This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
sunnudagur, ágúst 24, 2003
Íþróttir á sunnudegi
Bretar eru ekki þekktir fyrir mikla leikni í körfubolta. Þrátt fyrir að vera ansi góðir í hópíþróttagreinum eins og fótbolta, krikkett, rugby, hokkí, og póló þá virðist eins og körfubolti hafi aldrei náð neinni fótfestu hér. Ekki frekar en handbolti.
Aðeins einn Breti hefur náð svo langt að leika í NBA deildinni í USA. Mig minnir að hann leiki nú með Salt Lake City. En kannski ekki lengur. Gaurinn var svo óheppinn að hafa myndað sér skoðun á stríðinu í Írak. Hann var á móti því og var eitthvað að blaðra um þetta í sjónvarpsviðtali í USA. Gaurinn var bara umsvifalaust rekinn úr liðinu. Get outta here you traitor.
Þessir Kanar eru nú alveg stórklikkaðir. Kunna ekki gott að meta. Ég veit ekki betur en að Bretar sitji í súpunni með þeim í Írak um þessar mundir. Basra-blús í algleymingi.
Og ástandið er varla betra í nr 10 Downing Street. Blair er reyndar enn í sumarfríi. Hann ætti að mæta í vinnuna á morgun, ferskur eftir frí á Barbados. Mér sýnist amk að þessi Hutton rannsókn sé að fikra sig nær og nær honum. Blessaður Tony virðist hafa komið nokkuð nálægt þessu Kelly máli. Spurningin sem hann fékk á blaðamannafundinum í Japan fyrir nokkrum vikum, "Mr Blair, do you have blood on you hands?", fer að hljóma meira og meira relevant.
17:49
|
|
|
|
|