This page may contain traces of nuts!
|
|
| |
|
|
| |
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
| |
laugardagur, maí 10, 2003
Svei mér þá ef ég væri ekki bara til í að vera heima á Íslandi í kvöld og fylgjast með úrslitum kosninganna í góðra vina hópi. Og ekkert svei mér þá, auðvitað vildi ég vera á svæðinu. Síðastliðin ár hef ég eytt kosningakvöldum heima hjá Einari Mar og Þyrí. Oftast höfum við grillað og drukkið rauðvín og fengið okkur örfáa bjóra yfir kosningavökunni. Góðir gestir hafa svo kíkt í heimsókn og stundum hefur gillið endað á kosningaballi útí bæ. Alltaf stuð.
Nú er aðeins minna stuð. Mæja er á kvöldvakt og ég var að enda við að loka námsbókunum. NO MORE mathematical programming í kvöld. Búinn að opna kaldan Stella Artois og Billy Joel á fóninum. Syngur um Stalingrad. Um þessar mundir er ég einmitt að lesa bók sem heitir Berlin: The Downfall 1945. Bókin er eftir sama höfund og skrifaði um umsátrið um Stalingrad. Þetta er nú bara nokkurs konar sagnfræði. Gaurinn fjallar um innrás Rauða hersins inn í Þýskaland í janúar 1945 sem endaði svo í Berlín nokkrum mánuðum síðar með falli Þriðja ríkisins. Atburðarásin er frekar ógeðfelld. Minna verður nú ekki sagt.
Talandi um Stella Artois. Sá góði mjöður kemur einmitt frá Leuven í Belgíu en sá bær er líklega þekktastur fyrir að hafa hýst Evrópuvininn og sjávarútvegsstefnusérfræðinginn Úlfar Hauksson er hann nam stjórnmálafræði þar í borg. Þeir hafa nú örugglega horfið ofaní hann ófáir lítrarnir af Stellu á þeim tíma.
Hver veit nema hann fái að fagna með félögum sínum í Samfylkingunni í kvöld. Áfram ESB, segja sumir. Sjáum hvað gerist heima á Fróni. Fá ESB-gaurar byr undir báða vængi í þessum kosningum? Ég vona að ákveðnir aðilar hafi munað að fara með bænirnar sínar.
Talandi um ESB.
Bretar virðast ekki vera alveg sjúr á EVRUNNI. Skv. skoðanakönnunum vill aðeins um þriðjungur þjóðarinnar taka upp Evru og fórna þar með Pundinu. Gordon Brown, fjármálaráðherra, er ósköp efins um að tími sé kominn til að ganga í myntsamstarfið. Efnahagurinn hér er í þokkalegu gengi á meðan efnahagurinn á Evrusvæðinu er í tómu tjóni. Ég held að hann og hans ráðgjafar vilji fyrst sjá hvernig EVRU-löndunum tekst að krafsa sig upp úr lægðinni sem er nú í gangi. Tekst Scröder og félögum að hrista af sér slenið? Ef þeim tekst að rétta úr kútnum fljótlega, þá aukast líkurnar á EVRU-aðild Bretlands. Það er mitt mat, enda er ég mikll fræðimaður á þess sviði!
Jamm og já. Kosningavakan mín verður í rólegri kantinum, býst ég við. Ég og sniglarnir tveir í garðinum ætlum samt að fylgjast með. Þeir hafa dvalið hér á veröndinni hjá okkur í nokkrar vikur og virðast ekki vera að hugsa sér til hreyfings. Liggja bara þarna og japla á grasi eða mold eða whatever. Ansi sáttir við sitt. Hafa líklega ekki miklar áhyggjur af gengi íslenskra stjórnmálamanna. Þeir ættu kannski að hafa áhyggjur af því hvar þeir enda líf sitt. Panna, smjör, hvítvín.
19:05
|
|
| |
|
|
|