This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, febrúar 28, 2003
Vinsælasta dagblaðið hér í landi er lesið af tæplega 10 milljónum manna á hverjum degi - 20,5% meðallestur á eintak meðal 15 ára og eldri.
Forsíðufyrirsögn blaðsins í dag var svohljóðandi: "Britney was a tiger in my bed, by Fred" (sem er söngvari í vinsælli rokkgrúppu, Limp Bizkit). Lesendum er svo bent á að lesa betur um málið inni í blaðinu. Þar stendur "My wild sex with Britney, exclusive by Fred Durst". Svo vitnar blaðamaðurinn í email sem hann hefur komist yfir en þar lýsir Fred ástarfundi sínum með Britney. Og svo framvegis. Hún neitar öllu en enginn trúir því og svo er talað um Britney og fyrri elskhuga hennar, bús og böl og fleira. Svo segir Fred: "Britney definitely parties too much. She drinks, she smokes too many cigarettes". Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þessi ummæli komi úr hörðustu átt.
The Sun heitir blaðið. Það kostar aðeins 20 pens sem er varla meira en 25 kr. Þetta er akkúrat blaðið til að lesa í hádegishléinu. Ekki of langar greinar, mikið um léttmeti, sportið er á sínum stað og fyrir þá sem hafa áhuga þá er blaðsíða þrjú enn toppless.
Í dag keypti ég þetta blað í fyrsta skipti og ég verð bara að viðurkenna að mér finnst það alveg þokkalegt.
Til að selja blaðið verður forsíðufréttin hins vegar að vera mögnuð og exclusive. Það þýðir að fræga fólkið fær aldrei að vera í friði. Lopez með appelsínuhúð, Robbie Williams með niðurgang, Kenny Rogers í lífstykki - hvað veit maður.
Félagarnir í Guns n´ Roses voru orðnir leiðir á umfjöllun blaðamanna um meðlimi bandsins og sáu því ástæðu til að semja lag og texta um málið. Þeir voru ekki að spara stóru orðin eins og sjá má í þessum síðustu erindum lagsins:
And that goes for all you punks in the press
That want to start shit by printin' lies
Instead of the things we said
That means you
Andy Secher at Hit Parader
Circus Magazine
Mick Wall at Kerrang
Bob Guccione Jr. at Spin,
What you pissed off cuz your dad gets more
p**** than you?
F*** you
S*** my f****** dick
You be rippin' off the f****** kids
While they be payin' their hard earned
money to read about the bands
They want to know about
Printin' lies startin' controversy
You wanta antagonize me
Antagonize me motherf*****
Get in the ring motherf*****
And I'll kick your b***** little ass
Punk
I don't like you, I just hate you
I gonna kick your ass, oh yeah! oh yeah!
Stílsnilld þeirra félaga fær svo sannarlega að njóta sín hér!
Svo verður spennandi að sjá hvort að Britney Spears sjái ástæðu til að henda ónotum í götublöð eins og The Sun á næstu plötu sinni.
20:13
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Cribbs-Causeway er stærsta mollið hér í suðvestrinu. Aðalhúsið er líklega ca tvisvar sinnum stærra en Smáralindin. Svo eru alls konar vöruhús allt í kring. Sem sagt mikil verslunarparadís. Við Mæja skelltum okkur þangað sl þriðjudag til að kanna aðstæður og jafnvel til að spreða nokkrum pundum.
Þegar inn var komið blasti Smáralindin við okkur, þ.e. allt var nákvæmlega eins og í Smáralind. Glerþakið og hvítu stálbitarnir, innréttingarnar í búðunum og allt skipulag var næstum alveg eins. Það er greinilegt hvað er IN í moll-innanhúsarkitektúrnum um þessar mundir.
Við röltum þarna í nokkra hringi og Mæja fann t.d. nokkrar góðar flíkur fyrir sumarið. Ég keypti mér nú reyndar ekki neitt en fann flugdreka sem mig langar alveg ýkt mikið í (hann var reyndar svolítið dýr). Ég veit ekki af hverju en ég held að það sé ýkt gaman að fljúga flugdreka á hæðinni hér fyrir ofan. Þar er alltaf góður vindur og nóg pláss til að hlaupa eins og kjáni á eftir flugdrekanum.
Fórum svo í bíó um kvöldið. Sáum Punch drunk love með Adam Sandler. Gagnrýnendur hafa gefið þessari mynd góða dóma og bla bla. Ég mæli ekki með henni. Stórskrýtin, allt of stutt og hálf-pointless. Bíóið, Warner-Willage, var hins vegar stórfínt og ísinn sem þeir seldu var líka massagóður þannig að þetta var ekki alveg ónýt bíóferð.
11:14
Mér þykir afskaplega leitt að hafa farið rangt með nafn Tampa-mannsins í pistli mínum sl. föstudag. Gumehe er náttúrulega bara bull. Mr. Gudmuhe er hins vegar rétt og leiðréttist það hér með.
