This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
sunnudagur, mars 21, 2004  
Crisps eru kartöfluflögur

Bretar borða meira magn af kartöfluflögum en allar aðrar Evrópuþjóðir samanlagt.
Þokkalegur árangur það.

Á stríðsárunum (WWII) og rétt eftir stríð þurfti að skammta ýmsar matvörur. Kjöt og ávextir voru af skornum skammti en líklega var nóg til af kartöflum. Menn fóru því að þróa aðferðir til að gera meira úr kartöflunni, gera hana lystilegri. Crisps urðu til upp úr því og breska þjóðin tók þeim með opnum örmum.

Crisps í litlum snack-pokum er það sem blívur hér. Mér skilst að meðal-Bretinn borði um 300 poka á ári.
Krakkar taka crisps með sér í nesti í skólann og vinnandi fólk borðar einn poka í hádeginu á eftir samlokunni.
Svo eru allir pubbar með gott úrval af flögum enda voða fínt að skola þeim niður með öli.
Í stórmörkuðum eru heilu gangarnir teknir undir crisps deildina og kaupa flestir risapoka sem innihalda 15-20 litla poka. Svo gengur á þennan risapoka yfir vikuna og svo er aftur fyllt á í laugardagsinnkaupaferðinni.
Öll familían hámar í sig crisps yfir sjónvarpinu, fyrir matinn - og svo í skólanum, vinnunni, á leiðinni heim og bara alls staðar.

Walkers, sem er í eigu Pepsi, er með markaðsráðandi stöðu á crisps markaðnum hér. Fyrir nokkrum árum fengu þeir Gary Lineker, sem var fyrirliði enska fótboltalandsliðsins en nú einn af aðalíþróttafréttamönnum BBC, til að leika í Walkers auglýsingum. Síðan þá hefur sala á Walkers aukist með hverju árinum. Lineker þykir einkar þokkalegur náungi, vinalegur og næs, og því tilvalið að tengja hann við vörumerki sem ætlað er að höfða til barna og fullorðinna. Krakkar líta upp til hans, karlmenn fíla hann vel og bera virðingu fyrir honum því hann var góður í boltanum og allar mömmur vilja eiga hann fyrir tengdason.

Walkers-menn eiga þó ekki allt undir Lineker. Sölumenn fyrirtækisins þykja einkar útsmognir og eiga líklega jafnmikinn ef ekki meiri heiður skilinn. Þeir hafa verið duglegir að heimsækja alla mögulega kaupmenn á horninu til að tryggja að þeir selji Walkers og ekki neitt annað. Í dag er raunin sú að maður fær Walkers crisps næstum hvar sem er. Enginn sjoppa er svo ómerkileg að eiga ekki poka af Walkers flögum.

Sjálfur er ég nú ekki alveg dottinn í flögurnar. Maður borðar kannski einn lítinn poka á viku sem hlýtur að teljast ansi ómerkilegur árangur. Einn poki kostar ca 30 - 40 pence (sem eru ca ikr 50) og er bragða- og áferðaúrvalið næstum of mikið. Cheese and onion, ready salted eða chargrilled steak eru mínar uppáhaldsbragðtegundir. Mæja fær sér hins vegar prawn coctail og fær alveg að eiga hann friði.


Eitthvað eru menn þó farnir að hafa áhyggjur af þessum crisps áti því breska þjóðin eru að verða offeit. Fjórða eða fimmta hvert barn er nú offeitt og ekki er staðan betri hjá fullorðna fólkinu. Blair og félagar hafa miklar áhyggjur af þessu. Skyndibitamatur, súkkulaði og feitmeti er að fara ansi illa með marga - sykursýki, hjartasjúkdómar og hvað þetta heitir nú allt grasserar medal offeitra. Spítalar landsins munu líklega finna fyrir vandamálinu áður en langt um líður.

Og til að kóróna þetta allt saman þá drekka bretar líka of mikið. Nú er t.d. mikið talað um binge drinking.

Lager lads eru gaurar í gallabuxum og stuttermaskyrtum, snoðaðir og með eyrnalokk. Þeir drekka 12 pæntur og fá sér nokkur skot og gera svo allt vitlaust í miðbænum þegar búið er að loka pubbum og klúbbum. Þeir segja oiiiiiii og æla, shaet og deila með enni, f*****g c**t og sparka í ruslatunnu. Anti-social behaviour er opinbert nafn á þessari hegðun.

Stúlkur á sama aldri eru farnar að drekka og reykja meira en áður. Þær drekka alco-pops og verða fyllri og vitlausari en áður. Þær ganga líka í styttri pilsum og betri push-up brjóstahöldurum en áður hefur þekkst. Það gerir lager laddana ennþá brjálaðri og á endanum myndast hættuástand í miðbænum. Löggan ræður ekki við neitt og allt fer í kaos. Þetta er víst vandamál í borgum og bæjum út um allt England.

Á sama tíma liggur maður beddanum sínum og sefur. Orðinn allt of gamal fyrir anti-social behaviour.
Eg er heldur enginn lager lad því ég drekk bitter. Sá drykkur framkallar bara bros á vör.

13:56

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.