This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, maí 27, 2003
Jæja, þá er loksins hætt að rigna í Bristol.
Þeir spá víst sól og blíðu hér næstu daga. Hátt í 30 stiga hiti og allir skúrir á bak og burt.
Veðurspárnar hér eru allsvakalega nákvæmar og rætast ávallt þótt veðrið breytist oft hratt. Ég gef veðurfræðingum landsins toppeinkunn.
Þessi veðrabrigði hitta vel á því ég er akkúrat að fara í síðustu tvö prófin mín á morgun og hinn. Þá er mál að slappa aðeins af og tjilla í góða veðrinu.
Stærsta fréttin hér í UK í síðustu viku var af nýjustu hárgreiðslu David Beckhams. Nýja greiðslan komst á forsíður allra helstu dagblaða (líka virtu blaðanna) og í fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Svo eru menn endalaust að vitna í greiðsluna í hinum og þessum spjallþáttum og í greinum í dagblöðum.
Þegar enska landsliðið hitti Nelson Mandela í Suður-Afríku sl. miðvikudag eða fimmtudag þá voru menn enn að tala um hárgreiðsluna. Beckham fékk að tala við gamla manninn og gefa honum fótboltatreyju. Fréttin í The Times byrjaði ca svona:
"Both of them are living legends and both of them are famous for their shirts, but only one of them is famous for his haircuts".
Svo var oftar minnst á greiðsluna í greininni. T.d. var Mandela spurður hvernig honum fyndist nýja greiðslan hans Becks. Mandela sagðist bara vera of gamall fyrir svona ruglumbull. Alveg eðlilegt.
Svo sá ég nú í vikunni grein um ca 10 ára strák sem mætti í skólann með eins greiðslu og Becks skartar. Skólastjórinn gerði sér lítið fyrir og rak hann heim. "Hvítur drengur á ekki að láta sjá sig með svona greiðslu hér", var ástæðan sem hann gaf. Þetta olli miklu fjaðrafoki enda tilvísanir í kynþætti afar eldfimar hér. Þetta er nú samt svertingjagreiðsla, það er ekki spurning.
Jæja nóg um hárgreiðslu Beckhams.
Fyrir þá sem vilja vita þá fer ég í klippingu til Hr Massimo, hér hinum megin við götuna, á ca 2-3 mánaða fresti og borga 7 pund fyrir. Það eru ca 840 kr. Heima borgaði ég 2.200 kr fyrir sömu þjónustu. Okur.
Það er sko fleira en vínber sem kostar minna hér í UK.
18:04
þriðjudagur, maí 20, 2003
Skúrir og rok, sól og rok.
Þetta ætlar bara engan endi að taka. Umhleypingasamt veður hér í Bristol-borg.
Ég sem hélt að það væri alltaf svo gott veður í útlöndum. Maður er alveg steinhissa á þessu.
Ja hérna.
Um daginn kom hér ofbeldisfullur sláttumaður og snyrti aðeins til í garðinum okkar. Sláttuvélin hans er stór og öflug og betra að vera ekkert að flækjast fyrir henni. Sniglarnir tveir - vinir mínir sem ég minntist á hér um daginn - voru of seinir að forða sér! þegar sláttumaðurinn kom að veröndinni okkar. Á augabragði breytti hann þeim í sniglakæfu, fars, sultu, búðing. Dauðdaginn var vísast mjög snöggur og hugga ég mig við það þessa dagana.
20:01
sunnudagur, maí 18, 2003
Skúrir á næstu klukkustund.
Þannig hafa veðurskeytin hér í Bristol hljómað sl. mánuð eða svo. Hér hafa einfaldlega verið skúrir meira eða minna á hverjum degi í mánuð. Sól eina stundina og svo hellidembandi rigning þá næstu. Ísbíllinn veit ekki hvort hann á að koma eða fara - sem er náttúrulega mjög slæmt fyrir greyið bílstjórann.
Þetta er svo sem í lagi fyrir mig því ég sit bara inni og les fyrir próf. Eiginlega er ég bara feginn að veðrið er ekki skínandi gott. Maður er alltaf latari að læra þegar sólin skín.
Nú er eitt próf búið og einungis fjögur eftir. Gekk bara bærilega í því fyrsta og er bjartsýnn á þetta allt saman. Vil bara fara að rumpa þessu af.