10:51
mánudagur, febrúar 24, 2003
Þetta líka fína vorveður hér í dag. Ég er að tala um skínandi sól og líklega um 15 stiga hita.
Mæja fór í ræktina rétt fyrir hádegi og síðan á kvöldvakt þannig að ég er búinn að vera einn hér í mest allan dag. Það er svo sem ekkert nýtt. Maður lifir það alveg af á meðan nóg er að gera og nóg er til að éta.
Mér fannst alveg tilvalið að skella mér í niður í miðbæ í tilefni af þessu góða veðri. Það er alltaf fínt að tölta þar um, meðfram ánni, yfir Castle park, niður að höfn, framhjá styttunni af Cary Grant (einn frægasti sonur Bristol-borgar), fram hjá dómkirkjunni og ráðhúsinu, upp Park Road og að University of Bristol. Ég hef í raun aldrei tékkað neitt almennilega á skólasvæðinu í miðbænum en ákvað að gera það í dag. Skólinn er víst í sama gæðaflokki og Cambridge, Oxford og St. Andrews. Það eru 30 umsækjendur um hvert pláss í skólanum mörg af helstu sjéníum landsins á svæðinu.
Sonur hans Tony Blair hóf nám þarna síðasta haust og þá þurftu foreldrar hans að kaupa handa honum íbúð eins og frægt er orðið, Cherigate málið snérist um þessi blessuðu íbúðarkaup. Reyndar er þetta ekkert skítapleis sem þau keyptu, mig minnir að þau hafi borgað yfir 600.000 pund fyrir. Íbúðin er ekki heldur á slæmum stað. Gaurinn er rétt 2 mínútur að rölta sér í skólann, og er með útsýni yfir alla borgina.
En háskólaþopið sjálft lítur vel út. Liggur í brekku, fullt af gömlum húsum, byggt þétt og stór og flott tré á milli. Sem sagt týpískur gamall háskóli. Ég var svo sem ekkert að eyða neitt miklum tíma þarna enda í öðrum og miklu betri skóla.
Svo þarf nú einhver að fara að taka í hnakkadrambið á Hr. Chirac. Helvítis kjaftur alltaf á honum og ekki er hann laus við hrokann. Hann er víst næstum með alræðisvald í Frakklandi um þessar mundir því þegar forsætisráðherrann kemur úr sama flokki og forsetinn þá fær forsetinn mun meiri völd en ef forsætisráðherrann er úr öðrum flokki (eins og Jospin var). Hann á því örugglega ekki eftir að batna á næstu mánuðum og árum. Bandaríkjamenn hafa víst aldrei nokkurn tíman verið eins pirraðir út í Frakka og mér sýnist að Bretar séu drullufúlir út í þá um þessar mundir. Íraksmálið er náttúrulega aðalorsökin en þegar Chirac bauð Mugabe til Parísar varð allt brjálað hér í UK. Það er því örugglega ekki erfitt að finna Kana eða Tjalla sem væri til í að taka í lurginn á Chirac núna.
22:18
sunnudagur, febrúar 23, 2003
Djöfulls kjaftæði er þetta box. Mike Tyson var víst að berjast sl. nótt og rotaði andstæðinginn sinn eftir 49 sekúndur. Með þessum sigri fær Tyson aftur tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitilinn við Lennox Lewis. Síðast þegar þeir mættust þá buffaði Lewis Tyson í spað. Til hvers að keppa aftur? Af hverju láta þeir ekki Lewis berjast við næstbesta boxara í heimi?
Tyson er orðin 36 ára og það er alveg á hreinu að hann á ekkert í bestu boxara í heimi lengur. Hann er hins vegar mikil peningamaskína. Menn græða mest á því þegar hann er að keppa. Keppnin í nótt var pottþétt fixuð eða þá að þeir völdu bara einhvern aumingja til að keppa við hann. Einvígið við heimsmeistarann mun svo að öllum líkindum færa öllum hlutaðeigandi gull og græna skóga því almenningur hefur svo gaman að því að sjá villidýrið hann Tyson í hringnum.
Á meðan menn græða á Tyson þá fær hann alveg örugglega að keppa við heimsmeistarann - sama í hversu lélegur formi hann er.
11:04
föstudagur, febrúar 21, 2003
Í dag var ÍMARK-dagurinn haldinn hátíðlegur í Háskólabíói. Ég hef mætt á ÍMARK-daginn á hverju ári síðan 1999 en nú mætti ég ekki á svæðið (einhverra hluta vegna). Oftast hef ég skemmt mér nokkuð vel á þessum degi. Eftir seremoníuna sjálfa hópast allur salurinn niður í anddyri til að gæða sér á dýrindis öli og öðru góðgæti. Mogginn og svo síðar ÍÚ buðu mér og vinnufélögunum svo alltaf út að borða á eftir þannig að úr varð massakvöld. Fyrir ári síðan fór ég með auglýsingadeildinni og fleirum út að borða á Lækjarbrekku. Þvílík stemming þar.
