This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
sunnudagur, febrúar 22, 2004  
Undanfarna daga hefur nokkrum sinnum birst heilsiduauglysing i The Times thar sem verid er ad auglysa helgarferdir til Reykjavikur. A auglysingunni er mynd af Blaa Loninu og i textanum segir m.a.:

"Reykjavik
- short breaks to Iceland -

Iceland's capital city is cool and glamorous, with a unique combination of Nordic sophistication and raw, natural beauty".
....
"Reykjavik boasts a wide range of shops and designer boutiques, and you can enjoy the infectious exuberance on display in the many cafes and bars as the young, blonde and beautiful socialise until the early hours".

Thetta er i raun megintextinn thvi restin fjallar um hvad er innifalid i verdinu.

Afskaplega finnst mer thetta asnalegur texti en vel til thess fallinn ad lata eymingja turistana verda fyrir vonbrigdum thegar their maeta a svaedid.
Their munu buast vid "cool and glamorous" midbae en sja litid annad en halftomar budir og sandstradar audar gangstettir og i raun oskop litid mannlif thar til eftir kl 22 um helgar.

Hvad er "cool and glamorous" Reykjavik?
Ju kannski er hun thad ad einhverju leyti fyrir tha sem koma fra Stokksnesi eda Fjnoskadal en ferdamenn fra London eda meginlandinu munu liklega ekki sja "cool and glamorous" stadi a hverju strai i Reykjavik.
Hvad eru menn ad tala um?
Smaralind og Kringluna?
Eda kannski dansleik med Ragga Bjarna og Siggu Beinteins og Stjorninni i Sulnasal? Eda thad ad kaupa 0.4L af 4.0% oli a Kaffibrennslunni a kr 600?
Allt hlutir sem okkur Islendingum thykir kul en liklegt ad geri ferdamennina bara svolitid flabbergasted (= as if struck dumb with astonishment and surprise).

Svo segja their reyndar lika i auglysingunni ad haegt se ad njota "the infectious exuberance on display in the many cafes and bars...". Eg verd nu ad segja ad thratt fyrir ad hafa verid ansi tidur gestur a borum baejarins sl. aratug tha get eg ekki imyndad mer hvad their meina med thessari setningu.
Thetta med "young, blonde and beautiful" er hins vegar alveg harrett. Einmitt!
Alveg eins og med islenska graenmetid.
Bollocks.
Hver er abyrgur fyrir thessari auglysingu? Sa hefur liklega aldrei komid til Reykjavikur.
-----------------------------------------

I gaer forum vid Maeja til London og kiktum i Tower of London. (A sidunni er m.a. haegt ad lesa um sogu Tower of London.) Eg var buinn ad hlakka mikid til ad maeta a svaedid enda er thessi kastali/holl med merkustu byggingum i Evropu og thott vidar vaeri leitad.
Maeja nytti ferdina til ad kanna hvernig svaedid var skipulagt til ad taka a moti gestum thvi hun er i kursi sem fjallar um Visitor Attractions Management og hefur verid falid ad gera uttekt a skipulagningu theirra mala hja Windsor Castle. Hun var vonast til ad fa sma innblastur fra Towernum og mer synist thad hafa gengid upp.

Thetta var storfin ferd og nokkud magnad ad ganga inn i sjalfan White Tower (sem eg myndi kalla Tower of London en svaedid, med ollum sinum byggingum, er vist kallad Tower of London) sem var byggdur nokkud fyrir arid 1100. Ttraustur og vel hladinn turn.
Beefeaters gaurarnir voru a svaedinu og tjottudu vid gesti og vaengstyfdu hrafnarir letu sig ekki vanta. Their eru hins vegar ekki mikid fyrir ad leika ser vid gesti og gangandi og eiga thad til ad gogga i tha sem gerast agengir.

Svo saum vid lika Crown Jewels og fengum ofbirtu i augun af ollum demontunum og gullinu. Staersti demantur sem eg hef augum litid var a svaedinu, alika stor og vaent haenuegg. Hann var hluti af vondudum veldissprota sem kongafolkid notar til ad berja i lelega kokka og klena skemmtikrafta.