Síðustu metrarnir eru oft erfiðir.
Tvö próf nú í vikunni og tvö í þeirri næstu. Þá er þetta komið.
Svo styttist í Íslandsferð okkar Mæju. Í dag er mánuður þangað til við mætum á svæðið. Ég er farinn að hlakka mikið til. Vonandi vill einhver bjóða okkur í grillveislu. Plííís. Grillað lamb. Ahhh. Kartöflusalat. Jömmí.
"Óbyggðirnar kalla", segir í laginu, og tek ég undir það. Það væri fínt að skvísa smá fjallaferð í pakkann líka. Þó það væri ekki nema ein nótt á fjöllum. Það myndi hlaða batteríin fyrir síðasta áhlaupið hér í Bristol.
Bryan Adams var víst með útitónleika hér í nágrenninu í gærkvöldinu. Hann hefur örugglega orðið hundblautur í rigningunni. Samt alltaf ferskur. Hann hefur væntanlega endað settið á eðalsmellinum "Summer of ´69" og fengið alla til að gleyma rigningarsuddanum um stund. Ég hef aldrei fengið leið á því lagi. Goes like this:
I got my first real six string
Bought it at the five and dime
Played it til my fingers bled
Was the summer of '69
Me and some guys from school
Had a band and we tried real hard
Jimmy quit and Jody got married
I shoulda known we'd never get far
But when I look back now
That summer seemed to last forever
And if I had the choice
Ya - I'd always wanna be there
Those were the best days of my life
Ain't no use in complainin'
When you got a job to do
Spent my evenin's down at the drive-in
And that's when I met you - ya
Standin' on your mama's porch
You told me that you'd wait forever
Oh and when you held my hand
I knew that it was now or never
Those were the best days of my life
Back in the summer of '69
Man we were killin' time
We were young and restless
We needed to unwind
I guess nothin' can last forever - forever, no...
And now the times are changin'
Look at everything that's come and gone
Sometimes when I play that old six string
I think about ya'n wonder what went wrong
Standin' on your mama's porch
You told me it would last forever
Oh the way you held my hand
I knew that it was now or never
Those were the best days of my life
Back in the summer of '69
Magnað stöff hjá Bryan. Færri vita að það voru þeir Gene og Paul í Kiss sem voru einna fyrstir til að sjá talent í drengnum og fengu hann til að semja nokkur lög fyrir sig. Það var í upphafi níunda áratugarins. Skömmu síðar söng Bryan "Summer of 69", slóg í gegn og gallajakkar urðu vinsælli en nokkru sinni fyrr.
Rokk og ról.
13:24
mánudagur, maí 12, 2003
Ætli ég verði ekki að bakka eitthvað með þessar yfirlýsingar mínar frá því í gær. Ég sá á mbl að meðalaldur Alþingismanna lækkaði um ca 5 ár í kosningunum. Þá er það á hreinu.
Allt stefnir sem sagt í D + B stjórn enn eina ferðina. Nú finnst mér að Dabbi ætti að leyfa Dóra að taka við aðalstólnum. Dabbi ætti svo að finna sér ráðherraembætti þar sem hann getur dundað sér við að stríða Baugi og Norðurljósum daginn inn og daginn út. Gera það bara að aðalstarfi en ekki hafa það sem hliðar project eins og það hefur verið hingað til.
Annars má segja að lágpunktur helgarinnar hafi verið tap Liverpool gegn Chelsea í síðasta deildarleik tímabilsins. Þar með klúðraði Liverpool Meistardeildarsæti en Chelsea fer inn í staðinn. Menn áætla að það eitt að komast í Meistaradeild Evrópu færi liði ca 20 milljón pund aukalega í tekjur. Afskaplega lélegt tímabil hjá Liverpool.
Bolton vann hins vegar í sínum síðasta leik og bjargaði sér þar með frá því að falla í 1. deild. Það hefði kostað þá ca 40 milljón pund í tekjur. Guðni Bergsson og félagar stóðu sig undir pressu, eitthvað annað en Liverpool menn hafa náð að gera.
13:13
sunnudagur, maí 11, 2003
Úrslit Alþingiskosninga.