Var að spjalla við Mr. Gumehe á msn. Hann er að stúdera sinn master í Tampa í Florida. 30 stiga hiti 70% rakastig þar. Hann var að kafna í þessum ósköpum. Þá kýs ég nú heldur klímuna hér í dag, yfir 10 stig og sól og blíða, virkilegt vorveður. Helvíti gott og milt. Það er ómögulegt að þurfa að eyða of mikilli orku í að halda á sér hita eða að halda sér köldum. Það er bara vesen sem flækist fyrir öðrum mikilvægum verkefnum.
Annars ágætur dagur hér. Ég var að vinna í tölfræðiverkefni og gekk bara nokkuð vel. Skrifaði nokkuð gáfulegan texta um multivariate aðferð sem heitir multidimensional scaling. Ég fíla þessi fræði mjög vel. Flestar af þessum multivariate aðferðum snúast um að einfalda flókin gögn. Útkoman er tvívíð mynd, stundum þrívíð, sem inniheldur mest af þeim upplýsingum sem gögnin innihalda. Einföldunin felst í því að koma upplýsingunum í gögnunum á tvívítt plan í stað þess að reyna að túlka stórar töflur með mörgum breytum. Þessar aðferðir eru víða notaðar, t.d. í data mining sem ég mun ekki læra hér en ég veit að á næsta ári á að bjóða upp á kúrs um það efni í prógramminu sem ég er í. Ég missi sem sagt af honum. Því miður.
Ég mæli með Mannakornum, live í Salnum í Kópavogi. Eðaldiskur.
20:27
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
Dagblaðið The Times lýgur ekki.
Í dag er sagt frá stórmerkilegri rannsókn.
Smiling Bristol
The South West is one of the friendliest areas of the country, a study of 14 cities has found. About 70 per cent of people in Bristol returned a stranger´s smile, compared with 18 per cent of people in London and 4 per cent in Edinburgh. Glasgow came second with 68 per cent.
Jamm og jæja. Bristolians eru sem sagt sérdeilis vinalegir.
Ég leyfi mér nú samt að efast um að þessi rannsókn sé gallalaus, án þess að ég ætli að fara nokkuð nánar út í það hér.
22:41
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Það var lítið action í Bristol í dag. Það verður að segjast.
Mæja var á morgunvakt hjá City. Hún vaknaði kl. hálfsex í morgun og var komin út fyrir klukkan sjö. Ég lá í beddanum til átta. Þvílíkur lúxus!
Svo sat ég mestallan daginn hér í stofunni og fletti blaðsíðum og pikkaði á tölvuna.
Mæja kom svo heim úr vinnunni klukkan rúmlega fjögur og lífgaði það vægast sagt upp á stemminguna hér á Görðunum.
Simpsons á BBC2 klukkan sex, ljúffengur kjúklingaréttur, hrísgrjón og naan-brauð í kvöldmat og gott tjill yfir tv og tölfræði fram eftir kvöldi. Mæja skoðaði skóla á netinu. Hún er kominn með nokkur MSc prógrömm í siktið og ætlar að byrja næsta haust.
Nú er Newsnight byrjað á BBC2 og þá er kominn tími til að hætta þessum skrifum. 60 mínútur af fréttaskýringum á hverju virku kvöldi.
Áfram Paxman.
22:39
laugardagur, febrúar 15, 2003
Þvílík sól og blíða í Bristol í dag. Samt svolítið kalt þannig að útsýnið var mun betra en vanalega. Það er nefnilega oftast nokkuð mistur yfir svæðinu á sólríkum dögum. Kuldinn bjargaði því.
Ég skellti mér í smá labbitúr um kaffileytið. Rölti yfir parkinn hér við hliðina. Þar eru 6 eða 7 fótboltavellir, með máluðum línum og stórum mörkum. Grasið er slegið reglulega og allt er eins og best verður á kosið fyrir góðan boltaleik. Alltaf á laugardögum og sunnudögum er leikið á þessum völlum. Ég býst við að það séu utandeildarlið sem eru að spila, gaurar sem hafa gaman að því að spila góðan bolta. Leikmenn í búningum, dómarar á svæðinu, hrópandi konur og litlir snáðar á hliðarlínunni og allur pakkinn. Sem sagt alltaf líf og fjör í parkinum um helgar.
Stundum fæ ég mér sér sæti á einum af bekkjunum í garðinum og fylgist með boltanum í smá tíma. Gaman að sitja með sólina í andlitinu og fylgjast leiknum með öðru auganu.
Ég kom svo við í hverfisbúðinni á leiðinni til að kaupa smá bjór. Gaurinn á undan mér í röðinni var frekar illa lyktandi og illa farinn (bakið á flíspeysunni hans sagði mikið um hvar hann hafði drepist síðustu nótt). Hann tæmdi úr vösunum ca eitt kíló smápeningum og bað afgreiðslumanninn plís um að skipta þessu fyrir sig í seðil. Ég sá að hann fékk 10 pund fyrir kílóið. Mér finnst nú ansi líklegt að gaurinn hafi verið á leiðinni niður á Stapelton Road, hér rétt hjá, til að kaupa sér smá krakk í kroppinn. Það er líklega ekki mjög vinsælt að henda smámynt í dópdílerana.
