This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Hampshire helgi að baki og við Mæja mætt aftur á campus eftir þessa líka ljómandi góðu sveitaferð.
Í gær, laugardag, var hið fínasta veður, sól og blíða, og
SouthWest lestin brunaði með okkur út úr Surrey sýslu og yfir til Hampshire án mikilla vandkvæða. Sveitin naut sín einkar vel í veðurblíðunni.
Við vorum svo mætt á áfangastað, Southampton Airport, rétt fyrir hádegi þar sem Rhy tók á móti okkur.
Svo var keyrt beint til smábæjarins Shedfield þar sem foreldrar Rhy búa. Karen, dse German, Alexander the Greek og Torino maðurinn Francesco voru þegar mætt á svæðið.
Húsið hennar Rhy er engin smásmíði. Ég myndi kalla það villu. Ótal svefnherbergi, bókaherbergi, stofur, sólstofur á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, risagarður með tennisvelli, sundlaug og gullfiskatjörn og tveir gamlir breskir blæusportbílar í innkeyrslunni (Jaguar og Triumph).
Sem sagt - a proper country mansion. Tilvalið partíhús.
Eftir hádegismat var ferðinni heitið niður að strönd, beint á móti Isle of Wight. Þar fórum við í góðan og hressandi labbitúr meðfram stöndinni. Eftir ca tveggja tíma göngu höfðu allir lyst á svo sem einni pæntu og var því komið við á gömlum pub í smábænum Titchfield til að svala þorstanum.
Um kvöldið kíktum við svo á nokkra góða sveitapubba í nágrenni Shedfield. Við fengum prýðilegan mat á einum þeirra og enduðum svo á pub rétt hjá húsinu í Shedfield þar sem hægt var að kaupa local ale beint úr tunnunni. Það var ekki slæmt. Live music og allur pakkinn.
Gott mál.
Gott kvöld.
Góð nótt.
Ekki eins góður morgunn en samt ekki svo slæmur.
Enn var veðrið í góðu skapi og við líka.
Ég byrjaði daginn á að setjast undir stýri á Jaguar sportbílnum með blæjuna niðri. Því miður gat ég ekki startað honum en fílaði mig samt ansi vel. Þessi týpa af Jaguar var víst ósigrandi í Le Mans kappakstrinum um 1950 og því líklegt að hann sé ansi öflugur.
Reynsluakstur verður bara að bíða betri tíma.
Plan dagsins var að kíkja til Winchester og taka svo lestina heim þaðan. Á leiðinni var stoppað á góðum sveitapub - restaurant til að borða Sunday roast. Lambasteik með roast potatoes, grænmeti og sósu. Eðalmatur. Viský ís í eftirrétt og öldrykkja gærkvöldsins löngu gleymd og grafin.
Winchester er flottur bær. Proper old English bær.
Við heimsóttum Winchester Cathedral sem er líklega með stærri kirkjum í Englandi og þótt víðar væri leitað. Þar liggur Jane Austen grafin en hún bjó víst í þessum bæ. Eftir góðan tesopa hoppuðum við upp í lest og vorum komin heim til Guildford um kvöldmatarleytið.
Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera margt á rétt rúmlega sólarhring.
21:56
|
|
|
|
|