Eina sem ég get sagt á þessu stigi er að það er andskotans engin endurnýjun í þingliðinu. Sama gamla helvítis gengið situr á sínum þingsætum. Úreltir helvítis kjördæmapólitíkusar. Jú kannski náði ég að telja 4-6 nýja þingmenn. En það er náttúrulega ekki neitt. Menn setjast á þing og sitja þar þangað til þeir drepast. Svona fljótt á litið þá sýnist manni að meðalaldur þingmanna hafi ekki lækkað mikið í þessum kosningum.
Sem betur fer tók ég ekki þátt í þessu og því er ekki hægt að kenna mér um. Eða þannig.
10:21
laugardagur, maí 10, 2003
Svei mér þá ef ég væri ekki bara til í að vera heima á Íslandi í kvöld og fylgjast með úrslitum kosninganna í góðra vina hópi. Og ekkert svei mér þá, auðvitað vildi ég vera á svæðinu. Síðastliðin ár hef ég eytt kosningakvöldum heima hjá Einari Mar og Þyrí. Oftast höfum við grillað og drukkið rauðvín og fengið okkur örfáa bjóra yfir kosningavökunni. Góðir gestir hafa svo kíkt í heimsókn og stundum hefur gillið endað á kosningaballi útí bæ. Alltaf stuð.
Nú er aðeins minna stuð. Mæja er á kvöldvakt og ég var að enda við að loka námsbókunum. NO MORE mathematical programming í kvöld. Búinn að opna kaldan Stella Artois og Billy Joel á fóninum. Syngur um Stalingrad. Um þessar mundir er ég einmitt að lesa bók sem heitir Berlin: The Downfall 1945. Bókin er eftir sama höfund og skrifaði um umsátrið um Stalingrad. Þetta er nú bara nokkurs konar sagnfræði. Gaurinn fjallar um innrás Rauða hersins inn í Þýskaland í janúar 1945 sem endaði svo í Berlín nokkrum mánuðum síðar með falli Þriðja ríkisins. Atburðarásin er frekar ógeðfelld. Minna verður nú ekki sagt.
Talandi um Stella Artois. Sá góði mjöður kemur einmitt frá Leuven í Belgíu en sá bær er líklega þekktastur fyrir að hafa hýst Evrópuvininn og sjávarútvegsstefnusérfræðinginn Úlfar Hauksson er hann nam stjórnmálafræði þar í borg. Þeir hafa nú örugglega horfið ofaní hann ófáir lítrarnir af Stellu á þeim tíma.
Hver veit nema hann fái að fagna með félögum sínum í Samfylkingunni í kvöld. Áfram ESB, segja sumir. Sjáum hvað gerist heima á Fróni. Fá ESB-gaurar byr undir báða vængi í þessum kosningum? Ég vona að ákveðnir aðilar hafi munað að fara með bænirnar sínar.
Talandi um ESB.
Bretar virðast ekki vera alveg sjúr á EVRUNNI. Skv. skoðanakönnunum vill aðeins um þriðjungur þjóðarinnar taka upp Evru og fórna þar með Pundinu. Gordon Brown, fjármálaráðherra, er ósköp efins um að tími sé kominn til að ganga í myntsamstarfið. Efnahagurinn hér er í þokkalegu gengi á meðan efnahagurinn á Evrusvæðinu er í tómu tjóni. Ég held að hann og hans ráðgjafar vilji fyrst sjá hvernig EVRU-löndunum tekst að krafsa sig upp úr lægðinni sem er nú í gangi. Tekst Scröder og félögum að hrista af sér slenið? Ef þeim tekst að rétta úr kútnum fljótlega, þá aukast líkurnar á EVRU-aðild Bretlands. Það er mitt mat, enda er ég mikll fræðimaður á þess sviði!
Jamm og já. Kosningavakan mín verður í rólegri kantinum, býst ég við. Ég og sniglarnir tveir í garðinum ætlum samt að fylgjast með. Þeir hafa dvalið hér á veröndinni hjá okkur í nokkrar vikur og virðast ekki vera að hugsa sér til hreyfings. Liggja bara þarna og japla á grasi eða mold eða whatever. Ansi sáttir við sitt. Hafa líklega ekki miklar áhyggjur af gengi íslenskra stjórnmálamanna. Þeir ættu kannski að hafa áhyggjur af því hvar þeir enda líf sitt. Panna, smjör, hvítvín.
19:05
föstudagur, maí 09, 2003
Það fer nú ekki mikið fyrir kosningaspenningi hjá okkur hér í Bristol.