Vinur okkar er líklega í vímu as we speak. Eftir 5 tíma fer hann svo að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum hann eigi að redda sér næsta skammti. Hann komst í sparibauk í morgun en verður líklega ekki eins heppinn í fyrramálið. Þá er líklega vænlegast til árangurs að ræna næstu manneskju sem hann mætir. Stapelton Road er víst á topp 5 í glæpatíðni hér í UK. Mugging (komdu með peninginn væni-type of rán) er víst "vinsælasti" glæpurinn. Það eru líklega nákvæmlega svona gúbbar sem eru ábyrgir fyrir þeim. Alveg á þörfinni, vantar 10 pund fyrir næsta krakk-skammti.
Syngjum samt fyrir vin okkar úr sjoppunni: (Tom Waits á heiðurinn, Small Change heitir diskurinn (mæli vel með honum). Fyrsta erindið á ágætlega við um félagann, restin er nokkuð lífleg lýsing á stemmingunni á sveittum strípiklúbbi).
Smelling like a brewery, looking like a tramp,
I ain't got a quarter, got a postage stamp
Been five o'clock shadow boxing all around the town,
Talking with the old man, sleeping on the ground
Bazanti bootin al zootin al hoot and Al Cohn
Sharing this apartment with a telephone pole.
And a fish-net stocking, spike-heel shoes,
Strip tease, prick tease, car keys blues
And the porno floor show, live nude girls,
Dreamy and creamy and brunette curls
Chesty Morgan and Watermelon Rose
Raise my rent and take off all your clothes
With trench coats, magazines, a bottle full of rum,
She's so good, make a dead man come
Pasties and a G-string, beer and a shot
Portland through a shot glass and a Buffalo squeeze
Wrinkles and Cherry and Twinkie and Pinkie and Fifi live from Gay Paree
Fanfares, rim shots, back stage, who cares, all this hot burlesque for me
Cleavage, cleavage, thighs and hips
From the nape of her neck to the lipstick lips
Chopped and channeled and lowered and lewd
And the cheater slicks and baby moons
She's a-hot and ready, creamy and sugared
And the band is awful and so are the tunes
Crawling on her belly, and shaking like jelly,
And I'm getting harder than Chinese algebrassieres
And cheers from the (hmm) compendium here
"Hey sweetheart" they're yelling for more
You're squashing out your cigarette butts on the floor
And I like Shelly, and you like Jane
And what was the girl with the snakeskin's name?
And it's an early-bird matinee, come back any day,
Get you a little something that you can't get at home
Get you a little something that you can't get at home
It's pasties and a G-string, beer and a shot
Portland through a shot glass and a Buffalo squeeze
Popcorn, front row, higher than a kite, and I'll be back tomorrow night,
And I'll be back tomorrow night
21:19
föstudagur, febrúar 14, 2003
Þá er vinnuvikan á enda.
Eða hvað?
Ég er reyndar ekki alveg viss um hvenær vikurnar enda og byrja hjá mér. Það skiptir mig ekki svo miklu máli hvaða dagur er. Jú reyndar, ég mæti í skólann á miðvikudögum og fimmtudögum, sit í tímum frá hádegi og til hálf-átta. Það eru föstu punktarnir. Frá föstudegi til þriðjudags sit ég svo oftast hér heima og les og geri mín verkefni. Ég er nokkuð öflugur í að ná mér í ítarefni á bókasafninu þannig að ég á alltaf sæmilegan stafla af bókum til að glugga í. Maður lætur sér ekki leiðast. Þegar ég er kominn með nægju mína af multidimensional scaling þá er alltaf hægt að lesa aðeins um linear programming eða exponential smoothing methods eða whatever.
Vinnuvikan endar sem sagt eiginlega aldrei, eins og flestir háskólamenn þekkja.
Ég hef tekið eftir því að það er eitthvað vesen á Kristjáni Pálssyni, þingmanni Sjáflstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Honum gekk ekki nógu vel í síðasta prófkjöri í nýju kjördæmi og segist vera að íhuga sérframboð. Menn kunna nú frekar illa við það.
Það er gaman að rifja það upp að eitt af mínu fyrstu verkefnum þegar ég var að vinna á auglýsingadeild Moggans var að sjá um prófkjörsauglýsingar K. Pálssonar í Mogganum. Þetta var í sept eða okt 1998 og ég rétt farinn að kunna á hlutina þarna. K. Pálsson sóttist eftir 2. sæti í Reykjaneskjördæmi (en vissi svo sem að það var ekki gefið). Gaurinn vildi náttúrulega auglýsa mikið í Mogganum enda blaðið massagóður miðill og mikið lesið af Sjáflstæðismönnum. Í staðinn fyrir að láta auglýsingastofu sjá um hlutina fyrir sig ákvað hann að láta hönnuðina hjá Mogganum setja upp auglýsingarnar. Ég var einskonar milliliður, hitti gaurinn, hann sagði mér hvað hann var að pæla, lét mig hafa texta og myndir og svo talaði ég við hönnuðina. Hann talaði mikið um að hann vildi fá Reagan-lookið, einfalt og stílhreint. Okkur fannst það helvítí fyndið.
