This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
föstudagur, maí 09, 2003
Það fer nú ekki mikið fyrir kosningaspenningi hjá okkur hér í Bristol.
Kannski að maður reyni nú samt eitthvað að fylgjast með annað kvöld. Spurning um að halda smá kosningapartý. Stilla á Rás2 á netinu og fá nýjustu tölur. Bjóða svo nokkrum grasreykandi rastaförum úr nágrenninu í heimsókn til að fá smá stemmingu á svæðið. Svo hringir maður í stjórnmálafræðinana þá Einar Mar og Úlfar Hauksson og fær hjá þeim fræðilegt mat á stöðunni. Þeir eru reyndar svo gallharðir stuðningsmenn Samfylkingarinnar að fræðilega matið verður líklega orðið eitthvað útþynnt þegar líða fer á kvöldið. Öl og rauðvín gæti líka sett mark sitt á menn þegar líða fer á vökuna.
Þá eiga menn reyndar oft mjög auðvelt með að sjá í gegnum suðið og fá yfirsýn yfir stöðuna, sjá grófu drættina í þessu. Smáatriðin hverfa frekar eftir því sem skynfærin dofna og háfleygar kenningar verður allsráðandi.
Ég spái því amk að Guðni verði aðalmaðurinn fyrir sunnan og að K. Pálsson pundi á sig í sínu sérframboðastússi. Meira þori ég ekki að segja.
20:51
|
|
| |
|
|
|