This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, ágúst 26, 2003  
Are you ready, are you ready for love?
Yes, I am.

Ja man. Jamaica man.
MSc er finido.
Var ad skila 3 eintokum af tvilikt spennandi stoffi = 400 bls.
Tvilikt gott ad vera buinn.
Nu getur madur adeins tjillad a ny.

Skolagongu minni her i Bristol er tvi liklega lokid. Tok masterinn a 11 manudum, sem hlytur ad teljast nokkud gott.
Reyndar a eftir ad gefa mer einkunn og guddera thetta allt saman. I versta falli verd eg
settur i steypustigvel og hent ut i Avonmouth. I besta falli fae eg D = distinction.
Svo var einhver ad tala um ad eg thyrfti ad verja verkid. Oral presentation. Nenni tvi nu varla tvi I am leaving this town.

Nu erum vid ekki lengur med netid heima a Freemantle Gardens. Tengjumst ekki aftur fyrr en ca 10. september. Ta verdum vid flutt a studentagarda i Guildford i Surrey.
Tangad til verdur litid sett inn thessa sidu.

Ari Frex a naesta leyti. Skal fyrir tvi.
Svo verdur pakkad og brunad til Surrey a stationbil.
Stefnan er ad aka varlega sparlega - ofugu megin og alles.

Godar stundir og gledilegt haust-hafrakex




12:37

sunnudagur, ágúst 24, 2003  
Íþróttir á sunnudegi
Bretar eru ekki þekktir fyrir mikla leikni í körfubolta. Þrátt fyrir að vera ansi góðir í hópíþróttagreinum eins og fótbolta, krikkett, rugby, hokkí, og póló þá virðist eins og körfubolti hafi aldrei náð neinni fótfestu hér. Ekki frekar en handbolti.
Aðeins einn Breti hefur náð svo langt að leika í NBA deildinni í USA. Mig minnir að hann leiki nú með Salt Lake City. En kannski ekki lengur. Gaurinn var svo óheppinn að hafa myndað sér skoðun á stríðinu í Írak. Hann var á móti því og var eitthvað að blaðra um þetta í sjónvarpsviðtali í USA. Gaurinn var bara umsvifalaust rekinn úr liðinu. Get outta here you traitor.

Þessir Kanar eru nú alveg stórklikkaðir. Kunna ekki gott að meta. Ég veit ekki betur en að Bretar sitji í súpunni með þeim í Írak um þessar mundir. Basra-blús í algleymingi.

Og ástandið er varla betra í nr 10 Downing Street. Blair er reyndar enn í sumarfríi. Hann ætti að mæta í vinnuna á morgun, ferskur eftir frí á Barbados. Mér sýnist amk að þessi Hutton rannsókn sé að fikra sig nær og nær honum. Blessaður Tony virðist hafa komið nokkuð nálægt þessu Kelly máli. Spurningin sem hann fékk á blaðamannafundinum í Japan fyrir nokkrum vikum, "Mr Blair, do you have blood on you hands?", fer að hljóma meira og meira relevant.

17:49

föstudagur, ágúst 22, 2003  
Þetta er allt að koma.

Mæja er búinn að segja upp vinnunni á City Inn. Hún hættir þar í byrjun september. Mér heyrist hún vera nokkuð sátt við að hætta í hótelbransanum. Það er ekki beint gaman að þurfa að vakna kl. 5:30 á morgnana til að komast á morgunvaktina eða að vinna til kl 23 á kvöldin. Engin regluleg helgarfrí, bara frídagar hist og her.
Sjittí Inn segi ég nú bara.

Sjálfur er ég í ágætis málum með ritgerðina mína. 95 blaðsíður og 22.000 orð í Word skjalinu. Líkur á skilum á réttum tíma hafa nú aukist. Fyrir nokkrum dögum sagði ég 75%, nú segi ég 85% líkur á skilum á réttum tíma. Andskotinn hafi það. Ég nenni ekki að standa í þessu lengur. Best að klára þetta og snúa sér svo að öðru. Verra að vera með ritgerðina hangandi yfir sér langt fram á haust.
Síðustu vikur hafa verið ansi strangar hjá mér. Ég hef ekki tekið frídag í meira en mánuð svo að það er sko kominn tími á smá breik. Ég vonast til að skila ritgerðinni næsta þriðjudag og segja újé.

