This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
sunnudagur, febrúar 15, 2004  
Formula One er alls ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Amk ekki sem sjónvarpssport.
Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til að fíla þetta sport en hef ekki enn dottið í gírinn.

Mjög dull sjónvarpsefni.
Keyra, keyra, keyra, taka bensín, skipta um dekk, keyra, keyra, keyra, taka bensín, skipta um dekk, sami maður vinnur alltaf og er í þokkabót alveg hundleiðinlegur. Dse German dude.
Ef hann vinnur ekki þá er það bróðir hans sem vinnur. Álíka leiðinlegur.
Og ef þeir bræður eru úti að aka þá vinnur einhver gúbbi sem enginn veit hver er því þeir bræður vinna eiginlega alltaf!
Sem sagt - jafnvel slappara sjónvarpssport en sund.

Sex af 15-20 Formula One liðum eru með höfuðstöðvar hér í Englandi. Það þýðir að bílarnir eru smíðaðir og að miklu leyti þróaðir hér og líklega fer þjálfun ökumanna og allt utanumhald einnig fram hér. Eitt lið er með ca 400 - 500 manns í vinnu.
Flest liðin eru með starfsemi sína á suður Midlands svæðinu (norður af London, nær Birmingham) og má þar nefna BAR (Honda), Jordan, og Jaguar/Ford.

McLaren (Mercedes Bens) menn eru hins vegar með höfuðstöðvar hér í Surrey, nánar tiltekið í Woking. Nýlega tóku þeir í notkun 250 milljón punda verksmiðju þar sem þeir framleiða og þróa bæði Formula One bílana sína og einnig næstum handsmíða þeir þar sportbíl sem þeir kalla Mercedes Bens - McLaren. Þetta er víst einn öflugasti sportbíllinn í dag, hraðskreyðari en nokkur Ferrari, enda fara í hann nýjustu og bestu græjur frá Mercedes Bens og ýmsar tækninýjungar úr McLaren Fomula One bílnum.
Þessi ofurbíll var tekinn til kostanna í Top Gear á BBC2 um daginn (þátturinn er víst tekinn upp hér í Guildford). Þeir áttu ekki til aukatekið orð. Þvílíkur bíll - en aðeins á færi súperríkra að eignast.

Á hverju degi brunar lestin mín framhjá þessari verksmiðju/höfuðstöðvum og líklega væri nú ansi gaman að kíkja í heimsókn og sjá hvernig menn fara að því að búa til einn öflugasta bíl sem sögur fara af.

Woking - heimabær besta bíls í heimi!
Nú er bærinn komin á kortið.

Guildford er fyrir löngu komin á kortið því hér eru höfuðstöðvar Colgate-Palmolive sem framleiðir m.a. tannkrem og handsápu.
Þokkalega.
Miklu flottara en McLaren.
Reyndar eru hér líka höfuðstöðvar Sony Ericsson í Evrópu.
Nóg að gera í Guildford.

En fyrst ég er að skrifa hér um bíla.
UK bílamarkaður í hnotskurn (skv nákvæmum athugunum mínum á götum í bæjum og borgum og umfjöllun fjölmiðla):

Mest seldi bíllinn í UK er Ford Focus, venjulegur fjölskyldubíll á vægu verði. Framleiddur í UK.

Til samanburðar má nefna að mest seldi bíllinn í USA er Ford F150 pallbíll með amk 300 - 400 hestafla vél og togkraft sem myndi duga til að draga heilt flugmóðurskip yfir Hellisheiði og til baka. Ég sá einn svona bíl í Weybridge um daginn og jedúddamía - hann komst varla fyrir á götunni. Þvílíkur trukkur. En, samt sem áður, mest seldi bíll í USA. Kannski er eitthvað samhengi á milli vinsælda þessa trukks og fjölgun offeitra þar í landi. Gott er að hafa pall á bílnum þegar húsbóndinn kemst ekki lengur fyrir frammí.

