This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
mánudagur, mars 15, 2004  
Talandi um dagblöð

Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég um nýlegar og smærri útgáfur af dagblöðunum/broadsheet-unum The Independent og The Times. Þessar nýju útgáfur eru í Mogga-stærð en kallast bara compact hér.
The Times í compact útgáfu.

Hér í Englandi hafa undanfarin ár og áratugi (án þess að ég sé með söguna alveg á hreinu) verið gefin út fimm national broadsheet. Þau eru The Guardian, The Independent, The Times, The Daily Telegraph og Financial Times (sem er nú reyndar aðallega lesið af bissnessgenginu).

Síðastliðið haust reið The Independent á vaðið og fór að koma út í tveimur stærðum, þ.e. broadsheet og compact. The Times fylgdi í kjölfarið. Þetta var svar þessara blaða við minnkandi sölu.
Þessa sögu rakti ég hér sl. haust.

Í upphafi kom The Times aðeins út í compact úgáfu hér á London svæðinu en vegna góðra undirtekta fóru Murdoch og félagar (News International, fyrirtæki Murdochs, á m.a. hlut í dagblöðunum The Times og Sun, Sky sjónvarpsstöðvarnar, Fox Network í USA og gervihnattaTVstöð í Asíu) fljótlega að dreifa compact útgáfunni um allt land. Sjálfur kaupi ég nú alltaf compact úgáfuna og vil ekki sjá boradsheet-ið.
The Independent, eins og The Times, kom í fyrstu aðeins út í compact útgáfu á virkum dögum en nú kemur það einnig út í þeirri stærð á laugardögum. The Times fylgir líklega í kjölfarið.

The Audit Bureau of Circulations birti nýverið upplagstölur og segja þær allt sem segja þarf. Sala á compact útgáfum The Independent og The Times hefur vaxið stöðugt. Nú eru yfir 70% af seldum blöðum The Independent í compact útgáfu og selst hún nú í meira magni en broadsheet útgáfan af blaðinu gerði áður en compact skrefið var tekið. Fyrir ári seldist blaðið að jafnaði í 222.000 eintökum á virkum dögum. Nú febrúar var sú tala komin upp í 257.000.

Compact útgáfan hjá The Times gengur líka vel. Í September 2003 seldist blaðið að jafnaði í 632.000 eintökum á virkum dögum. Í Febrúar 2004 var sú tala komin upp í um 655.000 eintök. Allt compact að þakka.

Á sama tíma hefur sala á The Guardian og The Daily Telegraph dregist nokkuð saman. Í febrúar 2003 seldist The Guardian í 408.000 eintökum en nú í 370.000 eintökum. Telegraph seldist víst í yfir milljón eintökum á dag fyrir tveimur árum en er nú komin niður í 906.000 eintök.

Þessi tvö blöð verða því líklega að gera eitthvað í sínum málum.
Guardian menn ætla víst að bíða þangað til frumkvöðlarnir eru hættir að standa í því að gefa út tvær stærðir því það er dýrari útgerð en að gefa út eina stærð.
Guardian ætlar sem sagt að bíða aðeins og sjá hvernig mál þróast. Það er t.d. ekki enn víst hvernig sunnudagsútgáfur The Independent og The Times verða meðhöndlaðar - compact eður ei. Amk eru Times menn mjög varkárir í öllum yfirlýsingum sínum um að tími broadsheet formsins sé liðinn því lítill en hávær hópur lesenda vill bara broadsheet og ekkert annað. Compact stærðin er þeirra huga bara götublaðastærð og því handónýt. Fyrir almúgann og aðra aumingja!

The Daily Telegraph getur víst ekkert gert í málinu strax því blaðið er um þessar mundir að skipta um eigendur og því ómögulegt að taka stórar ákvarðanir á þeim bæ. Lord Conrad Black of Crossharbour átti ráðandi hlut í blaðinu, "sveik" pening út úr móðurfyrirtækinu en var fyrir stuttu rekinn með skít og skömm af hlutöfum fyrir þær hundakúnstir.
Ýmsir eru víst ansi spenntir fyrir því að koma í hans stað og eiga ráðandi hlut í vinsælasta gæða-blaði í Englandi. Þetta ætti að vera nokkuð áhrifamikil staða. Blaðið hefur í gegnum tíðina stutt Torys (Conservatives) og er stundum kallað ToryGraph. Mönnum stendur alls á sama um hver kemur í stað Lord Blacks því The Times og Sun, í eigu Murdochs, styðja Tony Blair og félaga í Labour og hafa líklega nokkur áhrif á álit almennings á aðgerðum ríkistjórnarinnar. Conservatives mega ekki við því að missa stuðning frá Telegraph.

Í The Spectator (vikublað) sem kom út sl. laugardag segir um söluna á ráðandi hlutnum í The Daily Telegraph:
"The need for editorial considerations to feature [in the sales process], is, in effect, recognised in law.... The Law provides for the public interest to be protected in national newspaper ownership. If there is serious anxiety about a potential owner, the Secretary of State at the Department of Trade and Industry can issue an ´intervention order´. If she does so, Ofcom [the official body which deals with the media] will have to look at the matter and recommend whether or not the sale should go ahead."

Sumir heima á Fróni eru nú líklega búnir að bölva því duglega að hafa ekki þegar verið með einhverjar svona leikreglur í gildi sl. misseri þar sem bæði Fréttablaðið og Norðurljós voru seld aðilum sem sumir hafa, ja skulum við segja, horn í síðu.

21:47

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.