This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
föstudagur, ágúst 08, 2003
Pfiff
segir maður í þessum hita.
Ekki Pfaff (hvaða asni fann það orð annars upp?).
Daglega er yfir 30 stiga hiti hér í Bristol og víðar í UK.
Sólin skín allan liðlangan daginn og varla bærir vind. Það er því tilvalið heyskaparveður og eru bændur landsins víst ansi glaðir núna. Nóg hefur rignt í sumar og hefur sprettan því verið góð. Rjómblíðan kemur svo á hárréttum tíma.
Ég þurfti aðeins að skreppa upp í skóla í dag og á bakaleiðinni rölti ég yfir hæðina sem skilur að Freemantle Gardens og skólann. Þar voru menn á fullu í heyskap. New Holland baggavélin á svæðinu og allt í gír. Ég hefði fleygt nokkrum böggum upp á vagn hefði ég verið með gulu vinnuhanskana með mér. Maður er kominn með svoddan aumingjahendur af þessari inniveru og tölvupikki. Alger eymingi að verða. Pfiff.
En, það er sem sagt stutt í sveitafílinginn hér hjá okkur.
Balloon Fiesta stendur nú sem hæst hér í Bristol (www.bristolfiesta.co.uk). Þetta er alþjóðleg loftbelgjahátíð sem er haldin hér einu sinni á ári. Bristol er nú einu sinni alþjóðleg miðstöð loftbelgjageirans! Hver veit það ekki?
Hátíðin er haldin í parki rétt í útjaðri borgarinnar. Loftbelgir sveima hér yfir öllu og setja mikinn svip á bæinn. Við Mæja skelltum okkur á svæðið í gærkvöldi og höfðum gaman af. Veðrið var eins og best verður á kosið. Kvöldsól og mjög hlýtt. Á staðnum er stórt tívolí og tókum við okkur nokkrar salíbunur í tækjunum. Mér veitti ekki af að hrista aðeins upp í mér eftir margra daga ritgerðarpúl. Tívolítækin gerðu sitt gagn.
Svo, þegar fór að dimma, var haldið risa loftbelgjashow þar sem ca 20 loftbelgir voru uppblásnir og upplýstir í takt við svaka diskó. Svo var öflug flugeldasýning á eftir. Gaman að því. 120.000 manns á svæðinu í gærkvöldi og allt fór vel fram.
Á sama tíma í Bath, sem er ca 12 mílur héðan, voru tenórarnir þrír með konsert. Pavarotti og félagar þóttu víst ofsa góðir en lýstu því yfir að þetta væri síðasti konsertinn þeirra saman. Við sjáum nú til með það.
21:09
|
|
| |
|
|
|