En aftur að UK. Á eftir Ford Focus sýnist mér að Frakkarnir eigi vinninginn. Hér eru Renault, Peugeot og Citroen alveg afskapalega vinsælir. Allar gerðir af þessum bílum virðast seljast vel hér. Peugeot menn hafa t.d. verið duglegir að hanna ansi fallega smábíla upp á síðkastið sem hafa fallið vel í kramið. Sama gildir um Renault.
Dísel er vinsælt og blæjubílar seljast hér í æ meira magni eftir því sem veturnir verða mildari og sumrin æ líkari því sem menn eiga að venjast í Suður-Evrópu. Í dag er UK stærsti markaður fyrir blæjubíla í Evrópu.
Volkswagen kemur svo í humátt á eftir frönsku bílunum með Golf, Polo og Passat.

Dse German drossíurnar koma svo á eftir Frökkunum, BMW, Bens og Audi. Þessir bílar eru dýrari en þeir frönsku og seljast því ekki eins vel en samt í miklum mæli. Þeir eru hér mun algengari en á Íslandi t.d.
Hér í Surrey - þar sem íbúar eru frekar efnaðir - eru þessi þýsku eðalvagnar á hverju strái. Alls kyns sportútgáfur og blæjutýpur eru mjög algengar og svo sér maður stóru drekana inn á milli. Porsche keppir við sportýpurnar af Bens og virðist seljast vel á þessum slóðum.

Jaguar er í sama gæðaflokki og Bens og BMW en er kannski ekki alveg eins vinsæll. Samt hafa þeir verið að sækja í sig veðrið með nýjum týpum upp á síðkastið (nú er meira að segja hægt að fá station Jaguar með díselvél). Jaguar finnst mér ýkt kúl. Draumabíllinn um þessar mundir (fyrir utan Land Rover auðvitað).

Opel heitir Vauxhall hér í UK og Rover fæst hér í mörgum týpum. Hann minnir mest á japanska bíla en er samt breskur í húð og hár. Ódýrustu týpurnar eru í sama flokki og Hyundai heima á Íslandi. Lúkkar allt í lagi en endist kannski ekki mjög lengi.
Mini er víst þýskur og selst sá nýi eins og heitar lummur. Hann er nú samt framleiddur í Oxford eins og kexið góða. Eða hét það kannski bara Oxford án þess að vera framleitt þar? Trúi því ekki.

Japanski bílar eru ekki næstum eins vinsælir hér og heima á Íslandi. Toyota hefur náð lengst eins og í USA þar sem Toyota er nú orðinn annar stærsti bílaframleiðandinn á eftir GM (þeir tóku fram úr Ford USA um daginn). Avensis og Yaris sjást víða en það er allt og sumt. Honda, Nissan, Suzuki og Mazda sjást stöku sinnum en minna en ég bjóst við. Subaru selst líklega í færri eintökum en hjá umboðinu á Suðarkróki - ef Imprezan er undanskilin (sem engin ástæða er til að gera en ég geri samt).

Svo hafa menn ósköp lítið við jeppa að gera. Land Roverinn á jú sína aðdáendur og svo sér maður stöku sinnum Pajero (Shogun hér) og Suzuki Vitara en það er varla til að tala um.
Reyndar keyra margir um á eðaljeppum, þ.e. BMW X5, Range Rover, Bens, Lexus og nýlega hafa bæst við Volksvagen Touareg og Porsche Cayenne. Þetta eru rándýrir bílar og líklega ekki mikið notaðir til aksturs utan vega.
Þessir bílar seljst vel hér í Surrey.

Amerískir bílar sjást varla enda standast þeir sjaldan samanburð við evrópsku bílana. Kanar kunna ekki að búa til fallega og trausta bíla. Það er bara málið. Cruiser og Cherokee frá Chrysler eru þeir einu sem ég sé hér.

Af öðrum bílategundum verð ég að minnast á Robin. Gamall breskur bíll, líklega frá Austin eða Morris eða Rover eða álíka. Þriggja hjóla. Bara eitt framhjól!
Þeir hættu fyrir löngu að framleiða þessa bíla en samt sér maður þá reglulega.
Alltaf jafn kómískir bílar.

Þetta var UK bílamarkaður í hnotskurn.

13:26

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.