Kannski að maður reyni nú samt eitthvað að fylgjast með annað kvöld. Spurning um að halda smá kosningapartý. Stilla á Rás2 á netinu og fá nýjustu tölur. Bjóða svo nokkrum grasreykandi rastaförum úr nágrenninu í heimsókn til að fá smá stemmingu á svæðið. Svo hringir maður í stjórnmálafræðinana þá Einar Mar og Úlfar Hauksson og fær hjá þeim fræðilegt mat á stöðunni. Þeir eru reyndar svo gallharðir stuðningsmenn Samfylkingarinnar að fræðilega matið verður líklega orðið eitthvað útþynnt þegar líða fer á kvöldið. Öl og rauðvín gæti líka sett mark sitt á menn þegar líða fer á vökuna.
Þá eiga menn reyndar oft mjög auðvelt með að sjá í gegnum suðið og fá yfirsýn yfir stöðuna, sjá grófu drættina í þessu. Smáatriðin hverfa frekar eftir því sem skynfærin dofna og háfleygar kenningar verður allsráðandi.
Ég spái því amk að Guðni verði aðalmaðurinn fyrir sunnan og að K. Pálsson pundi á sig í sínu sérframboðastússi. Meira þori ég ekki að segja.
20:51
miðvikudagur, maí 07, 2003
Sement in da hás. Jó, einnit kúl.
Í dag er stór dagur.
Af hverju?
Jú, í dag ætla ég að skila tveimur verkefnum. Það þýðir að ég hef skilað sex verkefnum á þessari önn og á zero, nill, núll, njet verkefni eftir á önninni. Húha.
Magnað maður.
Annað verkefnið er research proposal fyrir lokaverkefnið í náminu. Ef þeir falla ekki fyrir proposalinu þá eru þeir asnar. Þvílíkt magnað stöff að það hálfa væri nóg. Market response modelling er málið. Bráðnauðsynlegt á nýrri öld. Í framtíðinni verður líklega talað um before and after the BB Jonsson model. No more, fyrir og eftir Kris (Kristofferson). Náðuð þið þessum!
Mæja skellti sér til Oxford í dag að kíkja á Oxford Brooks skólann. Í næstu viku fer hún svo til Surrey að kíkja á aðstæður þar. Báðir skólarnir vilja ólmir fá hana í nám.
Það skýrist því á næstu vikum hvar við verðum næsta vetur. Spennandi mál.
Annað.
Ég klára próf 29. maí, sem er fimmtudagur (Uppstigningardagur). Planið er að tóka góða aflsöppun þá helgina. Hvíla lúinn heila og tjilla á svæðinu. Þetta er því tilvalinn tími fyrir vini og vandamenn að kíkja í heimsókn til okkar Mæju í Bristol. Þeir sem eiga ca 20 þús kr fyrir flugfari til UK og rútu til Bristol ættu að íhuga málið. Stutt breik til UK er málið.
11:33
þriðjudagur, maí 06, 2003
Já, ég er mættur aftur á netið. Þvílíkt öflugur andskoti.
Nú er páskafríið mitt að klárast. Mæti aftur í skólann á morgun og hinn og svo byrja próf. Djöfull verður nú fínt að klára þau. Þá er þetta næstum búið og hægt að fara að snúa sér að því að græða smá pening og kaupa sér DVD og heimabíó og Land Rover og fullt af göngugræjum og fara í heimsreisu og kaupa pels handa Mæju og ég veit ekki hvað.
En já, þetta páskafrí hefur svo sem ekki verið neitt heví frí. Maður tók sér ca 5 daga í afslappelsi en svo var þetta bara vinna og aftur vinna. Ég talaði hér um Oxford ferðina okkar í síðasta skeyti. Ekki var heldur leiðinlegt þegar við kíktum í dagsferð til Cheddar. Þetta er smábær hér sunnan við okkur. Bæjarstæðið er alveg við stærstu og dýpstu gjá (gorge) í UK. Cheddar gorge heitir hún. Við tókum rútuna á svæðið og kíktum á bæinn og röltum Gorge-hringinn. Það var mjög fínt. Gjáin er nokkuð stærri og mun dýpri en Almannagjá á Þingvöllum en talsvert lík henni annars. Vegurinn að bænum liggur um botn gjárinnar og var nokkuð öflugt að keyra þarna í gegn.