Thegar vid komum til Guildford la leidin beint heim til Rhi (Rhiannon heitir hun vist) thar sem bekkjarfelagar Maeju hofdu safnast saman. Stelpurnar satu inni i eldhusi og drukku vin a medan vid gaurarnir satum inni i stofu og horfdum a fotbolta og drukkum bjor. AC Milan vann Inter Milan, 3 - 2 i horkuleik.
Goyo, sem er fra Mongoliu, baud svo upp a lamb-dumplings sem er Mongolskur rettur sem er avallt bordadur a spring festival theirra Mongola sem var einmitt i gaer. Finn matur og gaman ad vita ad thvi ad a sama tima, morg thusund km i austur fra okkur i Guildford, voru Mongolar ad detta i thad og borda lamb-dumplings i tilefni ad thvi ad hitastigid hafdi loks drullast upp fyrir frostmark.

13:19

miðvikudagur, febrúar 18, 2004  
Rokkhljomsveitin The Darkness kom, sa og sigradi a BRITS hatidinni i gaerkvoldi.
Their fengu verdlaun fyrir Best Album, Best British Band og Best Rock Group.

Drengirnir fengu ad spila sidustu tvo log kvoldsins og endadi showid a thvi ad frontmadurinn, Justin Hawkins, lyftist upp i rjafur a hollinni og flugeldar flugu um svidid. Sem sagt alvoru rokk-finale ur smidju Kiss.
Flestir fjolmidlar virdast vera yfir sig hrifnir af velgengni The Darkness enda er her edal- og alvorurokkband a ferdinni.

Svo virdist sem ultranaemt og vel thjalfad rokkeyra mitt hafi ekki brugdist mer thegar eg akvad ad kaupa diskinn theirra i sept/okt sidastlidinn. Eg thurfti adeins ad heyra brot af einu lagi til ad falla fyrir bandinu.
Svo virdist sem fleiri seu atta sig. Amk er platan, Permission to land, nu komin a Top50 a Billboard i USA og allt ad verda vitlaust thar.
The Darkness virdast thvi vera ad detta i hop med Dido og Coldplay sem eru i raun einu bresku tonlistarmennirnir sem seljast af einhverju radi i USA i dag. Rod Stewart hefur reyndar att goda spretti med American songbook diskunum sinum en hann hefur nu verid busettur svo lengi i USA ad hann telst varla med.

21:04

sunnudagur, febrúar 15, 2004  
Formula One er alls ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Amk ekki sem sjónvarpssport.
Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til að fíla þetta sport en hef ekki enn dottið í gírinn.

Mjög dull sjónvarpsefni.
Keyra, keyra, keyra, taka bensín, skipta um dekk, keyra, keyra, keyra, taka bensín, skipta um dekk, sami maður vinnur alltaf og er í þokkabót alveg hundleiðinlegur. Dse German dude.
Ef hann vinnur ekki þá er það bróðir hans sem vinnur. Álíka leiðinlegur.
Og ef þeir bræður eru úti að aka þá vinnur einhver gúbbi sem enginn veit hver er því þeir bræður vinna eiginlega alltaf!
Sem sagt - jafnvel slappara sjónvarpssport en sund.

Sex af 15-20 Formula One liðum eru með höfuðstöðvar hér í Englandi. Það þýðir að bílarnir eru smíðaðir og að miklu leyti þróaðir hér og líklega fer þjálfun ökumanna og allt utanumhald einnig fram hér. Eitt lið er með ca 400 - 500 manns í vinnu.
Flest liðin eru með starfsemi sína á suður Midlands svæðinu (norður af London, nær Birmingham) og má þar nefna BAR (Honda), Jordan, og Jaguar/Ford.