Fjórum heilsíðum og nokkrum minni auglýsingum síðar fór prófkjörið fram, Pálsson endaði í 5. sæti og rúllaði inn á þing.
Mig minnir reyndar að stærsta málið hans á sl. fjórum árum hafi verið tillaga um að gamla vindstiga-kerfið yrði notað áfram samhliða m/sek kerfinu.
Punkturinn er að nú er kallinn í vanda. Býst við að nú sé hann að hugsa til mín. "Djöfullinn að hafa ekki haft Binna til að redda í baráttunni núna". (líklega er hann samt ekki að hugsa þetta!)
Kannski notaði hann ekki Reagan-lookið í þessari baráttu. Má vera!
19:52
Úr sportinu í The Times:
The top 10 - Crazy training regimes
nr 6- Bill Werbeniuk
"The Canadian snooker player, who died last month, had a bizarre training aid. Cursed with a condition that caused his hands to tremble, he discovered that the only thing that helped was to drink lager - copious amounts of the stuff. He used to knock back more than 20 pints during matches. There were unfortunate side-effects - on one occasion his bulk caused his pants to split as he bent over the table".
Huggulegur!
09:09
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Internetið er málið.
Þegar ég byrjaði í sálfræðinni haustið 1994 var internetið varla komið úr startholunum. Til dæmis voru ekki margar nettengdar tölvur á háskólasvæðinu. Okkur var þá kennt að leita að greinum í vísindaritum á cd-rom diskum sem voru geymdir á bókasafninu í Aðalbyggingu HÍ. Maður átti að mæta á svæðið og panta tíma í tölvunni sem keyrði diskana. Ef maður var heppinn þá gat maður komist strax í tölvuna og byrjað að leita. Við í sálfræðinni leituðum í Psyc-lit gagnasafninu. Það var bara til eitt eintak af því. Diskarnir geymdu að vísu bara abstracta úr greinunum. Ef manni leist vel á þá þurfti maður að finna greinarnar sjálfar á bókasafninu. Tímaritakostur safnsins var og er frekar fátæklegur svo oftar en ekki komst maður ekki í nema brot af greinunum sem manni leist á. Amk ekki meira en helming. Stundum pantaði maður greinar að utan ef mikið var í húfi. Það tók ca 3 vikur.
Eftir að Þjóðarbókhlaðan opnaði, í desember 1994, batnaði aðstaðan mikið. Í stað þess að þurfa að bóka tíma í tölvunni góðu gat maður leitað í þar til gerðum leitartölvum sem voru á öllum hæðum. Enn gat maður bara leitað í abströktum en vesenið við að komast í þá minnkaði mikið. Tímaritakosturinn skánaði hins vegar ekki. Ég held að hann hafi jafnvel versnað því rekstrarkostnaður safnsins jókst mikið við flutningana og þá var skorið niður í tímaritakaupum. Sem sagt stærra hús en minna úrval af lesefni. (kannski ekki alveg rétt því nú var meiri bóka- og tímaritakostur á einum stað).
Svona var staðan þegar ég lauk námi í febrúar 1998. Þetta reddaðist alltaf en stundum var leiðinlegt að bíða í 3 vikur eftir spennandi grein eða sleppa því að lesa greinar sem virtust koma málinu við.
Nú er ég byrjaður aftur í þessum bransa. Undirbúningur fyrir lokaritgerðina er hafinn og bóka- og greinaleit komin á fullt. Í stað þess að þurfa að panta tíma í tölvu eða hafa áhyggjur af því að tímarit séu ekki til á safninu þá get ég afgreitt þetta mál í stofunni heima hjá mér. Öll stærstu tímaritin eru komin á netið - backcataloginn líka. Háskólasafnið hjá UWE reddar mér aðgangsorðum að þessum gagnagrunnum og ég get leitað að og lesið heilu greinarnar ef ég vil. Ef ég nenni ekki að lesa í tölvunni get ég náttúrulega prentað greinarnar eða lesið þær í tímaritunum á safninu. Ég get náttúrulega líka leitað að bókum á bókasafninu í gegnum netið.
Aðgangsorðin koma mér líka inn á ýmsa sérhæfðar síður þar sem allt það nýjasta í fræðunum er að finna.
Sem sagt easy life á gervihnattaöld.
Ætli Tony Blair sé sammála mér? Frakkar og Þjóðverjar eru alltaf að stríða honum, almenningur í UK trúir honum ekki lengur, stór hluti Múslima er fúll út í hann og allt að fara til andskotans. Gordon Brown, fjármálaráðerra, langar til að verða forsætisráðherra og er ekkert að hjálpa fóstbróður sínum, Blair, í vandræðunum.