Svo var náttúruleg kíkt í ostabúðir í bænum en cheddar osturinn á víst rætur sínar að rekja til þessa bæjar. Þvílíkt úrval af osti á svæðinu, og lyktin maður.
Cheddar ciderinn slóg hins vegar ekki í gegn. Hann var hægt að fá í allt að 5L brúsum með allt að 9% alkóhólinnihaldi. Smakkaðist eins og blanda af bjór, hvítvíni og eplasafa. Það má samt örugglega venjast þessu ; )
Einhversstaðar las ég að fyrir um hundrað árum fundu menn ca 9000 ára gamla beinagrind af manni í helli nokkrum í Cheddar gorge. Hún er nú til sýnis á safni bæjarins en þessi beinagrind er víst sú elsta sem fundist hefur í UK. DNA rannsóknir leiddu síðan í ljós að skólastjóri barnaskólans í bænum er beinn afkomandi þessa manns sem var uppi fyrir 9000 árum. Merkilegt nokk.
12:10
laugardagur, maí 03, 2003
Jahérna sagði maðurinn.
Ekki er hægt að segja að ég hafi verið duglegur við að informera heiminn um mína hagi upp á síðkastið. Nú er kominn maí og síðast skrifaði ég hér í mars. Ekki gott mál.
En, óhætt er að segja að mikið og margt hafi verið í gangi hér hjá okkur Mæju hér í Bristol sl. vikur. Í Bristol já, og víðar. Við höfum verið ansi dugleg við að kíkja á nærsveitir okkar hér upp á síðkastið. Enda kominn tími til.
Foreldrar Mæju komu í heimsókn til okkar í lok mars og stoppuðu í nokkra góða daga. Þau voru með bílaleigubíl og fóru m.a. með okkur í sérdeilis góðan túr þar sem stoppað var í Wells, Glastonbury og svo að lokum gist í Dunster í Exmoor. Þar vorum víð víst á slóðum Backerville hundsins sem Mr. Sherlock Holmes átti í útstöðum við her i den tid.
Dunster er eðalbær, smáþorp undir Dunster kastala. Við gistum þar í 16. aldar cottage og höfðum gott af. Svo gott að komast aðeins frá Bristol og dvelja í þessu rólegheitaþorpi. Exmoor Star, ale staðarins, smakkaðist sérdeilis vel og ekki var nautasteik staðarins verri. Veðrið var eðalgott, sól og blíða, og sveitin skartaði sínu fegursta.
Ég mæli eindregið með því að menn drífi sig hingað til Englands og kíki á sveitasæluna.
Tveimur vikum síðar fórum við Mæja í dagsferð til Oxford.
Ein fallegasta borg sem ég hef heimsótt. Það er á hreinu.
Við kíktum í Christ Church sem er ein af aðalháskólabyggingunum í bænum. Alice in Wonderland á sinn uppruna þar og margar senur úr Harry Potter myndunum voru víst teknar upp í þessari byggingu. Það var mjög gaman að rölta þarna um.
Blackwells bókabúðin í Oxford er svo saga út af fyrir sig. Aldrei á ævinni hef ég komið í jafngóða bókabúð. Þvílík safn af academískum bókum á einum stað. Maður átti erfitt með sig.
Við enduðum svo daginn á því að fara á pubbin og út að borða. Ég hafði svo samband við Óla Jó (félaga úr MR og Sheffield Sunday), sem er að massa masterinn í lögfræði í Oxford, og við hittumst á pub í bænum. Tókum nokkrar kollur og höfðum gaman af. Verst að þurfa að ná síðustu lest heim kl. rúmlega ellefu. Vorum komin til Bristol upp úr tólf og í beddann klukkan eitt.
Mæli með Oxford. Maður segir bara ahhh. Eðalpleis.
Segjum þetta gott í bili.
Skrifa kannski meira á morgun.
Mæja að vinna í kvöld og ég að reyna að læra svolítið. Prófin nálgast og allt á fullu. MSc programmið mitt að klárast, fyrirlestralega séð, og þá bara lokaritgerðin eftir. Það dæmi er að þróast í hausnum á mér og í nokkrum word skjölum og lítur nokkuð vel út.
Komum svp heim til Íslands 18. júní og stoppum til 30. júní. Hlökkum mikið til.
Sæjonara
21:04
|
|
|
|
|