This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
þriðjudagur, maí 06, 2003
Já, ég er mættur aftur á netið. Þvílíkt öflugur andskoti.
Nú er páskafríið mitt að klárast. Mæti aftur í skólann á morgun og hinn og svo byrja próf. Djöfull verður nú fínt að klára þau. Þá er þetta næstum búið og hægt að fara að snúa sér að því að græða smá pening og kaupa sér DVD og heimabíó og Land Rover og fullt af göngugræjum og fara í heimsreisu og kaupa pels handa Mæju og ég veit ekki hvað.
En já, þetta páskafrí hefur svo sem ekki verið neitt heví frí. Maður tók sér ca 5 daga í afslappelsi en svo var þetta bara vinna og aftur vinna. Ég talaði hér um Oxford ferðina okkar í síðasta skeyti. Ekki var heldur leiðinlegt þegar við kíktum í dagsferð til Cheddar. Þetta er smábær hér sunnan við okkur. Bæjarstæðið er alveg við stærstu og dýpstu gjá (gorge) í UK. Cheddar gorge heitir hún. Við tókum rútuna á svæðið og kíktum á bæinn og röltum Gorge-hringinn. Það var mjög fínt. Gjáin er nokkuð stærri og mun dýpri en Almannagjá á Þingvöllum en talsvert lík henni annars. Vegurinn að bænum liggur um botn gjárinnar og var nokkuð öflugt að keyra þarna í gegn.
Svo var náttúruleg kíkt í ostabúðir í bænum en cheddar osturinn á víst rætur sínar að rekja til þessa bæjar. Þvílíkt úrval af osti á svæðinu, og lyktin maður.
Cheddar ciderinn slóg hins vegar ekki í gegn. Hann var hægt að fá í allt að 5L brúsum með allt að 9% alkóhólinnihaldi. Smakkaðist eins og blanda af bjór, hvítvíni og eplasafa. Það má samt örugglega venjast þessu ; )
Einhversstaðar las ég að fyrir um hundrað árum fundu menn ca 9000 ára gamla beinagrind af manni í helli nokkrum í Cheddar gorge. Hún er nú til sýnis á safni bæjarins en þessi beinagrind er víst sú elsta sem fundist hefur í UK. DNA rannsóknir leiddu síðan í ljós að skólastjóri barnaskólans í bænum er beinn afkomandi þessa manns sem var uppi fyrir 9000 árum. Merkilegt nokk.
12:10
|
|
|
|
|