McLaren (Mercedes Bens) menn eru hins vegar með höfuðstöðvar hér í Surrey, nánar tiltekið í Woking. Nýlega tóku þeir í notkun 250 milljón punda verksmiðju þar sem þeir framleiða og þróa bæði Formula One bílana sína og einnig næstum handsmíða þeir þar sportbíl sem þeir kalla Mercedes Bens - McLaren. Þetta er víst einn öflugasti sportbíllinn í dag, hraðskreyðari en nokkur Ferrari, enda fara í hann nýjustu og bestu græjur frá Mercedes Bens og ýmsar tækninýjungar úr McLaren Fomula One bílnum.
Þessi ofurbíll var tekinn til kostanna í Top Gear á BBC2 um daginn (þátturinn er víst tekinn upp hér í Guildford). Þeir áttu ekki til aukatekið orð. Þvílíkur bíll - en aðeins á færi súperríkra að eignast.

Á hverju degi brunar lestin mín framhjá þessari verksmiðju/höfuðstöðvum og líklega væri nú ansi gaman að kíkja í heimsókn og sjá hvernig menn fara að því að búa til einn öflugasta bíl sem sögur fara af.

Woking - heimabær besta bíls í heimi!
Nú er bærinn komin á kortið.

Guildford er fyrir löngu komin á kortið því hér eru höfuðstöðvar Colgate-Palmolive sem framleiðir m.a. tannkrem og handsápu.
Þokkalega.
Miklu flottara en McLaren.
Reyndar eru hér líka höfuðstöðvar Sony Ericsson í Evrópu.
Nóg að gera í Guildford.

En fyrst ég er að skrifa hér um bíla.
UK bílamarkaður í hnotskurn (skv nákvæmum athugunum mínum á götum í bæjum og borgum og umfjöllun fjölmiðla):

Mest seldi bíllinn í UK er Ford Focus, venjulegur fjölskyldubíll á vægu verði. Framleiddur í UK.

Til samanburðar má nefna að mest seldi bíllinn í USA er Ford F150 pallbíll með amk 300 - 400 hestafla vél og togkraft sem myndi duga til að draga heilt flugmóðurskip yfir Hellisheiði og til baka. Ég sá einn svona bíl í Weybridge um daginn og jedúddamía - hann komst varla fyrir á götunni. Þvílíkur trukkur. En, samt sem áður, mest seldi bíll í USA. Kannski er eitthvað samhengi á milli vinsælda þessa trukks og fjölgun offeitra þar í landi. Gott er að hafa pall á bílnum þegar húsbóndinn kemst ekki lengur fyrir frammí.

En aftur að UK. Á eftir Ford Focus sýnist mér að Frakkarnir eigi vinninginn. Hér eru Renault, Peugeot og Citroen alveg afskapalega vinsælir. Allar gerðir af þessum bílum virðast seljast vel hér. Peugeot menn hafa t.d. verið duglegir að hanna ansi fallega smábíla upp á síðkastið sem hafa fallið vel í kramið. Sama gildir um Renault.
Dísel er vinsælt og blæjubílar seljast hér í æ meira magni eftir því sem veturnir verða mildari og sumrin æ líkari því sem menn eiga að venjast í Suður-Evrópu. Í dag er UK stærsti markaður fyrir blæjubíla í Evrópu.
Volkswagen kemur svo í humátt á eftir frönsku bílunum með Golf, Polo og Passat.

Dse German drossíurnar koma svo á eftir Frökkunum, BMW, Bens og Audi. Þessir bílar eru dýrari en þeir frönsku og seljast því ekki eins vel en samt í miklum mæli. Þeir eru hér mun algengari en á Íslandi t.d.
Hér í Surrey - þar sem íbúar eru frekar efnaðir - eru þessi þýsku eðalvagnar á hverju strái. Alls kyns sportútgáfur og blæjutýpur eru mjög algengar og svo sér maður stóru drekana inn á milli. Porsche keppir við sportýpurnar af Bens og virðist seljast vel á þessum slóðum.

Jaguar er í sama gæðaflokki og Bens og BMW en er kannski ekki alveg eins vinsæll. Samt hafa þeir verið að sækja í sig veðrið með nýjum týpum upp á síðkastið (nú er meira að segja hægt að fá station Jaguar með díselvél). Jaguar finnst mér ýkt kúl. Draumabíllinn um þessar mundir (fyrir utan Land Rover auðvitað).