Arnar kemur svo í heimsókn til Bristol á fimmtudaginn og ætlar að stoppa fram á þriðjudag. Þá verður tilvalið fagna námslokum. Mæja er búin að redda sér fríi yfir helgina svo við ætlum að nýta tækifærið að kveðja Bristol með prakt og þónokkrum pompi.
Frexið ætlar svo að fara til Skotlands að heimsækja félaga þar, áður en hann flýgur til Turku þar sem hann ætlar m.a. að leggja fyrir sig atvinnumennsku í handbolta. Ekki slæmt hjá gamla Gróttaranum sem gerði garðinn frægann hér á árum áður fyrir gífurlega snilli í hraðaupphlaupum.

Eitt enn:
Ég minntist á það í vikunni að karlmenn væru í útrýmingarhættu. Skýringuna var ég ekki alveg með á hreinu.
Ég kynnti mér málið betur og komst að því að Y litningurinn, sem karlmenn eru með en ekki konur, er mikið vandræðagerpi. Allir X litningar koma í pörum og er systemið því með einskonar vörn gegn stökkbreytingum. Skaðlegar stökkbreytingar er leiðréttar því réttar upplýsingar eru til í tvíriti. Y litningurinn er stakur og því er ekkert self-correcting system hjá honum. Skaðlegar stökkbreytingar safnast upp í litningnum og flytjast á milli kynslóða. Á endanum verður ástandið orðið svo slæmt að karlmenn einfaldlega deyja út.
Þetta hefur víst komið fyrir hjá ýmsum spendýum. Málið er bara að þessi spendýr eru náttúrulega ekki til lengur og því hafa vísindamenn ekki getað rannsakað málið almennilega.
Rokk og ról.

Svona er ég ýkt fróður um gen, meingen, genamein, menagein og geinamen. Amen.

21:03

þriðjudagur, ágúst 19, 2003  
Frétt vikunnar birtist í The Sunday Times:

Einn virtasti lífvísindamaður heims hefur fært rök fyrir því að karlmenn eigi aðeins eftir að vera til í um 125.000 ár. Skýringuna kann ég ekki alveg að rekja en hún tengdist nú eitthvað Y litningnum og framförum í glasafrjóvgunartækni. Bráðlega muni karlmaðurinn vera redundant því konur muni geta fjölgað sér eingöngu með því að notast við sín eigin egg. Vandamálið er hins vegar að sú tækni getur aðeins getið af sér fleiri konur.
Sem sagt. Eftir 125.000 ár verður jörði bara einn stór saumaklúbbur. Engir kvartmílubílar og mótorkross, bjórneysla mun dragast heilmikið saman og sala á götublöðum í UK mun stórminnka.
Sem betur fer verð ég dauður hvort sem er og slepp því við þessi ósköp.

Konur munu erfa landið, jörðina.


Sólarsamban farin frá UK. Nú er bara rok og skýjað. Það skiptir svo sem engu máli því ég hangi hvort sem er inni allan daginn.

Liverpool tapaði fyrsta leik sínum í Úrvalsdeildinni - gegn Chelski. Kom ekki á óvart.
Roman, hinn rússneski billjóner og eigandi Chelski, var allglaður að sjá í leikslok. Í sumar hefur hann hefur keypt leikmenn til Chelski fyrir hærri upphæð en öll önnur lið samanlagt í Úrvalsdeildinni.

Hann þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af aurum. Hann er metinn á nokkrar billjónir punda. Á ca 40% hlut í öðru eða þriðja stærsta olíkukompaníi í heimi. Hann fékk það á skid og ingenting á einkavæðingarárunum í Rússlandi. Held að fyrirætkið hafi verið selt á 200 milljón pund. Nú er það talið vera 32 billjón punda virði. Þokkalegt giveaway þar.

Annars lítið að frétta hér í UK. Menn eru enn að velta sér upp úr þessu Kelly máli. Fátt annað kemst að. Afskaplega þreytandi mál. Endalausar vangaveltur og menn keppast við að rýna í og túlka einstök orð sem grafin eru upp hér og þar.
Það er meira spennandi að fylgjast með slúðurblöðunum um þessar mundir. Hver eru að skilja, hver fór í lýtaaðgerð, hver er í meðferð. Stjörnurnar láta ekki sitt eftir liggja í gúrkutíðinni. Alltaf hægt að treysta á að þær geri einhverja vitleysu.

11:45

fimmtudagur, ágúst 14, 2003  
Já góðan daginn og gleðilegt kvöld.

