This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
laugardagur, maí 03, 2003  
Jahérna sagði maðurinn.
Ekki er hægt að segja að ég hafi verið duglegur við að informera heiminn um mína hagi upp á síðkastið. Nú er kominn maí og síðast skrifaði ég hér í mars. Ekki gott mál.
En, óhætt er að segja að mikið og margt hafi verið í gangi hér hjá okkur Mæju hér í Bristol sl. vikur. Í Bristol já, og víðar. Við höfum verið ansi dugleg við að kíkja á nærsveitir okkar hér upp á síðkastið. Enda kominn tími til.
Foreldrar Mæju komu í heimsókn til okkar í lok mars og stoppuðu í nokkra góða daga. Þau voru með bílaleigubíl og fóru m.a. með okkur í sérdeilis góðan túr þar sem stoppað var í Wells, Glastonbury og svo að lokum gist í Dunster í Exmoor. Þar vorum víð víst á slóðum Backerville hundsins sem Mr. Sherlock Holmes átti í útstöðum við her i den tid.
Dunster er eðalbær, smáþorp undir Dunster kastala. Við gistum þar í 16. aldar cottage og höfðum gott af. Svo gott að komast aðeins frá Bristol og dvelja í þessu rólegheitaþorpi. Exmoor Star, ale staðarins, smakkaðist sérdeilis vel og ekki var nautasteik staðarins verri. Veðrið var eðalgott, sól og blíða, og sveitin skartaði sínu fegursta.
Ég mæli eindregið með því að menn drífi sig hingað til Englands og kíki á sveitasæluna.

Tveimur vikum síðar fórum við Mæja í dagsferð til Oxford.
Ein fallegasta borg sem ég hef heimsótt. Það er á hreinu.
Við kíktum í Christ Church sem er ein af aðalháskólabyggingunum í bænum. Alice in Wonderland á sinn uppruna þar og margar senur úr Harry Potter myndunum voru víst teknar upp í þessari byggingu. Það var mjög gaman að rölta þarna um.
Blackwells bókabúðin í Oxford er svo saga út af fyrir sig. Aldrei á ævinni hef ég komið í jafngóða bókabúð. Þvílík safn af academískum bókum á einum stað. Maður átti erfitt með sig.
Við enduðum svo daginn á því að fara á pubbin og út að borða. Ég hafði svo samband við Óla Jó (félaga úr MR og Sheffield Sunday), sem er að massa masterinn í lögfræði í Oxford, og við hittumst á pub í bænum. Tókum nokkrar kollur og höfðum gaman af. Verst að þurfa að ná síðustu lest heim kl. rúmlega ellefu. Vorum komin til Bristol upp úr tólf og í beddann klukkan eitt.
Mæli með Oxford. Maður segir bara ahhh. Eðalpleis.

Segjum þetta gott í bili.
Skrifa kannski meira á morgun.
Mæja að vinna í kvöld og ég að reyna að læra svolítið. Prófin nálgast og allt á fullu. MSc programmið mitt að klárast, fyrirlestralega séð, og þá bara lokaritgerðin eftir. Það dæmi er að þróast í hausnum á mér og í nokkrum word skjölum og lítur nokkuð vel út.
Komum svp heim til Íslands 18. júní og stoppum til 30. júní. Hlökkum mikið til.
Sæjonara

21:04

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.