Opel heitir Vauxhall hér í UK og Rover fæst hér í mörgum týpum. Hann minnir mest á japanska bíla en er samt breskur í húð og hár. Ódýrustu týpurnar eru í sama flokki og Hyundai heima á Íslandi. Lúkkar allt í lagi en endist kannski ekki mjög lengi.
Mini er víst þýskur og selst sá nýi eins og heitar lummur. Hann er nú samt framleiddur í Oxford eins og kexið góða. Eða hét það kannski bara Oxford án þess að vera framleitt þar? Trúi því ekki.

Japanski bílar eru ekki næstum eins vinsælir hér og heima á Íslandi. Toyota hefur náð lengst eins og í USA þar sem Toyota er nú orðinn annar stærsti bílaframleiðandinn á eftir GM (þeir tóku fram úr Ford USA um daginn). Avensis og Yaris sjást víða en það er allt og sumt. Honda, Nissan, Suzuki og Mazda sjást stöku sinnum en minna en ég bjóst við. Subaru selst líklega í færri eintökum en hjá umboðinu á Suðarkróki - ef Imprezan er undanskilin (sem engin ástæða er til að gera en ég geri samt).

Svo hafa menn ósköp lítið við jeppa að gera. Land Roverinn á jú sína aðdáendur og svo sér maður stöku sinnum Pajero (Shogun hér) og Suzuki Vitara en það er varla til að tala um.
Reyndar keyra margir um á eðaljeppum, þ.e. BMW X5, Range Rover, Bens, Lexus og nýlega hafa bæst við Volksvagen Touareg og Porsche Cayenne. Þetta eru rándýrir bílar og líklega ekki mikið notaðir til aksturs utan vega.
Þessir bílar seljst vel hér í Surrey.

Amerískir bílar sjást varla enda standast þeir sjaldan samanburð við evrópsku bílana. Kanar kunna ekki að búa til fallega og trausta bíla. Það er bara málið. Cruiser og Cherokee frá Chrysler eru þeir einu sem ég sé hér.

Af öðrum bílategundum verð ég að minnast á Robin. Gamall breskur bíll, líklega frá Austin eða Morris eða Rover eða álíka. Þriggja hjóla. Bara eitt framhjól!
Þeir hættu fyrir löngu að framleiða þessa bíla en samt sér maður þá reglulega.
Alltaf jafn kómískir bílar.

Þetta var UK bílamarkaður í hnotskurn.

13:26

sunnudagur, febrúar 08, 2004  
Hampshire helgi að baki og við Mæja mætt aftur á campus eftir þessa líka ljómandi góðu sveitaferð.

Í gær, laugardag, var hið fínasta veður, sól og blíða, og
SouthWest lestin brunaði með okkur út úr Surrey sýslu og yfir til Hampshire án mikilla vandkvæða. Sveitin naut sín einkar vel í veðurblíðunni.
Við vorum svo mætt á áfangastað, Southampton Airport, rétt fyrir hádegi þar sem Rhy tók á móti okkur.
Svo var keyrt beint til smábæjarins Shedfield þar sem foreldrar Rhy búa. Karen, dse German, Alexander the Greek og Torino maðurinn Francesco voru þegar mætt á svæðið.

Húsið hennar Rhy er engin smásmíði. Ég myndi kalla það villu. Ótal svefnherbergi, bókaherbergi, stofur, sólstofur á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, risagarður með tennisvelli, sundlaug og gullfiskatjörn og tveir gamlir breskir blæusportbílar í innkeyrslunni (Jaguar og Triumph).
Sem sagt - a proper country mansion. Tilvalið partíhús.

Eftir hádegismat var ferðinni heitið niður að strönd, beint á móti Isle of Wight. Þar fórum við í góðan og hressandi labbitúr meðfram stöndinni. Eftir ca tveggja tíma göngu höfðu allir lyst á svo sem einni pæntu og var því komið við á gömlum pub í smábænum Titchfield til að svala þorstanum.
Um kvöldið kíktum við svo á nokkra góða sveitapubba í nágrenni Shedfield. Við fengum prýðilegan mat á einum þeirra og enduðum svo á pub rétt hjá húsinu í Shedfield þar sem hægt var að kaupa local ale beint úr tunnunni. Það var ekki slæmt. Live music og allur pakkinn.
Gott mál.
Gott kvöld.
Góð nótt.