Einar Mar er um þessar mundir á fullu að skrifa BA ritgerð. Hann birtir stundum góða kafla úr ritgerðinni á blogginu sínu. Ekki vil ég vera eftirbátur hans í þessum efnum og birti því hér skemmtilegan kafla úr MSc ritgerð minni. Við grípum hér niður þar sem ég er að fjalla um Koyck umbreytinguna. Sú aðgerð er nauðsynleg til að geta metið seinkuð áhrif markaðsaðgerða á sölu. Ansi hreint magnaður kafli.

The Koyck transformation
The geometric lag model in equation has an infinite number of terms, and the parameters β and Ф are multiplied together, making the model nonlinear in the parameters. Thus, as the model looks in equation (3), estimation seems to be a rather difficult task. One way around the difficulties is to use the Koyck transformation (Leeflang et al., 2000, Hanssens et al., 2001). This involves, lagging equation (3) one period, multiplying by Ф, and subtracting the result from equation (3). Step one and two give,
yt - Фyt-1 = - Ф [α + β(xt-1 + Фxt-2 + Ф2xt-3 + Ф3xt-4 + … ) + νt-1]. (5)
Step three yields,
yt - Фyt-1 = α(1 - Ф) + βxt + (νt - Фνt-1). (6)
Solving for yt gives the Koyck form of the geometric lag,
yt = α(1 - Ф) + Фyt-1 + βxt + (νt - Фνt-1), (7)
or
yt = λ1 + λ2yt-1 + λ3xt + υt, (8)
where λ1 = α(1 - Ф), λ2 = Ф, λ3 = β, and the random disturbance term υt = (νt - Фνt-1).
Thus, the Koyck transformation gives equation (8), which is a linear estimating equation and only three parameters have to be estimated. The current effect of marketing effort is measured by λ3 = β, while λ2 = Ф measures how much of the marketing effort in one period is retained in the next. Thus, Ф is the retention rate. In the second period the cumulative effect has become β + βФ = β(1 - Ф). After t periods the effect is β(1 - Фt)/(1 - Ф), and the long-term effect of marketing effort is β/(1-Ф) (Pindyck and Rubinfeld, 1998; Leeflang et al., 2000).

Já. Þannig hljómaði það.

Skrifin ganga vel. Gagnavinnsla gengur þokkalega. 75% líkur á skilum á réttum tíma.

18:04

miðvikudagur, ágúst 13, 2003  
Hann er duglegur að skrifa um fyrrverandi vinnustað minn á vefnum www.frettir.com.
Alltaf sama dramatíkin og fjörið á Lynghálsinum.
Fréttastjórinn í tómu rugli og allt að sjóða upp úr.

Í vikunni var sett hitamet í UK. Um 38 gráður á Heathrow. Þeir spáðu einmitt 36 gráðum kvöldið áður. Skrýtið að sjá veðurkortin í kvöldfréttum. Flestir staðir voru með yfir 30 gráður og rétt tæpar 20 gráður á nóttunni. Hér voru ca 34-35 gráður þegar hlýjast var.
Ég hef ekki sofið með sæng hér í meira en viku og geng ekki í öðru en stuttbuxum.
Reyndar hefur kólnað aðeins núna. 25 gráður í gær. Það er miklu þægilegra.

08:33

föstudagur, ágúst 08, 2003  
Pfiff
segir maður í þessum hita.
Ekki Pfaff (hvaða asni fann það orð annars upp?).

Daglega er yfir 30 stiga hiti hér í Bristol og víðar í UK.
Sólin skín allan liðlangan daginn og varla bærir vind. Það er því tilvalið heyskaparveður og eru bændur landsins víst ansi glaðir núna. Nóg hefur rignt í sumar og hefur sprettan því verið góð. Rjómblíðan kemur svo á hárréttum tíma.
Ég þurfti aðeins að skreppa upp í skóla í dag og á bakaleiðinni rölti ég yfir hæðina sem skilur að Freemantle Gardens og skólann. Þar voru menn á fullu í heyskap. New Holland baggavélin á svæðinu og allt í gír. Ég hefði fleygt nokkrum böggum upp á vagn hefði ég verið með gulu vinnuhanskana með mér. Maður er kominn með svoddan aumingjahendur af þessari inniveru og tölvupikki. Alger eymingi að verða. Pfiff.
En, það er sem sagt stutt í sveitafílinginn hér hjá okkur.

