This page may contain traces of nuts!
|
|
|
|
|
This is where you stick random tidbits of information about yourself.
|
|
|
|
|
|
föstudagur, febrúar 14, 2003
Þá er vinnuvikan á enda.
Eða hvað?
Ég er reyndar ekki alveg viss um hvenær vikurnar enda og byrja hjá mér. Það skiptir mig ekki svo miklu máli hvaða dagur er. Jú reyndar, ég mæti í skólann á miðvikudögum og fimmtudögum, sit í tímum frá hádegi og til hálf-átta. Það eru föstu punktarnir. Frá föstudegi til þriðjudags sit ég svo oftast hér heima og les og geri mín verkefni. Ég er nokkuð öflugur í að ná mér í ítarefni á bókasafninu þannig að ég á alltaf sæmilegan stafla af bókum til að glugga í. Maður lætur sér ekki leiðast. Þegar ég er kominn með nægju mína af multidimensional scaling þá er alltaf hægt að lesa aðeins um linear programming eða exponential smoothing methods eða whatever.
Vinnuvikan endar sem sagt eiginlega aldrei, eins og flestir háskólamenn þekkja.
Ég hef tekið eftir því að það er eitthvað vesen á Kristjáni Pálssyni, þingmanni Sjáflstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Honum gekk ekki nógu vel í síðasta prófkjöri í nýju kjördæmi og segist vera að íhuga sérframboð. Menn kunna nú frekar illa við það.
Það er gaman að rifja það upp að eitt af mínu fyrstu verkefnum þegar ég var að vinna á auglýsingadeild Moggans var að sjá um prófkjörsauglýsingar K. Pálssonar í Mogganum. Þetta var í sept eða okt 1998 og ég rétt farinn að kunna á hlutina þarna. K. Pálsson sóttist eftir 2. sæti í Reykjaneskjördæmi (en vissi svo sem að það var ekki gefið). Gaurinn vildi náttúrulega auglýsa mikið í Mogganum enda blaðið massagóður miðill og mikið lesið af Sjáflstæðismönnum. Í staðinn fyrir að láta auglýsingastofu sjá um hlutina fyrir sig ákvað hann að láta hönnuðina hjá Mogganum setja upp auglýsingarnar. Ég var einskonar milliliður, hitti gaurinn, hann sagði mér hvað hann var að pæla, lét mig hafa texta og myndir og svo talaði ég við hönnuðina. Hann talaði mikið um að hann vildi fá Reagan-lookið, einfalt og stílhreint. Okkur fannst það helvítí fyndið.
Fjórum heilsíðum og nokkrum minni auglýsingum síðar fór prófkjörið fram, Pálsson endaði í 5. sæti og rúllaði inn á þing.
Mig minnir reyndar að stærsta málið hans á sl. fjórum árum hafi verið tillaga um að gamla vindstiga-kerfið yrði notað áfram samhliða m/sek kerfinu.
Punkturinn er að nú er kallinn í vanda. Býst við að nú sé hann að hugsa til mín. "Djöfullinn að hafa ekki haft Binna til að redda í baráttunni núna". (líklega er hann samt ekki að hugsa þetta!)
Kannski notaði hann ekki Reagan-lookið í þessari baráttu. Má vera!
19:52
|
|
|
|
|