Ekki eins góður morgunn en samt ekki svo slæmur.
Enn var veðrið í góðu skapi og við líka.
Ég byrjaði daginn á að setjast undir stýri á Jaguar sportbílnum með blæjuna niðri. Því miður gat ég ekki startað honum en fílaði mig samt ansi vel. Þessi týpa af Jaguar var víst ósigrandi í Le Mans kappakstrinum um 1950 og því líklegt að hann sé ansi öflugur.
Reynsluakstur verður bara að bíða betri tíma.

Plan dagsins var að kíkja til Winchester og taka svo lestina heim þaðan. Á leiðinni var stoppað á góðum sveitapub - restaurant til að borða Sunday roast. Lambasteik með roast potatoes, grænmeti og sósu. Eðalmatur. Viský ís í eftirrétt og öldrykkja gærkvöldsins löngu gleymd og grafin.

Winchester er flottur bær. Proper old English bær.
Við heimsóttum Winchester Cathedral sem er líklega með stærri kirkjum í Englandi og þótt víðar væri leitað. Þar liggur Jane Austen grafin en hún bjó víst í þessum bæ. Eftir góðan tesopa hoppuðum við upp í lest og vorum komin heim til Guildford um kvöldmatarleytið.

Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera margt á rétt rúmlega sólarhring.

21:56

föstudagur, febrúar 06, 2004  
Tilviljun eða ekki.

"I´m a celibrity get me out of here" raunveruleikaþátturinn er að gera allt vitlaust hér í UK. 12 milljón manns horfa á þáttinn á hverju kvöldi og njóta þess í botn.
Metáhorf í þessari þriðju seríu þáttarins.

Meðal þátttakenda að þessu sinni eru súpersilikonbomban og page 3 gellan sem kallar sig Jordan og gamli pönkarinn og hneykslarinn Johnny Rotten sem gerði garðinn frægan með Sex Pistols á áttunda áratugnum.
Anarchy in the UK, God save the Queen og fleiri góðir slagarar lifa enn góðu lífi eftir þá grúppu.
Aðrir þátttakendur í showinu eru minna þekktir en eru samt þokkaleg C-list celebrities.
Peter Andre heitir einn. Jennie Bond heitir ein og svo er líka eitt stykki Lord á svæðinu. Mikill sjarmör.

Fimmtungur þjóðarinnar situr yfir showinu á hverju kvöldi og daglega eru forsíður tabloids blaðanna þaktar myndum af Jordan (hverri annarri?) þar sem hún situr í frumskóginum á thong-bikinínu einu saman og hefur það gott. Hinir fá líka smá athygli en samt sem áður virðist Jordan vera málið.

Í dag fjallaði einn af þremur leiðurum The Times um þáttinn. Það er nokkuð merkilegt. Alvarlegt dagblað þarf góða ástæðu til að eyða heilum leiðara í svona stuff. Reyndar voru þeir að fjalla um Rotten og brotthvarf hans úr þættinum í gær. Hann nennti þessu ekki lengur og drullaði sér bara í burtu án þess að vera kosinn út af almenningi (eins og venjan er). Það kom flestum í opna skjöldu.
Hann kom hins vegar mjög vel út úr því dæmi. Gaurinn er ansi sniðugur - þótt anarkisti hafi verið!

Þátturinn fær sem sagt mikla athygli.

Á vinnustöðum er talað um Celebrity þáttinn. Hvað gerðist í gær? Hver var kosinn út? Sástu geirvörtuna á Jordan? Eða þegar Lordinn káfaði á henni. Úffa.
Fátt annað kemst að.