Balloon Fiesta stendur nú sem hæst hér í Bristol (www.bristolfiesta.co.uk). Þetta er alþjóðleg loftbelgjahátíð sem er haldin hér einu sinni á ári. Bristol er nú einu sinni alþjóðleg miðstöð loftbelgjageirans! Hver veit það ekki?
Hátíðin er haldin í parki rétt í útjaðri borgarinnar. Loftbelgir sveima hér yfir öllu og setja mikinn svip á bæinn. Við Mæja skelltum okkur á svæðið í gærkvöldi og höfðum gaman af. Veðrið var eins og best verður á kosið. Kvöldsól og mjög hlýtt. Á staðnum er stórt tívolí og tókum við okkur nokkrar salíbunur í tækjunum. Mér veitti ekki af að hrista aðeins upp í mér eftir margra daga ritgerðarpúl. Tívolítækin gerðu sitt gagn.
Svo, þegar fór að dimma, var haldið risa loftbelgjashow þar sem ca 20 loftbelgir voru uppblásnir og upplýstir í takt við svaka diskó. Svo var öflug flugeldasýning á eftir. Gaman að því. 120.000 manns á svæðinu í gærkvöldi og allt fór vel fram.

Á sama tíma í Bath, sem er ca 12 mílur héðan, voru tenórarnir þrír með konsert. Pavarotti og félagar þóttu víst ofsa góðir en lýstu því yfir að þetta væri síðasti konsertinn þeirra saman. Við sjáum nú til með það.

21:09

laugardagur, ágúst 02, 2003  
Engin Verzlunarmannahelgi í Bristol-borg.
Bara venjuleg helgi.
Engin útilega eða klimma á þúfubarði í kvöldsól og norðan-næðingi með grillsteik í belg og stráhatt á kolli. Bara spagettí belg, í skrifborðsstól, grárri skyrtu og slitnum inniskóm. Mingus á fóninum og allt með kyrrum kjörum á Görðunum.

Gott að fá ágúst með strákúst á svæðið.
Síðasti mánuðurinn okkar í Bristol.
Síðasti mánuðurinn minn í námi (vona ég).
Ritgerðarvinna gengur nokkuð vel. Er búinn að skrifa bróðurpartinn af tveimur köflum sem eiga að leiða menn í sannleikann um það sem ég er að pæla í. Þá vantar bara að skrifa um gagnavinnsluna og niðurstöður hennar.
Gögnin eru komin í hús og ég er í startholunum, tilbúinn að ráðst á þau. Kæmi samt ekki á óvart þótt eitthvað vandamál dúkkaði upp í miðjum klíðum. Þannig er þetta. Getur varla allt gengið algjörlega mjúklega fyrir sig.
Rúmar þrjár vikur í 26. ágúst. Þá þarf ég að skila. Rokk og ról.

Fékk glaðning frá skattinum. Er þegar búinn að eyða bróðurpartinum af honum í málmleitartæki af nýjustu gerð. Keypti líka hlut í fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu prjónasokka fyrir síamstvíbura sem eru samvaxnir á fótum. Mikill vaxtarbroddur á því sviði.

Frétti af Ara Frex, aka Aria Fret, í Mörkinni að glamra á gítarhræ. Er guðslifandifeginn að vera ekki þar að hlusta á hann gaula um húsrísandisólar. Hann er góður félagi, en alveg agalega leiðinlegur trúbador.
Nei, ég lýg þessu.
Væri svo sem allt í lagi að kíkja aðeins í Mörkina núna. Taka eitt gól með Frexinu.
Hella í sig mjólkurglasi og binnakexi og sitja á bökkum Krossár og syngja sig í svefn.

Man þegar við vorum á þessum slóðum fyrir ca tveimur árum. Frexið var auðvitað með gítarinn og við að góla í kór, flestum til ama. Agalega flott. Þá kom (h)landvörðurinn og rak okkur út að Krossá. Þar var víst í lagi að glamra og góla úr sér barkann því árniðurinn drekkir öllum hljóðum. Hljóðdeyfir í lagi.
Við færðum okkur um set og tókum lagið fyrir fljótið.

Down to the river.

Held reyndar að Frexið kunni ekki þann smell með Brúsa Spring.
Man hins vegar að Þórhildur, mamma Frexins, spilaði það lag fyrir okkur í enskutíma í 9. bekk í Való.
Hjá henni var það ekki bara Breakaway, Breakaway, Breakaway, heldur Breakaway, rokk og ról, Breakaway.
Assgoti gaman að því.




19:43

 
This page is powered by Blogger.