyða helgunum í gymminu og verða helmassaður. Kúkabrúnn hormónaköggull í góðum gír. Brynjólfur Orgar. Nei kannski ekki.
Lestur góðra bóka. Hvernig væri það? Guildford er nú vel þekkt fyrir góðar bókabúðir. Í raun er algjör snilld að versla bækur hér. Amk sex bókabúðir á smá reit hér í miðbænum. Fínt að kíkja þangað og kaupa eina eða tvær. Góður prís og alles. Svo er líka alveg magnað úrval af tímaritum. Ég rölti alltaf út úr bókabúð með amk eitt tímarit og oft með eina tvær bækur líka. Maður þarf því að vera duglegur að lesa.
Ég geri líka slatta af því um helgar.
Það er samt ekki nóg að eyða helgunum í að lesa. Maður verður hálf-morkinn af því.
Maður þarf að blanda saman smá ferðalagi, bókum, tónlist, góðum labbitúr, pæntum, góðum mat, góðum félagsskap og smá sporti (nóg að horfa samt ef maður nennir ekki að taka þátt) til að búa til gott helgarfrí.
Þannig á þetta að vera.
Ég þarf að finna lausn á þessu nýja "vandamáli" mínu.
Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að mér fari að leiðast, sérdeilis ekki þegar ég er farinn að fá útborgað um hver mánaðamót og get því leyft mér aðeins meira en áður.
Rokk og ról.
----------------------------------------
Fyrst vikan mín hjá Arkenford er á enda og enn er ég á launaskrá.
Gott mál.
Ég er þó ekki enn farinn að gera neitt af viti og er meira svona að læra á hlutina. Það er víst nauðsynlegt áður manni er hleypt út í djúpu laugina.
Við erum samtals átta sem vinnum hjá fyrirtækinu, ég og sjö Bretar. Þar af eru eigendurnir þrír. Elsti starfsmaðurinn er líklega rétt rúmlega fertugur en restin er í kringum þrítugt. Sjö gaurar og ein gæra.
Öll í stuði með tebolla í annarri og músina í hinni.
Meira um Arkenford síðar - þegar ég verð farinn að gera eitthvað af viti.
Netfangið mitt er
brynjolfur.jonsson@arkenford.co.uk
----------------------------
Að lokum er best að benda á nýjasta bloggarann á svæðinu. Mæja hefur nú ráðist bloggútgerð og hefur gaman af.
Nú er bara að vona að grínið hjá henni verði ekki allt á minn kostnað.
Það kæmi samt ekki á óvart.
16:07
|
|
|
|
|