This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
þriðjudagur, ágúst 19, 2003  
Frétt vikunnar birtist í The Sunday Times:

Einn virtasti lífvísindamaður heims hefur fært rök fyrir því að karlmenn eigi aðeins eftir að vera til í um 125.000 ár. Skýringuna kann ég ekki alveg að rekja en hún tengdist nú eitthvað Y litningnum og framförum í glasafrjóvgunartækni. Bráðlega muni karlmaðurinn vera redundant því konur muni geta fjölgað sér eingöngu með því að notast við sín eigin egg. Vandamálið er hins vegar að sú tækni getur aðeins getið af sér fleiri konur.
Sem sagt. Eftir 125.000 ár verður jörði bara einn stór saumaklúbbur. Engir kvartmílubílar og mótorkross, bjórneysla mun dragast heilmikið saman og sala á götublöðum í UK mun stórminnka.
Sem betur fer verð ég dauður hvort sem er og slepp því við þessi ósköp.

Konur munu erfa landið, jörðina.


Sólarsamban farin frá UK. Nú er bara rok og skýjað. Það skiptir svo sem engu máli því ég hangi hvort sem er inni allan daginn.

Liverpool tapaði fyrsta leik sínum í Úrvalsdeildinni - gegn Chelski. Kom ekki á óvart.
Roman, hinn rússneski billjóner og eigandi Chelski, var allglaður að sjá í leikslok. Í sumar hefur hann hefur keypt leikmenn til Chelski fyrir hærri upphæð en öll önnur lið samanlagt í Úrvalsdeildinni.

Hann þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af aurum. Hann er metinn á nokkrar billjónir punda. Á ca 40% hlut í öðru eða þriðja stærsta olíkukompaníi í heimi. Hann fékk það á skid og ingenting á einkavæðingarárunum í Rússlandi. Held að fyrirætkið hafi verið selt á 200 milljón pund. Nú er það talið vera 32 billjón punda virði. Þokkalegt giveaway þar.

Annars lítið að frétta hér í UK. Menn eru enn að velta sér upp úr þessu Kelly máli. Fátt annað kemst að. Afskaplega þreytandi mál. Endalausar vangaveltur og menn keppast við að rýna í og túlka einstök orð sem grafin eru upp hér og þar.
Það er meira spennandi að fylgjast með slúðurblöðunum um þessar mundir. Hver eru að skilja, hver fór í lýtaaðgerð, hver er í meðferð. Stjörnurnar láta ekki sitt eftir liggja í gúrkutíðinni. Alltaf hægt að treysta á að þær geri einhverja vitleysu.

11:45

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.