Sá í fréttum í kvöld að skv nýrri könnum þá telur almenningur í UK að heimsfriðnum standi meiri ógn af Bush heldur en Saddam eða Hr Kim í Norður-Kóreu.
Áróðursstríðið er ekki alveg að ganga upp hjá þeim Bush og Blair.
22:35
mánudagur, febrúar 10, 2003
Febrúar brunar áfram. Áður en maður veit af verður komið sumar. Það kemur víst aðeins fyrr hér en t.d. norður í Flateyjardal.
Helgin var frekar róleg námslega séð. Við Mæja fórum í fimm-bíó á laugardaginn og sáum nýju Spielberg myndina, Catch me if you can. Ég var nokkuð ánægðu með myndina og get vel mælt með henni. Christopher Walken fer t.d. alveg á kostum.
Eftir bíó fengum við okkur að borða niðri í miðbæ. Ég fékk mér lambasteik með garlic mash og brúnni sósu. Þetta var fyrsta steikin sem ég hef borðað í langan tíma og hún bragðaðist mjög vel. Rauðvínið gerði hana enn betri. Mæja fékk sér nautasteik sem henni fannst aðeins of þurr. Vantaði sósu. Sósan er málið með steik.
Svo kíktum við aðeins á írska pöbbinn og svo á jassklúbbinn við hliðina. Tveir eðalstaðir. Barþjónarnir á írska pöbbnum eru farnir að kannast við mig og taka alltaf vel á móti mér þegar ég mæti. Það er gaman að því. Það er ekki eins og maður þekki svo marga hér í Bristol.
Vel á minnst. Svo virðist sem prófin og verkefnin mín hafi gengið nokkuð vel. Ég er ekki enn búinn að fá einkunnir afhentar en hef fengið það staðfest að ég fæ amk pass einkunn í öllum kúrsum, jafnvel distinction í sumum. Sjáum til með það.
22:40
föstudagur, febrúar 07, 2003
Það stendur ekki á mér
du du du
að þrífa klósettið.
Mér finnst það svo gaman,
jáhá
svo gaman.
Ég lýg því nú.
Afskaplega er nú leiðinlegt að þrífa klósettið og baðið og vaskinn og allan pakkann . Þetta tekur mann svona hálftíma en samt fær maður sig alltaf til að fresta þessu helvíti alveg endalaust. Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur frá því hvað ég frestaði því lengi að þrífa klósettið á Sóló 5a síðustu mánuðina sem ég bjór þar.
Samt:
Vísbending nr 1: Ég hef komist að því að ég virðist vera mjög ónæmur fyrir gerlum, bakteríum og öðrum óþrifnaðarafkvæmum. Vísbending nr 2: Klósetthreinsiefnið sem ég notaði þegar ég var að þrífa klósettið í síðasta skipti fyrir innflutning Evrópumaníaksins, Úlfars Haukssonar, rann út haustið 2000 (þrifin fóru fram sumarið 2002).
Sem sagt slæm staða í klósettskál minni skv öllum helstu skálarstandördum Norræna ráðherraráðsins. Þeir eru víst enn að setja saman setustandardana.
Ráðherrarnir ættu kannski að tala við Þribba um það mál. Þribbi var stórskrýtinn náungi sem ég kynntist ca sumarið ´85 þegar ég var í sveit á bænum Útvík í Skagafirði. Hann var skyldur hjónunum á bænum, sonur systur bóndans sem bjó í N.Y. Gaurinn var ca 20 ára og ég býst nú við að hann hafi verið eitthvað geðveikur. Minnir það nú. Mér var amk sagt að vera ekki að bögga hann neitt of mikið. Hann var grænmetisæta og borðaði bara eina máltíð á dag. Á hverju kvöldi eftir að allir á bænum höfðu borðað sinn kvöldmat þá fékk hann að eiga eldhúsið fyrir sig. Hann gjörsamlega fyllti eldhúsborðið af ávöxtum og grænmeti og söfum og einhverju svoleiðis stöffi og sat svo í tvo tíma og raðaði í sig. Svo fór hann inn í herbergið sitt og stöffaði í sig heljarinnar ósköpum af nammi og ís. Tómt rugl. Nafnið Þribbi festist við hann því hann hafði alveg gífurlega gaman af því að þrífa allan andskotann - og það var sko nóg af hlutum sem þurfti að þrífa þarna í sveitinni. Gaurinn eyddi oft heilu dögunum í fjósinu við það að skrúbba veggina eða úti á plani að bóna Zetorana. Ég var náttúrulega alveg guðslifandi feginn yfir þessum áhuga hans á þrifum því annars hefði ég endað í ca sömu verkum. Í staðinn gat ég einbeitt mér að skemmtilegri störfum eins og að brenna rusli og drepa mýs.
En hvað um það. Aftur að salerninu.
