This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
mánudagur, mars 29, 2004
Summertime
Sumartími er hafinn hér í UK. Sól og blíða framundan.
Við erum því einum tíma á undan Frónverjum um þessar mundir.
Rómverjar eru hins vegar einum tíma á undan okkur og útlagar í Afghanistan fjórum tímum á undan þeim. Félagar okkar á austurströnd US eru hins vegar mörgum tímum á eftir okkur og hafa alltaf verið og munu aldrei bíða þess bætur.
Greyið þau. Svo langt á eftir.
Nú er loksins vor í lofti hér í Surrey sýslu eftir frekar kaldan febrúar og mars.
Flest tré og blóm eru komin í gír og endur og annar fiðurfénaður á fullu hér á campus tjörninni. Um daginn þegar ég var á rölti í vinnuna kom ég að tveimur öndum í miklum ástaratlotum á tjarnarbakkanum. Þau létu sér ekki bregða þótt ég segði "góðan daginn".
Ný vinnuvika hafin - sem er bara gott.
Nú er ég komin aðeins betur inn í hlutina hjá Arkenford og veit því betur hvað snýr upp og hvað niður.
Mitt aðalverkefni um þessar mundir er að þróa módel sem nota má til að meta áhrif auglýsinga á strætisvögnum hér í UK, þ.e. til að meta hversu margir vegfarendur sjá þessar auglýsingar. Arkenford-menn hafa áður unnið að slíkum módelum fyrir underground-ið í London og national lestarkerfið. Nú er röðin komin að strætó - í London og annars staðar í Englandi, Wales og Scotlandi. Þessi markaður veltir víst einhverjum milljörðum og er módelinu "mínu" ætlað að koma með gjaldmiðilinn á markaðnum - meta fjölda áhorfenda. Þetta verkefni verður víst á minni könnu næstu mánuðina.
Líst bara vel á það.
Ég mun líka koma að fleiri verkefnum á næstunni og hljóma þau líka nokkuð spennandi. Meira um þau síðar.
Annars erum við Mæja bara í gír. Hún kláraði önnina sl. föstudag og héldum við upp á það með öllum bekknum á pub hér í miðbænum. Mikið fjör og þónokkuð öl. Laugardagurinn fór í þynnku og tjill í miðbænum en sunnudagurinn fór í þrif og lestur góðrar bókar. Helgin endaði svo á góðri kássu - steak and ale stew - með stöppu og rauðvíni og Gangs of New York. Það tók mig 3 tíma að elda stewið og fannst mér einstaklega gaman að setja Guiness-inn út í. Restin af flöskunni fór beint í belginn.
Myndin tók álíka langan tíma sem var bara fínt. Daniel-Day Lewis fer gjörsamlega á kostum.
Þvílíkt stuff þar á ferð - stew, stappa og góð ræma. Saddur í beddann og vakanði hress í morgun með úfið hár og hestshaus til fóta.
Sem minnir mig á eitt.
Við Mæja erum á leiðinni til Sicily eftir tæpar tvær vikur. Förum 10. apríl og mætum aftur til UK þann 16. Stoppum í Róm í einn heilan dag og fáum því séns til að skoða það pleis í leiðinni . Francesco frá Torino (sem er nú í Egyptalandi en flýgur í kvöld til Kambódíu með viðkomu í Kanada!) og bekkjarfélagi Mæju bauð okkur og Rhi og Karen og Alex í heimsókn í sumarvillu föður síns á austurströnd eyjarinnar. Risahús með sundlaug, stutt í ströndina og ennþá styttra í Mount Etna (3.250m). Húsið stendur beinlínis í hlíðum fjallsins.
Planið er að keyra um allt, skoða sveitir landsins og fara upp á fjallið góða. Svo á að borða fullt af góðum eyjaskeggjamat og drekka vínið þeirra líka. Enda svo í sjónum en þó ekki í steypustígvélum enda ætlunin að forðast mafíu-menn.
19:09
|
|
|
|
|