Á sama tíma eru Tony Blair og félagar að gefa á sér færi.
Hutton skýrslan allt sem henni fylgdi fékk minni umfjöllun í blöðunum sem flestir lesa vegna þáttarins. Forsíðurnar voru lagðar undir þáttinn fræga en ekki skýrsluna góðu. Umdeildu Top-up fees frumvarpi var kreist í gegn og fleiri játningar vegna Iraq stíðins fylgdu í kjölfarið.

Gott er að leka því sem varla má sjá dagsins ljós á meðan almenningur er með hugann við annað. Það vita þeir.
Hvað er varið í að velta sér upp úr þurru stjórnmálarugli þegar hægt er að fylgjast með fræga genginu éta pöddur og baða sig í rottubaði í beinni útsendingu.
Tony og félagar hafa líklega séð þetta fyrir.

Vikan á enda. Aftur
Gott mál.
Góð vika í vinnunna. Enn er ég að læra stuff og hef gaman að. Excel og SPSS eru vinir mínir.
Mæja er meira bissí en ever og heldur líka geðheilsunni.
Sem sagt - gír í Guildford.

Helgin lítur vel út.
Við erum á leiðinni til Hampshire á morgun þar sem við ætlum að heimsækja Rhy bekkjarfélaga Mæju. Hún bauð okkur og nokkrum vel völdum bekkjarfélögum Mæju heim til foreldra sinna sem búa í sýslunni í ansi góðri villu. Heitur pottur og sveitarómantík.
Hljómar vel.

21:54

sunnudagur, febrúar 01, 2004  
I vikunni snjoadi nokkud vel her i Englandi og Scotlandi. Ad sjalfsogdu snjoadi meira i Scotlandi en vid fundum tho vel fyrir vetrinum her sudurfra.

A midvikudaginn upp ur kl fimm sidegis byrjadi ballid med thrumum og eldingum og stuttu sidar for snjonum ad kyngja nidur. Menn furdudu sig nokkud a thrumuverdrinu sem kom a undan snjokomunni. Eldingarnar voru blaleitar og nokkud frabrugdnar thvi sem menn eiga ad venjast.
Eg let thad tho ekki a mig fa og od ut i vedrid a flatbotna skonum minum til ad na lestinni fra Weybridge til Guildford.
I raun var vedrid mjog fallegt thvi thad var logn og snjoflyksurnar voru storar og flottar. Mjog jolalegt vedur sem sagt.
Umferdin gekk nokkud haegt thetta kvoldid en lestin min klikkadi ekki ad thessu sinni.

Daginn eftir var snjorinn enn yfir ollu thott breidan vaeri nu ekki thykk.
Lestarsamgongur foru eitthad ur skordum og einhver kaos vard a flugvollum landsins.
Ekkert stormal tho.

I gaer var allur snjor horfinn, ansi hlytt uti en mikid rok og rigning.
Vid Maeja letum thad tho ekki a okkur fa og forum med Emblu i netta skodunarferd um baeinn.
Fyrst roltum vid upp a haedina her fyrir ofan campus og kiktum i leidinni i The Mount Cemetery thar sem Lewis Carroll (hofundur bokarinnar um Alice in Wonderland) er grafinn. Gaurinn bjo her i Guildford sidustu aeviarin og do her 14. januar 1898.
Naest la leidin nidur ad River Wey thar sem m.a. ma sja gamlan skipastiga sem canalbatarnir nota enn.
Svo roltum vid upp a adalhaed baejarins, kitum a Guildford Castle og endudum nidri i midbae thar sem vid kiktum i budir og tjekkudum a stemmingunni.

Kingshead pubbinn var svo heimsottur og farid ut a borda a Pizza Express. Kvoldid endadi sidan a Three Pigeons pubbnum thar sem vid hittum bekkjarfelaga Maeju og fengum okkur einn eda tvo i vidbot.
Thar sem pubbarnir loka klukkan ellefu vorum vid komin heim fyrir midnaetti. Af theim sokum er eg bara nokkud hress i dag.

Gott mal ad vera rekinn snemma heim.
Byrja fyrr og haetta fyrr i stadinn fyrir ad vera a skrotlinu fram eftir morgni.
Thad er svo erfitt.





14:09

 
This page is powered by Blogger.