Klósettskálin okkar hér í Bristol er í svona þokkalegu standi. Reyndar er setan svolítið laus þannig að maður á það til að missa balance á mjög mikilvægum augnarblikum. Þetta hefur samt gengið stórslysalaust hingað til. Klósettrúlluhaldarinn á það til að detta af veggnum og eiginlega undir klósettið. Það er leiðinlegt.
Vaskurinn er svona þokkalegur nema hvað að það eru tveir aðskildir kranar. Sem sagt ekki hægt að blanda heitt og kalt nema í vaskinum. Hann þarf hins vegar að vera hreinn til þess að maður nenni að standa í því. Auðvitað er hann ekki alltaf hreinn.
Svo er það baðið. Eða baðkarið eins og sumir vilja kalla það til að aðgreina það frá herbergina sem það er oftast í. Herbergið heitir reyndar eftir baðkarinu, þess vegna höfum við baðherbergi. Herbergið gæti reyndar allt eins heitið klósettherbergi. Hvað um það. BAÐKARIÐ okkar er sturtulaust. Við reyndum að redda því með því að kaupa sturtuhaus sem maður festi á blöndundartækin, sem eins og fyrri daginn eru með aðskildum heitum og köldum vatnsbunum. Þessi helvítis sturtuhaus réði ekkert við málið og annað hvort kom hann bara með heitt vatn eða bara með kalt vatn. Það gekk náttúrulega ekki og við urðum því að sætta okkur við það að fara bara í bað en ekki í sturtu.
Ferlið í kringum bað tekur ca þrisvar sinnum lengri tíma en ferlið í kringum sturtu. Vesen og leiðindi.
Djöfull var því gott að komast í sturtu þegar við vorum í London yfir jólin. Þetta var áður sjálfsagður hlutur en núna er þetta munaður í mínum huga.
"Já það er margt í mörgu, fátt í fáu og ekkert í engu" (Jóhann-es í Bónus, 1967).
Heimildir
Í Bónus, Jóhann-es (1967). My months with Miss Ben (3rd edition). Stokkseyri: Wiley.
20:01
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Í gær var það Michael Jackson en í kvöld var það frændi hans, Saddam Hussein, sem var í sviðsljósinu. Friðarsinninn Tony Benn (sem ég minntist aðeins á hér sl. laugardag) skellti sér til Bagdad í síðustu viku og ræddi við Saddam Hussein um málefni líðandi stundar. Viðtalið var svo sýnt í fréttum Channel 4 nú í kvöld.
Ég verð nú að viðurkenna að Hussein komst mun betur frá þessu viðtali en Jackson frá sínu viðtali í gær. Hussein var hinn hressasti, vel greiddur og í nýjum jakkafötum. Mjög yfirvegaður, kannski ekki beint þessi stressaða týpa. Mottan var á sínum stað, vel snyrt og gljáandi. Hann virtist vera með sín mál á hreinu. Tony skildi náttúrulega ekkert hvað Hussein var að segja og kinkaði bara kolli reglulega og reyndi að halda einbeitingunni. Eftir viðtalið talaði fréttamaður Channel 4 við Tony í stúdióinu. Tony var svo æstur yfir stríðsáróðrinum hér í UK og í USA að það lá við að hann missti gervitennurnar út úr sér. Hann næstum öskraði á fréttamanninn og svaraði ekki spurningum hans heldur bölvaði bara ráðamönnum í UK og USA (svona næstum því).
Það sem stendur þó upp úr er að Tony var eiginlega of kurteis við félaga Hussein. Hann sleppti nokkrum erfiðum spurningum og leyfði Hussein að tala endalaust um hversu ómögulegir ráðamenn í USA væru (sem er svo sem skiljanlegt því Tony skildi náttúrulega ekkert hvað hann var að segja). Önnur viðbrögð hér í UK voru þau að Hussein hefði ekki nýtt þetta tækifæri nógu vel. Þarna hefði hann t.d. getað lagt til leið til að ganga úr skugga um það í eitt skipti fyrir öll að í Írak leynast hvergi Weapons of mass destruction. Hann virtist hins vegar ekki hafa neinn áhuga á því.
Svo bíðum við bara spennt spennt eftir því að sjá hvað Hr Powell gerir á fundi UN á morgun.
Tony fær nú samt plús í kladdann fyrir viðleitnina. Hann er að reyna að leggja lóð sitt á vogarskálarnar, gera hvað hann getur til að afstýra stríði. Ég held það þurfi hins vegar meira til að Bush og Blair skipti um skoðun.
Eða eins og einhver gúbbinn sagði um daginn að þá er svo erfitt fyrir USA og UK að bakka út núna eða gefa Saddam meiri tíma því það kæmi alltaf út sem pólitískur sigur fyrir hann og það er eitthvað sem Bush getur ekki sætt sig við. Fyrst þetta er komið svona langt þá er ómögulegt að snúa við. Það var skoðun gúbbans.
