This page may contain traces of nuts!


























 
Archives
<< current













 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.



























Binni i Bretlandi
 
föstudagur, febrúar 07, 2003  
Það stendur ekki á mér
du du du
að þrífa klósettið.
Mér finnst það svo gaman,
jáhá
svo gaman.

Ég lýg því nú.
Afskaplega er nú leiðinlegt að þrífa klósettið og baðið og vaskinn og allan pakkann . Þetta tekur mann svona hálftíma en samt fær maður sig alltaf til að fresta þessu helvíti alveg endalaust. Ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur frá því hvað ég frestaði því lengi að þrífa klósettið á Sóló 5a síðustu mánuðina sem ég bjór þar.
Samt:
Vísbending nr 1: Ég hef komist að því að ég virðist vera mjög ónæmur fyrir gerlum, bakteríum og öðrum óþrifnaðarafkvæmum. Vísbending nr 2: Klósetthreinsiefnið sem ég notaði þegar ég var að þrífa klósettið í síðasta skipti fyrir innflutning Evrópumaníaksins, Úlfars Haukssonar, rann út haustið 2000 (þrifin fóru fram sumarið 2002).
Sem sagt slæm staða í klósettskál minni skv öllum helstu skálarstandördum Norræna ráðherraráðsins. Þeir eru víst enn að setja saman setustandardana.
Ráðherrarnir ættu kannski að tala við Þribba um það mál. Þribbi var stórskrýtinn náungi sem ég kynntist ca sumarið ´85 þegar ég var í sveit á bænum Útvík í Skagafirði. Hann var skyldur hjónunum á bænum, sonur systur bóndans sem bjó í N.Y. Gaurinn var ca 20 ára og ég býst nú við að hann hafi verið eitthvað geðveikur. Minnir það nú. Mér var amk sagt að vera ekki að bögga hann neitt of mikið. Hann var grænmetisæta og borðaði bara eina máltíð á dag. Á hverju kvöldi eftir að allir á bænum höfðu borðað sinn kvöldmat þá fékk hann að eiga eldhúsið fyrir sig. Hann gjörsamlega fyllti eldhúsborðið af ávöxtum og grænmeti og söfum og einhverju svoleiðis stöffi og sat svo í tvo tíma og raðaði í sig. Svo fór hann inn í herbergið sitt og stöffaði í sig heljarinnar ósköpum af nammi og ís. Tómt rugl. Nafnið Þribbi festist við hann því hann hafði alveg gífurlega gaman af því að þrífa allan andskotann - og það var sko nóg af hlutum sem þurfti að þrífa þarna í sveitinni. Gaurinn eyddi oft heilu dögunum í fjósinu við það að skrúbba veggina eða úti á plani að bóna Zetorana. Ég var náttúrulega alveg guðslifandi feginn yfir þessum áhuga hans á þrifum því annars hefði ég endað í ca sömu verkum. Í staðinn gat ég einbeitt mér að skemmtilegri störfum eins og að brenna rusli og drepa mýs.
En hvað um það. Aftur að salerninu.
Klósettskálin okkar hér í Bristol er í svona þokkalegu standi. Reyndar er setan svolítið laus þannig að maður á það til að missa balance á mjög mikilvægum augnarblikum. Þetta hefur samt gengið stórslysalaust hingað til. Klósettrúlluhaldarinn á það til að detta af veggnum og eiginlega undir klósettið. Það er leiðinlegt.
Vaskurinn er svona þokkalegur nema hvað að það eru tveir aðskildir kranar. Sem sagt ekki hægt að blanda heitt og kalt nema í vaskinum. Hann þarf hins vegar að vera hreinn til þess að maður nenni að standa í því. Auðvitað er hann ekki alltaf hreinn.

Svo er það baðið. Eða baðkarið eins og sumir vilja kalla það til að aðgreina það frá herbergina sem það er oftast í. Herbergið heitir reyndar eftir baðkarinu, þess vegna höfum við baðherbergi. Herbergið gæti reyndar allt eins heitið klósettherbergi. Hvað um það. BAÐKARIÐ okkar er sturtulaust. Við reyndum að redda því með því að kaupa sturtuhaus sem maður festi á blöndundartækin, sem eins og fyrri daginn eru með aðskildum heitum og köldum vatnsbunum. Þessi helvítis sturtuhaus réði ekkert við málið og annað hvort kom hann bara með heitt vatn eða bara með kalt vatn. Það gekk náttúrulega ekki og við urðum því að sætta okkur við það að fara bara í bað en ekki í sturtu.
Ferlið í kringum bað tekur ca þrisvar sinnum lengri tíma en ferlið í kringum sturtu. Vesen og leiðindi.
Djöfull var því gott að komast í sturtu þegar við vorum í London yfir jólin. Þetta var áður sjálfsagður hlutur en núna er þetta munaður í mínum huga.

"Já það er margt í mörgu, fátt í fáu og ekkert í engu" (Jóhann-es í Bónus, 1967).

Heimildir
Í Bónus, Jóhann-es (1967). My months with Miss Ben (3rd edition). Stokkseyri: Wiley.

20:01

Comments: Skrifa ummæli
 
This page is powered by Blogger.