This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
föstudagur, ágúst 22, 2003
Þetta er allt að koma.
Mæja er búinn að segja upp vinnunni á City Inn. Hún hættir þar í byrjun september. Mér heyrist hún vera nokkuð sátt við að hætta í hótelbransanum. Það er ekki beint gaman að þurfa að vakna kl. 5:30 á morgnana til að komast á morgunvaktina eða að vinna til kl 23 á kvöldin. Engin regluleg helgarfrí, bara frídagar hist og her.
Sjittí Inn segi ég nú bara.
Sjálfur er ég í ágætis málum með ritgerðina mína. 95 blaðsíður og 22.000 orð í Word skjalinu. Líkur á skilum á réttum tíma hafa nú aukist. Fyrir nokkrum dögum sagði ég 75%, nú segi ég 85% líkur á skilum á réttum tíma. Andskotinn hafi það. Ég nenni ekki að standa í þessu lengur. Best að klára þetta og snúa sér svo að öðru. Verra að vera með ritgerðina hangandi yfir sér langt fram á haust.
Síðustu vikur hafa verið ansi strangar hjá mér. Ég hef ekki tekið frídag í meira en mánuð svo að það er sko kominn tími á smá breik. Ég vonast til að skila ritgerðinni næsta þriðjudag og segja újé.
Arnar kemur svo í heimsókn til Bristol á fimmtudaginn og ætlar að stoppa fram á þriðjudag. Þá verður tilvalið fagna námslokum. Mæja er búin að redda sér fríi yfir helgina svo við ætlum að nýta tækifærið að kveðja Bristol með prakt og þónokkrum pompi.
Frexið ætlar svo að fara til Skotlands að heimsækja félaga þar, áður en hann flýgur til Turku þar sem hann ætlar m.a. að leggja fyrir sig atvinnumennsku í handbolta. Ekki slæmt hjá gamla Gróttaranum sem gerði garðinn frægann hér á árum áður fyrir gífurlega snilli í hraðaupphlaupum.
Eitt enn:
Ég minntist á það í vikunni að karlmenn væru í útrýmingarhættu. Skýringuna var ég ekki alveg með á hreinu.
Ég kynnti mér málið betur og komst að því að Y litningurinn, sem karlmenn eru með en ekki konur, er mikið vandræðagerpi. Allir X litningar koma í pörum og er systemið því með einskonar vörn gegn stökkbreytingum. Skaðlegar stökkbreytingar er leiðréttar því réttar upplýsingar eru til í tvíriti. Y litningurinn er stakur og því er ekkert self-correcting system hjá honum. Skaðlegar stökkbreytingar safnast upp í litningnum og flytjast á milli kynslóða. Á endanum verður ástandið orðið svo slæmt að karlmenn einfaldlega deyja út.
Þetta hefur víst komið fyrir hjá ýmsum spendýum. Málið er bara að þessi spendýr eru náttúrulega ekki til lengur og því hafa vísindamenn ekki getað rannsakað málið almennilega.
Rokk og ról.
Svona er ég ýkt fróður um gen, meingen, genamein, menagein og geinamen. Amen.
21:03
|
|
| |
|
|
|