Annars er bara róleg stemming hér í Bristol. Sól og blíða, grænar grundir og fuglasöngur. Ég sit flestum stundum hér í stofunni heima og dæli í mig tölfræði og Pepsi Max. Skólinn er kominn á fullt og nú er að duga eða drepast. Klára þessa sex kúrsa með stæl. Svo þarf ég að fara að finna mér mastersverkefni. Held að það verði nú ekki mikið mál. Gæti jafnvel fundið eitthvað bitastætt í Forecasting kúrsinum. Auglýsingafræðin gætu líka komið við sögu + dash af tölfræði. Þá er þetta komið. Piece of cake eins og Betty Crocker myndi segja.
Ég var á strollinu hér í nágrenninu í dag og sá þá nýjan indverskan veitingastað hér rétt hjá. Inner Fire heitir hann. Ekki mjög indverskt nafn en á væntanlega að lýsa matnum sem þeir framreiða þeim mun betur. Þetta er í raun eini almennilegi veitingastaðurinn hér í nágrenninu. Beint á móti er svo einn af hvefispöbbunum. Dinner þarna gæti því hæglega endað á nokkrum ísköldum pæntum til að slökkva eldinn.
Eldur í mér
ble ble ble ble ble ble ble ble ble
Gengið í Írafár var ef til vill með með indverskt í mallanum þegar þetta var samið.
22:55
mánudagur, febrúar 03, 2003
Þátturinn "Life with Michael Jackson" var á dagskrá í kvöld. Dagskrárgerðarmaðurinn fékk að fylgjast með Jackson í átta mánuði og heimsótti hann m.a. í Neverland, fór með honum til Las Vegas, hitti börnin hans og átti við hann viðtöl sem voru á mjög persónulegum nótum. Öllu viðkæmu málin voru borin upp og Jackson grét eða hegðaði sér mjög oft eins og krakki. Sjónvarpsviðtal aldarinnar segja sumir. Þetta var mjög áhugverður þáttur og eiginlega er maður í smá sjokki eftir þetta. Jackson hefur víst aldrei hleypt neinum fjölmiðlamanni svona nálægt sér.
Eitt er á hreinu, Jackson er gjörsamlega í algjöru rugli. Ekki missa af þessum þætti þegar og ef hann verður sýndur á Íslandi.
Weapons of mass destruction. Þetta er örugglega orðið eitt algengasta orðasambandið í fréttum í enskumælandi löndum. Allir eru símalandi um að það séu til Weapons of mass destructionin í Írak. Aldrei hafa Bush eða Blair þó sannað að Írakar eigi sín Weapons of mass destruction. Á miðvikudaginn ætlar Hr Powell hins vegar að sýna fram á með óyggjandi hætti að Írakar eigi Weapons of mass destruction.
Það verður spennandi að sjá hvað kallinn dregur upp úr hatti sínum.
23:12
laugardagur, febrúar 01, 2003
Channel 4 var rétt í þessu að velja politician of the year. Sex einstaklingar voru tilnefndir og almenningur mátti kjósa með því að hringja eða senda email. Stöðin var með live seremoníu. Svaka veisla með mörgum þungavigtarmönnum í jakkafötum með bindi. Fáar glamúrgellur á svæðinu, það verður að segjast. Þær hanga víst allar í spilavítunum og bíða eftir hvíta riddaranum í takkaskónum. Hvað um það, margir gaurar og gellur fengu verðlaun í kvöld, m.a. fyrir að vera fyndnasti stjórnmálafréttamaðurinn, fyrir bestu þingræðuna o.s.frv. En til að gera langa sögu stutta (og líka vegna þess að enski boltinn er að byrja á ITV eftir 5 mínútur) þá var Tony Benn valinn stjórnmálamaður ársins. Hann er hættur á þingi enda orðinn nokkuð roskinn. Kallinn er samt örugglega virkur á bak við tjöldin! Hann sat á þingi fyrir Labour í 50 ár og á örugglega víða góða félaga sem taka mark á honum.
21:43
Þetta er ekki flókið mál. Ég sat við tölvuna hér um sexleytið. Allt í einu langaði mig í smá bjór. Kemur á óvart!
Þar sem ég átti engan bjór hér heima var úr vöndu að ráða. Eða hvað? 500 metrar í næsta "kaupmann á horninu". Málið leyst. Fjórir bjórar í ískápnum. Þetta er svo sjálfsagt mál.
Kjötborg (hvefisbúð þeirra sem búa á Sóló5) væri fullkomin búð ef maður gæti fengi bjór og léttvín þar.
Columbia geimskutlan var að springa í aðflugi, í 38.000 feta hæð á margföldum hljóðhraða. Menn byrjuðu á því að útiloka að þetta gæti verið hryðjuverk. Það er tímanna tákn.
Fréttir í gangi í tv núna. Stjórnmálamaður sem heitir Allistair Darling er í viðtali. Ómögulegt að heita þessu nafni. Ólafur Ljúfan eða Þorvaldur Elskan kæmust varla langt í íslenskum stjórnmálum.
18:58
|
|
|
|
|